Verð víst að vera mem.
2.9.2008 | 07:47
Verð víst að vera mem finnst uppáhaldið mitt er að klukka mig.
Fjögur störf sem ég hef unnið.
Loftleiðir. Er svo gömul Hí, hí.
Íþróttahúsinu í Sandgerði.
Barnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Tískuvöruversluninni Stórum stelpum.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Pritty Women.
Love story.
Þumalína.
Harry Potter. allar.
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Reykjavík.
Sandgerði.
Ísafirði
Húsavík.
Fjóror sjónvarpsþættir sem mér líka.
Fréttir og Kastljós
Fræðslumyndir.
Cold case.
C.I.A.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríinu.
Suðurland.
Norðurland.
Vesturland.
Austurland.
Ég er kannski lummó, en hef líka oft komið til útland.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
Heilsu síður
BB
Vf
facebook
En kannski eigi á hverjum degi.
Fernt sem ég held upp á matarkinns.
Fiskur allur nema ýsu.
hreindýrakjöt
kjúkling
Grænmeti/ávexti.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.
Pollýanna.
Öldina okkar.
Læknisdómar alþýðunnar.
Barnabækur.
Eigi get ég nú skilað þessu skilmerkilegra.
Takk fyrir mig.
Uss svona er að kunna ekkert á málin.
Ég klukka hér með.
Anítu Björk.
Hallgerði.
Vibbu.
Ernu.
Koma svo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Flott hjá þér Ólafur Magnússon.
2.9.2008 | 07:03
Ástþór Skúlason til hamingju, nú getur þú verið í hinni
yndislegu sveit þinni áfram.
megi hamingja og gleði fylgja ykkur um alla framtíð.
![]() |
Fékk styrk til að leysa út vélarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
1.9.2008 | 21:47
Í dag er engillinn búin að vera á fullu, skipti á rúmunum þvoði,
þurrkaði og gekk frá, hann þreif viftuna fyrir ofan eldavélina, þið
vitið þetta apparat sem ætíð er fitugt oj, oj, á meðan tók ég ísskápinn
að innan og utan, reyndar bara lauslega, þurrkað var af öllum borðum
og slíku í eldhúsinu.
Nú ég þurrkaði af öllu og gerði svaka fínt og svo kom ryksugan á fullu
og tók allt ryk, eða næstum því mér finnst alltaf ég þurfa að moppa yfir
parketið þó það sé búið að ryksuga, maður er náttúrlega bilaður.
Nú ég var búin að fara í morgun og kaupa allskonar te og keypti mér
eina Eriku, var búin að ákveða að baka ávaxtabrauð (heilsubrauð)
æðislega gott á morgun ætla ég að baka brauð með miklum fræjum í.
Eitt ætla ég að segja ykkur, það eru ca mánuður síðan ég byrjaði á
lífstílsbreytingunni minni, hann bróðir minn var búin að sega mér að
ég yrði undrandi á svo mörgu eftir smá tíma, það reyndist rétt, ég
er undrandi og afar glöð yfir öllum þeim krafti sem komið hefur í
mig, ég er öll miklu léttari áræðnari í því að treysta mér í eitt og annað
sem ég hélt að ég gæti ekki gert, núna læt ég bara vaða og það verður
bara að hafa ef ég verð þreyt,Um helgina var svo áhugavert og gaman
að ég gleymdi bara að vera þreytt. það er að koma niður á mér núna
en tekst á við það.
Þetta þakka ég breyttu matarræði og ekki síst reglulegum matartímum
og að hafa tekið þessa ákvörðun og mér er að takast að standa við hana.
Vornótt.
Hvort ertu vakandi ennþá?
heyr, álftirnar svífa hjá
syngjandi um vonsælu vorsins;
hún vaknar-- mín sæluþrá.
Hún er svo furðuleg, ástin,
vermd æskunnar fornu glóð,
að jafnvel í hálfgömlu hrói
hoppar hún sælurjóð.
Og nú meðan svanirnir syngja
um seinfundið ævilán,
við mætumst í heimför hjartans,
sem hvorugt gat verið án.
Bjarni M. Gíslason.
Ég vildi að það væri vor. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vilja uppbyggingu á Húsavík.
1.9.2008 | 08:47
kemur það eitthvað á óvart að Húsvíkingar vilji bjarga sér?
Tel ekki, þeir eru vanir að gera það, en bara svo fjandi erfitt
er enga atvinnu er að fá, allt fast, er reyna á að starta einhverju,
ekkert þolinmótt fé handbært, eða bara ekkert fé yfirleitt.
Því það fer í allt annað en að byggja upp á landsbyggðinni
Það kemur mér svo sem ekkert á óvart að fólk skuli ekki vera
sammála er reisa á eitt stykki álver, en allir eru samt sammála
um að hér þurfi uppbyggingu.
