Fyrir svefninn.
25.2.2008 | 21:29
Bessi í skógum í Fnjóskadal var lengi
ferjumaður á Fnjóská.
Hann var hraustleikamaður og forn í skapi,
náttúrugreindur, bermáll og hispurslaus í orðum.
Einu sinni ferjaði hann teprulega kaupstaðarstúlku,
ásamt öðru fólki yfir ána.
Báturinn var gamall og lekur, og óð stúlkan í annan
fótinn í austurrúminu.
Hún reiddist og spyr Bessa, hvort hann skammist sín ekki fyrir
að ferja fólk í svona lekabyttu.
það seig einnig í Bessa;
hann tók upp þykkjuna fyrir bátinn og svaraði:
>>Og þú mundir nú líklega leka líka, ef búið væri að
annað eins á þér.<<
Þjóðkunnur áhugamaður, sem var að halda þrumandi
ræðu á alþingi um nauðsynina á því að reisa spítala,
endaði hana á þessa leið:
>>ég vona að allir geti verið sammála um það,
að það er eitt, sem ekki má spara.
og það eru mannslífin.<<
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er talið að hann lagist með aldrinum?
25.2.2008 | 19:37
Maður á þrítugsaldri dæmdur fyrir að eiga og
vera með í tölvu sinni 14.713 ljósmyndir og
207 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan
og klámfenginn hátt. dómari tekur tillit til ungs aldurs mannsins
og að hann eigi kærustu.
Er talið að hann lagist með aldrinum???
Hefur hann ekki fengið dóm áður???
Fór sjálfur til sálfræðings, eftir að þeir uppgötvuðu
lögbrotið, útsmoginn persónuleiki.
því miður er það afar sjaldgæft að þeir lagist, en aftur á móti afar algengt
að þessir menn fái sér kærustur, það er til að trúlegra sé
að þeir séu ekki að stunda þetta ógeð.
Dómskerfið er ekki að stand sig, eina ferðina enn.
Mín skoðun.
![]() |
Í fangelsi vegna barnakláms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Til hamingju Guðmundur.
25.2.2008 | 12:44
Ég bara man ekki út af hverju,
en gangi þeim bara allt í haginn strákunum okkar með
Guðmund í broddi fylkingar.
![]() |
Guðmundur ráðinn þjálfari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gef ekki neitt fyrir svona kannanir.
25.2.2008 | 09:29
þegar hin svokallaða launahækkun fer ekki að
duga fyrir nauðsynjavörum,
frekar en fyrri daginn. fólk er bara ekki búið að gera
sér grein fyrir hvers konar rugl þessir samningar eru.
kannski var bara hringt í þá sem vitað var að ættu
nóga peninga.
Enn þá einu sinni segi ég: ,, Þætti gaman að vita hvað
Ingibjörg Sólrún hefði sagt,
hefði hún verið í stjórnarandstöðu."
Góðar stundir.
![]() |
Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvöldið í gær.
25.2.2008 | 08:52
Ingimar, minn elskulegi tengdasonur, bauð okkur
unglingunum á hólnum í mat í gærkveldi.
Milla mín var að vinna til 16.oo, hún vinnur sko í blómabúð.
Er við komum til þeirra um hálf sexleitið var hún sofandi
litla snúllan að leika sér í takt við latarbæjar tónlist,
ekki þarf að spyrja að, tónlist, dans og fimleikar er hennar
aðal leikur, nú við sóttum ljósálfinn okkar til vinkonu hennar
um leið og við komum.
Að vanda var vandað til matargerðar því hann Ingimar er
alveg frábær kokkur, við fengum Barbecue ribb með
bökuðum kartöflum, fersku saladi, hvítlaukssósu og smjöri,
á eftir fengum við mokkakaffi með Lindor konfekti á eftir,
þetta var æðislega gott.
Nú þegar við vorum að kveðja knúsuðust allir bless,
en þá sagði litla ljósið hennar ömmu sinnar,
Allir í stubbaknús, stubbaknús og svo föðmuðust allir í hring.
Er eitthvað til yndislegra???
Í dag ætlum við inn í Lauga að hitta snúllurnar okkar þrjár
sem þar búa, það er Dóru mína elstu og tvíburana okkar,
því ég á þessar stelpur líka búin að vera samtíða þeim síðan
ég var viðstödd fæðingu þeirra.
Æðsta undur alheimsins er barnsfæðing.
Kærleikskveðjur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Borgarstjóri að ári, Hver ætli það verði?
25.2.2008 | 07:50
Vilhjálmur mun ekki taka sæti borgarstjóra að ári.
Þau sem hafa gefið kost á sér eru
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn Baldursson.
Júlíus Vífill Ingvarsson.
Og það er eitt víst að sátt verður að vera um kosningu
eins þeirra, í borgarstjórastólinn.
Ef að það verður ekki, bætist sú rimma ofan á hin rykkornin,
sem gleymast eigi svo gjörla.
Komin tími til að huga að heill flokksheildarinnar, en ekki bara
að rífast eins og krakkar í sandkassaleik.
Það hefur verið ymprað á því í fréttum að nýtt borgarstjóraefni
yrði sótt út fyrir raðir kjörinna fulltrúa,
ef það mundi gerast þá væru þeir að gefa í skin að
engin í þessum hóp væri hæfur sem borgarstjóri,
væri það afar slæmt fyrir flokkinn.
Góðar stundir.
![]() |
Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
24.2.2008 | 21:52
Í prestakalli sr. Björns Þorlákssonar frá dvergasteini
lentu tveir menn í illdeilum við drykkju.
Annar þeirra fór halloka og var barinn til óbóta.
Hann stefndi andstæðing sínum fyrir sáttanefnd,
bar þar þungar sakir á hann og sagði meðal annars,
að hann hefði barið sig 11 högg.
Þá varð sr. Birni sem var sáttasemjari, að orði:
>>En sú stilling, að standa kyr og telja.<<
Í Morgunblaðinu 179. tbl. 7. ágúst Þ. á.
stendur eftirfarandi klausa í eftirmælum
eftir merkan bónda í Borgarfirði:
>> Hann átti því láni að fagna, að eignast þrjár
ágætiskonur, en því láni fylgdi sú stóra sorg,
að missa tvær þeirra.<<
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bankarnir hafa verið djarfir.
24.2.2008 | 12:20
þetta hafi verið hluti af viðskiptamódeli bankanna
og nú geti það skapað erfiðleika, ja hérna,
Ég hef alltaf talið að útrás og fjárfestingar séu af hinu góða,
og bráðnauðsynlegar,
það græðir engin á því að hjakka alltaf í sama farinu.
Ef eitthvað blæs á móti þá er bara að takast á við það.
Stundum er maður að hlusta á þvílíka þvælu í
þessum ráðamönnum,
um að það skapi of mikla þenslu þetta og hitt,
og maður spyr sig, hvað er nú að gerast,
maður veit að það er eitthvað öfugsnúið við það sem sagt er,
svo allt í einu, Bingó, bingó,
nú væri gott að framkvæmdir við Helguvík hefjist
og síðan á Bakka eftir tvö ár, Já já alltaf sama afturhaldssemin,
þetta á bara að fara allt í gang núna,
þá meina ég allt, Álver, gangnagerð, og bara allt sem á að koma.
Drattist úr sporunum í einhverjum málum.
Ekki var það gert í launamálunum.
Það kostar peninga að afla peninga.
Góðar stundir.
![]() |
Menn hafa verið djarfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Stórkostlegur þessi hafís.
24.2.2008 | 09:42
Hef að sjálfsögðu borið hann augum þennan stórbrotna
hafís, það er með hann eins og allt sem er hættulegt,
hann laðar fram löngun til að kanna betur,
en maður lætur það ekki eftir sér.
Skyldum við fá Ísbjörn með honum í þetta skiptið?
Fyrir um þremur árum ók ég frá Ísafirði, djúpið, strandirnar
og út að brú í Hrútafirði, síðan norður.
Alla leiðina voru þessir líka ísjakarnir,
hafði ég aldrei séð annað eins þeir voru eins og blokkir,
nema að sjálfsögðu miklu fagurri en þær.
Vona ég bara að sjófarendur fari varlega, því eins og
allir vita þá eru þeir hættulegir.
![]() |
Hafísinn nálgast land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til hamingju eigendur Flóka ehf.
24.2.2008 | 08:56
Ég fylltist stolti í gær er ég var hér upp á hól,
þar sem ég sé alla leið út í Flatey,
og horfði á hin nýa bát útgerðarfélagsins Flóka ehf.
Heru ÞH 60. koma siglandi inn Skjálfandann.
Það var eins og hún segði við okkur, hér kem ég.
Nafnið Hera er móðurnafn Óskars skipstjóra og eiganda
bátsins ásamt eiginkonu sinni Ósk.
Hera sú kærleikskona, eftir því sem mér hefur verið tjáð,
mun örugglega leiða skip og áhöfn ævilega til farsældar.
Gangi þeim allt í haginn.
![]() |
Nýtt skip til Húsavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Segi eins og fleyri, hefði viljað vera þarna.
24.2.2008 | 07:20
Hafa engu gleymt, sannir listamenn gleyma engu.
Þeir voru og verða alltaf flottir.
Sagt er að gaman hefði verið að sjá að fólk tók með sér
börn og barnabörn á tónleikana.
Það er náttúrlega þannig að ef börnin alast upp við
þessa og hina tónlistina þá líkar þeim hún.
Gaman að þessu.
![]() |
Þursarnir hafa engu gleymt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
This is may life, vann.
24.2.2008 | 07:10
lagið er ekta Eurovisionlag, stuðlag.
En ég hélt satt að segja að þetta gúmmíhanskalag
mundi vinna, en sem betur fer ekki,
en það skiptir ekki öllu máli hvaða lag vann,
þau voru öll ágæt.
Og það er óútreiknanlegt hvernig lögum er tekið í þetta skiptið.
Gangi þeim vel.
![]() |
Eurobandið fer til Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir svefninn.
23.2.2008 | 20:33
Jóna húsfreyja var skorin upp á sjúkrahúsi
hjer í bænum og var svæfð.
Það ber oft við að sjúklingur tala um áhugamál
sín upp úr svefninum.
Svo var um Jónu húsfreyju, hún kallaði oft:
>>Lárus, Lárus, kystu mig.<<
þegar Jóna var orðin albata, kveður læknir hana
og segist byðja að heilsa Lárusi.
>>Lárusi þekkið þjer hann?<< spurði Jóna.
>>Já ég veit það muni vera maðurinn yðar,<<
svaraði læknirinn.
>>Nei það er vinnumaðurinn okkar.<<
Stúlka ein var að tala við pilta, og af einhverju,
sem bar á góma í samtalinu, kallaði hún þá svín.
Einn af piltunum svaraði þá með þessari vísu:
Ástum tryllta auðarlín,
orðin stilltu betur þín.
Ef við piltar erum svín,
ertu gylta veiga mín!
Ýmsu leynt.
Þjóðin öll í orðum fám
yfir sannleik breiðir.
Ekki sjást í ættarskrám
allar krókaleiðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggið gefur okkur undur og stórmerki.
23.2.2008 | 16:05
Ég var að hugsa um þennan sveitasíma nútímans,
sem er bloggið, undur og stórmerki gerast dags daglega.
Hef eignast margar bloggvinkonur og vini síðan ég byrjaði
að blogga, það er rúmt á síðan.
Stórkostlegt er það að gamlir vinir finna hvorn annan
og nýir verða vinir manns.
Ég hef komist að því að undantekningar-laust hafa allir átt við
einhver vandamál að stríða, þeir sem ekki hafa opnað sig þar að lútandi
rita þannig að maður les á milli linana.
Flestir opna sig, eins og þeir séu að tala um einhvern annan,
og er það allt í lagi, því það er nefnilega svo frábært að við ráðum
yfir okkar lífi sjálf.
Margir bara galopna sig og dáist ég að því fólki.
því þeir sem geta það tekst betur að höndla vandan en öðrum.
Það er líka stórkostlegt, ef að einhver á í erfiðleikum,
þá eru allir hinir tilbúnir til að hjálpa til.
Eitt verðum við að gera okkur grein fyrir að engin skapar okkar
líf eða ræður því hvernig það er nema við sjálf.
Lifum í kærleikanum, ljósinu og gleðinni og þá mun allt fara vel.
Kveðjur til ykkar allra.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Lítil hönd á kinn.
23.2.2008 | 09:57
eða til hálf átta, þá vaknaði ég við litla hendi sem strauk
kinnina á ömmu sinni, þegar ég opnaði augun
sagði hún: ,, Góðan daginn amma mín", ég sagði
góðan daginn Aþena mín síðan kúrðum við smástund
Þá sagði hún amma eigum við að koma fram?
Borðuðum morgunmat og ég í tölvuna og hún að
horfa á eina spólu.
Núna er hún í mömmuleik og er búin að gefa okkur kaffi
með konfekti sem hún fann síðan um jól, var aldrei
búin að taka baukinn og henda honum.
Núna er engillinn minn búin að hella á alvörukaffi handa okkur
og ætla ég að drekka það með honum.
Njótið dagsins.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þvílíkt rugl.
23.2.2008 | 09:16
Hvað er að manninum ekki er þetta starfsfólkinu að kenna.
Er hann hræddur um að alþjóða-samfélagið afneiti landinu
fyrir það eitt að þar séu kakkalakkar.
þeir eru reyndar frekar ógeðfeldir,
en hvað mega þá aðrar þjóðir segja sem hafa þennan
ófögnuð eins og t.d. Ameríka.
Góðar stundir.
![]() |
Örlagaríkur kakkalakki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Loksins einhver sem tekur af skarið.
23.2.2008 | 08:55
Það var nú komin tími til að einhver tæki af skarið,
Þorsteinn Már varð til þess enda örugglega rétti
maðurinn í það.
Engir starfslokasamningar, eru þeir á nokkurn hátt
réttlætanlegir, nei og aftur nei.
Að mínu mati eiga allir að sitja við sama borð
og fá bara borgaðan uppsagnarfrest eins og annað fólk.
Ég veit að sumir menn halda að þeir séu æðri en hinir, en
það er nú komin tími til að leiðrétta það hjá þeim blessuðum.
Ætíð hef ég haft þá skoðun að ef menn og konur vinna vel að
sínum störfum, eru þau að vinna fyrir laununum sínum og ekkert annað,
en nota bene ef eitthvað framúrskarandi kemur fram eða um gróðagott
samvinnuverkefni er að ræða innan fyrirtækis,
séu aukagreiðslur eða kaupréttarsamningar réttlætanlegir.
Eitt er líka hagur bankans, að hann fái fleiri viðskiptavini,
ein leið til þess er að senda starfsfólk á samskiptanámskeið
hlýleg og góð framkoma stækkar kúnnahópinn.
Góðar stundir.
![]() |
Ekki fleiri starfslokasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er afar upptekin. Svo þetta er fyrir svefninn.
22.2.2008 | 20:43
það er eitt ljós búið að lýsa mér í allan dag, hún
kom um tvöleitið vildi fara beint að horfa á spólu,
það þýðir bar eitt, hún er sybbin og vill lúlla í gestarúminu
þar sem það er, hef ég sjónvarp, vídeó og dvd þar geta þau verið
eins og þau vilja.
Ég leifði henni að sofa til kl. 16.oo síðan fórum við á danssýningu
í Borgarholtsskóla, það voru allir aldurshópar sem sýndu.
Hún fær að byrja að læra næsta vetur, enda iðaði hún í stólnum
að fá að vera með. nú við fórum heim um sex leitið og hún
ætlaði að sofa hjá ömmu, við Milla jr. ákváðum að það væri í lagi
því hún þarf að fara að vinna snemma í fyrramálið og við að passa
núna verð ég að fara að lesa sögu og syngja nokkur lög.
Góða nótt kæru bloggvinir og þið öll hin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Á leikskólum er gaman að vera.
22.2.2008 | 19:58
Svona dagar fyrir ömmur, afa, pabba og mömmu eru
bara frábærir.
Aðstandendur barnanna kynnast betur með börnunum,
yfir kaffi eða tebolla
Það eru svona dagar fyrir ömmu og afa á leikskólanum á
Húsavík og er það mjög skemmtilegt.
bara að láta vita að þetta sé á fleiri stöðum en í Kópavogi.
Góðar stundir.
![]() |
Ömmum boðið í kaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Aðgerðir strax.
22.2.2008 | 14:48
Ekki að draga það neitt að afgreiða þetta mál
er búið að vera nógu erfitt líf fyrir fólkið sem var
þarna, og það er nauðsynlegt að hjálpa því fólki
sem ekki hefur getað unnið úr sínum málum.
kannski geta einhverjir af þeim sem verst urðu úti
átt góð ár eftir, ef það er hægt að hjálpa þeim til að skilja
að ekkert af þessu var þeim að kenna.
Guð veri með þeim öllum.
Rétt er það að Breiðavíkurmálið má ekki endurtaka sig,
ekki á neinn handa máta,
við verðum öll að vera á varðbergi.
Hjálpumst að, við að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Þörfin er allstaðar.
Góðar stundir.
![]() |
Áframhald Breiðavíkurmálsins í höndum yfirvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)