Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Á fjörur mínar rak gullmoli.

Látið yður eigi fyrir þykja að eg spyrji hvað
þér mæltuð til mín, því að eg man eigi gerla.

Hér eru hittir hinir þykkheyrðu og þeir sem trúa ekki tíðindum
ennfremur þeir sem vilja samsinni og síðan þeir sem heyra þótt
þeir látist daufir. hugað er að óbreytanlegu smáorði og kynnst
tilhlýðilegu athæfi og réttu orðfæri við konungshirð.

Ha segjum við stundum þegar við heyrum ekki hvað sagt er við
okkur, og ætlumst þá til að viðmælandinn endurtaki orð sín.
Það gegnir eiginlega svipuðu hlutverki og bakk-takkinn á
segulbandi eða myndbandstæki.
það er líka til að við segjum ha til að láta í ljós undrun, þótt
við höfum heyrt ágætlega hvað við okkur var sagt, og gefum
þá til kynna að okkur sé það sem sagt svo framandi  að nú
þurfi að endurtaka til að við skiljum almennilega,--líkt og þegar
Njáll var á þingi og fékk frétti af vígmennsku Þórðar sonafóstra síns,
og ,, lét segja sér þrim sinnum". hlýtur þá Njáll ekki að hafa sagt ha?

Ha er líka notað þegar menn vilja fá svar við einskonar spurningu,
þó einkum jákvætt svar, sem getur þess vegna falist í því að svara alls ekki.
Spurningin er þá eiginlega bara í plati, kennd við ,,retorík" í latínu, og mætti kalla málskrúðsspurningu hjá okkur: ,,ætli henni líkist ekki líka á mig, ha? spyr Egill
vonbiðill föður sinn í Manni og konu, og ætlast til að sér sé samsinnt.
Stundum getur ha-ið líka falið í sér að sá sem notar það hafnar eða neitar
staðreynd eða bón, til dæmis langdregna ha-ið, haaaaa..., oft með litlu
e-hljóði í endann. Þetta dregur eiginlega í efa að það sem sagt hefur verið
hafi í raun og veru verið sagt og losar þar með þann sem hlustar undan allri
skyldu og tilætlan: reyndu aftur! einsog tölvan segir stundum við mann.
Ha? er afar daglegt mál, en líka furðulegt orð að mörgu leiti og fyrirbrygði
í náttúrunni eða umhverfi.
Það er hægt að segja hestur og benda á hest úti í haga og segja: ,,Hér er hestur"
en það er ekki hægt að benda neins staðar á ha og segja: ,,hér er ha"
Orðið er alltaf eitt sér og hefur merkingu, og er þannig öðruvísi en önnur
smáorð, í-á-eða-og, sem næstum aldrei geta staðið út af fyrir sig.
Orðið er er notað eingöngu í þágutungumálsins sjálfs, sem hjálpartæki í samræðunni,
og er eiginlega á mörkunum þess að teljast vera orð.
Málfræðingar flokka það sem upphrópun, en það er samheiti á ýmsum fyrirbrygðum sem málfræðingar vita ekki alveg hvernig á að flokka.
Ein kenningin um uppruna er- auðvitað- sú að ha sé orðið til úr hvað einhvern tíman í fyrndinni,
sé einhverskonar stytting. Reyndar merkja setningarnar hvað? og ha? ekki endilega
það sama. Að minnsta kosti getur hvað? varla komið í stað ha? í spurningunni hans Egils úr Manni og konu, og hvað? hefur það umfram ha? að með því er hægt að spyrja
um einstakt atriði úr tali annars á sama hátt og hver?-hvaða?- hvenær?
Nú eru orðin mjög lík aftur í fornnorrænu, vegna þess að hvað var þá borið fram með
sunnlenskum framburði, w-i eins og í ensku.
Þessi hljóðbreyting hlyti hinsvegar að hafa verið einstæð, sem hljóðbreytingar eru allajafna ekki, og að auki furðulega lífsseig.
Þetta orð ha er hinsvegar til alveg eins og í svipaðri merkingu í færeyskri
og nýnorsku og sænsku og dönsku, og það vekur líka efasemdir
um skyldleika við hvað, að svipað orð ha-inu er líka til í ýmsum tungumálum utan Norðurlanda, að vísu annarra merkingar en hjá okkur.
Íslenska ha-ið virðist annars ekki láta hljóðbreytingar annarsstaðar í tungumálinu
á sig fá yfirleitt. Það gerðist á fyrri öldum í málsögunni að gamalt langt a varð að tvíhljóða:á.
Íslendingur sem fyrir breytingu hét ,,A-a-arni Jo-o-onsson" hét eftir breytingu ,,Áúrni Joúnsson". Og samkvæmt því hefði gamalt ha? með löngu a-i, átt að verða að há í nýíslensku,
alveg eins og önnur svokölluð upphrópun, ,,j-a-a," varð a' ,,j-aú", já.
Það er ekki raunin, þótt það formhafi sýnilega orðið til fyrr á öldum-- í orðabók Cleasbys og Konráðs segir að fyrir austanhafi verið til tvíhljóð í orðinu ha frámá næstsíðustu öld.
En það týndist aftur, og ha? varð áfram ha?
Það er líka sérkennilegt að hljóðin í þessu orði, sem hlytir ekki forsjá almennra hljóðbreytinga,
eru eins einföld og hægt er í nokkru tungumáli.
Í rauninni er hjér bara eitt hljóð, a sem fyrst er borið fram á röddunnar, næstum hvíslað,
og síðan raddað einsog sérhljóð á að vera. Og þetta sérhljóð er að auki sérkennalausast sérhljóðanna-- öll hin eru kringdari eða lokaðri eða frammæltari en a-ið, sem eiginlega er einhverskonar frum-sérhljóð. Fræðimenn um barnamál segja að á fyrsta stigi
málþróunar skynji börn aðeins mun tveggja hljóða, Sérhljóðsins og Samhljóðsins,
og það er enginn tilviljun að þetta eina Sérhljóð barna er túlkað sem a í tungumáli fullorðinna:
Í fyrstu orðunum sem börn mynda greinist Samhljóðið frá Sérhljóðinu með því að hljóðstraumur
úr opnum munni er rofinn með því að loka munninum: ma-ma, ba-ba eru á þann hátt
fyrstu orðin sem börn gefa merkingu úr hjali sínu.
Þetta gefur í skyn að ha-ið sé af annarri gerð en venjuleg orð, og að það kunni að vera tilviljun
að orðið hvað? líkist ha? í okkar máli.
Getur verið að undirstaðan sé hermiorð, þar sem líkt er eftir tali manna?- á svipaðan hátt og menn babbla með bla-bla? Með því að herma eftir tali annars væri þá í rauninni
verið að byðja viðmælanda um endurtekið tal, annað hvort það sama og hann sagði áður eða
 það sama og mælandinn var sjálfur að láta út úr sér.
Þegar Egill segir ha? við föður sinn úr Manni og konu er hann með nokkrum hætti að biðja föður sinn að endurtaka það sem Egill var nýbúinn að segja, að Sigrúnu hlyti að lítast á sig.
Ágiskanir af þessu tagi hafa þann galla að erfitt er að smíða úr þeim haldbæra kenningu, en að vísu þann kost að verða seint afsannaðar.
Þessi ,,bakktakki" ha-ið, lýsir tilætlunarsemi og er ekki sérlega kurteisislegur, enda oft-oftast?-
aðrar ástæður að baki ha-inu en sljóvgan heyrnar. Þetta má sannreyna með konungsskuggasjá, kennslubók í mannasiðum og stjórnfari sem sett var saman í Noregi á
því méli að heldrimenn voru að temja suðræna hattprýði. Það eru meðal kennslugreina
leiðbeiningar um það hvernig ráðlegast er að haga sér við hirðina, og þar er lesandi
áminntur um að læra tryggilega hversu gengið skal fyrir konung.
Skaltu þá:

     Hendur (...) þínar svo láta liggja er þú stendur nærri konungi að
     hin hægri greip spenni um hinn vinstra úlflið, og lát síðan hendur
     þínar í tómi rekjast niður fyrir þig, sem þeim er hægast.

alveg eins og fyrirmenn gera ennþá á myndum af sér í blöðunum.
Síðan á maður að hneigja sig ,,lítillátlega" og heilsa með þessum orðum: ,,Guð gefi góðan dag herra konungur." Þá er á það hlýtt sem jöfur hefur að segja, og svo kemur þessi ráðlegging:

    En ef svo kann til að verða að konungur mælir til þín nokkur orð
    þau er þú nemir eigi, og þarftu annað sinni eftir að frétta, þá skalt
    þú hvorki segja ha né hvað heldur skalt þú ekki meira um hafa en
    kveða svo að orði: ,,Herra!" En ef þú vilt heldur spyrja með
    fleiri orðum: ,,Herra minn! látið yður eigi fyrir þykja að eg
    spyrji hvað þér mæltuð til mín, því ég nam eigi gerla." Og lát
    þig þó sem fæstum sinnum það henda að konungur þurfi oftar en
    um sinn orð herma fyrir þér áður en þú nemir.

Semsagt: Ekki ha? við kóngafólk.

Þetta er einn kafli úr bókinni Málkróka, sem rak á fjörur mínar í gær.
Bókin er eftir Mörð Árnason og telur þætti, um Íslensku --ambögur,
orðfimi og daglegt álitamál.
                                          Góðar stundir.




 


Gullach súpan mín.

Þetta er nú meira ruglið, af hverju get ég ekki farið að sofa lengur
svona í ellinni? Bara skil það ekki, jæja þýðir ekkert að fást um það.

Brynja var að falast eftir gullach súpu uppskrift og hér kemur hún.
Sko þetta er bara gamla uppskriftin mín og hefur hún ætíð vakið lukku,
en sjálfsagt eru til einhverjar betri.

1 kg nautakjöt í litlum bitum, steikið vel á pönnu og allt kriddið með
síðan er það sett í pott.

1/2 st kúrbít
2    st sellerý-stöngla
1    pk gulrætur
1    pk perlulaukur( líka til frosinn en ekki eins góður.)
3 st Chilly
2 st paprikur

Grænmetið er allt skorið í bita og steikt smá á pönnunni
sett svo smá vatn út á til að ná öllu kriddinu, svo í pottinn.

Kriddið er, svartur og rauður pipar, kóríander, paprika, salt,
                 Og góður nautakjötskraftur.
Ég mundi setja 1/2 tesk af öllu á pönnuna síðan kryddið þið
eftir ykkar smekk og það má líka setja Chillý duft ef þið viljið,
en allt þetta þarf að smakkast til.

Síðan eru settir 2 l af vatni og ein dós af tómatpaste.

Má setja þeyttan rjóma út á hvern disk og svo er gott brauð
afar gott með, til dæmis olífu osta brauð, til í bakaríinu.

Ég geri er mikið liggur við, snittubrauð sem ég sker eftir endilöngu
fylli með smurosti, hvítlauk, svörtum olífum og sólþurkuðum tómötum.
gott er að saxa niður hráefnið og blanda því í smurostin og fylla
svo brauðið, hitað í ofni.
                                          Bon apetit.

Kveðjur
Milla.Heart


Fyrir svefninn.

Englarnir mínir frá Laugum komu í dag og ætla að vera hjá
okkur í nokkra daga áður en skólinn byrjar.
Við fórum saman í búð, versluðum kjúkling í kvöldmatinn,
og svínalundir til að hafa á sunnudaginn, með því ætla ég
að hafa kartöflusalat sem aldrei bregst.
Í því eru kartöflur, sólþurrkaðir tómatar, laukur, paprika,
maísbaunir, og dass af olíu. Og svo hef ég gott salat.

Engillinn minn fór í berjamó til að tína krækiber settum í
frystir, það er afar gott að eiga þetta út í hafragrautinn,
salat, skyr og bara allt mögulegt.

Ég hef ekki verið mikið að kommenta í dag hef bara ekki
komist yfir það, reyni að láta heyra í mér á morgun áður en
þær vakna englarnir, en ætíð er þær eru þá eru hin ljósin mín
hér líka, þær eru svo miklar frænkur og vinkonur, það er nóg að
gera og mjög gaman hjá mér.

Ein góð eftir hana Ósk.

                  Ef til mín fengi svo tignan gest
                  tæki ég sparifötin mín,
                  leiddi svo til hans lipran hest
                  og landakút meðan sólin skín,
                  svo þegar húmar hugur berst
                  að heimasætu með brosin sín,
                  því höfðingja slíka heillar mest
                  hestar, konur og brennivín.

                                     Góða nótt
.Sleeping
                 

Súpur og smá tips.

Eins og margir vita eru pakkasúpur ekki hollar sökum
rotvarnaefna og salts sem sett er í þær.
Fyrir utan að mér persónulega finnst þær vondar nema að
maður bæti þær með kryddi smjöri og eða rjóma, þess vegna
laga ég al oftast mínar súpur sjálf.
bestar þykir mér þær þykkar að grænmeti og kjöti ef maður vill
nota það.
Hér er uppskrift að einni sem ég elda oft.

1 st. laukur
3 st. Sellerí stilkar
8 st. kartöflur.
1 st  sæt kartafla
4 st. gulætur
1 st. rófa.
1/2 h. hvítkál
1 st. blómkál
6 st hvítlauksrif.
1 ds. tómatar.
1 ds. tómatpurre
2 l. vatn
eftir smekk að grænmetiskrafti.
Allt skorið í smátt, sell í stóran pott, soðið í 25 mín.

Út í þessa súpu er hægt að setja að vild, lamba, nauta eða svínagúllas.
einnig er hægt að breyta grænmetinu að vild og setja pasta og steikta
kjúklinga bita, bringur.
Gott er að bera speltbrauð með, eða hvaða brauð sem hver og einn vill.

Hér kemur önnur, hún er aðeins hitaeiningameiri.
En það er allt í lagi svona spari.
Tælensk súpa
.

500 gr. k. bringur.
250 gr hvítkál gróft skorið.
150 gr gulrætur í strimlum.
1 st Paprika þunnt sneidd.
smá olía til sleikingar.
2 tsk. rautt karry pasté.
2 mask. ostrusósa eða fiskisósa.
ca. 1 l.kókósmjólk.
1-2 mask. sweet hot chilly sósa

allt hráefni steikt í djúpum potti kryddið sett út í
síðan mjólkin, látið malla í 10 mín.
bragðbætið eftir smekk með sama kryddi.
líka borið fram með góðu brauði.

Á eftir þessum súpum þarf ekkert nema góðan kaffibolla
og eitt konfekt með.

                                         Verði ykkur að góðu.


Seinagangur á afgreiðslu mála eftir skjálftana

Það vantar ekki stóru orðin, fólk verður vongott, en ekkert gerist.
þessi hjón sem um ræðir í fréttinni gátu farið og keypt sér annað hús,
en það eru ekki allir sem geta það.

Á meðan fólk bíður skapast óöryggi sem veldur enn þá meiri streitu
í viðbót við það áfall sem það fékk í skjálftanum og þeim sem á eftir
komu því mikil óvissa var um hvort að kæmi einn stór í viðbót.

Á meðan fólk er að ná sér eftir áfallið, ef það er nú bara nokkurn tímann
hægt, þá ætti það eigi að þurfa að hafa áhyggjur af hvar það ætti að
búa í framtíðinni.

Árið 2008 er kerfið ennþá svo seint í vöfum að það er með ólíkindum,
geta þessir menn bara ekki leyst þetta strax, hafa þeir engan skilning,
nei þeir hafa hann ekki því þeir búa öruggir í sínum fínu húsum, með
sín fínu laun og láta vandamálin líða hjá eins og skýhnoðra á himni
sem snertir þá ekki. þannig er með allt á landi voru.

Geta þeir ráðherrar og þingmenn sem mest heyrðist frá í hörmungunum
haldið áfram að láta heyra í sér, eða kannski ætla þeir að herma eftir Buch
Hann lofar ætíð öllu fögru, en minna er um efndir, hann er ekki ennþá
búin að efna brot af því sem hann lofaði fólkinu í New Orleians
                                           Góðar stundir


mbl.is Tjón: „Þetta er bara skrípaleikur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

þegar ég kom úr sjúkraþjálfun í morgun var ég afar þreytt,
en það þurfti að fara í búðina, það kom nefnilega í ljós í morgun
að bláberjasultan var bara lap, þannig að það vantaði meiri sultuhleypir,
í leiðinni var keypt ýmislegt sem vantaði í grænmetissúpuna sem ég ætla
að elda á eftir, ég borða nefnilega ekki pakkasúpur.

En áður en við fórum í búðina skrapp ég niður á Pósthús og sendi pakka
til konu einnar hér í bæ, mamma mín gaf konunni sjal fyrir margt löngu,
en vildi svo fá sjalið lánað er við fórum suður í brúðkaupið, hún hélt
nefnilega þessi elska að hún kæmist í brúðkaupið, en hún kemst ekki orðið neitt.
Þessi pakki var búin að angra mig lengi, vissi ekki alveg hvernig ég ætti að koma
honum til konunnar, gat ekk hugsað mér að fara sjálf því ég er ekki velkomin á 
þetta heimili, " Ástæðan er, að ég er svo vond kona".
Við viljum eigi lifa með henni í kærleika, trú og gleði. 
Karmað í kringum mig og mína er illt og ég er svo vond við engilinn minn
að eigi er hægt að bjóða börnum eða fólki yfirleitt upp á það.
Ekki gat ég blandað öðru fólki inn í málið, enda er það allt í ónáð líka,
sko mitt fólk.

Nú er við vorum búin að fara í búðina fór ég upp í rúm og svaf í þrjá og hálfan tíma
vaknaði vel úthvíld og glöð.
Þegar ég kom fram var engillinn búin að setja hleypir í sultuna og setja hana aftur
í krukkurnar loka og upp í hillu í búrinu voru þær komnar.
Áðan komu svo litla ljósið og Milla mín, litla ljósið þvoði að vanda pallinn og húsgögnin
með borðtuskunni, fékk síðan úðakönnuna sína til að vökva blómin, en ég held
að hún hafi mest ausið á tásurnar sínar.
Núna er súpan búin að malla í 30 mín svo best að fara að borða.


Einum of að vakna kl 4 að nóttu.

Engillinn minn vaknaði kl 4 og það var rafmagnslaust,
fjandinn hafi það rafmagnið verður að vera komið á kl. 6.
svo gat hann eigi sofnað fyrir áhyggjum og spenningi, og
það hélt líka fyrir mér vöku, en ég dottaði annað slagið.
Nú situr hann fyrir framan imban, og er of spenntur til að
fá sér morgunmat.
Ég er að fara í þjálfun kl.8. er búin að borða morgunmat,
sem samanstóð af brenninetlute, tveimur spelt hrökkb.
m/smurosti og lot of paprika, + hálfan banana +sítrónuvatn.
Læt heyra í mér eftir þjálfun
.Heart


Fyrir svefninn.

Ass, búin að vera bara þreytt í dag, ofgerði mér í gær, en það
er allt í lagi það var svo gaman hjá okkur.
Þurrkaði nú samt af og moppaði yfir allt, það er svo fljótt að koma
ryk, hafið þið orðið vör við það, eða er þetta bara hjá mér?

Fórum í kaskó í morgunn til að kaupa sykur í bláberja-sultuna
og eitthvað meira, síðan sultaði engillinn minn,
sett allar krukkurnar í vélina áður en hann jós sultunni í krukkur
sem enduðu í að verða 24. Æðisleg búbót.

Fórum síðan til Ódu að ná í rabbararann sem eins og ég sagði
um daginn
                        Hún rabarbara fór og hirti
                        hún lét mig vita að,
                        hún sett hann, hefði í frysti
                        hún áður skar hann í spað.

Eins og ævilega er við hittumst höfum við um nóg að spjalla,
núna voru það jarðskjálftar, aftur í 1934, síðan var það gömul
og góð matargerð, af ýmsu er nú að taka í þeim málum.
          ************************************
Smá um mína matargerð, er ég er að tala við vini og vandamenn
þá er okkur tíðrætt um matargerð, það er nú okkar hjartans mál,
finnst ykkur það skondið?
Nei Nei sko núna er talað um heilsusamlega matargerð.
Ég til dæmis, steiki aldrei grænmeti upp úr olíu, heldur bara
eigin safa heldur aldrei hakk eða kjöt, aldrei fisk heldur,
og er ég segi frá þessu verða margir hissa.
Það er miklu betra að nota frekar dass af olíu út á matinn heldur
en að steikja upp úr henni.
Maður á heldur ekki að brasa neitt því það er bara vont, maður grillar,
sýður, gljáir, gufusíður og bakar í ofninum.
Þetta er afar auðvelt er maður byrjar og miklu betra.

Mér gengur afar vel, er alveg hissa hvað í raun þetta er auðvelt,
en tek það fram að engillinn minn styður mig og borðar líka það
sem ég borða, ég hef heldur engin börn að taka tillit til í matargerðinni
Við förum saman í búðina og það er ekkert keypt inn sem má ekki borða.
Stuðningurinn og viljinn er allt sem þarf
.

                                        Góða nóttSleeping


Er nú pólitíkin loksins orðin sorgar-gaman leikur.

Hefði talið að Ólafur F. Magnússon mundi nú bara hætta í tíkinni,
en nei nú er það vilji hans að troða sér inn hjá frjálslyndum og
þeir taka lengi við og láta stjórnast af hinum ýmsu persónuleikum.
Ætla hreint að vona að hann komist eigi á þing því þá bætist enn
ein leiðindaröddin sem hljómar út frá þingsölum.

Það var sú tíð að ég var að huga að því að kjósa Frjálslynda, en nei
hugnaðist eigi gunguhátturinn í formanninum, að láta svona menn
eins og Magnús Þór, Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson
vaða uppi og breyta og bæta eftir sínu höfði, nú og svo ætla þeir
að innleiða Ólaf F. í flokkinn það er nú til að kóróna það allt saman.

Ég hef aldrei upplifað annað eins rugl koma frá neinum manni eins
og honum, þarf ég nú ekkert að hafa það eftir hér,
það vita þetta allir. Maðurinn er bara eitt í dag og annað á morgun.
Maður hugsar þetta er nú meiri sorgin, næstu mínútu er maður farin
að hlæja að leikritinu sem er í gangi hjá þessum manni.

Hverjum er treystandi, og hvern ætti maður að kjósa næst.


mbl.is Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ætla nú að segja frá deginum í dag, fórum á Eyrina eins og
ég sagði frá í gær.
Ég ljóskan sagði við Dóru, að við yrðum komin að sækja hana
fram í Lauga kl 7.45, svo snemma sagði hún, já ég vill bara
hafa rúman tíma, hún allt í lagi.
Kl. 6,45 sagði ég við Gísla: ,, Jæja þá er ég tilbúin," ha! strax,
var hálftíma of snemma í því, settist og las blaðið.
Lögðum síðan af stað 7.15 Dóra kom labbandi á móti okkur
síðan var ekið til Akureyrar er þangað komum var kl. 8.15 í
staðin fyrir að nóg var að vera komin 9.15,
ég hafði feilað mig um klukkutíma í upphafi og engin sagði neitt,
Það þorir kannski engin að segja neitt við ljóskuna,
þetta kostaði kaffi og brauð við brúnna, ég fékk mér reyndar bara
skinkuskikki og vatn.
fórum síðan upp á sjúkrahús Gísli í ómið, með Neró í snyrtingu upp
á Dýraspítala, skildum hann eftir og fórum að versla, bara í matinn
maður fékk náttúrlega æði að komast í svona snyrtilegt grænmeti
hingað senda birgjarnir bara lélegt grænmeti og ekkert úrval.

Fóru svo að sækja prinsinn, hann var ennþá svo  sofandi að hann
slagaði, litli ræfillinn hennar ömmu sinnar, en svo fínn.

Síðan í kaffi til Ernu bloggvinkonu okkar Dóru, þær eru búnar að vera
vinkonur í 28. ár. Æ,Æ. fjandi er ég orðin gömul er ég segi þetta.
Að koma til Ernu og Bjössa er bara gott í alla staði, þau eru bæði
hjartahlý og afburða skemmtileg, takk fyrir mig.

Ég hitti líka Grétu hún er búin að opna make up Gallerý á Glerártorgi,
yndislegt að hitta hana, og mun gera það oftar.

Hitti svo Helgu skjol í Nettó gaman að sjá hana þó spjallið væri stutt.
en töluðum um að hittast fljótt.

Fórum síðan niður í bæ og hittum Huld í nýju búðinni glæsileg búð,
alltaf gaman að spjalla við Huld, hún kom svo út í bíl að heilsa upp á
Gísla og Neró hundakonan sjálf varð að sjá hann.

Heim, en Dóra og Gísli urðu að fá Brynju ís á leið úr bænum,
ekki mín deild.
Elsku englarnir mínir tóku á móti okkur á hlaðinu á Laugum er Þangað
komum. Ég elska þessar stelpur, þær eru bara frábærar í alla staði.

Rétt áðan komu svo ljósálfurinn minn og litla ljósið með vinkonu
heilsa aðeins upp á ömmu og afa og sjá Neró.
Að fá elskuna frá þeim sem eru manni svona kærir, er bara ljúft.
Getur maður farið fram á betri dag.

Munið að jákvæðni, kærleikur og gleði gerir gæfumuninn.

                                         Góða nótt.Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband