Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fyrir svefninn.

Fyrir nokkrum árum gerðu tveir menn það sér til gamans
að spyrja nokkra drykkjumenn, hvað þeir mundu gera ef
sjórinn breyttist í vín. Menn reyndu auðvitað að svar sem
frumlegast.
Ótvíræður sigurvegari var þó Gvendur stofnauki fyrir svar
sitt; " Ég mundi reyna að slá fyrir blandi."

Áveitingahúsi í Reykjavík var boðið upp á nýjan rétt sem
bar nafnið Poulet a la Ferrari.
þegar gestur nokkur spurði þjóninn hvers konar réttur
þetta væri, svaraði hann:
" þetta er kjúklingur sem varð undir sportbíl."

Kolbeinn Högnason, skáld, fór út í skógrækt á nýræðisaldri.
Einhver hóf máls á því að þetta færi nú seint að skila arði.
" Já blessaður vertu," svaraði Kolbeinn. " Það er vonlaust
að við getum farið að græða á þessu fyrr en eftir 20 - 30 ár."

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Heimilisofbeldi.

Las afar þarfa og góða grein í blaði í morgun, um að mjög
algengt sé að kalla þolendur heimilisofbeldis geðveika.
Í flestum tilfellum ef eigi öllum eru það fyrrverandi eiginmenn
og eða sambýlismenn sem gera það.

Ég hef nú oft áður bloggað um þessi mál sem ætíð hefur verið
þörf á, en nú er nauðsyn. Þetta er grafalvarlegt og ætti aldrei
að gantast, mistúlka, efast um eða gera lítið úr er konur koma
og leita eftir hjálp.

Ein kona sagði er hún gat slitið sig frá og skilið við manninn sem
hún átti með eitt barn að hann hefði strax byrjað að segja að hún
væri geðveik. Margir af ættingjum og vinum snéri við henni baki,
trúðu honum,
Konan gekk til sálfræðings vegna sinna vandamála eftir tíu ára
ofbeldi og varð sterkari með hverju deginum sem leið svo afneitun
ættingja mannsins skiptu eigi svo miklu.

Það sem mér finnst ógnvægilegt er að þessum mönnum sem fremja
þennan glæp að beita ofbeldi ná á svo ótrúlega stuttum tíma að
brjóta niður allt sjálfsmat kvennanna, hvað er þessum mönnum gefið
til að þeir nái þessum völdum?

ERT ÞÚ BEITT OFBELDI?

Á eitthvað af neðantöldu við þig?

1 Óttastu hann undir einhverjum kringumstæðum ?
2 Er hann uppstökkur skapbráður og/eða fær bræðiköst?
3 verður hann auðveldlega reiður undir áhrifum áfengis?
4 Reynir hann að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara
   eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál?
5 Fylgist hann með þér hvar og hvenær sem er?
6 Ásakar hann þig sífellt um að vera honum ótrú?
7 Gagnrýnir hann þig, vini þína og /eða fjölskyldu?
8 Ásakar hann þig stöðugt -- ekkert sem þú gerir rétt eða nógu vel gert?
9 Segir hann að ,,eitthvað sé að þér ", þú sért jafnvel geðveik?
10 Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra?
11 hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu?
12 Eyðileggur hann persónulegar eigur þína af ásettu ráði?
13 hrópar hann / öskrar á börnin eða þig
14 Ógnar hann þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum?
15 Hótar hann að skaða þig börnin eða aðra nákomna ættingja?
16 þingar hann þig til kynlífs?
17 Hefur hann ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig
     eða börnin.

Flest af þessu átti við mig og miklu verra en þetta og er ég bara
að koma inn á þetta núna vegna þess að nauðsynlegt er fyrir
alla að vera meðvitaðir um hvað gæti verið að gerast í umhverfi
okkar, ekki síður er það nauðsynlegt fyrir þá sem verða fyrir
heimilisofbeldi að vita og trúa, ,,Sá sem lemur einu sinni lemur aftur".

Mig langar líka til að allir lesi þetta bæði konur og karlar og hugleiði
hvort jafnvel það sé svona hegðun í þeirra fari og hvort sú hegðun
sé réttlætanleg, Nei hún er það aldrei ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.
Þið sem verðið fyrir þessu vitið að þið eruð ekki ein.
Ekki bíða eins og ég gerði að því að það voru að koma jól. ferming,
afmæli eða bara eitthvað komið ykkur strax út úr þessu ástandi
og þið munuð komast að því að þið fáið nýtt líf.

Eigið góðan dag og gæfuríka framtíð.
Milla.
Heart


Fyrir svefninn.

Við gamla settið erum búin að dandalast hér í dag, reyndar
tók Gísli minn nokkur ljós og þreif, ég skreytti svolítið meira,
ætíð hægt að bæta á sig fjöðrum, ákvað nefnilega að hafa svona
gamaldags yndisleg jól með öllu skrautinu sem ég á, og það er nú
ekkert smá sem til er eftir 47 ára búskap. Þetta er svo gaman.

Nú við vorum búin að bjóða Millu minni með sína yndislegu fjölskyldu
í kvöldmat og var ég með Indverskan karrý rétt með grjónum og
dill steiktum kartöflum. Æði. Kókóskaffi og doblerone með
hnetum og rúsínum á eftir, þær fengu ísblóm.
Ingimar hengdi upp myndir sem Milla mín málaði og gaf mér í fyrra
um jólin, var aldrei búin að finna stað fyrir þær, en nú eru þær komnar
heim til sín yfir buffettinu mínu, þetta eru yndislegar landslagsmyndir.

Heyrði í englunum mínum á Laugum það var æði hjá þeim í gærkveldi,
mamma þeirra, hún Dóra mín var kosin starfsmaður skólans og er hún
vel að þeim titli komin hún er ætíð til taks fyrir þau og kemur fram við
þau bara eins og þau eru.

                       Ljóð

             Ég kveð þér ekki kvæði
             en kem sem barn til þín
             -- elsku mamma mín.
             Góðu börnin gefa
             gullin sín.

            Ég gaf þér ekki gimstein
            sem glitrar eða skín
            -- elsku mamma mín.
            Líf mitt verði ljóða-
            ljóð til þín.

                           Kristinn Reyr.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Það er til fólk sem kann að meta.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins Peer Bearing í Waukegan, 65 km norður af Chicago.

Ríflegir bónusar.

// Tár runnu niður kinnar nokkurra starfsmanna fyrirtækisins Peer Bearing Co þegar þeir opnuðu launaumslögin um mánaðamótin. Ólíkt svo mörgum sem eiga um sárt að binda þessa dagana hafði fólkið ríka ástæðu til að gleðjast.

Meðal þeirra var Dave Tiderman sem velti því fyrir sér hvort um prentvillu væri að ræða þegar hann horfði á 35.000 dala aukagreiðslu með mánaðarlaununum. 

Kollegi hans, Jose Rojas, trúði ekki eigin augum þegar hann sá 10.000 dala aukagreiðslu sér til handa.

„Þetta getur ekki verið rétt," sagði hann þá furðu lostinn. 

Aukagreiðslurnar má rekja til þess að Spungen-fjölskyldan, sem svo er kölluð, vildi þakka starfsmönnum fyrirtækisins, sem staðsett er í Waukegan, um 65 kílómetra, norður af Chicago, fyrir framlag þeirra við þau tímamót þegar fyrirtækið var selt nýjum aðilum. 

Þessar þakkargreiðslur þykja afar rausnarlegar á bandarískan mælikvarða, en alls var 6,6 milljónum dala úthlutað til um 230 starfsmanna fyrirtækisins og var farið eftir starfsaldri við úthlutunina.

„Þau komu fram við okkur eins og fjarskylda ættingja," sagði Maria Dima, sem starfar hjá Peer Bearing ásamt eiginmanni sínum.

„Við unnum í happdrættinu."

Sænskt fyrirtæki tók nýlega yfir Peer Bearing, sem veltir um 100 milljónum dala á ári, og að sögn Danny Spungen, barnabarn stofnanda fyrirtækisins, sem stofnað var 1941, var það samdóma álit fjölskyldunnar að launa skyldi starfsfólkinu fyrir vel unnin störf

Já það er til fólk sem kann að meta starfsmenn sína,
veit ég vel að það eru fleiri, en allt of fáir.
Að sjálfsögðu hefur þetta fólk unnið að sínum störfum
eins og þau væru að vinna að sínu eigin vegna þess að
það var komið fram við það af virðingu.

               *****************

Starfsfólkið í Straumsvík fékk svona bónus um daginn
skyldu fleiri fylgja í kjölfarið?

Eigið góðan dag í dag
.Heart


mbl.is Ríflegir bónusar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ætlaði að vera svo dugleg í dag, byrjaði daginn að vanda með
öllu því sem vön ég er að gera.
Fórum síðan í búð gamla settið, verslaði smá í bakstur og sitt
hvað sem vantaði. Gengið var frá vörunum þegar við komum heim.
Ekki varð úr neinum bakstri eða neinu því frúin sko ég datt á gólfinu
rennisléttu og það afar illa fyrir mig með svona gikt og allt, veika hnéð
mitt er allt blátt og bágt meira að segja sprakk fyrir svo það blæddi
vinstri olnboginn er smá laskaður svo ég tali nú ekki um alla tognunar-
verkina í öllum skrokknum.
Milla mín og Ingimar komu með litla ljósið og hún kyssti á báttið, þá var
auðvitað allt búið.
Við sátum svo inni í stofu með kaffi, gos, osta, Þýskar pulsur og heimabakað
brauð, yndislegt að setjast svona niður og bara spjalla.

Englarnir mínir á Laugum eru á 1 desember hátíð í skólanum sem haldin er
að Breiðumýri í Reykjadag rétt hjá skólanum.
Allir eru þar í sínu fínasta pússi, vonandi fáum við myndir strax eftir helgi.
Í matinn er  jólahlaðborð sem snillingarnir í eldhúsinu eru búnir að vera að
vinna að undanfarið.

             Einn fjölómenntaður maður

      Einn fjölómenntaður maður
      margt vissi um lítið
      og undi sér aðallega
      við allt sem var skrýtið.

      Einn fjölómenntaður maður
      mæddist í litlu-- en víða.
      Fagnaði í fræðunum öllu
      sem fátt virtist þýða.

      Einn fjölómenntaður maður
      varð margfáfróður
      vissi ekkert um æðri plöntur
      en allt um lággróður.

      Einn fjölómenntaður maður
      margs gekk því dulinn
      voru sei sei já, svokölluð æðri
      sannindi hulin.

      Einn fjölómenntaður maður
      mjúklega kyngdi þeim bita.
      Hann sagði gjarnan sisvona:
      Sælla er að gruna en vita.

                         Þórarinn Eldjárn.

Góða nóttHeartSleepingHeart


Desemberuppbót.

Það er svolítið gaman að hugsa um þetta, Desemberuppbót,
hvað er það og hvernig kom hún til í upphafi?
Er náttúrlega uppbót, en er eiginlega búin að gleyma
því hvort hún er tekin af laununum okkar og vinnuveitandi
borgi á móti, eins og með orlofið eða hvað.
Kannski bara uppbót á launin yfir árið?

Fór bara allt í einu að hugsa þetta er ég borðaði morgunmat
í morgun og þá hversu mikill munur er á desemberuppbót fólks
hér á landi, þetta er náttúrlega viss prósenta af launum, en er
þetta nokkurn tíman minna en 50.000, nema hjá okkur þurfalingum
þessa lands eins og þeir sumir kalla okkur.
Getur einhver svarað því?
Ég fékk nefnilega svona tekjuáætlun frá TR í henni stendur hvað
ég fæ í  uppbót ca 22.000 og þar af borga ég fullan skatt,
flott uppbót eða finnst ykkur ekki?
Ætíð verið hálf undrandi yfir gjafmildi TR, en samt spurt mig að því
hvað þeir hjá því batteríi hefðu í uppbót.

Jæja ekki þíðir að fást um það, maður heldur bara gleðileg jól og
nóg er til af kærleikanum í minni fjölskyldu til að gera það.

Hér er enn þá leiðindaveður og ég held að ég fari bara ekkert út í dag
kannski við bökum smákökur það er svo gaman.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

 Vitið þið að ég er búin að vera ofurdugleg í dag, sko miðað
við mitt úthald svona yfirleitt, sem er eigi neitt til að hrópa
húrra fyrir öllu jafna.

Fór í þjálfun í morgun Auðvitað ók Gísli mér alveg inn í anddyrið
í þjálfunin, sótti mig sömu leið.

Er heim var komið fengum við okkur te og brauð, setti síðan í
heilsubrauð og meðan það bakaðist þá tók Gísli niður allt
jólaskrautið og ég skreytti aðventubakkann, gluggann í
eldhúsinu  og stofunni var aldrei búin að klára þá að fullu.
Setti svo bara upp skraut hist og her er eigi búin
geri þetta smá saman svona fram í desember.

Hér er búið að vera brjálað veður í dag svo gott var að dunda
sér inni við.
Borðuðum gufusoðin þorsk með kartöflum, grjónum, lauk og papriku.

Það var hringt í mig í morgun og seinkaður tíminn minn í sneiðmyndina
sem ég átti í fyrramálið, það var bara fínt því veðrið verður svona áfram.

Hér kemur kvæði eftir Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur
samið 1989.

                Að sigra

        Stundum kemur örvæntingin
        til mín eins og refsinorn
        og öskrar í eyru mín:
        Þú getur ekki gengið,
        þú getur ekki notað
        hendur þínar.

        Þegar sorgin sker í hjarta mitt
        heyri ég hlýja rödd hvísla:
        Hugur þinn skynjar heiminn
        í sárustu sorg og dýpstu gleði.

       Og ég finn kærleika umvefja mig
       í nálægð vina minna
       eins og stjörnur jóla
       sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
       Og lífsgleði mín kemur á ný
       og sigrar.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Afsökunnarbeiðni! Eigið þið annan?

Ung vinstri græn gagnrýna  framgöngu Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, gagnvart G. Pétri Matthíassyni, fyrrum fréttamanni Ríkisútvarpsins, og krefjast þess að Ríkisútvarpið fari að fordæmi G. Péturs og biðji þjóðina afsökunar á að halda að sér upplýsingum um ráðamenn.

„Viðbrögð útvarpsstjóra í þessu máli bera merki ritskoðunar á fréttaefni sem kemur almenningi mjög við, og er grafalvarleg árás á málfrelsi fréttamanna. Ung vinstri græn skora á Pál Magnússon að biðjast afsökunar á að hafa hótað G. Pétri með lögfræðingum fyrir að hafa sýnt þjóðinni það sem RÚV hefur leynt hana, algerlega óviðeigandi framkomu forsætisráðherra gagnvart fjölmiðlamanni sem hafði í sér dug til að spyrja stjórnvöld erfiðra spurninga," segir m.a. í ályktun samtakanna.

Hvað er eiginlega að? eins og segir í góðu myndbandi.

Hvað er RÚV gamalt? nei bara spyr til að minna fólk á að allar götur
hefur það verið ritskoðað  af þeim flokkum sem setið hafa í stjórn
hverju sinni.

Það er með ólíkindum hvað blessaðir Útvarpsstjórarnir hafa þurft að
taka á sig í gegnum árin, fela gögn, reka menn, ritskoða og hvað veit
ég svo sem hvað meira af skítverkum þeir þurfa að inna af hendi fyrir
yfirvaldið.
Verð nú bara að segja fyrir mína parta að veldi ég nú frekar að hætta
heldur en að vinna svona gjörninga.

Og ef fólk er svo bjartsýnt að halda að RÚV stjórinn biðji afsökunar
þá er það hinn mesti misskilningur, því finnst hann velur eigi að hætta
yrði hann rekinn ef hann bæðist afsökunar á þessum sem öðrum málum,
hann er undir handajaðrinum á veldinu.

Eigið góðan dag í dag.
Milla.
Heart


mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Góður dagur á enda runninn, kláraði maltbrauðið í dag
eins og allir vita þá byrjar maður á maltbrauði kvöldinu áður,
síðan gerir maður smá og lætur hefast og bakar svo, þetta
tókst með ágætum, gerði einnig Chilly sultu
gott að eiga með ostum, steik og bara hverju sem er.

Litla ljósið kom og kúrði hjá ömmu og við horfðum á eina mynd
saman, ég var nú annað slagið að fara fram til að athuga með
pottréttinn sem mallaði á eldavélinni er það var tilbúið þá
borðuðum við saman en litla ljósið vildi fyrst fá morgunkorn svo ís
síðan mat og ís aftur í restina, en amma sagði nei þú borðar matinn
þinn og  svo færðu ís OK hún gerði það en er hún var búin að borða
þá bað hún um morgunmat ( Cheríos) og fékk það.

Mamma hennar kom svo að sækja okkur það voru tónleikar í skólanum
þetta voru Afríku tónleikar og Afró dans og svo sungu þau líka.
þetta var bara æðislegt hjá þeim og gaman að sjá hvað þessi börn
fá mikla útrás og eru ekkert feimin.

Kláraði að föndra saman einu harðangurshjarta í dag og er svo alltaf
að bæta við jólaskrautið.
Gaman gaman.


Góða nótt
HeartSleepingHeart


Kemur mér eigi á óvart.

Ekki þekki ég Kristinn H. Gunnarsson neitt nema af því að hafa
fylgst með honum í pólitíkinni.
Hann er vestfirðingur og þeir eru nú þekktir fyrir festu á sínum
skoðunum og reyndar þykja þær á stundum öðruvísi en annarra.

Þó eru undantekningar sér í lagi hjá okkur kvennaskörungunum.

Það sem vekur undrun og spurningar hjá mér er.
Hvernig getur maður, sem ætíð / oftast er á móti sínum flokki í
skoðunum, snýst gegn flokknum í atkvæðagreiðslum undir því
yfirskyni að hann sé að fara eftir sannfæringu sinni, passað
þá í einhvern flokk, enda búin að prófa þá marga og það skyldi
þó aldrei vera að blessaður maðurinn sé búin að gera sér grein fyrir
því að eigi er honum vært lengur í frjálslyndum og er að undirbúa
flokkaskipti  eina ferðina en og ætli sér í Samfylkinguna.
Taldi nú að nægilegt væri af silkihúfunum þar á bæ.

Maðurinn hlýtur að elska úlfúð vera með athyglissýki
og spennufíkill á háu stígi.

Ég spyr hvernig er hægt að treysta mönnum sem hlaupa svona til
og frá maður veit svo sem aldrei hvenær má treysta þeim frekar en
öðrum á þingi reyndar.

Eigið góðan dag í dag

Milla.Heart

 


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband