Velkomin til Íslands.

Ég býð þetta fólk hjartanlega velkomið til Íslands, vona ég
svo sannarlega að það venjist fljótt og vel, börnunum verði
vel tekið og að önnur börn hjálpi þeim til að venjast og leyfi
þeim að vera með.

Ekki má gleyma mæðrunum sem sitja heima er börnin eru farin
í skólann þá eru þær einar með sínum hugsunum og vita í raun
ekkert hvernig allt er, því það er svo nýtt.

Ég veit að þær fá stuðningsfjölskyldur og þær munu örugglega
standa sig sem best þær kunna.
Gangi ykkur bara öllum vel.
                                                Góðar stundir.


mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

þekktur lögfræðingur í Reykjavík, vildi koma konu sinni
og dætrum að óvörum á aðfangadag.
hann læddist óséður heim til sín og inn í svefnherbergi.
þegar konan og dæturnar voru sestar inn í stofu,
birtist hann með fangið fullt af gjöfum í jólasveinabúningi
og kyssti konu sína rembingskossi.
Yngri dóttirin horfði undrandi á og sagði svo: ,, Það er aldeilis,
fyrst var það rafvirkinn, svo málarinn og núna jólasveinninn."

                       ************************

Eiginkona nokkur tók á móti sauðdrukknum eiginmanni sínum
að næturlagi með þeim orðum að ef hún væri í slíku ástandi
mundi hún skjóta sig.
Eiginmaðurinn steyptist á gólfið og sagði: ,, Ef þú værir í
mínu ástandi mundirðu ekki hitta."

Nú fáum við góðar eftir hana Ósk.

                 Ávísnakvöldum er oft byrjað
                 á því að kynna sjálfan sig.

                 Ég heiti Ósk frá Húsavík
                 hagyrðingur, engum lík,
                 Þingeyingur, guð þeim gaf
                 gáfur til að bera af.

                 Útlitið sérðu og augnanna lit,
                 upprunninn þingeyingur,
                 útgerðarstjóri með eigulegt vit
                 og afburða hagyrðingur.

                 Orðspor mitt er oftast gott
                 auðmjúk, prúð og væmin.
                 En aðrir sjá þess vísast vott
                 að verði ég stundum klæmin.

                                  Góða nótt
.HeartSleepingHeart                


Út úr glerhúsinu með ykkur.

Já ég sagði það, út úr glerhúsinu þið sjáið ekkert inni í því.
Nú ef þið viljið ekkert sjá þá verið þarna inni þar til allt er
komið í óefni. Þá verða allir voða hissa, " MITT BARN!!!?"
það er nefnilega það kæru foreldrar og allir landsmenn
ef við vöknum ekki núna þá verður ástandið sorglegt.

Að mínu mati, og er það nú bara kommen sens mat hjá konu
sem er búin að ala upp 4 börn og á 9 barnabörn.
Börn sem lögð eru í einelti eru stundum bara lögð í einelti að
því að þau eru of góð til að svara fyrir sig og stundum er bara
engin ástæð, heldur bara það að gerandinn verður að kvelja aðra
að því að hann hefur verið kvalinn sjálfur.
Hvaða heilvita foreldri vill að barnið þess sé í vanlíðan, hvort sem
barnið sé gerandi eða þolandi.
Það verður að stoppa EINELTI.

Hér er linkur á síðuna hennar Ingibjargar Baldurs ef þið viljið
kynna ykkur þessi mál betur. ingabaldurs.blog.is

Börn með ADHA sem er athyglisbrestur með ofvirkni/ hvatvís.
þessi börn verða ævilega fyrir einelti.
þeir sem vilja kynna sér betur þessi mál fara inn á síðu ADHA
félagsins sem er WWW.adha.is
Heidi var svo góð að minna okkur á ráðstefnu í þessum málum
dagana 25 -26 september. vildi að ég kæmist á hana.

Linkarnir virka ekki hjá mér svo þið setjið þetta bara sjálf inn
hjá ykkur.

Börn með geðræn vandamál verða einnig fyrir einelti.

Börn sem verða fyrir ofbeldi bæði kynferðislegu, andlegu og
misbrestum í heimilishaldi.

Öll þessi börn verða fyrir einelti.

Öll þessi börn eiga það á hættu eftir áralanga baráttu við sína
sjúkdóma og skerðingar og illa meðferð að verða fyrir því áfalli
að detta í allskonar óreglu og fara miður vel út úr lífinu ef þau
þá yfirleitt vilja lifa í þessu ófremdar þjóðfélagi sem við búum þeim.

Já því það erum við sem búum þeim meðferðina, leikskólakennarar,
kennarar, foreldrar og allir þeir sem koma að þessum börnum.
við erum ekki nægilega vakandi, viljum ekki sjá neitt eða vita
hvað þá að við tilkynnum ef við vitum af einhverju sem mætti fara betur.
það verður að taka á öllum málum sem varða börn.

Við hljótum að vilja STOPPA EINELTI! Til þess verða allir að taka þátt.

Kærleikskveðjur til allra
Milla                   

 


Náttúruhamfarir.

Hvað er eiginlega að gerast í heiminum?
Er verið að fækka mannfólkinu svo hinir geti lifað góðu lífi?
Er hægt að bjarga fleirum undan hörmungunum,
hafa menn vitneskju um sumar hörmungar, en gera lítið í því.