Sú hugmynd, er búin að vera að gerjast í hugum vitra manna í
ja trúlega 25 ár, gerðist eitthvað, nei ekkert gerðist.
Eigi er ég að segja að einhverjir hafi ekki reynt að klóra í bakkann,
en hjá flestum illa gengið.
Nú Friðrik í Bókabúðinni hefur eigi miklar áhyggjur þótt álverinu
seinki um eitt ár, hann er hlynntur álveri svo fremi sem það
hefur ekki neikvæð áhrif í samfélaginu.
Hann segir okkur hafa verið án álvers frá örófi alda og ef við
deyjum út af 12 mán töf, þá er illa komið fyrir okkur.
Hann segir eina stóra álglýju í augum vorum.
Friðrik er sannfærður að einhver iðnaður komi á svæðið,
hvort sem það verði álver eða eitthvað annað.
Fyrir þá sem eigi vita er Friðrik sá mæti maður í sveitarstjórn
fyrir sjálfstæðisflokk og óháða hér í norðurþingi.
Nú eigi er ég sammála þér Friðrik.
Auðvitað hefur það áhrif ef öllu seinkar um eitt ár, það segir sig
sjálft, kannski verður þá bara ekkert af álverinu,
er það kannski það sem þeir vilja.
Auðvitað hefur álver áhrif í samfélaginu, við getum ekki lokað
augunum fyrir því, í nokkur ár á meðan allt er að klárast og
glýjuglampinn að fara úr augum vorum, verður bærinn okkar
eitt sár, en hvar eru ekki sár þar sem uppbygging fer fram?
Friðrik er sannfærður um að einhver iðnaður komi á svæðið hvort
sem það verður álver eða eitthvað annað, HALLÓ! HALLÓ!
Hvað er að gerast, ég taldi vin minn Steingrím Sigfússon eiga
með húð og hári, setninguna, "eitthvað annað."
Við höfum engan tíma til að bíða eftir einhverju öðru, þegar það
kæmi væru allir fluttir í burtu vegna atvinnuleysis.
Og engin til að versla í búðum vorum.
Tek það fram að eigi hef ég neitt á móti Friðriki, hann er mætur
drengur, en ég er bara ekki sammála honum í þessu.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson er í sveitarstjórn fyrir VG.
Hann varar við því að álver geti orðið of stór biti fyrir sveitarfélagið
og samningsstaða sveitafélagana verði engin.
Svipað og kaupfélagið og fiskvinslan forðum, bara miklu stærri.
hann hefði viljað sjá fleiri og smærri einingar.
Hann er eigi á móti orkunýtingu, en vill hlýfa Gjástykki.
Það gæti alveg verið rétt hjá honum, en hægan, treystir hann ekki
mönnum hér til að standa á sínum rétti?
Nú sveitarstjóri vor sá ágæti maður Bergur Elías Ágústsson, stendur
í brúnni og ver gjörðir sem aldrei voru til umræðu að framkvæma, enda
ólöglegar. Hann stendur með okkur öllum sem klettur bara ef við viljum
sjá klettinn fyrir þokunni í okkur sjálfum.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fyrir svefninn
31.8.2008 | 21:28
Til skóla mæta góðir ungar
til að vitkast betur,
sálargreyin við skilnað, þungar,
en við sjáum nú hvað setur.
Fórum að Laugum í dag, þar fór fram skólasetning,
að vanda var hún gefandi og skemmtileg. Síðan var
boðið til veislu í matsal skólans, og þarf vart að taka
það fram að veitingar voru afar góðar.
Mér þykir með eindæmum ljúft að fylgjast með öllu því
sem fram fer í skólanum, og hef ég gert það síðan
englarnir mínir byrjuðu sem nemendur þarna.
*********************
Langar líka til að segja ykkur að það er vigtardagur hjá mér
á sunnudögum, og í vikunni sem var að líða missti ég 900 gr.
og er ég bara ánægð með það, þetta eflir mann og styrkir til
að vera enn þá duglegri.
Alla morgna glöð ég vakna
en að komast fram úr tekur á,
alla-vega þess ei mun ég sakna
er aukakílóin eru frá.
Stuðningur vina er mér kær
veitir mér þrek og vilja
til að færast markinu nær
og allt í kringum það skilja.
Takk fyrir mig.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sorgar og hamingju-fréttir
31.8.2008 | 08:59
Það stendur ekki á því hjá okkur Íslendingum, að dugnaðarforkar
erum við, er við tökum til við málefnin.
Nú var það glæsimarkaður í Perlunni, til hans gáfu toppfólk sem vildu
láta gott af sér leiða, Ekki var hægt að fá betri stjórnanda fyrir uppboðið,
en Bjarna Ármannsson, hinn eina sanna.
Til hamingju með þennan góða árangur, enda keppist fólk við að sýna
sig og sanna fyrir öðrum.
************************************
Ég er nú eigi að staðhæfa ,að fólk leggi sig ekki fram við að sinna þörf
á stuðningi hér innanlands, því það eru margir sem gera, en það mætti
vera meira og öflugra.
Ef fólk hefur svona gíganíska peninga, eins og við vitum að margir hafa
því í fjandanum er þá ekki meiri drifkraftur í söfnunum fyrir til dæmis,
Langveik börn, geðræktarfélög, og mörg önnur sem eru í mikilli þörf
fyrir aðstoð.
Við vitum að Ríkið lætur eigi nægilega peninga til þeirra málaflokka sem
þurfandi eru.
Ríkið er allt of fast í gamla kassanum, ekki má fara út fyrir rammann,
En gott fólk það er akkúrat það sem þarf.
Sprengja út rammann og brjóta reglur, setja meira fjármagn í rannsóknir
á nýjum (gömlum) fræðum. það má breyta svo mörgu.
Hvenær hefur kommen sens verið eitthvað nýtt?
Og koma svo, hlusta á þá sem vinna að þessu öllu, kynna sér þörfina,
og láta meiri peninga í rannsóknir á því sem best kemur út.
Að mínu mati eru þeir sem standa á peningunum, eigi í stakk búnir og hafa
ekki hundsvit á því hvar á að setja fjármagnið.
Og þeir eru afar flinkir í því að segja:
,,Haldið ykkur svo innan rammans."
þess vegna tel ég þetta vera hamingja að Jemen skuli fá skóla,
en sorg að eigi skuli takast betur upp hér heima.
Góðar stundir.
![]() |
Skólinn er í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn.
30.8.2008 | 20:13
Ég er nú bara svo hjartanlega glöð eftir þessa tvo daga á
fræðsludögunum, valdbeiting í verki að ég ætla að tala um
þau mál seinna.
Núna kem ég bara með glens og gaman.
Fyrir allmörgum árum, gerðist það norður í Strandasýslu að
frambjóðandi nokkur gisti á afskektum bæ þar nyrðra.
Húsakostur var þröngur og ekkert rúm á lausu, og var
frambjóðandanum boðið að gista í rúmi hjá ungri
vinnukonu á bænum.
Ekki kærði hann sig um það, og kaus frekar að gista í
hlöðunni til að valda ekki hneyksli.
Daginn eftir sá frambjóðandinn vinnukonuna ungu leiða naut
undir kú, en ekki gekk allt sem skyldi.
Þá sagði unga konan: " Hvað er þetta boli, ekki ert þú í framboði."
Ort um flugfreyjur:
Flugfreyjurnar finnst mér oft
flestra óskum svara.
Þessar elskur upp í loft
alltaf vilja fara.
Flugnemi einn átti í erfiðleikum með að læra röð
slaganna í bensínhreyfli.
Í tilefni þess orti kennari hans eftirfarandi:
Sogar, þjappar, sprengir, blæs,
að skilja þetta er ósköp næs
en nái ég mér í væna gæs
ég soga, þjappa, sprengi, blæs.
Neminn náði prófinu.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bjóða far, í hvaða tilgangi?
30.8.2008 | 07:08
Eigið annan handa mér, nei líklegast ekki.
Til hvers eru menn að bjóða börnum far sem þeir þekkja ekki neitt,
ég tel, að það séu ætíð annarlegar ástæður fyrir því, ef ekki þá ættu
menn að hugsa, að það gangi ekki upp að gera svona góðverk
miðað við alla þá umræðu sem er í gangi í dag og brýnt er fyrir börnum
að fara aldrei upp í bíla hjá ókunnugu fólki.
það á að birta myndir af barnaníðingum við allar skólalóðir landsins,
börnin þurfa að geta þekkt allavega þá menn sem hafa náðst.
Það er aldrei hægt að lækna kynhvatir manna.
Það þarf einnig að útskýra fyrir börnunum hvað getur gerst, en ekki
þannig að þau verði hrædd.
Þau verða að geta staðið á sínu er þau segja NEI!
Þau gera það ekki hrædd.
Góðar stundir.
![]() |
Börn þiggi ekki far hjá ókunnugum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn. Valdefling í verki á Húsavík.
29.8.2008 | 20:20
þegar ég flutti til Húsavíkur, kynntist ég vel einni vinkonu
Millu minnar, henni Gunnu, hún er þvílíkur fjörkálfur og bara
í alla staði yndisleg stelpa.
þegar Setrið var stofnað var hún notandi no.1, eins og hún
segir sjálf frá.
Einhverju sinni var hún stödd hjá mér þá hringir gemsinn hennar,
það var verið að kalla alla á námskeið í hláturjóga og hún spyr ertu
með, ég sló til, ætla nú bara ekki að lýsa því hvað það var gaman.
Eftir þetta fór ég stundum í kaffi í Setrið.
Setrið er geðræktarmiðstöð fyrir einstaklinga innan Þingeyjarsýslu
sem búa eða hafa búið við geðraskanir, með þeim afleiðingum að
lífsgæði þeirra hafa skerst.
Setrið er batahvetjandi stuðningsúrræði þar sem unnið er á
jafningjagrundvelli og hugmyndafræði valdeflingar er höfð að leiðarljósi.
Á Setrinu er leitast við að viðhalda hlýju andrúmslofti og umhverfi þar sem
virðing og trúnaður ríkir.
Mun segja meira frá þessari starfsemi síðar.
Vegna áhuga míns á mannrækt af öllum toga ákvað ég að fara á
fræðsludaga sem nefnast valdefling í verki.
Fyrirlesarar á þessum fræðsludögum eru.
Auður Axelsdóttir Iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsa-eftirfylgd
heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis,
Elín Ebba Ásmundsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri,
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur,
Þórey Guðmundsdóttir.
Ásamt fagfólki úr heimabyggð, sem eru.
Unnsteinn Júlíusson heilsugæslulæknir.
Þórhildur Sigurðardóttir, sérkennsluráðgjafi,
Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Setursins.
Aðalsteinn Júlíusson lögregluþjónn á Húsavík.
Fundarstjóri er Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri.
Þrír aðilar sögðu sögu sína, það var grátið get ég sagt ykkur,
það sem fólk þarf að ganga í gegnum er með ólíkindum,
bæði í sambandi við orsakir geðraskana afleyðingar,eftirfylgni,
barning við kerfið og batann sem er alls ekki auðveldur því
þú treystir ekki á að batinn sé kominn, enda hver veit það
og hver getur sagt með vissu hvort eða hvenær.
Við sátum þarna með kaffi og matarhléum, sem við fengum á staðnum,
frá kl 9.30 til 16.30 og ég var ekki tilbúin að fara ég vildi vita meira ,
mig þyrsti í meiri fróðleik, fæ viðbót á morgunn en svo mun ég halda áfram
upp á eigin spýtur að fræðast um geðræktarmál, það gerir mann vitrari um
hvernig maður á að hjálpa til við mannrækt.
*******************************************
Djúpið.
Ég kom til hafsins huggun til að fá
hlustaði á djúpsins þunga nið
mér fannst um stund þú stæðir mér við hlið
það stirndi í sálu minni mynd þína á.
mín fíkn var dýpsta holdsins hættu frá
ég hrópaði ó gef mér stundarfrið
það bergmálaði í bjargsins klettahlið
og brimsins rifnu ólgu örveikt já.
að baki liggur hyldjúp hulin gjá
hughrif okkar vafin þyrnivið
að morgni rís ný fegurð innan frá
og fangann áþekkt hafsins söngva klið.
oft er hafsins hættu ekki að sjá
-en hjartans djúp er hættulegra svið.
Hörður Torfa.
í september 1995
af plötunni áhrif.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kemur mér eigi á óvart.
29.8.2008 | 08:30
Nei þetta kemur mér eigi á óvart, það er verið að spara.
Og sjálfsagt þykir að láta það bitna á heilbrigðisgeiranum
eins og gamla fólkinu okkar.
Er nú líklegast í lagi að bara einhverjir hugsi um það,
jafnvel þeir sem engin skilur og þá er ég ekki að hafa á móti
erlendu vinnuafli, en það þarf að kenna því Íslensku.
********************************
Takið til dæmis börnin, þau geta nú bara verið á götunni,
það verður víst tekið við þeim er út í óefni er komið,
svo ég tali nú ekki um alla þá sem vantar liðveislu og hefur
vantað svo mánuðum skiptir.
Ætíð er níðst á þeim sem síst eiga það skilið.
**********************************
Jæja elskurnar mínar, verð ekki við tölvuna fyrr en seinnipartinn,
er að fara á Fræðsludaga um geðheilbrigðismá.
Það kallast að þessu sinn, Valdefling í verki og er haldin að frumkvæði
og í boði Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og að sjálfsögðu í
samstarfi við fagfólk, notendur og aðstandendur í Norðurþingi.
Stendur yfir í dag og á morgun allir eru velkomnir.
þar sem ég hef mikinn áhuga á þessum málum þá ætla ég að drífa mig,
segi ykkur meira frá þessu seinna.
Verndið um sjálf ykkur og sjáið ljósið, það veitir okkur gleði.
![]() |
Fá ekki að vinna sem sjúkraliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
28.8.2008 | 21:55
Bara fullt að gera í dag, fór í morgun til næringarsérfræðings.
Þó ég viti næstum allt sem hún talaði um þá er ætíð gott að
fá bæklinga og láta minna sig á sitthvað, maður gleymir ætíð
einhverju. Okkur talaðist svo til að ég sæi hana aftur eftir mánuð.
Læknirinn minn sé ég eftir 3. vikur svo segið að það sé ekki
stuðningur í gangi.
En minn besti stuðningur er bróðir minn sem er að ganga í gegnum
það sama og ég, nema hann byrjaði 1. maí.
Og síðast en ekki síst þið, kæru bloggvinir þið eruð frábærar og kann
ég vel að meta það.
Fór síðdegis með 2 kassa af bókum í kynlega kvisti, vorum aðeins að
taka til hjá okkur, þær selja þetta til styrktar góðum málefnum.
Er ég kom heim kom litla ljósið í heimsókn, horfði á eina mynd.
Hún ætlaði svo heim, kom aftur sagði að mamma sín væri ekki heima
við hringdum hún var komin heim hafði bara farið að kaupa bensín.
svo ég sagði litla ljósinu mínu að drífa sig hún fór í dyrnar kom og sagði
amma, það er svolítið hvasst viltu keyra mig heim? ég sagði er hvasst?
já amma það er alveg satt, nú ég ók auðvitað ljósinu heim.
Hún er alveg yndisleg.
*********************************
Þeir skáldabræður Elías Mar og Gunnar Dal voru og eru ugglaust
enn góðir kunningjar.
Ávelmektardögum kaffihússins að Laugaveg 11 sóttu þeir báðir þann
veitingastað nokkuð reglulega og léku sér þá gjarnan að því að setja
saman vísur af hinum ýmsu bragarháttum.
Einhverju sinni er Elías sat á ellefu og Gunnar kom inn,
Kastaði sá fyrrnefndi fram þessari vísu:
Gengur í salinn Gunnar Dal
gáfnahjali meður.
Hann er gal og helt total.
Hans er kalinn reður.
Gunnar svaraði fyrir sig á eftirfarandi hátt:
Þótt ýmsir hjari eins og skar
uns þeir snarast héðan.
Elías mar af öllum var
aumast farinn neðan.
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Frábært! Til hamingju Vestfirðingar.
28.8.2008 | 14:34
Og reyndar við öll sem notum þessa leið, aldeilis munur að geta
ekið á bundnu slitlagi alla leið frá Hólmavík til Bolungarvíkur.
Ekkert var nú leyðinlegra en að þurfa að fara Vatnsfjarðarnesið,
ég kallaði það nú ætíð að fara út í Reykjanes, því það gerði maður
næstum.
Nú er bara eftir að taka veginn frá Hólmavík að Brú í Hrútafirði,
með smá undantekningum þó.
Maður upplifir það kannski að fara vestur alla leið á bundnu
slitlagi, en vegamál á vestfjörðum eru og hefur ætíð verið til
háborinnar skammar.
![]() |
Brúin í Mjóafirði tengd saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vanþroska afsökun.
28.8.2008 | 07:46
Já ég tel þetta vera vanþroska afsökun hjá fólki sem á eigi
að vanmeta greind okkar skattgreiðenda.
Við vitum nefnilega alveg hvernig þetta fer fram og af hverju
það fer eigi fram fyrr.
Voru mönnunarvandamálin nokkurn tímann leyst að fullu
síðastliðin vetur, að mig minnir þá voru frístundaheimilin
aldrei fullmönnuð, þess vegna hefðu íþrótta og tómstundaráð
átt að byrja miklu fyrr að athuga með þessi mál.
Nota beni! þeim er alveg sama.
Fyrir utan að það er til skammar að elsku börnin sem eru með
skerðingu á einhvern hátt, þurfa reglusemi og stöðuleika í
sínu daglega lífi skuli þurfa að verða fyrir röskun í byrjun skólaárs.
Jafnvel þurfa foreldrar að fá frí í vinnu, svona til skiptis eða koma
barninu fyrir þar sem barnið er jafnvel ekki vant að vera og það
getur haft slæmar afleyðingar fyrir litla skinnið sem á í hlut.
Nú foreldrar missa jafnvel laun, komast í klemmu með greiðslur.
Og hvern fjandann halda þessir ráðamenn að þá sparist?
Akkúrat ekki neitt, það vita þeir, en er alveg sama.
Eyðið minni peningum í fjandans bruðlið, hækkið launin, og komið
svo niður á sama plan og við erum á, sem borga ykkur launin.
Góðar stundir.
Ps.
merkilegt maður er endalaust að endurtaka sig,
en maður verður, því það er aldrei hlustað á mann.
![]() |
Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn.
27.8.2008 | 21:25
mánudaginn, gerði mínar æfingar í 9 mínútur, síðan á bekkinn.
þetta var bara fjandi erfitt, en ég gafst ekki upp, hugsið þið ykkur,
maður er eins og aumingi, eða þannig.
Fór aðeins heim síðan á Pósthúsið og aftur heim, var búin að hafa
til í speltbrauð kláruðum það og bökuðum.
Þetta brauð er bara gott, fyrir utan hvað það er holt.
Smá grín fyrir svefninn.
Miðaldra hjón lágu í rúminu er konan sagði við mann sinn.
"Hér í eina tíð varstu vanur að kyssa mig."
Hann teygði sig yfir til hennar og kyssti hana blíðlega.
"Þú varst líka vanur að halda í hönd mína."
Hann rétti henni hönd sína blíðlega.
" Stundum beistu í eyrnasneplana mína."
Maðurinn steig fram úr rúminu.
" Hvert ertu að fara?" spurði konan.
" Sækja tennurnar mínar," svaraði maðurinn.
*****************
Von er þó að gremjist geð
og gráti tíðum svanni.
Hún hefur ekki sextug séð
sívalning á manni.
Höf. ókunnur.
Góða nótt.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Er bara ráðamönnum alveg sama?
27.8.2008 | 06:40
okkar, litlar viðkvæmar sálir.
Eiga þau bara sí svona að hugsa un sig sjálf.
Vita ráðamenn borgarinnar ekki hvað getur gerst,
og hversu alvarlegar afleyðingar, allskonar gjörningar
geta haft.
Það þarf að borga fólki góð laun sem eru að hugsa um börnin
okkar, svo við getum unnið fyrir viðurværi okkar.
Það þarf einnig að velja það fólk vel, það þarf að geta talað við
börnin af visku og hafa fullt af þolinmæði.
Ég segi ekki annað en það við hina nýju borgarstjórn.
Leysið málið og það strax, þetta er eigi hægt að setja í nefnd.
Góðar stundir.
![]() |
Lyklabörn vegna manneklunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fyrir svefninn.
26.8.2008 | 20:06
Byrja auðvitað á bestu frétt dagsins, og ég bara grét er ég augum
þau bar í fréttum kvöldsins, Paul, barn og konu, yndislega fólk,
verði ykkur allt til góðs á Íslandi. velkominn heim Paul Ramses.
**********************************
Nú englarnir mínir fóru heim í dag, en áður en við ókum þeim heim
fórum við upp á sýsló að fá umsóknareyðublöð fyrir passa, sko mamma
þarf að rita upp á að þær megi fá passa, þó þær séu að endurnýja,
en þetta er skiljanlegt þær eru bara 17 ára.
Þær ætluðu svo í myndatöku svo þær fái nýjar myndir í vísakortin
sem þær eru að fá, en þá var ljósmyndarinn í fríi, en það er nægur tími
þær fara ekki út fyrr en í október.
Tókum litla ljósið með okkur í bíltúr, og það gerðist svolítið skondið,
hún þurfti að pissa, svo afi ók inn á einhvern afleggjara við út að
hjálpa henni að pissa, fór ekki betur en svo að hún pissaði á skóna
mína og á gallabuxurnar sínar, það var talsvert rok.
við hlógum svo mikið að hún var nærri dottin, ég greip hana og upp
með buxurnar og inn í bíl.
************************************
En áður en þetta gerðist allt saman fór ég til læknisins míns, hann
var bara afar ánægður með millu litlu hann sagði að ég væri búin
að standa mig vel, og matarlistinn minn væri snilld, enda bíð ég honum
góðan daginn á hverjum morgni og lýsi svo deginum á kvöldin.
Og að léttast um 1.8 kg án þess að vera í þjálfun væri bara flott.
Ég á að fara til næringarfræðings á fimmtudag,
ekki að hann teldi mig þurfa þess, heldur bara að því að ég vildi það.
hann er á móti kaloríutalningu og sagði mig kunna þetta allt,
en stuðninginn fæ ég áfram hjá honum.
hann gerði nú ekki mikið úr laugardagsátinu finnst ég hélt mínu
striki á sunnudeginum.
************************************
Smá grín.
Kristín og Guðrún bjuggu á sömu stofu á elliheimilinu og tókust
með þeim kynni.
Kristín sér að Guðrún er með mynd af tveim börnum á náttborðinu sínu.
" þetta er auðvitað frændfólk þitt," segir Kristín.
" Ó. nei ég á nú þessi börn sjálf," segir Guðrún.
" Nú jæja," segir Kristín, "varstu þá gift?"
" Nei, ég var ekki gift," ansaði gamla konan.
" Ég átti þau í gegnum kunningsskap."
Um séra Vigfús Friðriksson, prófast á Svalbarði í þistilfirði
snemma á 19. öld. var þetta ort:
Séra Fúsi á Svalbarði
syndabrúsi og lygari
eldmórauður andskoti
útsmoginn úr helvíti.
*******
Hljótast má af munúð enn
mæðustjá og hneisa.
Ástin þjáir ýmsa menn
eins og þrálát kveisa.
Sveinbjörg Pétursdóttir.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimamaður kemur heim.
26.8.2008 | 08:45
sem gert var til að ýta á stjórnvöld til að vakna og gera
eitthvað í þessu máli.
Velkominn heim til fjölskyldu þinnar Paul, og vonandi mun
allt ganga upp hjá ykkur núna.
Enn ég var eiginlega að bíða eftir frétt þar að lútandi, að
hann væri kominn til Íslands, en engin frétt um það er komin í
blöðin, kannski hefur vélinni seinkað, eigi er það nú óalgengt
hér á landi.
Bíð eftir bestu frétt dagsins.
![]() |
Ramses kemur í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn. Einelti!
25.8.2008 | 20:16
Ekkert barn á að þurfa að lifa í ótta vegna eineltis,
Ritar Ingibjörg Helga Baldursdóttir, grunnskólakennari,
í Umræðunni í Fréttablaðinu 22/08 2008.
Hún ritar að gefnu tilefni sem foreldri barns sem sætti
miskunnarlausu einelti í grunnskóla, þar sem níðst var
kerfisbundið á tilfinningum þess, sál og líkama þá er mér
mjög mikilvægt að deila með ykkur hugleiðingum um einelti.
Kunnum við henni miklar þakkir fyrir það.
Við foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og kennum þeim
muninn á réttu og röngu. Við kennum þeim hvernig eigi að koma
fram við náungann, sýna hvert öðru virðingu, ást og skilning.
Við kennum þeim kurteisi, borðsiði og að fara eftir reglum samfélagsins.
Að mínu mati, og hef ég oft tjáð mig um það, að þar vantar mikið upp á.
Börnum þarf að líða vel í skólanum til þess hreinlega að geta lært,
til þess að ná árangri í því sem þau eru að ástunda.
Börnin þurfa að hafa trú á því að þau geti náð árangri og hafa sjálfstraustið
í lagi. það er samt því miður, ekki sjálfgefið að barninu líði vel í skólanum.
Barnið getur lent í því að vera hunsað. Skólinn getur orðið líkastur martröð
fyrir það. Barnið getur kviðið fyrir því að fara í skólann,eða einhverja ákveðna tíma,
eignast ekki vini í skólanum, finnst það ekki geta gert neitt rétt eða almennilega.
þetta er svo mikið rétt, barnið þorir eigi að segja frá,
foreldrið vaknar kannski of seint, skaðinn er skeður, og hvað þá???
Stiklað á stóru, teknar glefsur úr greininni, og ég blanda inn mínum.
Ef þú hefur minnsta grun um að barnið þitt sé lagt í einelti,
gerðu þá allt til að vinna gegn því.
Mikilvægt er að ná til geranda og afar brýnt að ná til foreldra þeirra.
Ekki má segja: ,, Mitt barn gerir ekki svona."
það er algengara en talið er.
Við foreldrar viljum börnunum okkar allt það besta, og leiðbeinum þeim eftir
bestu vitund. Geta okkar er misjöfn, gerendur eru oft frá heimilum þar sem
þeir eru sjálfir beittir andlegu og líkamlegu ofbeldi, og fær útrás fyrir skömm sína
og reiði með því að niðurlægja og meiða aðra. Í öðrum löndum sé
barnaverndarnefnd sett í málið og þá er öll fjölskyldan tekin fyrir.
Það bara hjálpar til að foreldrar geti ráðið við málið.
Rétt er það að það þarf að koma því þannig fyrir að gerandinn skilji atferli sitt
og hætti vegna þess að þetta er ekki inn lengur.
Það er engin skömm að eiga barn sem lagt er í einelti. Hins vegar er það
sárara en orð fá lýst. Börn sem lögð eru í einelti hafa ekkert til þess unnið
og allir geta orðið fórnarlömb þess.
Ráðleggingar.
1. Skrifaðu dagbók og færðu inn allt sem kemur upp á
jafnt inn í skólanum sem utan.
skrifaðu fullt nafn viðmælanda þíns.
2. Skráðu hjá þér allar þínar símhringingar í skólann, viðtöl þín við
umsjónarkennarann eða skólastjórnendur.
3. Skráðu hjá þér allar ferðir til sérfræðinga. fáðu uppáskrifað mat þeirra eða álit.
4. Ef þér er boðið í viðtal við sérfræðings á vegum skólans eða skólaskrifstofu
fáðu þá undirritað af viðkomandi sérfræðingi hvað hann ráðlagði.
5. fylltu alltaf alla pappíra þar sem þú ert að sækja um þjónustu eða hjálp
samviskusamlega og nákvæmlega út lið fyrir lið.
6. taktu engu sem sjálfgefnu eða sjálfsögðu þegar þú þarft á hjálp eða stuðningi
að halda, þá verður þú ekki fyrir eins miklum vonbrigðum og sársauka.
Þetta bréf er skrifað í þeirri von að bæði foreldrar og skólayfirvöld opni augu sín
og takist á við þá miklu vá sem eineltið er.
Það er í okkar valdi að stöðva eineltið.
Því mundu... að næsta fórnarlamb gæti orðið þitt barn.
Tek svo innilega undir þessi orð Ingibjargar,
Mig langaði vegna áhuga míns á þessum málum að koma með þessa grein hennar
hér á blogginu. góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Takk fyrir þetta Ingibjörg Helga.
Bæn.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
--við hverja hugsun,
sem hvarflar til þín.
Hrafn Andrés Harðarson.
Góða nótt.
Bloggar | Breytt 14.9.2009 kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Góðan daginn snúðar og snældur.
25.8.2008 | 11:06
Það er svolítið mikið að gera hjá mér þessa daganna, svo
ég verð að biðla til ykkar um að vera umburðalind við mig
vegna kommentaleysis, en það fer brátt að losna um tíma
hjá mér, en á meðan englarnir mínir eru hér, þá eru þær
mér allt, og fá allan þann tíma sem þær vilja.
Við þurfum afar að spjalla, skoða síður með fötum, að
sjálfsögðu á Pullip dúkkurnar, þvílíkur heimur af dýrð, mig
dauðlangar að kaupa mér svona dúkku, en ætli ég láti ekki duga
að njóta þess með þeim, að tala um hönnun, arkitektur og fl.
En eins og ég sagði í gær, þá byrjaði ég í æfingum í morgun,
og ég get svarið það stelpur ég er að byrja eins og um ungabarn
væri að ræða. 3 mín í einu í þrem æfingum var alveg nóg til að byrja
með sagði þjálfarinn minn.
Þetta kemur svo smá saman.Hér kemur mynd af dúkkunum sem ég er að tala um, þær hafa hannað flest fötin sjálfar á þær.
Þær eru svo með síðu sem þær setja inn myndir af þeim og pullip eigendur um allan heim kommenta og skipts er á upplýsingum um hin ýmsu málefni.
Aldurinn á söfnurum er alveg frá 15 ára og upp úr,
eftir hví sem dúkkan er eldri er hún verðmætari,
því bara viss fjöldi er framleiddur af hverri dúkku.
Þannig að þetta er fjárfesting ef þær mundu vilja selja þær, sem ég veit að verður aldrei.
Knús í daginn ykkar.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
24.8.2008 | 20:41
Jæja allt hefur gengið vel í dag, sko ég meina í lífstílsbreytingunni,
Við byrjuðum að undirbúa kvöldmatinn um þrjú leitið,
englarnir mínir afhýddu kartöflurnar og sneiddu, síðan vöru þær
settar í kalt vatn, ég undirbjó svínalundirnar, steikti og setti í bið.
undirbjó svo salatið, sem saman stóð af steiktum sveppum og hvítlauk,
vínber og melóna sett í sigti, allskonar salat set á stórt fat, niðursneidd
paprika, rauðlaukur, krydd, rétt áður en borðað var allt sett á fatið og
blandað saman mexicanskur ostur settur í bitum yfir og dassað með lífrænt
ræktaðri og kaldpressaðri olíu. þetta salat er æðislegt.
En maturinn var sem sagt svínalundir/Paprikusósa/gratíneraðar kartöflur
og salatið.
Þau voru hjá okkur í mat Milla mín og Ingimar með snúllurnar sínar.
Ámorgun byrja ég í nýu prógrammi til viðbótar nuddinu, það verður afar gaman
að komast að því hvað ég þoli af tækjaæfingum.
Síðan á þriðjudaginn fer ég aftur til læknisins míns.
Mig langar að minnast aðeins á börnin okkar, þau eru að byrja í skólanum.
Las afar góða grein, að ég held í fyrradag um einelti og mun tala um hana
á morgun, en langar til að rita ljóðið sem fylgir henni.
þessi grein er eftir Ingibjörgu Helgu Baldursdóttur.
Er nokkuð fallegra
en litla barnið þitt
á leið í skólann
í fyrsta sinn
með allt of stóra skólatösku
og pínu kvíða í augnaráðinu
Og svo leit barnið upp
og brosti
úr augum þess
mátti greina virðingu
og stolt.
Er eitthvað sem fyllir
hjarta manns
meiri gleði,
en hamingja
þess sem við elskum
mest af öllu í lífinu
barnanna okkar.
Inga Bald.
Fyrirgefðu Inga Bald, en mig langaði svo til að birta þennan
kærleik sem í þessum orðum felst.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)