Já skrímslin eru víða.
8.6.2008 | 08:23
Háskólakennari hefur fengið á sig 9 kærur vegna
kynferðisbrota gegn börnum, bæði sínum eigin og vinum þeirra.
Ekki hefur maður fengið að vita mikið um þetta mál, en manni
hefur skilist að þetta hafi staðið yfir í nokkuð mörg ár.
Maðurinn hefur játað sum brotanna, en ekki öll,
ætli hann sé orðin svona kalkaður eða hvað?
Fólk fer nú ekki að koma fram eftir mörg ár og ljúga til um svona lagað.
Haft var eftir manninum í 24 stundum í gær,(smáklausa ) að hann
iðraðist gerða sinna og vonaði að hann fengi tækifæri til að biðja
konu sína og börn fyrirgefningar, manni verður nú bara illt.
Heldur þessi maður virkilega að hann fái fyrirgefningu,
og að allt verði svo bara í lagi.
Hann er búin að eyðileggja líf barna sinna og annarra.
Eitt skil ég heldur ekki, það er þögnin í kringum þetta mál,
hver er maðurinn? og hversvegna er ekki uppgefið nafn hans
eins og hjá öðrum slíkum skrímslum?
![]() |
9 kærur vegna kynferðisbrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
7.6.2008 | 21:23
Smástrákar tveir voru sendir til næsta bæjar.
þeir voru mathákar miklir, sérstaklega á kökur.
Móðir þeirra brýndi nú fyrir þeim að haga sér nú
kurteislega og éta ekki of mikið af kökum.
Á bænum var mikið borið fram fyrir strákana af mjólk
og kökum.
Þegar þeir komu heim aftur , spurði móðir þeirra:
,, Höguðuð þið ykkur nú kurteisilega?"
,, Já já sagði annar strákurinn.
,, Við skiptum kökunum alveg jafnt á milli okkar".
Um grannvitran mann.
Björn að norðan ber sig vel,
beint af komin nautum.
En vitið það er varla skel,
þó væri það gert af flautum.
Fæddir ,,Gentelmen."
Bretar senda brynfley
með bissur hingað enn,
frægir mjög að ,,fair play"
og fæddir ,,gentelmen."
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þetta verður farsællt á endanum.
7.6.2008 | 11:52
Innflutningur á hráu kjöti hugnaðist mér aldrei, held að
það leifi sé ekki tímabært.
Auðvitað til lengri tíma litið ráðum við ekki við þetta,
en að mínu mati á það þá að koma pakkað fryst og
merkt því landi sem það kemur frá.
Þá er valið okkar.
Ef Íslenskir framleiðslubændur halda sér við þau gæði
sem kjötið okkar er í dag segi ég fyrir mitt leiti,
ég vel Íslenskt, því við eigum besta og hreinasta
kjöt í heimi.
![]() |
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Spurningar vakna.
7.6.2008 | 09:24
Að því að maður veit svo lítið um jarðskjálfta og hegðun þeirra,
þá spyr maður: ,, Hvað er að gerast?"
Þau svör sem maður fær eru, jafnvel, gæti orðið,
teljum það ekki vera líklegt, Það sem við vitum
bendir ekki til, EN.
Já það er þetta, "en"
Hvað vita þeir með vissu jarðfræðingarnir okkar?
Ekki er ég að hallmæla þeim, þeir gera og segja það sem þeir
vita best hverju sinni.
Ég tel að eftir eigi að rannsaka þessi sem og önnur mál sem
gerast á okkar kæru jörð.
Þess vegna tel ég okkur öll vita sama og ekki neitt. Það eru alltaf að
gerast einhver undur, sem engin getur skírt.
Góðar kveðjur.
![]() |
Skjálftavirni að aukast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
6.6.2008 | 21:49
Við fórum sem sagt af bæ í dag. Dóra mín þurfti að fara til
læknis og var þetta fyrirfram ákveðið.
Við vorum komin fram í Lauga klukkan 10. hittum snúlludúllurnar
mínar þær voru að vinna, en komu hlaupandi út til að hitta okkur.
Síðan var haldið til Akureyrar beint upp á sjúkrahús og við þurftum
að bíða í þrjá tíma eftir að hún kæmi til baka,
en það var nú í lagi, ég lagði mig á meðan.
Þegar hún kom fórum við til Ernu vinkonu Dóru til 30 ára og sú hin
sama kallar sig strumpinn og er bloggvinkona mín.
Ekki var nú dónalegt að koma þangað kaffi og kræsingar.
Þakka þér fyrir Erna mín yndislegt að koma til þín að vanda.
Síðan fór Dóra aðeins á Glerártorg og svo fórum við heim, en
fyrst varð Dóra mín að fá sér Brynju ís, ekki minn smekkur.
Fórum til Millu minnar og Ingimars er heim var komið,
Dóra hafði keypt síðbúna afmælisgjöf fyrir Millu dætur.
Er við beygðum inn í innkeyrsluna var litla ljósið að hjóla,
hentist af hjólinu kom að bílnum og upp í fangið á mér
og knúsaði mig, afa og Neró.
Nú hún var himinlifandi er hún sá fötin sem hún fékk frá Dóru
frænku og tvíburunum, hún dýrkar þær allar.
Sr. Björn Þorláksson á Dvergasteini var framsögumaður
meir hlutans með bannlagafrumvarpinu á þingi 1909,
en það var hitamál
Sr. Björn notaði mikið orðið,, nefnilega".
þá orti dr. Jón Þorkelsson þetta erindi:
Telur aura, tafsar orð,
tuldrar í skegg og niður á borð,
muldrar margt í leyni.
nefni ég til þess nefljótan,
,, nefnilega" skolbrúnan
durg frá Dvergasteini.
þessi vísa er einnig ort við sama tækifæri,
og talin vera eftir Hannes Hafstein:
Bannalaganna veik er vörn
viður mælsku trega.
Sextíu og átta sinnum Björn
sagði: ,, nefnilega".
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Svar við kommentum ykkar, kæru vinir.
6.6.2008 | 08:09
Kommentin ykkar við skrifum mínum Fyrir svefninn, voru
yndisleg og yljaði mínar hjartarætur er ég las þær í morgun.
Ég fékk svokallað hjartaáfall fyrir rúmum fjórum árum,
fór í þræðingu og ekkert að þar, síðan ég hitti yndislegan
lækni á Ísafirði sem heitir Davíð Arnar, sem leiddi til þess að ég
fór aftur suður lagðist inn á hjartadeildina til að fara í brennsluaðgerð,
því hann taldi mig vera með aukaæð, sem er ekki óalgengt
hjá fólki.
En Milla litla,(stóra) sem er öðruvísi en allt annað fólk eins og þið vitið
reyndist vera með kregðu af aukaæðum, þær voru á það hættulegum
stað í hjartanu að ekki var hægt að laga þetta.
Eina ráðið var að fá gangráð og var hann settur í daginn þar á eftir.
En eitthvað er að, sem þeir vita ekki hvað er, því ég hef aldrei hætt að
fá þessi köst, (ekki að ég sé að æfa köst) sei sei nei.
köstin eru misjafnlega slæm og ævilega finn ég er þau eru að koma,
get sest niður og slakað á, en stundum eru þau það slæm að
þreytan verður yfirsterkari viljanum að vera á fótum,
Þá neyðist ég til að hvíla mig.
Í gærkveldi var ég að tala í símann, hér við tölvuna, passaði mig ekki,
og bara datt hér niður í takkaborðið með hausinn
Engillinn kom að sjálfsögðu á 100 og hjálpaði sinni kvinnu.
En ég ætla nú að segja ykkur ef ég gæti farið á mótorhjól, snjóbretti,
fallhlífastökk og teijujump, mundi ég gera það.
Fyrir utan þetta smáræði sem er að þá er ég með kölkun í öllum hryggjaliðum
slitgigt á háu stigi, komin með liðskrið, já og fyrir utan allt annað.
Margir hafa það ver en ég, því ég á nefnilega guðsgjöfina, sem er góða skapið,
láta aldrei bugast, ég elska lífið og allt í kringum mig og svo á ég yndislega
fjölskyldu svo ég tali nú ekki um ykkur bloggvini mína, verð ég bara að viðurkenna
að ég er ekki heil fyrr en ég er búin að skoða ykkur á morgnanna.
Nú vitið þið þetta og takk fyrir mig, eigið góðan dag.
Kærleikskveðjur.
Milla.Guys.
Ps. er að fara af bæ heyri í ykkur er heim ég kem.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Skömmin endar.
6.6.2008 | 07:32
Ekki svo ég viti um, og veit ég nú mikið.
Hvað hefur ákæruvaldið upp úr þessu?
Ekkert annað en hneisu fyrir að hafa látið stjórnast af einhverju sem
engin fótur var fyrir.
Og þvílíkur hasaleikur í kringum þetta mál allt.
Ég fékk allavega oft hláturskast yfir hamförum fólks í þessum
skrípaleik, þvílíkt og annað eins.
Hamingjuóskir Jón Ásgeir Jóhannesson og vona ég að þú og þínir fái frið
hér eftir.
![]() |
Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
5.6.2008 | 21:02
þar sem ég fékk svolítið slæmt hjartakast áðan
og er búin að vera uppi í rúmi meðan pillan var að virka,
þá fáið þið bara smá kveðju frá mér núna.
---- --- ----
Magnús Torfason var að segja sögur í samkvæmi.
Eiríkur frá Hæli og Páll á hjálmstöðum voru þar viðstaddir.
Þá missti Magnús allt í einu þráðinn í sögu þeirri,
er hann var að segja, og bað Eirík að segja sér,
hvar hann hefði verið í sögunni.
Þá kvað Páll á Hjálmstöðum:
Brast mér andans bláþráður
bara að þessu sinni.
Finndu endann, Eiríkur,
á andans snældu minni.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kann að hafa valdið, en hvað vitum við?
5.6.2008 | 15:22
Það er eins og ég hef oft sagt bæði í máli og riti,
hvað vitum við um undur og hamfarir alheimsins?
Ekki neitt miðað við það sem gerist og við eigum ekki svör við.
Það er alltaf eitthvað að gerast óraunverulegt, og óhugnanlegt
sem engin getur svarað með neinni vissu hvað var.
Svo er það þannig að engin svarar eins og það hefur svo oft komið
í ljós að hik kemur á menn er þeir eiga að svara til um eitthvað.
Það eru allt of litlar rannsóknir framkvæmdar í heiminum yfirhöfuð,
og að sjálfsögðu verðum við aldrei alvitur á því sviði,
en ég er alveg viss um að allir þeir fræðingar sem vinna við það
sem viðkemur náttúrunni, hafi himinn og jörð,
mundu vilja fá meira fé til þessara mála,
Því það er svo mörgu ósvarað um undur veraldar.
![]() |
Jarðskjálfti kann að hafa valdið flóðbylgju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það á að birta myndir af skrímslum.
5.6.2008 | 10:52
Það er alveg frábært að það skuli vera unnið
svona vel í þessum málum en betur má ef duga skal.
Að mínu mati á að birta myndir það kannski stoppar menn
að vissu marki, og þó veit ég það ekki.
Allavega getum við varist þeim sem settir eru á t.d. mjólkurfernurnar
út um allan heim.
En hugsið þið ykkur börnin í kringum okkur allt frá ungbörnum og
upp úr, þeim er nauðgað og misþyrmt á allan handa máta.
Hef sagt það og segi það endalaust verið á varðbergi, þó við
getum ekki komið alfarið í veg fyrir þessa geðveiku skrímsla
framkomu, þá getum við minkað hana til muna.
Biðjum fyrir öllum börnum heims.
![]() |
Barnaklámhringur upprættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Vonandi á fólkið góða að.
5.6.2008 | 10:36
var aðeins 5.30 svo þetta hefði getað endað með skelfingu.
það er ekki gott, með hverju þessi gömlu hús eru einangruð
og afar illviðráðanlegt oft á tíðum.
![]() |
Eldur í húsi í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hvað mörg börn?
5.6.2008 | 06:16
Já það væri nú í lagi ef bara væri um fullorðna að ræða,
því þeir ráða sér sjálfir og taka ábyrgð á sínum gjörðum.
En blessuð börnin, hvers eiga þau að gjalda?
Varð vitni að því, bara hér rétt um daginn, að faðir nokkur
sagði við mjög ungan son sinn: ,,Villtu spila",
já já sagði drengurinn: ,, hann rétt náði upp í kassann",
eigum við að spila fyrir fimm hundruð kall?
drengurinn byrjaði að spila, ég frekjan gat ekki stillt mig, spurði:
,, Er þetta barnakassi?" Maðurinn, ha nei nei. Ég, nei ég hélt það
mér sýndust vera konfektmolar á skjánum, en ég kann nú ekkert
á þetta. Maðurinn horfði í forundran á mig, örugglega hugsað,
hvaða kerlingarherfa er þetta nú eiginlega.
Maðurinn spilaði ekki meir að mér ásjáandi.
Er þetta ekki að ala börnin sín upp í því að þetta sé í lagi?
Á ekki að vera bannað að börn spili, þótt þau séu í fylgd
foreldra?
Fyrirgefið afskiptasemina, en get ekki látið liggja, verð að
minnast á þetta mál..
![]() |
67% landsmanna spiluðu peningaspil á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
4.6.2008 | 21:29
kæru bloggvinir og aðrir þeir sem inn hér líta,
hef verið frekar slöpp í dag, eitthvað sækir á þannig
að ég hef verið frekar slök við tölvuna, en lofa að bæta
úr því og þið vitið alveg hvað mér finnst um ykkur þó ég
hafi verið slök við komenntin.guys.
En hér kemur smá .
Ágúst H, Bjarnason prófessor, hafði skrifað sálarfræði,
og var einn kaflinn um alheimsorkuna.
var stór spíralmynd í bókinni til skýringar.
,, hvernig brýst alheimsorkan fram?"
spurði hann einn lærisveininn.
,, Eins og ógurlegur tappatogari", svaraði pilturinn.
Strætisvagnstjóri sá mann í sæti sínu með vindil í munninum.
,, það er bannað að reykja hér", segir strætisvagnstjórinn.
,, Ég geri það heldur ekki", svarar maðurinn.
,, Þér eruð með vindil í munninum", segir vagnstjóri.
,, Ég er líka með skó á fótunum, en geng þó ekki",
svaraði maðurinn.
Eyjólfur Gíslason á hofstöðum orti þessa vísu um syni sína:
Einn er latur, annar þrár,
en sá þriðji kargur.
Fjórði af ólund fellir tár,
fimmti er mesti vargur.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Góður maður yfirgefur þetta tilverustig.
4.6.2008 | 14:35
Kristján Kristjánsson, tónlistamaður stjórnaði skemmtilegustu,
fáguðustu og bestu hljómsveit þeirra tíma sem ég var á
djamm árunum.
Hann var ævilega með bestu söngvara sem til voru,
og var þar á toppnum drottningin Ellý Vilhjálms.
mikið lifandis skelfing var alltaf gaman hjá manni í þá daga.
Ég sendi Erlu eftirlifandi konu hans og fjölskyldu
hjartanlegar samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
![]() |
Andlát: Kristján Kristjánsson (KK) tónlistarmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hitt og þetta, aðallega hittið.
4.6.2008 | 08:28
Obama lýsir yfir sigri og Clinton óskar honum til hamingju,
Skrýtið einhvernvegin er ég ekki farin að sjá þennan mæta
mann sem forseta Bandaríkjana, en það kemur í ljós.
------------
Hugleiðing um hvað Ehud Olmert sé að hvetja til.
hann varar við kjarnorkuáætlun Irans og telur að það þurfi að
stöðva hana með öllum ráðum.
Vill hann stríð eða hvað?
------------
Þrýst er á Vilhjálm.
Svo er það Vilhjálmur fyrrverandi borgarstjóri og verðandi
ef hann lætur yfirlýsingu standa er gefin var út á sínum tíma
þegar þeir fóru í stjórnarsamband ,Ólafur sem ég veit eiginlega
ekki hvaða lista tilheyrir og X-D.
Skoðanakannanir sýna fram á að fólk vill Hönnu Birnu í stólinn,
þannig að Vilhjálmur þarf að taka ákvörðun og það sem fyrst.
Verður nú spennandi að vita hvað hann gerir þessi ljúflingur.
-------------
Lögreglan kölluð út vegna rifrildis fólks á heimili í Reykjavík,
í framhaldi af því var maðurinn handtekinn grunaður um
kynferðisbrot gegn barni.
Einn óhugnaðurinn í viðbót og örugglega ekki sá síðasti,
því miður.
-------------
Jæja kæru vinir það er svo sem ekkert að frétta, nema að
ég missti röddina í fyrradag, væri ekki gott ef bloggið væri
með hljóði, þá mundi ekkert heyrast í mér,
og væri það nú ekki gott fyrir mig,
eins og þið vitið verður maður að tjá sig um hluti og mál.
Fólkinu mínu hér finnst þetta afar fyndið, því er ég ætla að
tjá mig þá kannski brennur fyrir og ég get ekkert sagt,
og þá fæ ég framan í mig, amma mín þetta er allt í lagi
þú þarft ekkert að tala. Slappen sin eine, ég segi þetta svo oft,
Því hann Villi gamli á barnum í flugstöðinni, sagði þetta ævilega,
ef einhver kúnni stóð óþolinmóður við barin og hann að reykja,
Þá heyrðist í honum, slappen sín eine, eða,
Was ist loss, ist der eine hund loss? síðan stóð hann upp í
allri sinni dýrð og var eins og engill.
Öllum þótti vænt um þennan mann sem var búin að þjóna
landanum er til útlanda fóru, í áraraðir.
Eigið góðan dag kæru vinir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
3.6.2008 | 21:20
Jónas bóndi var besti karl, en afar blótsamur.
Guðríður, kona hans var aftur á móti trúuð og guðhrædd,
en talin skynheilög og blendin.
Prestur Jónasar fer einu sinni að vanda um við hann
og segir:
,, Mér finnst, Jónas minn, að þú ættir að hætta að blóta svona
og taka konuna þína þér til fyrirmyndar".
Þá segir Jónas:
,, Ja, það er nú svona, prestur góður, að ég bölva talsvert,
og hún Guðríður mín biðst talsvert fyrir,
en hvorugt okkar meinar neitt með því".
Bílstjóri hjá Steindóri og hótelstúlka í Valhöll voru einu sinni
á skemmtigöngu á Þingvöllum.
Bílstjórinn segir:
,,Hér hitti Gunnar Hallgerði fyrst".
Þá segir stúlkan:
,, Er hann bílstjóri hjá Steindóri þessi Gunnar?"
Gilsbakka-Jón orti þessa vísu um Egil, bróður sinn:
Egill teygir tannagjá
títt að legils munni.
Brýtur eigi oddinn sá
af tilhneigingunni.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki viljum við hvítabirni á Íslandi.
3.6.2008 | 16:34
Skagfirðingar fá einn til sýnis á byggðasafnið,
ekki dónalegt það.
Hvernig var það hér um árið, er Jón nokkur, skipstjóri
á skipinu Guðnýu frá Bolungarvík, skaut hvítabjörn að mig
minnir út af Ísafjarðardjúpi, átti ekki að kæra hann fyrir það?
Allavega skartar byggðasafnið í Bolungarvík þessum birni til
mikilla gleði fyrir þá sem safnið sækja.
Enn sem betur fer núna voru þeir í stöðugu sambandi við yfirvaldið
og var ákveðið að drepa dýrið.
Skiljanlega enda stórhættulegt mönnum og dýrum.
Þeir hljóta að hafa verið hræddir, ég hefði veri það.
Merkilegt að það skuli ekki vera til áætlun um hvað gera skuli
ef ísbjörn vogar sér á land á Fróni voru.
Það verður að vera næsta skref umhverfisráðherra að skipa nefnd
í málið. Auðvitað verður að kaupa deyfibyssur og deyfilyf,
endurnýja það svo með vissu millibili, því það rennur út,
hvítabirnir eru nú ekki árlegt brauð á voru landi,
svo þurfa að vera til svo til gerðir kassar til að flytja dýrið út aftur,
en ég veit ekki hvert.
Nefndin hlýtur að ákveða það.
![]() |
Deyfilyf ekki til í landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hræðilegt.
3.6.2008 | 10:51
Hvað er að gerast? ef barnið hefur verið dáið er það var skilið eftir
af hverju var það þá ekki jarðað, er fjárhagur fólks svona dapur?
eða ef það hefur verið borið út, hvað er þá að,
vill fólk ekki barnið sitt eða getur það ekki séð fyrir því,
það væri nú kannski hægt að gefa barnið til ættleiðingar.
Halló þetta er í Danmörku, er ekki samfélagshjálp þar?
jú hefði haldið það og það góð, hvað er þá að?
Þessar elsku litlu sálir hvers eiga þær að gjalda.
Guð veri með þeim.
![]() |
Lík af nýfæddu barni fannst í Horsens |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er bara byrjað strax.
3.6.2008 | 10:40
Er þetta nú ekki of mikið af því góða. Alveg er ég viss um að þetta
fer út í öfgar hjá foreldrum,
þau munu byrja of snemma að þjálfa þau í því að skríða
vegna þess að þau vilja að þeirra barn sé best.
Að mínu mati er það ekki gott fyrir barnið því börn eiga bara að
fá að þroskast eðlilega, ekki í einhverri keppni.
![]() |
Skreið 5 metra á 11 sekúndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru til sárari fréttir?
3.6.2008 | 05:51
Nei það eru ekki til sárari fréttir en af börnum sem
hafa slasast, og að lenda í svona bruna er bara óhuggulegt.
Maður skilur stundum ekki, af hverju svona ungt barn og
eldri maður, afi drengsins.
Sendi ég litla drengnum og afa hans kærleik og ósk um góðan bata.
Einnig bið ég góðan guð að blessa þá og fjölskyldur þeirra.
Ég mun halda áfram að biðja fyrir þeim.
Litlu stúlkunni sem lenti í slysinu um daginn óska ég til hamingju með
að vera komin af gjörgæslu.
Sendi henni og hennar fólki góðar kveðjur.
![]() |
Drengur enn sofandi í öndunarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)