Þúsundir manna látnir.
12.5.2008 | 15:51
hvað er að gerast.
Eru einhverjar björgunaraðgerðir í gangi sem hafa eitthvað
að segja, vantar ekki allt?.
Nú held ég að alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í og
senda alla þá hjálp sem þörf er á.
![]() |
Meira en 7600 látnir í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Go hae - Im Jae Bum
12.5.2008 | 11:16
Myndbandið úr kóreyska dramanu Lovers. Flott myndband, og æðislegt lag!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jákvæð frétt.
12.5.2008 | 07:34
ef eldur hefði breiðst út á Grundartanga, eða er það ekki
óhugnaður að hugsa til þess að eldur breiðist út á stað
sem er fullur af köplum og öðru sem orsakað getur
stórbruna, og allir sem að kæmu að slökkvistörfum væru
í hættu, svo ég tali nú ekki um eiturefnin sem mundu
liðast upp og út um allt. Hrikaleg hugsun!!!
Eða eru þetta kannski bara hugaróróar í mér?.
Svona mundi aldrei gerast, þvílíkur léttir að heyra það.
En hef oft leitt hugann að því, hvað vitum við um hvað gerist,
við fáum aldrei að vita neitt, erum ekki upplýst um,
hvernig á að bregðast við ef eitthvað alvarlegt gerist
og eiturgufurnar liðast fallega inn yfir heimilin okkar.
En það jákvæða við þessa frétt er að þeir komu böndum
á eldinn og ekki vitað til þess að nokkur maður hafi slasast.
Er það ekki jákvætt?.
Góðar stundir.

![]() |
Eldsvoði á Grundartanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
11.5.2008 | 21:07
Nýgift hjón voru að sýna vinum sínum íbúðina.
Hún var mjög þægileg og rúmgóð,
og höfðu hjónin sitt hvort svefnherbergið.
,, En hvað gerið þið," spurði einhver, ,,
ef ykkur langar að vera saman?" ,, þá flautar hann,
sagði unga konan, ,,og ég fer til hans."
,, En leiðist þér ekki, ef hann flautar ekki?"
var þá spurt aftur. ,, Þá fer ég bara í dyrnar",
sagði hún ,,og spyr: Varstu að flauta, elskan?"
Léttúðug.
Sápuþvegin kemur kind,
kannski af legin mörgum,
ganar veginn gjörn á synd,
gáfum fleygir út í vind.
Stefán Tómasson á Egilsá.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tyllidagar og jákvæðni.
11.5.2008 | 14:02
Tyllidagar.
Það er auðvitað af hinu góða að halda Jól,
þau gefa okkur tækifæri á að vera með fjölskyldunni, ekki að
vera á fullu út um allan bæ að kaupa allt sem við teljum
okkur og aðra þurfa.
Nei bara að vera saman.
Áramótin þau eru þessi yndislega samvera, ekkert stress,
eða húllum hæ, nei nei, bara smá. OMG. Ekki orð meira um það.
Páskarnir þeir eru eins og allir vita, sem betur fer orðnir
útivistardagar fyrir fjölskyldurnar eða bara það sem hver og einn vill.
Svo eru það allir hinir dagarnir sem okkur er sagt hvað við eigum að gera,
eins og bollu, sprengju, ösku, bónda, konu, mæðra, afmælis,
og guð má vita hvað marga daga hægt er að telja upp,
þar sem við eigum að gera eitthvað vist.
Ég tel að við eigum bara að gera það sem okkur langar til og
þegar okkur langar til.
Og auðvitað eigum við að vera góð við hvort annað alla daga jafnt.
Elda góðan mat er okkur langar í ekki bara þegar okkur ber skylda til.
Það væri nú ekki gott ef skyldaðir væru sérstakir mökunardagar,
það mundu nú margir svindla á þeim, eða hvað haldið þið?.
Jákvæðni.
Það er auðvitað jákvæðni fyrir Obama að Clinton skuli vera dottin út.
Jákvæðni er að Jón Ásgeir hafi ekki verið handtekinn 2002 er átti
að framkvæma þann heimskulega gjörning.
Það er einnig jákvætt að það skuli bara hafa verið 5 grunaðir um
ölvun við akstur í gærkveldi. Þvílíkar fréttir, Vá! vá!
það er að sjálfsögðu jákvætt fyrir spennufíkla að lottópotturinn
skuli verða þrefaldur næst.
Og afar jákvætt fyrir Borgarstjórann að öðrum skildi hafa verið boðin
staðan á undan Jakobi, enda maðurinn heiðarlegur í alla staði.
En toppurinn á jákvæðninni er að maðurinn sem henti pípunni
sinni í sjóinn fyrir 16 árum síðan, skildi fá hana aftur.
Honum hlýtur að hafa langað í smoke og þá gerðist kraftaverk.
Pípan kom aftur.
Það er hægt að snúa öllu upp í jákvæðni, svo sem ef við viljum.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mæðradagurinn.
11.5.2008 | 09:29
Til hamingju með daginn allar mæður þessa lands,
og sér í lagi mínar elskulegu bloggkonur.
vonandi eigið þið gæfuríkan og skemmtilegan dag.
Sendi ykkur öllum ljós og kærleika..
Það er búið að vera annasamt hér en skemmtilegt, í gær bauð Dóra mín
öllum í kvöldmat, Íris kom og hjálpaði systir sinni við eldamennskuna og
kom nú ýmislegt skemmtilegt út úr því, að vanda höfðu þær gaman að því
að tala um að ég hin fullkomna móðir þeirra gæti ekki látið vera með að stjórna
svolítið, en að sjálfsögðu er það hin mesta fyrra í þeim
þær voru hér allar snúllurnar mínar Ljósálfurinn og ljósið en Annar Ljósálfurinn
minn fór suður til að hitta pabba sinn og bróðir, sem er hann Hróbjartur minn.
Í matinn var: ,, Mareneraðar svínasneiðar í INDVERSKRI mareneringu
sem þær gerðu sjálfar, ferskt salat, bakaðar kartöflur og púrtvíns sveppasósa,
æðislega gott hjá þeim að vanda, á eftir fengum við súkkulaðiköku með ís og rjóma
að ógleymdu sælgætinu sem á borðum var.
Ekki má gleyma að minnast á yndislegu blómin sem ég fékk
og með þeim fylgdu tvær gerðir að sósum frá so go þær eru bara
það besta af öllum sósum sem til eru."
Núna er allt í dúnalogni, sem ég elska svona fyrst á morgnanna,
heyrist Gísli minn vera komin á baðið, og einhver hreyfing er komin
á í gestaherberginu og er það trúlega Dóra mín og Neró,
örugglega ekki snúllurnar mínar, þær vaka ætíð frameftir öllu
og sofa frameftir degi er þær eru í fríi frá skólanum.
Eigið öll góðan dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fyrir svefninn
10.5.2008 | 21:42
Þá verða hér til gamans tekin nokkur sýnishorn af
,, Kveðskap" tveggja manna. Þetta er eftir Gísla pú:
Ég er að þæfa, nudda og núa
sokka þína Guðlaugur,
en þú ert að skæla, ýla og æla
út um hlöðin blóðugur,
svo sem betur fer.
Jón er farin inn í Dal,
að leita að hyrnu sinni.
Það færi betur að hann fyndi hana þar,
því þá þarf hann ekki að fara annað,
svo sem betur fer.
Þetta er eftir Sigga bonn:
Til hákarla í Vestmannaeyjum
fara þeir norðangaddi í.
Hálfkaldir koma þeir að landi,
upp á ölhúsið skunda þeir.
Sína sjóblauta vettlinga,
verða þeir að setja upp skítuga.
Móðurlaus ég er um stund,
í móðurstað þú gengur mér,
vitna má ég það um þig,
þó þú viljir drepa mig.
Bryde er kominn býst ég við
bragnar mega sjá hann,
með báða syni sína og sig
sitt hús prýða lætur hér.
Margt hefur skeð við norðurhús
fagrar tunglskinsnætur
dansað bæði og drukkið vín,
glaðir hafa þeir notið sín.
Borðsálmurinn sungin seint,
samt með nýju lagi hreint,
raddir tvær þar hljóma hátt,
boðsfólk situr og hlýðir á.
Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvar er ekki umbóta þörf.?
10.5.2008 | 10:19
Tek svo hjartanlega undir með Margréti Frímannsdóttur
í sambandi við að úrbætur þurfi að koma núna.
Það er einnig afar brýnt að aðskilja rýmin þannig að ekki
séu allir undir sama hatti.
Það getur til dæmis eyðilagt algjörlega ungt fólk sem er að
hljóta sinn fyrsta dóm lendi það með þeim sem eru í því
að afvegaleyða aðra, þeir sem það gera þurfa sérstaka hjálp
til að skilja sjálfan sig og læra að lifa góðu lífi.
Ég tala nú ekki um þá sem eru algjörlega búnir að snúa við blaðinu
og búnir að bíða eftir refsivist of lengi, og eins og Margrét kemst að orði,
kannski eiga fjölskyldu og börn.
Ég spyr í hvaða málaflokk hafa stjórnvöld staðið sig vel?,
svo um engan misskilning sé að ræða,
þá meina ég ekki bara þessa einu ríkisstjórn því það þarf
mörg ár til að koma ástandinu niður á það stig sem það er
á í dag.
![]() |
140 dæmdir menn á biðlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þungbært segir biskup.
10.5.2008 | 07:02
sem urðu fyrir þessari vanvirðingu innan kirkjunnar.
Biskup telur náttúrulega að þungbært sé fyrir kirkjuna að þurfa
að takast á við svona óþægilegan gjörning sem kynferðisáreiti er.
Sér í lagi vegna þess að það er búið að ýta gjörningnum upp á borð
þeir geta ekki falið hann.
Ég veit að fólk er orðið það meðvitað um að eigi ber að þagga niður
ósóma þennan, og hann er ekki bara þarna, heldur út um allt.
Og fólk sér til þess að eigi geti neinn þaggað niður svona mál lengur.
Stöndum saman, höfum eyru og augu opin, og látum vita, "EF".
Megi alheimskrafturinn vernda alla sem lenda í ofbeldi
hverju nafni sem það nefnist.
![]() |
Biskup: Afar þungbært |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir svefninn.
9.5.2008 | 21:36
DRAUGASAGA.
Þetta er sagan af Rögnvaldi rauða,
er reið fram af hengi.
Ungur kynntist sínum dómi og dauða,
dó áður en lifað hafði lengi.
En áður en hann dó,
ungur hafði lofað því;
Að finna aldrei frið og ró,
fyrr en lifað gæti á ný.
Enda gekk Rögnvaldur aftur,
ógurlegur sýnum og grimmur.
Í köggum hans bjó ógnarkraftur,
kaldur útlits og dimmur.
Andrammur með augun rauð,
andlitið þjakað af sótt
Gekk hann um sálar strætin auð,
svipur einn um nótt.
Hann herjaði á dauðlega menn,
hræddi úr þeim vit og ráð.
Sögð er sagan af því enn,
er síðasta hildin var háð.
Sveinn sterki hét maður einn,
að sunnan var mér sagt.
Slíkan mann ei sigraði neinn,
Svein gat enginn lagt.
Er fór að skyggja Sveinn beið við haug,
svipaðist um en engan sá.
Hvað var orðið um hinn dæmda draug,
er drýslar vítis lokuðu á?
Eigi þurfti Sveinn lengi að bíða,
þokan skilaði draugnum fljótt.
,, Hvað ert þú hér að vilja víða,
veistu ekki að það er komin nótt?"
Síðan réðist Rögnvaldur á Svein,
risti á hann ófá örin.
Eigi heyrðist þó heiguls vein,
heldur betur sótt, förin.
Svo fór að draga af draugnum,
er dagsljósið birtist skjótt.
Nú hvílir hann í haugnum,
hverja einustu nótt.
Haugnum sem var hannaður af Sveini,
er halda átti Rögnvaldi rauða.
Í fjötrum galdra og feikna steini,
fram yfir gröf og dauða.
En stundum má heyra hróp,
hatursfull og nístandi köld.
Ætluð honum er hauginn skóp,
honum er sigur vann, eitt vetrarkvöld.
Úr ljóðabókinni rómantík eftir,
Arnodd Magnús Valdimarsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ekki í fyrsta skipti.
9.5.2008 | 16:02
fara í feluleik með málefni sem gerast innan hennar.
Það er nú einhvernvegin þannig að þegar uppi hefur
verið orðrómur um mál í áraraðir á mörgum stöðum,
svo kemur kæra, ber þá ekki að rannsaka það niður í kjölinn.
Jú það á að gera það og ekki með neinum vettlingatökum
þó svo að gerandinn, eigi að vera fyrirmynd alls fólks
og teljist æðri.
Vona ég að þetta fari allt á besta veg fyrir stúlkurnar.
Allir verða líka að sætta sig við hvernig fer fyrir mönnum sem
taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum.
![]() |
Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ekki er nú ein báran stök.
9.5.2008 | 06:17
þó svo að ég hefði talið, að þessir menn hefðu átt að fá mun
þyngri dóm, svo og allir aðrir sem framkvæma þennan óhugnað.
Að mínu mati er það algjört hneyskli að dómarar í málinu skildi
lækka miskabætur um 2,8 miljónir. 1,2 miljónir fær blessuð konan.
Í Héraðsdómi voru henni dæmdar 4 miljónir.
Ég tel víst að konan sem á í hlut eigi langt í land með bata,
og það kostar mikinn pening að sækja til sálfræðinga í þessu
landi, og svo margt sem hún þarf að gera annað fyrir sjálfan sig
Guð veri með þessari konu.
![]() |
Hæstiréttur staðfestir dóm vegna nauðgunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
8.5.2008 | 21:48
DALA--RAFN.
Á14. öld bjó á Úlfsdölum vestan við Siglufjörð bóndi
sá, er Rafn hét. Hann var mjög ríkur maður og veiðimaður
mikill. Hann hélt marga vinnumenn.
Það var einu sinni eitt vor, að vinnumenn hans reru til
seladráps á ísnum. Þegar þeir voru komnir nokkuð út í
ísinn, sýndist þeim vestangangur í lofti og snéru aftur
veiðilitlir.
Þegar þeir komu að, atyrti Rafn þá mjög og reri á stað
sjálfur með syni sína úr á ísinn.
Brast þá vestanveðrið á, og týndist Rafn ásamt skipi sínu
og sonum í ísnum.
Skömmu síðar rak lík Rafns upp í Ólafsfirði og var hann jarðaður
þar að Sandkirkju. Hún var niður við sjó og er nú fyrir löngu aflögð.
Sagt er, að Rafn hafi átt mikla peninga og borðbúnað úr silfri,
og kastaði valdsmaður eign sinni á alt silfur hans við uppskrift
eða skipti eftir hann, með hverjum rökum eða yfirskini
er óljóst.
En svo brá við eftir dauða Rafns, að fram undan Úlfsstöðum
sást á sjónum skrímsli. Héldu menn að það mundi vera Rafn
og kölluðu það Dalarafn. Skrímsli þetta sést enn endur og
sinnum undan illviðrum skammt framundan Dalalandi.
Er það stundum líkast hval með tveimur kryppum upp úr,
en stundum er það líkast löngu tré með rót á enda.
Til hefur verið, að menn hafa róið til að vitja um þetta
stóra tré, En þá hefur það horfið.
Sýn þessi er kölluð Dala--Rafn.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Aðdáunarverð ganga.
8.5.2008 | 18:54
Aðdáunarvert af fólki að sýna samhug í verki með svona göngu.
Vona svo sannarlega að fólk fari að huga að sínu ökulagi
og annarra, það er nefnilega ekki nóg að passa sjálfan sig.
Ég votta öllum fórnarlömbum slysa og aðstandendum
þeirra samúð hér á minni bloggsíðu.
Stöndum saman og höfum gaman er við förum út að aka,
við þurfum ekki að flýta okkur og munið að brosa í umferðinni.
Guð veri með okkur öllum.
![]() |
Gengið gegn slysum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Því miður ekkert betra á Íslandi.
8.5.2008 | 14:10
Ég er alin upp við að henda ekki mat, það er bara
skammarlegt, þó að fólk eigi nóga peninga að gera slíkt.
þegar ég var að alast upp voru ætíð afgangar í hádegi á
laugardögum. Heitt kartöflusalat, heimabakað brauð og
afgangar af kjöti og fiski ef til voru.
Á eftir fengum við ætíð nýbakaða kryddköku eða lummur.
þetta var besta máltíð vikunnar fyrir utan að sjálfsögðu
sunnudagsmatinn.
Hendið aldrei mat þið tapið ætíð á því.
Góðar stundir.
![]() |
Yfirþyrmandi magn matvæla á haugana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvenær á að stoppa þessa vitleisu?.
8.5.2008 | 13:24
keyrir um þverbak að mínu mati, er fjandinn laus
í henni Reykjavík eða hvað.
Hvenær og hver ætlar að stoppa þessa vitleysu?,
sko ég er algjörlega með því að byggja upp gamla bæinn
og huga vel að því að nýbyggingar aðlagist umhverfinu,
að því koma arkitektar, sérfræðingar í uppbyggingu
gamalla bæja, skipulagsfræðingar og allir þeir fræðingar sem
þurfa þykir til þessa viðamikla verks,
Á þá Jakob að vera yfirmaður þessara manna, eða hvað?,
hlýtur að vera eftir laununum að dæma.
Hvenær springur blaðran.?
![]() |
Óánægja vegna launakjara Jakobs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og ég hef ætíð sagt.
8.5.2008 | 12:25
Þetta eru flottir strákar, engar gungur á ferð þar.
Maður á heldur aldrei að gefast upp á því sem maður
hefur sett sér.
Gangi ykkur vel ég styð þessar aðgerðir ykkar af heilum hug.
![]() |
Flautað við Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ríkisstuddar strandsiglingar. HALLÓ!!!!!!!!!!!!!!
8.5.2008 | 08:50
Ármann Kr. Ólafsson segir nú staðfest að slitið sem
flutningabílarnir valdi sé griðalegt.
Það má ljóst vera að skattlagning sé hlutfallslega
miklu lægri miðað við vegslit.
Hins vegar sé það mikið hagsmunamál fyrir landsbyggðina
að þeir skattar verði ekki hækkaðir.
Hann telur því að skoða beri niðurgreiðslu strandsiglinga
sem gæti hugsanlega orðið til að minka umferð flutningabíla
á vegum landsins.
Já var það ekki, auðvitað telur hann að það séu til peningar fyrir
svoleiðis ævintýri sem er þegar fullkannað og gekk ekki upp.
Styðjið frekar við bakið á flutningabílunum,
byggið upp vegina eins og staðlarnir segja til um
og eitt skulu þessir háu herrar athuga, þó þeir vilji nú búa til
en eina nefndina til að fá meiri laun til handa sjálfum sér eða öðrum,
þá viljum við ekki bíða í viku eftir vörunum sem við pöntum að sunnan.
Leysið þau mál sem eru fyrir hendi, áður en þið byrjið á nýjum ævintýrum
sem ykkur langar til að leika ykkur að.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
GETUR ÞETTA VERIÐ; ,,SATT":
8.5.2008 | 07:59
Hef nú ekki lesið siðlausara. hélt að sambýli væru
byggð og gerð úr garði þannig að fólk gæti bara flutt
inn, og notið þess lokksins að vera komin í sitt eigið
húsnæði, það ætti ekki að þurfa að byrja á því að kaupa
heimilistæki sem það hefur ekki efni á.
120 þúsund krónur á mánuði, af því þarf að borga húsaleigu,
lyf, föt og mat svo eitthvað sé nefnt.
Það segir sig sjálft að það er ekkert eftir.
Talið er að einstaklingur þurfi að hafa 260 þúsund á mánuði
til að lifa mannsæmandi lífi, það vantar mikið upp á það.
Það er til skammar hvernig farið er með aumingja-stéttirnar
eins og við höfum verið sögð tilheyra,
af mörgum ráðamönnum þessa lands, Þ.e.a.s.
allir sem þiggja lífeyrir.
![]() |
Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
7.5.2008 | 21:20
TÖFRAMÁTTUR RÚNANNA.
Orðið rún merkir leyndardómur og hefur alltaf staðið í
tengslum við eitthvað dularfullt, óþekkt eða jafnvel
yfirnáttúrulegt.
Samkvæmt norrænni goðafræði þyrsti Óðinn, æðsti guðinn,
alltaf í meiri þekkingu og visku.
Þekkt er hvernig hann fórnaði öðru auganu fyrir sopa úr
Mímisbrunni, en vatnið í honum átti að veita mikla visku.
Önnur saga segir frá því að Óðinn hafi látið hengja sig í
heimstréð Yggdrasil, þar sem hann hékk í níu daga og
níu nætur. Í staðin öðlaðist hann þekkingu á rúnunum.
Síðan var það Heimdallur, vörður Ásanna,
sem átti að hafa kennt mönnunum rúnirnar.
Þar sem fólk trúði því að rúnirnar væru frá Óðni komnar
bar það mikla virðingu fyrir þeim og töldu að þær væru
guðlegar. Margir vilja því meina að rúnirnar hafi ekki aðeins
verið notaðar sem ritmál heldur einnig til að spá inn í framtíðina,
sem verndartákn eða til að kasta göldrum.
Í fornsögum er að finna óljósar lýsingar af slíkum gjörningum
þar sem fjölkunnugt fólk notar einhver tákn við spádóma og galdra.
Í Egils sögu Skallagrímssonar segir t.d. af því er stúlka veikist
vegna þess að ristar voru rangar rúnir og Egill kveður þá:
,,Skalat maður rúnir rista nema ráða vel kunni.
Það verður mörgum manni er um myrkvan staf villist".
Í þessum sögum er sagt ég hef ykkur frá undanfarin tvö kvöld,
er hinsvegar ekki ljóst hvort um sé að ræða Fuþark rúnirnar eða
annarskonar rúnir t.d. bandrúnir.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)