Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Fyrir svefninn.

Bjarni lögfræðingur var manna hátíðlegastur
í ræðu og riti og formfastur mjög.
Hann var einhverju sinni settur sýslumaður í afskektu
sveitahjeraði og trúlofaðist þar ungri  heimasætu,
sem hann unni mjög.
All langur spölur var á milli þeirra og skrifaði hann henni oft.
Eitt af þessum ástarbrjefum komst í hendur óviðkomandi
manns og endaði það þannig:
>>Jeg vona og óska þess fastlega, að aðkallandi
embættisannir hindri það ekki til lengdar, að jeg megi
hvíla áhyggjulaus í örmum þínum.
         Þinn til dauðans heittelskandi
                                                 Bjarni Þorgrímsson
                                                          Settur<<.

 

Gísli í Fróðhúsum var búin að missa konuna sína.
Ekki hafði hjónabandið verið farsælt, en svo fjekk hann
sjer unga og blómlega ráðskonu.
Gísli var einu sinni í kaupstað, og var búðarmaðurinn þar í
kaupstaðnum að gera að ganni sínu við hann og spyrja hann
að því, hvernig honum líkaði við nýju konuna.
Þá svaraði Gísli:
>> og þetta er bölvuð tyrta,
hún er lítið skárri en konan mín sáluga.<<

Launin.

                    Það er heita helvíti
                    hér að leita að gæfunni,
                    dyggur þreytast dagsverki
                    og deyja sveitarómagi.

                                         Góða nótt.Sleeping


Karlmaður á áttræðisaldri!

Tvö ár, er það nægilegur dómur á mann sem hefur eyðilagt
tvö líf?
 
Nei ekki að mínu mati, þetta er viðurstyggilegt ofbeldi.
Eru menn svo siðskertir að þeim finnist þetta bara í lagi?
Ég get nú ekki annað en hlegið að þessum miskabótum,
þó að ég viti að peningar geti hjálpað til með kostnað af
sálfræðihjálp og fleiru, þá hvað gera þær, ekkert að mínu mati.
500.000 og 700.000 þúsund og vertu svo bara góð og sjáðu
um þig sjálf.
Ef þessar stúlkur eiga engan góðan að til að hjálpa þeim og
styðja við bakið á þeim, þá hvað?
Ég veit að það er til fullt af góðu fólki,
sem er tilbúið að vinna með þessum konum, en þær mæta
einnig hrokafullum niðurlægingum hjá mörgum sem sýst skildi.
                       Guð veri með ykkur stúlkur mínar.


mbl.is 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna! Skipulagt einelti gegn Bönkunum?.

Allt er nú til,  halda menn virkilega að þeir finni sökudólg
í þessu máli, hvað er þetta eiginlega, er ekki búið að vera
að reyna að telja manni trú um að þetta sé alþjóðavandi?
Á það svo að vera einhverjum að kenna hvernig fyrir
blessaðri krónunni er farið.
Það verður nú að fyrirgefa grunnhygginna í mér, en ég
bara skil ekki svona rugl þar sem ég tel þetta vera að
mestu heimatilbúin vanda ríkisstjórnar og banka.

Það er annað sem ég ekki skil og hef aldrei gert,
Til hvers eru þessir menn alltaf í leikarahlutverkum
halda þeir að það gangi í peðin, ég held ekki.
Það eru nefnilega ekki allir jafn grunnhyggnir og ég.

En um að gera að setja á stofn nefnd til að rannsaka sorann,
það hlýtur einhverjum að vanta vinnu.
                             Góðar stundir.


mbl.is Neikvæð umræða skipulögð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef hingað til ekki út talað mig um þessi mál Hannesar, EN!

Þetta nýasta, að það þurfi að safna fyrir Hannes Hólmstein,
það keyrir nú alveg um þverbak.
Mér finnst það forkastanlegt, að safna fyrir mann sem ætíð
hefur haft nóg fyrir sig.
Ég spyr vill hann það, og mun hann taka á móti söfnunarfé?.

Talað er um að auðmaður sæki að honum fyrir að nota
málfrelsi sitt á Íslandi.
Er það ekki dómsstólana að dæma um það
hvort hann er sekur eða saklaus
í því að hafa nýtt niður þann mann sem sækir að honum.

Oft á tíðum hafa mér fundist ummæli Hannesar Hólmsteins,
óvægin í garð fólks og málefna.
Hann er afar vel máli farinn, en má aðeins passa sig í
orðavali svona á stundum.
                                              Góðar stundir.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðmundur var vinnumaður hjá Thor Jensen,
þegar hann hafði bú í Einarsnesi.
Guðmundur átti þrjá hesta, þeir sóttu mjög í Hamars - land,
sem liggur næst Einarsnesi.
Húsmóðirin á Hamri amaðist við hestunum og sagði
eitt sinn, að hann skildi eiga sig á fæti, ef hann ekki gætti hestanna.
Þá sagði Guðmundur:
>>mér þykir mikið betra að eiga að eiga þig á fæti,
því þú ert einskis virði uppskorin.<<

Afmælisvísu þessa fékk 21 árs maður frá vini sínum.

                     Þú hefur tuttugu ár og eitt
                     álpast lífs í ranni.
                     Það ætlar ekki að ganga greitt
                     að gera þig að manni.

 Sigmundur Guðmundsson prenntari orti þessa
vísu um Kristján Ó. Þorgrímsson:

                     Drumsa við varð djöfsa, þó
                     dræsni mörg &#39;ann hirði,
                     þegar karlinn Kr.Ó.
                     kom með sína byrði.

                                 Góða nótt.Sleeping


Frábært hjá Ísleifi Jónssyni.

Þetta er held ég góð lausn, allavega hugnaðist mér aldrei
tillagan um göng, eitthvað sat í mér við þá tillögu.
Vona ég að menn fari að hugsa í raunveruleikanum
ekki í einhverjum neðanjarðar loftköstulum.


mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðidagur, en skítkast.

Skítkast já er það ekki merkilegt, að fólk skuli
elta ólar við að rangtúlka orð og setja allt í
viðsnúning.
Það gerðist eimmitt hjá mér í gær er nokkrir voru að kommenta
við bloggi mínu, ekki í fyrsta skipti, með þvílíkum orðaleppum
að ég hef nú aldrei séð notuð slík orð á fólk.
Lifir þetta fólk sem hagar sér svona, á því að ropa út úr sér
svívirðingum á fólk sem það þekkir ekki neitt.

En ég held að ég sé nú alveg orðin skóluð í þesskonar
uppákomum.
Maður er svo fljótur að gleyma, fyrir nokkrum árum var ég að vinna á
afar skemmtilegum vinnustað, 
þar átti maður á hættu að fá svona skítkast yfir sig,
þó ekki væri það algengt.
En ef það gerðist og varð slæmt gat maður bara ýtt á einn hnapp þá
kom lögreglan, um leið og hún birtist lögðu þeir niður rófuna.

það er akkúrat það sem ég uppgötvaði í blogginu,
eftir góðra manna ráð að maður ýtir bara á einn takka,
á honum stendur banna og eyða og maður er sinn eigið lögvald,
ef það ekki dugar, þá hefur maður sér æðri menn til að taka við.

Í gær var skemmtilegur dagur hjá okkur, gullmolarnir mínir komu
í helgarfrí, reyndar á föstudaginn þá höfðum við Ítalían langlokur
í matinn. Á laugardeginum snemma fórum við gamli í búð að versla smá
Íris kom síðan um tvöleitið þá fengum við okkur að borða snarl.
Um kvöldið var ég með tíning úr kistunni, hangikjöt og hamborgarah.
með öllu tilheyrandi og kom Ingimar með Ljósálfinn og ljósið í mat,
þær komu ekki systur, voru að fara í konuboð.
Það er svo gaman að gefa ljósinu mínu að borða, henni finnst allt gott
og segir alltaf Ummmmmm hvað þetta er góður matur.
Við matarborðið var skipts á skoðunum og talað um orð og orðvenjur
það er afar skemmtilegt umræðuefni.

Núna sit ég við tölvuna, engillinn í sturtu og demantarnir mínir
sofandi, þær voru ekki farnar að sofa kl. 4 í nótt, ég leit inn til þeirra um kl. 3.
þá var önnur að lesa í bók og hin sat við lestur í tölvunni,
svo uppteknar að þær litu varla upp.
                         Eigið góðan dag kæru vinir.
                                    Milla.Heart


Fyrir svefninn.

Jóhann sat hjá Guðrúnu vinkonu sinni og lét vel að henni,
Guðrún var andatrúarkona mikil og trúði því, að maðurinn
hennar sálugi, því hún var ekkja,
væri ávallt í návist sinni.
Hún var búin að segja Jóhanni, að hún heyrði oft marra
í körfustól, sem stóð andspænis þeim og taldi hún það
vera af völdum manns síns.
Allt í einu fer að marra í stólnum.
Þá segir Guðrún:
>>nei, ekki líkar honum það.<<

Guðmundur hét maður og bjó í Borgarfirði.
Hann var hagorður, en þótti kvensamur.
Hann lenti eitt sinn í skömmum við nágrannakonu sína
sem var svarkur mikill. Nokkru síðar hitti hann mann hennar,
hafði orð á þessum viðtökum konunnar og kastaði fram
þessari vísu við bóndann:

                       Þín var kerling þung á brún,
                       þóttafull í máli.
                       Kjaft og málbein hefur hún
                       hert úr besta stáli.
Hinn svaraði:

                      Þeir sem búa í þjóðarbraut,
                      þurfa kjark og snilli,
                      þegar mannýg þarfanaut
                      þramma bæja á milli.

                                         Góða nótt.Sleeping


Er ekki alveg að skilja svona lagað.

Skilja þetta nei, af hverju lét hún ekki hreinsa
allt úr sér fyrst hún vildi verða karl.
Það hlýtur að vera það mikil kona í honum ennþá
að honum langaði að eignast barn,
bara allt í lagi með það, þau hjónin ráða þessu sjálf,
en blessað barnið, hvað segja þau við það.

Eitt er það sem sækir að huga mínum.
Það getur ekki verið að karlinn sé með tippi,
hvar er konan þá stödd í  kynórum?, en auðvitað
má viðhafa allskonar aðferðir við kynmök.
Í upphafi hefði ég nú hugsað mig tvisvar um áður en
ég hefði gifst honum, en kannski að hún sé lesbía
þá smellur þetta í ramma hjá mér.
Þá eru komin eðlileg rök fyrir þessu öllu saman.

Tek skýrt fram að ég er ekki að setja út á gagnkynhneigða
                                 Góðar stundir.                                    


mbl.is Þungaður karlmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú ekki hægt að kæra svona flotta menn.

Það gat nú verið að búið væri að fella niður kæru
á hendur Jonathan Motzfeldt. Auðvitað  hverjum datt 
það svo sem í hug að þessi sóma maður mundi gerast
sekur um kynferðislega áreitni við konur yfirleitt.
Guð nei þetta er nú svo góður maður.

Þessi kona sem kærir góða manninn, getur ekkert gert.
Það er tilgangslaust fyrir hana að kæra niðurfellingu
lögreglurannsóknar, því það er þegar búið að ákveða að
konan hafi rangt fyrir sér, af hverju? Jú, nefnilega,
að því að hann er svo góður maður.
Og HÚN ER BARA GRÆNLENSK KONA.

Þetta konugrey sem vogar sér að ásaka góða manninn
á sér ekki viðreisnarvon.
Andlega ofbeldið heldur áfram á konur þessa lands. 

    MÍN SKOÐUN, EN HUGSIÐ AÐEINS UM ÞETTA.


mbl.is Rannsókn felld niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.