Fyrir svefninn.
25.3.2008 | 22:14
SJERA Jónas, kunnur sómaklerkur í bænum,
var að halda líkræðu yfir aldraðri konu.
Hann hældi henni mjög, sem óvenjulega ástríkri
móður og umburðarlyndri og góðri eiginkonu.
Þegar prestur gengur út úr kirkjunni, víkur vinkona
hans sjer að honum og segir:
>> nú hefur illa tekist til hjá yður, prestur minn,
hin látna var hvorki móðir nje gift.<<
>> Nú var það svo, jæja fullan aldur hafði hún nú samt
til þess,<< svaraði prestur.
Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum og Sigurður Eggertz
áttu í snörpum blaðadeilumum skeið.
Um það kvað Davið hreppstjóri á Kroppi:
Sókn og vörn þau sífelt herða,
sést það best á nýjum blöðum.
Yfirvaldið er að verða
undir Rósu á Stokkahlöðum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hvað er kynþokki.
25.3.2008 | 10:31
Hefði haldið að kynþokki, vil endilega bæta við góðri nærveru,
væru straumar sem fólk finnur, og þarf ekki endilega
að vera neitt kynferðislegt við það.
Manni getur fundist fólk hafa sexapi,
og svo ekkert meira með það.
Það hafa allir kynþokka, ég á nú ekki til orð,
hvað er að þessu liði þarna úti?
Eru bara einhverjir karlar sem ákveða það hver
hefur kynþokka eða ekki það er nú ekki öll vitleysan eins
ennþá er verið að setja konur á stall og kanna hvort
þær séu gjaldgengar sem kynþokka fullar verur í brjáluðum
heimi.
Geta konur ekki bara fengið að vera eins og þær vilja,
Sílikon og botox lausar.
Góðar stundir.
![]() |
Alveg lausar við kynþokka? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
24.3.2008 | 21:01
Brynjólfur bóndi í Þverárdal var í gildi með Debell,
sem lengi var forstjóri steinolóufélags hér í Reykjavík.
Brynjólfur hélt ræðu fyrir minni Debells,
og endaði hana með þessum orðum:
,, Ég vona að hjarta yðar logi eins vel og steinolían yðar".
Kona talaði ótt og mikið um sjálfan sig. Um hana gerði
Þorsteinn Magnússon þessa vísu:
Mikil andans elja er það
-- ekki langt frá sanni--
ævisögu sína að
segja hverjum manni.
Góð Hressing.
Gefðu mér í glasið, sko,
-- gott er að hressa sig við stritið,--
einn hektolíter eða svo,
því ekki má nú drekka frá sér vitið.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Var komin með fráhvarfseinkenni.
24.3.2008 | 08:19
Hafið þið upplifað þau: ,, Fráhvarfseinkennin"?
Barnabörnin eru búin að hertaka tölvuna mína yfir
Páskana, Þessar elskur.
Svo er búið að vera svo gaman að njóta þess að hafa
alla í kringum sig að maður hafði ekki áhuga á tölvunni,
en þegar ég settist hér niður áðan þá fann ég hvað ég hafði
saknað þess að blogga ekki smá.
Litli strumpalingurinn minn er búin að vera með ælupest
amma vorkenni honum svo mikið, maður er nú bara 6 má.
og getur ekki sagt neitt, en það er nú gengið yfir núna.
Þau ætla heim í dag, en einhvern heyrði ég æla í morgunn,
svo það er spurning.
Dóra og snúllurnar mínar fara heim í dag, fríið búið skólinn
byrjar á miðvikudaginn, og Dóra að vinna.
Bára Dís mun trítla með frænku sinni Viktoríu Ósk í nýa skólann
sinn og allt fer í fastar skorður.
Mér finnst alveg æðislegt að hafa krakkana í svo marga daga þá
kynnist maður öllu svo vel sem snertir þau.
Ég verð að þakka þeim öllum börnunum mínum fyrir hjálpina
Hún er ómetanleg fyrir svona lassarusa eins og mig.
Milla, Ingimar og Dóra sáu alfarið um matseld og eftirréttakökur
á föstudaginn langa og á Páskadag, Fúsi og Solla elduðu á
Skírdag, á laugardeginum vorum við með síðbúin Brunch.
Takk fyrir mig englarnir mínir.
Ekki má gleyma Gísla mínum sem sá alfarið um þvottana
að vanda og uppvöskunarvélina.
Kveðja til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bara gleði hjá okkur.
22.3.2008 | 14:03
Takk elskurnar fyrir alla hvatninguna.
Það er svo sannarlega búið að vera gaman hjá okkur,
Það er svo yndislegt að fá að hafa Fúsa og Sollu með
sín hjá okkur því ég sé þau svo sjaldan.
Sölvi Steinn sem er 6 mán. er bara flottur og fá að
knúsa þau og kjassa, tala við þau, vakna með þeim á morgnana
og kyssa þau góða nótt á kvöldin er yndislegt.
Svo koma öll hin og litla ljósið mitt er sem betur fer ekkert afbrýðissöm
þetta smellur allt saman í kærleikanum.
Ásdís mín ég skilaði kveðjunni frá þér og eins frá þér Erna mín
Fékk aðeins tíma, það fóru allir á snjókross niður í fjöru.
Mér þykir undur vænt um ykkur öll, mun koma inn á fullu
eftir Páska.
Kærleikskveðjur Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Takið ykkur stöðu; Hér kemur ræðan.
20.3.2008 | 17:04
Ég ætla að byrja á því að þakka öllum bloggvinum mínum
fyrir nytsöm og hjartahlý komment við hjálparbeiðni minni.
Það er ekki einleikið, hér maður bloggar í mesta sakleysi um
allt og ekki neitt, er að segja sína skoðun,
þá er drullað yfir mann eins og maður sé einhver
glæpakona, en ég tek það ekki nærri mér, ekki lengur.
Og það er ykkur að þakka kæru vinir.
Að ég skildi ekki blogga neitt í gær, ekki einu sinni
fyrir svefninn var bara hreinlega vegna elsku fjölskyldu minnar
þau komu í gær, Fúsi og Solla með sín og það er sko nóg að gera
knúsa, kjassa og tala saman.
Maður getur nú ekki bara sagt: ,, Jæja nú er ég farin að blogga".
Ég mun kíkja inn er mér gefst kostur, en það verða ekki mörg
kommentin sem ég kem með að sinni.
Er farin að leggja mig, það fóru allir til Írisar.
Fúsi minn ætlar að elda eitthvað nýtt mexikanst í kvöld.
Knús á ykkur öll Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Hjálparbeiðni.
19.3.2008 | 09:36
Já þið lásuð rétt, hjálparbeiðni.
Kæru bloggvinir viljið þið vera svo góðir
að smella ykkur aðeins inn á síðuna mína,
lesa þar bloggið mitt síðan í gær sem ég nefni,
Æ æ, ræfilstuskan, hann á svo bágt.
Þar er að finna endurtekningu á öllum kommentum
og hann svarar hverju og einu og bætir við
kommenti til mín.
Ég þekki þennan sævarinn ekki neitt og hann ekki mig og er ég svolítið
ráðþrota um hvað ég eigi að gera.
Gæti einhver gefið mér góð ráð.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Eru þetta kannski ríkra manna börn?
19.3.2008 | 08:49
Manni dettur í hug hvort þessi börn séu búin að fá
allt, og hafi bara fengið að giftast,
til að það væri hægt að gefa þeim eitthvað, sko í búið.
Hvað skildu annars brúðhjón í Sádí Arabíu fá í brúðagjafir.
Þetta virkar nú eins og leikur, drengurinn hefur
ekki tíma til að innsigla hjónabandið,
því hann er svo upptekinn við að senda út boðskort,
þetta hlýtur að verða mörg þúsund manna veisla.
Og hvað með stúlkubarnið?
Nei að því að það er talað um að þetta hjálpi honum
við námið, skyldi hún ekki mega læra, nei örugglega ekki.
En blessaður skólastjórinn, telur hjónabandið óviðeigandi,
en óskar þeim samt til hamingju.
Ég tel þetta vera afar óviðeigandi,
en eins og með svo margt annað þá skil ég ekki þessa siði.
![]() |
11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
18.3.2008 | 21:47
Helga Brynjólfsdóttir frá Selalæk, elsta kona landsins,
er hagmælt. Í æsku hennar var maddama Sigríður Guðmundsdóttir,
móðir sr.Ísleifs í Arnarbæli, húskona á Selalæk.
Hún bauð helgu einu sinni í graut, en sagði,
að hann væri víst bæði sangur og hrár.
Þá kvað helga:
Sangur, hrár, með sótbragði,
saltlaus, grár af vatnsburði,
þunnur, árans óhræsi,
eykur sára vindstrengi.
Heimilisbragur.
Héðan burt ég held á rás,
hér er margur fauti.
Konan líkust belju á bás,
bóndinn mýldu nauti.
Fyrirbæn.
Blessaður, vertu vinur minn,
verði þér flest til ráða.
Guð og enda andskotinn
okkur styrkir báða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dagurinn í dag.
18.3.2008 | 21:31
allar hurðar, karmar, listar, skápar og rafmagnsdósir
allt var þvegið og pússað.
Engillinn fór með háþrýstidæluna út að framanverðu,
þar er engin krani úti (verður sko settur í sumar) svo það
þarf að leiða slönguna inn á bað,
allt í einu sprakk allt niður og vatnið út um allt, sem betur
fer voru þær hér dætur mínar og gátu þurrkað allt upp,
míó míó var ekki par ánægð.
svo fór allt liðið sumir heim aðrir í búðarráp, en litla ljósið
kom til ömmu sinnar.
Vorum síðan öll í Tacko hjá Írisi.
bara yndislegur dagur þrátt fyrir vatnsflóð á baðinu.

Má ekki gleyma að segja frá blómunum sem við fengum
frá barnabörnunum þau eru yndisleg.
Síðan fékk ég pakka frá Dóru minni 8 st. fylgidiska
svona hvíta ferkantaða ein og ég var búin að sverma fyrir
lengi. þær eru alltaf að gefa mér eitthvað þessar elskur.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Alltaf endurtekur sagan sig.
18.3.2008 | 17:23
Datt í hug, er ég heyrði eina góða um daginn, dag sanna.
Maður nokkur hitti konu, sem spurði hvað er títt?
hann leit á hana sorgmæddum augum og sagði:
,, Hún er farin frá mér", Hvað segir þú, ertu að meina konuna þína?.
já hún bara fór, sagði að hún væri búin að kaupa sér íbúð,
tók síðan allt það innbú sem henni hugnaðist, og ég sit eftir
með sárt ennið. "Þvílíkt væl"
Síðan fór að heyrast í hverfinu, haldið ekki að helvítis kerlingin hafi
bara farið og skilið karl greyið eftir með tvær hendur tómar.
hvers eiga þeir að gjalda þessir góðu menn.
Ég gat nú ekki annað en hlegið, góður maður, við hvern?. Sjálfan sig.
Sko ég spyr alltaf, af hverju fór konan, af hverju fékk hún nóg eða
varð leið.
Hver veit sannleikann í málum annarra? engin nema sá aðili sem
ákveður að skilja,
ekki einu sinni makinn því sá sem eftir er vill aldrei sjá hvað
í raun og veru gerðist.
Eitt er alveg á tæru frá minni hendi að undirlægjur, skælur og fólk sem
kennir alltaf öðrum um ófarir sínar eru bara að mínu mati óþolandi
væluskjóður.
Ætlaði nú bara að tala um fólk sem veit alltaf betur en fólkið sem lendir í
svona málum.
Einnig um fólk sem ekki getur staðið með sér og sínum í einu og öllu.
Skal tekið fram að skoðun mín á við um bæði kynin,
þó sagan hafi verið í upphafi um vælið í karlinum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Æ,æ, ræfilstuskan, hann á svo bágt.
18.3.2008 | 08:15
Honum finnst nú örugglega að hann eigi bágt,
oj, oj, litli maðurinn, ræfilstuskan,
allir eiga nú trúlega að vorkenna honum, en það er nú ekki hægt.
hvað með stúlkuna sem hann er að kaupa til að fá að káfa á
auðvitað var þetta óviljaverk,
með hverju á hún að borga honum skaðabætur?
Kannski með meiri kjöltudans +++++++.
![]() |
Krefst skaðabóta eftir kjöltudans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Varð honum svona mikið um, Eða?
18.3.2008 | 08:02
Hafði aldrei gerst áður,
þess vegna varð honum svona mikið um.
Baðvörður brást ókvæða við og rétti Kristínu
stuttermabol og sagði henni að hylja sig annars yrði hún
rekin upp úr, ef þetta er rétt sagt frá þá brást baðvörðurinn
ekki rétt við, hefur hann aldrei séð ber brjóst,
ef að það eru lög fyrir því að ekki megi fara berbrjósta
á sundstaði á Íslandi
átti hann að bregðast við með kurteisi,
nú ef hún mundi ekki fara eftir settum reglum,
Þá gæti hann vísað henni upp úr.
Ég er ekki hlynnt því að fólk fari berbrjósta í sund,
en ef það má þá ræður fólk því vitanlega sjálft.
![]() |
Bannað að bera brjóstin í Hveró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvers áttu þau að gjalda?
18.3.2008 | 07:45
og móðir þeirra með alvarlega áverka.
Hvernig er hægt að drepa tvö saklaus lítil börn,
bara svona með köldu blóði?
Maður fyllist óhugnaði.
Guð veri með þeim.
![]() |
Tvö börn stungin til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
17.3.2008 | 22:04
Laufey Valdimarsdóttir var eitt sinn á ferð í bíl
með nokkrum kveinréttindakonum.
Þær töluðu margt um sín áhugamál,
og þótti bílstjóranum þær halla allmjög á karlmennina.
Hann sagði því:
,, en guð skapaði þó Adam á undan Evu".
,, Já", svaraði laufey, ,, en það var bara að því að
hann var að æfa sig".
Kona ein sem var skapvond og nöldursöm, sá mann
sinn vera að hreinsa pípuna sína. Hún sagði þá:
,, þú unir þér vel að dunda pípuna þína.
það mætti halda að þér þætti vænna um hana en mig".
,, Það er hvert mál, sem það er virt", svaraði maður hennar.
,, það er þó alltaf hægt að skrúfa af henni munnstykkið,
þegar hún verður súr".
Drykkfeldur maður hætti allt í einu að drekka.
Kunningi hans spurði, hverju það sætti.
,, Ja, ég skal segja þér", svaraði hann.
,, Ég var farinn að sjá tvær tengdamæður".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Stundum er bara allt svo undarlegt.
17.3.2008 | 21:32
Í morgunn vaknaði ég frekar seint eða um 8 leitið
var komin aðeins að tölvunni að verða nýu,
las smá svaraði nokkrum kommentum, og þá varð
allt svo undarlegt, ég fylltist ofsa þreytu og doða
svo ég drattaðist inn í rúm aftur, fékk vatn að drekka
og stumrað smá yfir mér, en ég vildi bara fara að sofa,
svaf síðan til 12, er sko ekki eðlilegt fyrir mig,
en það er víst svona að vera lasin.
Fengum okkur kaffi og brauð, ákvað svo að versla svolítið,
fórum aðeins i nýja húsið hjá Írisi, þá lenti engillinn minn í vinnu
við að brjóta niður vegg til að breyta tveim herbergjum í eitt stórt.
Lætin og óloftið var slíkt að ég tók Neró minn og fór bara heim,
tvíburarnir voru hérna með ljósið okkar.
Hér var eldaður matur, Hreindýrabollur með pasta og Ticka masala,
það var æðislega gott.
En þetta er slökunarstundin mín fyrir svefninn.
Kveðjur ykkar Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir svefninn.
16.3.2008 | 20:57
Bergur hét karl einn á Eyrarbakka og var
kallaður dati. Hann var drykkjumaður mikill og drakk
eingöngu lampaspritt.
Einu sinni fór kona ein að vanda um við Berg fyrir
drykkjuskap hans, en svo stóð á, að maður hennar
drakk líka lampaspritt og hafði þá nýlega fótbrotnað.
Bergur sagði þá við konuna:
,, Þú þarft ekki að vera að skamma mig.
Það vilja nú stundum detta lappir undan prímusum".
Hermann Jónsson bóndi í Firði var orðlagður kvennamaður.
Einu sinni kom Magnús bóndi á Hofi í Mjóafirði að
Hermanni í einni sæng með konu hans.
Hermann lét sér ekki bilt við verða, en sagði:
,, Ég er nú líklegast fyrir þér, Magnús minn".
Guðrún var í heimsókn hjá Ástu, vinkonu sinni.
,, Hugsaðu þér!" sagði Ásta. ,, Hann Bjarni Guðmundsson
var að fara héðan út, og hann var að biðja mín".
,, Þessu get ég trúað", sagði Guðrún. ,, Ég sá,
að það var talsvert í honum".
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ljótan er nú bara að fara svolítið illa með mig.
16.3.2008 | 20:36
Hósti, andarteppa (ekki reyki ég) hausverkur,
beinverkir og alles, þetta er ekkert sniðugt,
ég hef allt annað að gera en að vera veik.
Fór á fætur 8 í morgun til að borða smá og taka déskotans
meðulin sem halda hjartanu mínu í gangi, það er svo
erfitt að hósta svona þegar maður er ekki alveg heill,
sko eða þannig.
Fór aðeins í tölvuna, datt inn í rúm aftur svaf til 12.
Fór í bað og gerði mig fína og sæta til að fara í
afmælið, og það var svo gaman, er búin að borða yfir mig að vanda
ekki hægt annað hjá þeim Millu Jr. og Ingimar.
Ætla snemma að sofa í kvöld, þurfum að klára að versla á morgun
yfirfara allt á þriðjudag, síðan koma þau á miðvikudaginn.
Knús á ykkur öll.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Allt sem Mummi segir er satt.
16.3.2008 | 08:48
Það er svo yndislegt að lesa svona viðtal,
eins og þetta við hann Mumma í Götusmiðjunni.
Það sem hann er að berjast fyrir núna, er samstarf
á milli bæjarfélaga á suðurlandi um eftirmeðferðarheimili
fyrir börn sem eru komin í vítahring glæpa og vímuefnaneyslu.
Þetta er það sem er búið að vanta, alla tíð.
Að vita að hann er ekki að gefast upp, er frábært.
Það sem mér finnst svo frábært að lesa í viðtalinu í 24 stundum.
Er það sem ég er búin að vera að hamra á við fáa vini, eða þannig.
það er alveg sama hvað hver segir, það þarf að byrja forvarnirnar
strax í leikskóla, ef við ekki hjálpum þeim þá,
fer fyrsta höfnunin fram sem barnið fær.
og það er ekki af hinu góða.
Fólki er afar tamt að skrifa allt sem er ekki línuhegðun á t.d.
frekju, athyglissýki, fyrstu gelgjuna, mótþróaaldurinn
og síðan á gelgjuna. þoli ekki þetta orð gelgjan.
Eins og Mummi segir er fullt af fólki sem er allt að vilja gert til
að vinna þessum málum vel, en það vantar skilning ráðamanna
fyrir nauðsyn þess að koma að þessum málum.
Við erum ekki velferðarþjóðfélag, segir Mummi.
Það er sko alveg rétt.
Einnig er það rétt að þegar börn fara úr meðferð þá er
ábyrgðin þeirra eða foreldrana, ef þau fara heim
og hvernig eiga þau að höndla stuðning við elsku barnið sitt.
Þó þau geri allt sem þau kunna og geta í það skiptið,
þá kunna þau það ekki.
Góðar stundir.
![]() |
Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
15.3.2008 | 21:13
Verslunarmaður einn eignaðist fimm börn
á sama árinu, eitt barn og þríbura með konu sinni
og auk þess eitt fram hjá.
Þegar einn af kunningjum hans frétti þetta,
varð honum að orði: ,, Ja, mikið er að heyra!
Fyrr má nú gera að gamni sínu!"
Sigurður skáld hitti kunningja sinn á götu og sagði:
,, Hvað heldurðu, að hafi komið fyrir mig?-- þegar ég
kom heim í gærkveldi, var litli strákurinn minn að enda
við að rífa í tætlur handritið að ljóðasafni mínu".
,, Hvað er þetta!" svaraði kunningi hans.
,, Er hann orðin læs?"
Jóhann bóndi var mjög hræddur um konu sína.
Eitt sinn er þau hjónin voru að rífast, sagði hann :
,, Ég skal segja þér það í eitt skipti fyrir öll,
að ef þú hættir ekki að dufla við hvern karlmann
sem þú sérð, þá getur þú farið að líta í kringum
þig eftir nýjum eiginmanni".
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)