Það var Kína hér á dögunum, nú er það  Egyptaland.
merkilegt með það að þetta dynur mest á fátæku fólki sem
býr í ónýtum húsum sem hrynja eins og spilaborgir.

Fellibylirnir vaða um og eyðileggja eins og þeim sé borgað fyrir það ,
og þeir eru óútreiknanlegir, útsmognir og stórhættulegir.

Flóðin vaða yfir og engin getur rönd við reist, og skógareldar brenna
og brenna og erfitt reynist að hefta þá.
Einnig má tala um óeirðir og stríð um allan heim.

Allt þetta drepur og það á hinn ógeðfelldasta hátt því það bitnar mest á
þeim sem minna mega sín, sem sagt hinum almenna borgara.

Það versta er að yfirleitt koma æðstu menn þjóða þar sem hörmungarnar
gerast,fram í sjónvarpi og segjast munu bæta þetta allt, en minna verður
um efndir af þeirra hálfu. þeim er nefnilega alveg sama.

Ég gæti farið okkur nær, en læt vera með það að þessu sinni,
hef áður talað um þau mál.
                                                 Góðar stundir.

 


mbl.is Hundruð grafin undir grjóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

RADDIR BARNA MEÐ ADHD.

,, Það er ógeðslega pirrandi er fólk ekki skilur mann..ég er oft
ógeðslega pirruð.. og þá segi ég bara mömmu að ég sé pirruð..
og að hún eigi ekkert að vera að tala við mig neitt... út af því
að annars verð ég bara skömmuð...ef ég segi eitthvað...ég
kannski segi henni eitthvað sem gerðist í skólanum og hún
misskilur það, þá byrja ég bara að rífast við hana...og reyna
að fá hana til að skilja þetta.. og mér líður eins og hún skilji
mig aldrei... (þögn) en þú veist samt skilur hún alveg."


,,Að fá samverustund með mömmu sinni...og bara biðja um
að fá að kúra upp í rúmi með mömmu sinni og svo tala um
hvað var að ske um daginn og eitthvað svona,
það hjálpar oft mjög mikið... í staðinn fyrir að taka það út á
mömmu þá lagðist ég bara upp í rúm og við höfðum hljóð í
svona 10 mínútur og svo spurði mamma mig: Já hvað varstu
svo að gera í skólanum í dag? Og þá steingleymdi ég öllu þessu
vonda (sem hafði gerst í skólanum) og byrjaði bara að segja henni
frá öllu því skemmtilega og það virkaði alltaf. Ég held ég hafi hætt þessu
er ég var 12 ára eða eitthvað.( Hlátur).
"

Þörf fyrir þekkingu og skilning -- ekki fordóma.


,, Fólk, skilirðu, það veit ekkert hvað það er að segja og það bara heldur að
þú sért geðveik út af því að þú ert svona og einhverjir svona fordómar
skilurðu... Og líka bara ,, já æ hún, útaf því að hún er svo ofvirk ætla ég
aldrei að tala við hana út af því að hún gæti verið eitthvað klikkuð"
og eitthvað svona."


Lesið nú og hugsið aðeins um það að næst getur þetta gerst hjá
þínu barni. ekki láta þin engu skipta
.
                   *************************************

Ég ætlaði að segja ykkur líka frá orkunni minni, fyrst, þá fóru 500 gr. í síðustu
viku, og er ég bara ánægð með það.
En orkan, fyrir mánuði hefði ég ekki getað gert allt það sem ég gerði í gær
er ég fór á eyrina, labba  Bónus marga hringi Hagkaup marga hringi síðan
á Gerártorg það vita nú allir hvað þetta er mikið labb sem þekkja til.
ekki nóg með það ég varð að leggja bílnum í bílastæðið við listaskólann og
labba niður í kaffi Karólínu þar upp á loft, ekki allt búið enn þurfti að labba
til baka upp brekkuna að bílnum hélt ég mundi ekki hafa það af, en
ég gat það án þess að standa á öndinni í hjartslætti, Gísli ætlaði reyndar að
ná í bílinn, Huld langaði að sýna Hallgrími hundinn okkar, svo ég lét mig hafa það.
þetta er því að þakka fyrst og fremst að ég ákvað að breyta til, gerði það, léttist,
og svo öll orkan sem ég fæ úr því sem ég er að borða gerir mikið, en held
að ákveðni og góða skapið geri gæfumuninn.
                             Góða nótt.Sleeping

 


Grænmetiskæfa.

Jæja nú fáið þið uppskrift af grænmetiskæfu, hún er góð.

4 dl kasjúahnetur  lagðar í bleyti í 2 tíma.
1 "  Tahini              fæst í Hagkaup og heilsubúðum.
1 st rauð paprika   hreinsuð og skorin í bita.
1 "  sellerístöngull ég setti tvo + blöðin.
3 "  hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá La Selva. Hagkaup.
1 st hvítlauksrif  pressað.   ég lét 4 st.
1 mask. Tamari-sósa.  Hagkaup.
Ferskt basil eða aðrar þær jurtir sem þér góðar þykir
1/2 dl. sítrónusafi
Cayenne pipar á hnífsoddi.
Bætið restinni af hráefninu út í maukið þar til þetta er orðin flott kæfa.

Ef kæfan er of þykk þá þynnið með vatni,
ef of þunn þá þykkið með Tahini.

Gott ofaná kex brauð, má setja kál eða bara það sem þig langar í ofaná.

Þessi uppskrift er gefin í vikublaðinu Vikan af Sollu hinni einu sönn.
Það má frysta hluta af kæfunni ef þetta er of mikið.
Hún endist svona viku í kæli.

Nú skuluð þið bara prófa, hún er æðisleg þessi kæfa,
ég tala nú ekki um ef þið bakið brauðið sjálf.
Látið mig vita hvernig ykkur finnst.
Milla.


Vinahittingur og bara frábær dagur.

Hittum vini á kaffi Karólínu í Listagili í gær, það var frábært.
Ekki komu nú margir, en það var fámennt, gott og mikið var
spjallað, hlegið og grínast.
Við mættum þarna ásamt mér, Gísli minn,
Sigrún Lea og Guðrún Emilía Halldórudætur, en mamma þeirra
komst ekki vegna vinnu, síðan voru Anna Guðný, Doddi,
Huld og Hallgrímur þau eru sko hjón, svona ef einhver skildi ekki
vita það. Og svo kom hún vina okkar frá Ólafsfirði Ásgerður.
Þetta var bara stórkostlegt og mætti vera oftar, legg til einu sinni
en fyrir jól.
Áður en við fórum til hittings var farið í Bónus, Hagkaup og
Glerártorg þær þurftu eitthvað að stússast þar dömurnar mínar,
og ég þurfti að fara í heilsubúðina það er ýmislegt sem manni
vantar er maður er farin alfarið að baka sjálfur sín brauð.
Í Hagkaup versluðum við þvílíkt af lífrænt ræktuðum vörum
allskonar sósur sem notaðar eru í heilsurétti og bara nefnið þið það.
Heill frumskógur er í boði er maður breytir um lífstíl og þessi innkaup
þó mikil hafi verið eru bara rétt byrjunin á því sem maður þarf að eiga
til heilsusamlegrar matargerðar, en þetta kemur allt, og ekki er það verra
að Gísli er með mér í þessu 100% og hefur ekki síður gaman af því að
stúdera frekar en ég.

Vissuð þið að allar tómatvörur í dósum, krukkum og flöskum er mest
dulda sykurmagnið sem fyrirfinnst, hugið bara á því.
Það er hægt að kaupa tómatvörurnar sykurlausar.

Í dag ætla ég að búa til  grænmetiskæfu, mér líkar hún alveg örugglega.
Eigið góðan dag allir vinir mínir
Milla.


Hættið nú alveg.

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að Mark Cumara, 23 ára
Þorlákshafnarbúi, þurfi að vera farinn af landi brott um miðjan
september.
Móðir hans og uppeldisfaðir eru bæði íslenskir ríkisborgarar og
hafa búið á Íslandi síðasta áratug. Systir hans, amma hans og afi
á Íslandi eru líka íslenskir ríkisborgarar.
Sjálfur hefur hann búið í Þorlákshöfn hjá foreldrum sínum í fimm á.

Svo er honum þessum unga manni bara vísað úr landi, ekki veittur
frestur til að gera það sem þarf að gera.

Ég fer nú að halda að ráðamenn í þessum málum hafi gaman af því
að komast í fréttir.
Ég veit nú ekki hvað ég á að nefna þann ískulda sem mér finnst
gætast í afgreiðslu svona mála, eða eru lögin svona skrítin.

Er búið að senda úr landi þá menn sem framið hafa hér glæpi?
Held að þeir ættu að byrja á því.

                          Eigið góðan dag.


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Á morgun erum við ég, Gísli og englarnir mínir á Laugum
að fara til Akureyrar. ætlum að vera komin klukkan 12
byrjum á því að fara með yfirfullan bíl að fatnaði og skótaui,
Munum við færa það Hjálpræðishernum þar í bæ.
Setrið hér í bæ rekur nytjamarkað allir þar vinna sjálfboðavinnu.
Mikið af fötum kemur inn hjá þeim, það mikið að þær hafa látið
til Rauða krossins líka, en ég bað þær um að gefa frekar til
Hjálpræðishersins því þar væri mikil þörf og var það ákveðið .
Íbúar Norðurþings og sveita þar um kring gefa hina ýmsu hluti til
kynlegra kvista og eiga allir þakkir skilið fyrir það.

Nú síðan ætlum við að versla smá, englarnir þurfa í föndurkaup
og í bókabúðina.
Nú svo förum við á bloggvinahitting og hlakka ég mikið til þess.

Má til með að segja ykkur sögu úr Íslenskum annálum
sagan gerðis 1403.

                 Bjarndýr hjálpar fátækri ekkju.

Selatekja mikil fyrir norðan á hafís, því hann kom þar mikill.
Á þeim ísi komu Bjarndýr á landið, gjörðu ekki skaða.
hafði eitt þeirra aðsetur sitt hjá ekkju. Það var kvendýr.
Það lagði sínum ungum undir rúmi einu í bænum.
Var það meinlaust þar öllum mönnum. Konan var barnamörg.
Bannaði hún þeim að  fást neitt við dýrsunganna, en hún gjörði
því til góða, en þessi skepna launaði henni aftur góðu í því,
að dýrið fór til sjóar og bar heim til hennar húsa fiskabrot og
annað er rak af sjó og ætt var.
var þessari konu það mikill styrkur til matfanga fyrir sig og börnin sín,
því það sem dýrið neytti ekki, tók hún og sauð.
Skrafað var að dýrið hefði skipt í tvo staði því, það heim bar.
Dvaldi það hjá þessari konu, þar til ungar þess voru sjálffærir, og
síðan fór það sinn veg með þá í burtu þaðan,
en að þessum aðdrætti var mælt, að konan hefði lengi búið.

þetta er góð saga.

Við skulum gæla við nokkrar vísur eftir hana Ósk.

              Mig þarf ég varla að kynna í kvöld
              kvæðanna ljúfasti smiður.
              En vísast í helvíti greiði mín gjöld
              ef geri ég einhverjum miður.
                   
                      *************

              Hörð eins og klettur, ljúf eins og lamb,
              létt eins og fjöður, þung eins og bjarg,
              alþýðuleg kona með ótrúlegt dramb,
              uppfull af blíðu en minni á varg.

                    **************

              Ég er oftast ljúf eins og lamb
              með lífið allt í skorðum.
              Laus við alla lygi og dramb
              leik mér bara að orðum.

                             Góða nótt
.HeartSleepingHeart


Stelpur það er fundin lausn.

Þær konur sem eru með kynlífsvandamál geta andað léttar
lausnin er fundin, það er bara að fara í sjúkraþjálfun og
líkamsæfingar, ekkert mál sko.

Fullnægingarfortíð konu má merkja á göngulagi hennar,
flestu finna þeir uppá til að selja.
Nú það er verið að útvega sjúkraþjálfurum, sjúkranuddurum,
og allskonar terasistum vinnu og þeir fá hana örugglega.

Ég hefði haldið að heilbrigt og gott líf, góður elsker og
kröfulaust og rómantískt samband næði fram því besta
hjá báðum, eða er ég bara eitthvað rugluð?
nei held ekki allavega hef ég þessa reynslu.

Milla.


mbl.is Göngulagið kemur upp um G-blettinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

adhd samtökin tuttugu ára.

Mikið hefur trúlega gerst síðan þau voru stofnuð, en hægt
hefur það gerst að samhæfa alla þætti sem að barninu lúta.

Ég vona að þetta fari nú að fæðast allt saman
.

Sandra Rief kennari og höfundur margra velþekktra bóka segir
.


Börn með athyglisbrest og ofvirknistanda oft frammi fyrir miklum
áskorunum í skóla til að mynda hvað varðar nám, hegðun og
félagsleg samskipti. hvort upplifun nemanda í skóla er góð eða
slæm er mikið undir kennaranum komið.
hefur kennarinn þekkingu á adhd?
Býr kennarinn yfir nægri þekkingu til að geta komið til móts hvern
og einn svo hægt sé að ná til ALLRA nemanda, einnig þeirra sem eiga
við námserfiðleika, athyglisbrest og hegðunarvanda að stríða?
Er kennarinn tilbúin að vinna með opnum hug í samvinnu við aðra
( foreldra, meðferðaraðila, starfsfólk skólans og nemendur sjálfa)
til að tryggja að nemandinn upplifi vellíðan í skóla? En síðast en ekki síst,
býr kennarinn yfir nægilega mikilli jákvæðni, vilja og sveijanleika til að
mæta þörfum nemandans? Er kennarinn tilbúin til að leggja að mörkum
þann kraft og tíma sem þarf til að sinna þessum störfum?


Ja hérna gott fólk bara þessar setningar frá þessari frábæru konu
snertu við mér og minntu mig á mýmörg dæmi sem ég þekki til úr
skólakerfinu, sem neikvæð eru.
Ekki er ég að tala um þá kennara sem liðsinna þessum elskum
af lífi og sál, þeir eiga heiður skilið. Og þekki ég þá marga.


Að sinni ætla ég ekki að tala um þessi mál, spurningarnar hér
að ofan ættu að vekja alla til umhugsunar um hvað allt gæti verið
betra ef allir mundu huga að þessu og munið að þetta tengist afar
mikið eineltinu.
Ef fólk er ekki tilbúið til að takast á við að börnunum okkar líði vel
þá skal heldur engin verða hissa þó þau komi illa út í samfélaginu.

Það eru nefnilega allt of margir sem hugsa þetta kemur mér ekki við.

Raddir barna með adha.

,,Ég veit að það eru margir foreldrar sem bara geta þetta ekki...Sumir
foreldrar treysta sér ekki í þetta og sumir krakkar fá enga hjálp
og það er auðvitað miklu erfiðara"

,, Foreldrar vita ekkert að börnin séu hrædd við að tala um og að það
sé litið niður á þau, því að margir haldaörugglega að foreldrar manns
líti líka niðurá mann fyrir það sem maður gerir."

,,Ég eyði eiginlega engum tíma með.. mömmu minni eða pabba mínum.
eiginlega er eina manneskjan sem ég eyði miklum tíma með,
það er( þögn)... þannig að fjölskylda manns.. hleypir mér alveg inn,
en það er samt svona, eins og þau vilji ekkert voðalega mikið með
mig hafa... Ég er hætt að hafa samband við fjölskylduna hans pabba.
Ef hérna ég myndi ekki hringja í pabba minn af og til, þá mundi ég
örugglega hætta að hafa samskipti við þau... Það sem mér finnst
eiginlega hjálpa mér mest .. er sko... hérna að eyða tíma með mömmu
minni og pabba mínum.. ekkert annað."

Það kemur meira seinna af nógu er að taka.
                       Góðar stundir


                                           Góðar stundir


Fyrir svefninn.

Dagurinn í dag góður eins og yfirleitt. vaknaði kl fimm. kveikti
á tölvunni síðan í morgunmatinn svo í tölvuna var í henni þar
til ég fór að sjæna mig.
Er heim kom fengum við okkur te og brauð, var komin upp í
rúm að leggja mig er Lady Vallý hringdi, ætíð gaman að tala
við hana, er að vona að hún komi norður um miðjan mánuðinn.
Hér á hún fullt af skyldfólki.
svaf síðan til eitt., var að dúllast þá hringdi Ingó bróðir hann var
hjá sínum lækni í gær og sá þekkti hann varla, svo hefur hann
breyst, skiljanlega eftir að vera búin að missa 27 kg.
Alsæll er hann og ég er svo stolt af honum, hef reyndar ætíð verið það.

Litla ljósið kom um kl þrjú, tók hana með mér niður í Setrið, fengum okkur
kaffi og hún fékk sé nýbakað bananabrauð ég stillti mig.

Fórum síðan í kynlega kvisti, en það er búðin sem stelpurnar í Setrinu reka,
þær voru búnar að taka til helling af fötum sem ég er að fara með til
Akureyrar á Laugardaginn gefum þau til Hjálpræðishersins.

Borðuðum saman í kvöld  heilhveitispaghetti og hreindýrahakk-rétt
búin til frá grunni, speltbrauð.

Núna er ég bráðum að fara í rúmið mitt besta.

Eitt ljóð  eftir Bjarna M. Gíslason.

                Vætturinn.

        Þú gamli vættur í gljúfrinu heima,
                 ég get ekki annað en hugsað til þín,
        sem gerðist í nauðum minn vildarvinur
                 og vakti þau stundum, brosin mín.

        Ég man þegar rassskellir rændu mig gleði,
                 ég reikaði brott og í gljúfrið mig fól,
        svo kapparnir urðu kynlegir heima
                  og kviðu að hnígi til hliðar sól.

        það hendir, að von mín vitji þín ennþá,
                  ef veröldin reynist mér lymsk eða þrá.
        Það er sem hömrum og hrika gljúfrum
                  hugsvölum einungis komi frá.

                                  Góða nótt
.Sleeping


Hvað áttu þeir að bíða lengi?

Það gat nú verið að blessaðir ráðamennirnir færu í fílu.
Allt þarf að vera undir borði hvað þá snertir.


Forsætisráðuneytið harmar að Breiðuvíkursamtökin skuli hafa valið
þá leið að kynna fyrirliggjandi drög að frumvarpi, sem er á þessu stigi
vinnuskjal í ráðuneytinu, opinberlega í fjölmiðlum án þess að leita
samþykkis eða samráðs um slíkt.

Er þetta ekki þeirra mál og þeirra líf.
Það voru framdir hræðilegir glæpir gegn þessum mönnum og ef ríkið á
ekki að bera ábyrgð á þessu, þó að það séu eigi til lagaákvæði fyrir því,
þá hver?
Þetta er bara eitt af þessum málum sem engin þorði að segja neitt um
og ef einhver sagði eitthvað þá var það nú bara þaggað niður.

Síðan varð þetta opinbert og á þar af leiðandi að vera upp á borðinu fyrir
alla til að fylgjast með.
Baráttu kveðjur til Breiðuvíkursamtakana og allra annarra sem voru vistaðir
á öðrum stöðum á landinu.


mbl.is Birt án samþykkis ráðuneytis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir landsmenn takið eftir!!!

Það sem mér finnst merkilegt við þetta þjóðfélag sem við búum í
er að það nenna ekki nógu margir að lesa ef það stendur
hjálparbeiðni, eða sorgarsaga eða annað slíkt, en bloggar maður
um eitthvað skítkast eða einhvern sora þá ryðjast menn inn á síðuna
og lesa í gríð og erg komandi með einskisverð komment.
Svo ég skora nú á alla að lesa um, stofnun félagsins LÍF ÁN EINELTIS.
og um sorgina og veikindi hennar Soffíu sem á þrjú börn og missti
manninn sinn fyrir ári síðan. Allt um þetta á síðunni minni.


Gaman væri ef fólk mundi vilja kvitta svo maður vissi hvað margir hafa áhuga.


Kæru bloggvinir var að koma úr þjálfun og er svolítið þreytt núna,
ætla að leggja mig kem hress að tölvunni síðar.
Kærleikskveðjur
Milla.

Hjálparbeiðni, lesið núna.

3.9.2008 | 13:05

Soffía

 Veikindi og erfiðleikar gera sjaldnast boð á undan sér, það fær hún Soffía sem er kona á fertugsaldri að reyna þessa dagana,  hún þarf á hjálp okkar og fyrirbænum að halda

 Soffía greindist með æxli í höfði í byrjun Ágústmánaðar, Soffía og börn hennar þrjú voru í sumarbústað austur á landi. Og þá fór meinið að gera vart við sig með sjónsviðsskerðingu á vinstra auga, svima og ljósfælni. Þrátt fyrir öll þessi einkenni tókst henni til allrar guðs lukku að koma sér og börnunum heim í Hafnarfjörðinn heilu og höldnu. Þegar heim var komið fóru einkennin versnandi og á endanum fór Soffía uppá bráðavakt, þar sem gerðar voru rannsóknir og höfuðmynd tekin. Á þeirri mynd sáu læknarnir eitthvað sem krafðist frekari athugunar.  Daginn eftir var hún send í segulóm myndatöku, og þá kom í ljós að um æxli væri að ræða.  Aðeins viku eftir greiningu gekkst Soffía undir stóra aðgerð sem tók 7 tíma, aðgerðin gekk vel en einungis var hægt að fjarlægja helminginn af æxlinu.  Sýni sem tekin voru sýndu að næsta skref yrði geislameðferð og hefst hún að viku liðinni.  Soffía er enn með skert sjónsvið og ljós og minnsti hávaði fara illa í hana.  Soffía á 3 börn, 21 árs gamla dóttur og 2 syni 6 ára og 9 mánaða. Maður hennar og faðir barna hennar lést fyrir ári síðan í bílslysi og hét hann Jóhannes Örn.

Soffía dvelst enn á sjúkrahúsi og óvíst hvenær hún fær að fara heim, hún verður óvinnufær um óákveðinn tíma, hún hefur starfað sem húsvörður í blokk og búið í húsvarðaríbúðinni. Það er því ljóst að hún mun verða húsnæðislaus og atvinnulaus með börnin sín þrjú.

Stofnaður hefur verið reikningur til styrktar fjölskyldunni og er hann sem hér segir Reikningsnúmer: 0140-05-14321 kennitala: 161069-3619

ath: kennitalan var röng en núna er hún komin í lag

 

Ég hvet fólk að setja þessa færslu inn  hjá sér því hver veit hver er næstur????

Tók þessa sorgar sögu af síðunni hennar Elísabetu
og hvet alla til að bregðast við eins og hægt er.


Halló Áríðandi, fyrir svefninn.

                                 LÍF ÁN EINELTIS.
              Stofnum samtök foreldra gegn einelti.

Ég skrifa til þín í þeirri von um að fá hjálp, leiðsögn, hugmyndir og sem
flest sjónarmið og stuðning til að gera draum að veruleika.

Að styðja eineltisforvarnir með því að stíga fram og lýsa yfir stuðningi
við stofnun eineltissamtaka, samtaka foreldra eineltisbarna.

Ég þarf þig, ég þarf að ná til þín. .

Stór hópur fólks sem á börn í skóla í dag og glímir við eineltisvandann
og fólk sem á eldri börn í dag sem glímdu við eineltisvandann á sínum
tíma er enn þann dag í dag að glíma við afleiðingarnar.
Þunglyndi, kvíða, fólksfælni, sjálfsásökun og lélegt sjálfsmat. 
Foreldrar sem eru hræddir um börnin sín. Einelti er dauðans alvara.   

Hinsta kveðja mín til sonar míns, sem lesin var á jarðaför hans. 

Elsku Lárus minn, ástin hennar mömmu sinnar.  
Þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst mér og allt sem þú kenndir
mér  og öðrum.

Þú hefur snert strengi svo ótalmargra sem þykir vænt um þig  
og þú átt eftir að snerta strengi svo ótalmargra um ókomin ár.  
Sú sára reynsla sem þú fórst í gegnum sem barn og unglingur,

að fá  ekki að njóta tilveruréttar þíns og fá ekki að vera eins og þú varst  
óáreittur markaði þig fyrir lífstíð.

Því miður, það er sárast af öllu.  
En sú barátta sem við hófum þá gegn einelti og skilningsleysi fólks á  
hættulegum aðstæðum í skólum sem upp koma heldur áfram í þínu nafni og
mun lifa.  Þú kenndir mér umburðalyndi, þolinmæði og að sýna öllum
skilning og nú  látum við það berast.  
  
Ég trúi því elsku drengurinn minn að þú sitjir nú í englaskara sæll og glaður.  
Að á mínum mesta sorgardegi hafir þú átt þinn mesta hamingjudag.  
  
Litli outsiderinn minn. Ef þú hefðir bara heyrt, ef við hefðum bara  
komist inn fyrir brotnu sjálfsmyndina þína og þú hefðir séð og trúað  
hversu frábær maður þú varst.

Betri mann gat engin stúlka eignast.

Þú  varst prakkari, fyndinn, uppátækjasamur, duglegur, hugrakkur, fallegur  
og góður.  
  
Ég sat úti í sólinni með fjölskyldu og vinum fyrir 21. ári síðan og  
við biðum fæðingar þinnar og nú hef ég setið úti í sólinni með  
fjölskyldu og vinum og beðið þess að kveðja þig frá þessu  jarðvistarlífi.  
Kveðjustundin er komin engill og ég er svo óendalega sorgmædd.  
  
Ég bið þig að fyrirgefa mér,  
Allt sem ég gerði og hefði ekki átt að gera.  
Allt sem ég gerði ekki en hefði átt að gera.  
Allt sem ég sagði en hefði ekki átt að segja.  
Allt sem ég sagði ekki en hefði átt að segja.  
  
Þú gafst mér ást þína óskilyrta og þar var ég heppin.  
Ég elska þig af öllu mínu hjarta og allri minni sál. 
 

Ég vil stofna eineltissamtök, samtök foreldra eineltisbarna, sem hefðu
það markmið að styðja við bakið á foreldrum eineltisbarna,
veita upplýsingar, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, leyfa fólki að tala
og tjá sig, fá huggun og uppörvun hjá fólki sem þekkir þessi mál og
er búið að ganga þessi þungu spor.

Samtök, með fundaraðstöðu og föstum fundum þar sem foreldrar
eineltisbarna gætu komið saman og leitað eftir stuðningi og ráðgjöf,
skipst á skoðunum og miðlað af sinni reynslu.

Opna vefsíðu, símaviðtalsþjónustu....... 

Samtökin munu líka vinna sem þrýstihópur fyrir þeim breytingum
þar sem þörf er á innan skólakerfisins. Eins og t.d.

Að skólastjórnendur setji vinnu gegn einelti í forgang og forvarnarstarf í
fyrsta sæti í sínum skóla og vinni markvisst að því að öllum líði vel í skólanum,
alltaf.

Skólinn er vinnustaður barnanna og við foreldrarnir eigum að geta treyst því
að þeim líði þar vel. Ef þeim líður ekki vel
hvernig er þá brugðist við því og hversu fljótt?

Það þarf að stórauka úrræði, finna betri úrræði þegar eineltismál koma upp
og auka forvarnastarf stórlega í mörgum skólum.

Er nógu markvisst fylgst með því hvort unnið er eftir
eineltismarkmiðum í aðalnámskrá grunnskólanna eða hvort skólar hafa
starfandi eineltisteymi sem foreldrar eiga sæti í og
eineltisáætlun til að vinna eftir?

Hve mikið er lagt upp úr sýnileika eineltisforvarna?
Hvað þarf til að vekja fólk til umhugsunar. Þarftu að hugsa þig um?

Í baráttunni fyrir bættum vinnubrögðum í eineltismálum,
þarf að fá skólayfirvöld til að skilja að eineltið byrjar ekki heima.

Bæjar- og skólayfirvöld þurfa að axli þá ábyrgð sem þeim ber
samkvæmt lögum.

Hættum að vísa vandanum heim til þolanda. 

Okkur ber lögum samkvæmt að senda börnin okkar í grunnskóla
þar sem allir eiga sama rétt á námi.

Sveitarfélögum er skylt að tryggja öllum nemendum
viðeigandi námstækifæri. 

Með ykkar hjálp og leiðsögn getur stofnun eineltissamtaka foreldra
eineltisbarna orðið að veruleika og með virkri þátttöku sem flestra
í samfélaginu ættum við að geta orðið að sem mestu gagni í
baráttunni gegn einelti.

Hvernig getið þú séð þetta fyrir þér?
Hvernig getur þetta hjálpað þér og þínu barni?

Við þurfum fólk eins og þig til að leggja okkur lið.

Þínar hugmyndir, þínar skoðanir og þitt álit skiptir máli.
Þetta gæti verið barnið þitt. 

Ég bið þig um að senda mér póst til baka eða hringja í mig til að láta
mig vita hvort þú sjáið þér fært að leggja mér lið á einhvern hátt.

Ég bið þér líka um að áframsenda þennan póst á þá sem þú heldur
að geti komið til liðs við mig því ég er rétt að byrja.

Sterkur hópur, dásamlegt hugsandi fólk hefur þegar svarað bænum
mínum, haft samband og vill koma til liðs við mig.

Hugsjónafólk, fólk sem er annt um náungann.

Fólk með lífs- og starfsreynslu á þessu sviði og öðru
sem tengjast þessu, sérfræðingar, áhugafólk og önnur samtök
bjóða fram aðstoð við að koma þessu verkefni í framkvæmd.

 

Ég á ekki orð til að lýsa þakklæti mínu til allra þeirra sem hafa
á einn eða annan hátt stutt mig og mína til þessa verks.
Það er svo stórmannlegt og dásamlegt.

Ég finn að ég er ekki lengur ein.

En í hjartans einlægni þá þarf ég á þér að halda. 
 

Með kærri kveðju og fyrirfram þökk.

.

Ingibjörg Helga Baldursdóttir

Grunnskólakennari

HS:    555-0259

GSM: 867-9259

ingabaldurs@gmail.com




Kæru vinir um allt land vaknið nú upp ekki endilega við
vondan draum, heldur til umhugsunar um að þetta geti
gerst og sé þegar farið að gerast gagnvart þínu barni
eða barnabarni.
Koma nú allir landsmenn gerum kraftaverk öll saman.
                                          Góða nótt.Sleeping


Voru þeir hræddir greyin!

 Ljósmæður fengu aðeins 25 að fara upp á palla Alþingis.
Svona prúðar og stilltar konur var þeim eigi treyst? Ekki
það að við getum svo sem beitt okkur konur ef þörf krefur
enda veitir ekki af því reynt er að traðka okkur niður í
svaðið frá öllum vígstöfðum.

Engin skal samt halda að það takist, nú skulu þeir bara semja
við þessar bráðnauðsynlegu konur annars er voðin vís.
Eins og á svo mörgum öðrum sviðum.

Baráttukveðjur.


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið eftir prakkarar! nei ég meina bloggarar.

Bloggarar á kaffihús á Akureyri!!!

Þá er komið að því. Bloggarar á Akureyri, í nágrenni Akureyrar
og þið sem eigið leið um.
Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hittast á kaffihúsi
næstkomandi laugardag.

Staður og stund:

Kaffi Karolína, Listagilinu

Laugardagur 6. sept. kl. 16.00.

Gott væri að þú tækir góða skapið með þér.

Vonum að sem flestir mæti og eigi skemmtilega stund með okkur

Þið sem lesið, endilega setja þetta inn á síðuna hjá ykkur og/eða látið
sem flesta vita af, sem áhuga kynnu að hafa.

Takk takk

Tók þetta af síðunni hennar Önnu Guðnýjar í von um að einhverjir
fleiri sjái boðin um hitting.
Það eru allir bloggarar velkomnir.

Kveðja
Milla
.


Á nú eigi til orð, en set samt nokkur á blað.


,,Ég þekki það af eigin raun að borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fylgir hvorki sannfæringu sinni í þessu máli eða stendur yfirleitt við orð sín.
Það er ekkert að marka orð þín, borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
og ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða dúsu þú færð að launum fyrir hlýðni
þína við flokkinn og einstaka sviksemi við mig,"

sagði Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, í umræðum
um tillögu sína um atkvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins í
Reykjavík.

Ég vill nú að flugvöllurinn verði í Reykjavík, en þvílíkur dónaskapur að láta
þetta út úr sér, og sama er við hvern hann væri að tala, þá er það lágkúra
af verstu tegund að væna menn um að taka við dúsum.
Ég spyr: ,,Er flugvöllurinn, Ólafs einka-draumabarn,eða hvað?"
Talar um sviksemi við sig, það er nú eitthvað sérkennilegt við svona orðalag.
Flugvöllurinn er í landi Reykjavíkur, en málefni allra landsmanna.

Vilhjálmur svaraði fyrir sig, sagði ummæli Ólafs dæma sig sjálf og bætti við að
hann ætlaði ekki að hreyta fúkyrðum í hann á móti.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kom jafnframt í pontu og sagðist ekki
ætla að fara niður á plan Ólafs og sagðist neita að svara ómaklegum spurningum
hans um menn og málefni.

Það  er að sjálfsögðu alveg réttmaður eltir eigi ólar við skítkastið.

Hanna Birna lagði hins vegar til frávísunartillögu sem samþykkt var með öllum
atkvæðum borgarfulltrúa - utan Ólafs.

Eitt sem ég skil ekki, hver sem á í hlut.
Er hægt að hafa svona fólk í pólitík?


mbl.is Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Eins og ég sagði í gær eru engin takmörk fyrir orkunni.
Fór í þjálfun í morgun, gekk bara vel þó ég sé ekki nema
nokkrar mínútur í einu þá er það heilmikið fyrir mig.
Síðan fór ég að kaupa mér hreindýrahakk og bollur
þetta eru fitulausar kjötvörur, bollurnar eru hreint kjöt.

Fengum okkur te og ávaxtabrauð er ég kom heim.
Lagði mig og svaf til kl eitt.
jafnaði mig aðeins og svo fórum við í búðina til að versla
svona ýmislegt sem okkur vantaði.

Á leiðinni heim datt mér í hug að koma við í Setrinu,
sagði Gísla bara að ég mundi hringja er heim vildi koma.
Hef sagt ykkur frá Setrinu það er geðræktarmiðstöð, jú ég
mundi gjarnan sjálf vilja kalla þetta alhliða mannræktarstöð.
Þarna er opið 5 daga vikunnar og er hægt að gera allt frá því
að spila á spil og upp í að bara spjalla saman.

Komst að því að það vantaði fólk til að halda utan um föndurdaganna
sem eru á þriðjudögum og var ég nú ekki lengi að bjóða mig fram til
þess sem var bara vel þegið.
Nú þarf ég bara að fara að taka saman allt sem ég hef verið að kenna
í gegnu árin og sjá út hvað við getum gert hverju sinni.
Mun ég svo setja á jólaföndur í byrjun nóvember, svo hægt sé að gera
sitthvað sem fólk getur gert til jólagjafa.

Og vitið þið ég er svo glöð að hafa gert þetta, ég hef alltaf elskað að
kenna föndur og  bróderi, ég hlakka bara til.
Hringdi svo heim og þau komu að sækja ömmu litla ljósið og afi.

                 Ég er að eilífu dundi,
                          sem aldrei neinn ríkdóm gaf.
                 En hætti ég aðeins hálfa stund,
                          mína hamingju fennir í kaf.

                 oft heyrði ég spott og hlátur,
                          því hver skilur iðju þá
                 að sitja og dunda sem drengur í leik
                          við draumspil sem engin sá?

                 Mér aldrei var hvíslað í eyra,
                          að yrði ég ríkur og sæll;
                 Þó dunda ég áfram hvern einasta dag
                          sem auðmjúkur, stritandi .ræll.

                 Ég get ekki sagt með sanni,
                          hvert sæki ég þetta dund,
                 en á þess er lífið gylling og glys
                          og grafið í jörðu mitt pund.

                                              Bjarni M. Gíslason.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband