Millibilsástand
23.7.2010 | 21:41
Já það er millibilsástand á mér þessa daganna, er hjá Millu, Ingimar og ljósunum mínum, tölvan hér er að sprengja allt af sér eða eitthvað svoleiðis kemst ekki vel inn á facebook, svo ég set hér inn smá færslu til að láta vita að ég sé alveg sprelllifandi. Á Húsavík eru mærudagar, bærinn er fullur af fólki og við erum afar stolt af okkar skreytingum svo ég tali nú ekki um móttökurnar og allan matinn sem fólk getur fengið sér, já bara hreint út um allan bæ. hér er yndislegt að vera og svo mikið að gera að hjá mínu fólki þar sem Milla mín er að vinna í Túrista þjónustunni og Ingimar er að selja fisk og franskar niður á bryggju. Ég fer á eftir að sækja englana mína fram í Lauga þær ætla að fara á ball með SOS sem er sko HLJÓMSVEITIN. Þær eiga svo að vinna á morgun, en hvað með það, maður gerði nú annað eins er ungur maður var.
Vonandi eftir helgi verður farið í að mála hjá mér í nýju íbúðinni, get nú farið að setja upp í skápa í eldhúsinu og í svefnherberginu er málningu hefur verið komið á veggi og loft þar, hlakka rosa til. Nú ég fæ síminn og allur pakkinn verður kominn eftir helgi, en mun ekki tengja tölvuna fyrr en búið er að mála þangað til verð ég ekki mikið á ferð um netið.
Eigið yndislega daga dúllurnar mínar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Töfrum klæddir dagar.
17.7.2010 | 07:31
Sporðdreki:
Njóttu augnabliksins, því allt sem þú snertir
verður að töfrum.
Nú eru tækifærin svo margvísleg að þú hlýtur
að finna eitthvað við þitt hæfi
Að mínu mati eru tækifærin ætíð til staðar, það þarf bara að sjá þau, fyrir mig sem er komin á launin þið vitið eru tækifærin ótal mörg ég þarf einungis að grípa þau sem ég vil nota. Í gærmorgun hringdi dóttir mín og bauð mér á Eyrina og ég var fljót að segja já, lagt var í hann um 12 leitið, dagurinn var magnaður, yndislegt veður, allir svo glaðir sem maður mætti og fólk óspart á brosin sín. Á heimleið komum við við á Laugum til að taka englana mína með, en þær ætla að hjálpa til við flutninginn sem verður vonandi á sunnudaginn, ef þetta eru ekki töfrar þá veit ég ekki hvað.
Nú við fórum heim í hálftóma húsið, sem var mitt og þar héldu ljósin mín tískusýningu, fóru í öll fötin sem keypt voru á þær og gleðin skein úr augum þeirra, eru þetta ekki töfrar?
Það er eitt sem margir eru ekki meðvitaðir um og það er að ástin birtist í svo mörgum myndum, ekki endilega að við séum ástfangin í karli/konu heldur umhverfinu, lífinu og því sem er í kringum okkur sú ást er tær og yndisleg fer ekki neitt, eins og er maður missir niður ást á mannveru, en það er nú eðlilegt því mannfólk, flest skilur ekki hvernig á að koma fram í samböndum, eða lífinu í heild.
Ég elska lífið, allt mitt fólk, og það er ekki verra að vera ástfangin í ??????????????????
Njótið helgarinnar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gaman gaman.
14.7.2010 | 21:46
Einu sinni hefði mér þótt afar leiðinlegt að standa í flutningum, það var þegar ég ríghélt í hvern hlut sem ég átti, en nú er öldin önnur, það er svo gaman að vera að flytja og losa sig við alla gömlu orkuna sem fylgir gömlu hlutunum sem ég hef sallað að mér í tímana rás. Nú sit ég hér í gömlu íbúðinni minni það er búið að pakka öllu sem ég ætla að eiga allt annað er komið á haugana eða í nytjamarkaðinn hér í bæ ekki nóg með það, allt er farið upp í hús nema stóru hlutirnir sem ekki eru nú margir, en þeir fara um helgina og þá flyt ég til Millu minnar þar til ég fæ íbúðina fyrsta ágúst.
Tveir hjálparkokkar, frænkurnar Aþena Marey og Friðrikka
Hálf tómlegt orðið í tölvuverinu
Ekki líkt því sem áður var
Þarna er einn kassi svona rétt til að henda niður smádóti
Tómlegt sæta hornið mitt
Fékk náðasamlega að hafa kaffikönnuna, pappadiska og smá annað
Ætla ekki að lýsa því hvað ég hlakka til að koma mér fyrir á nýja
staðnum, það verður bara yndislegt og ljósin mín ætla að hjálpa
ömmu, englarnir mínir verða farnar suður, en þær eru búnar
aldeilis að hjálpa ömmu sinn.
Gaman að sýna ykkur svona hráa íbúð og svo mun ég birta ykkur
myndið frá nýja staðnum og það verðu sko breyting.
Knús í allra hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ábyrgðarstaða.
8.7.2010 | 09:03
Sporðdreki:
Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Af hverju ekki núna?
Taktu að þér ábyrgðarstöðu og heppnin verður með þér.
Já hvað er nú það, tel mig hafa verið í ábyrgðarstöðu allt mitt líf og verið afar heppin. Nú ég átti afar skemmtilega æsku og unglingsár með öllum þeim uppákomum sem þeim tilheyra, frábær ár, nú svo fullorðnast maður giftist og eignast börn, ég giftist reyndar tvisvar, en hvað með það, svona er lífið.
Tel það vera þá mestu ábyrgðarstöðu sem nokkur getur fengið að ala upp börnin sín og það er yndislegur tími, nú þau fullorðnast og eignast börn sem ég tek á móti með allri þeirri ást sem til er meira að segja taldi ég að maður gæti ekki elskað meira en þegar maður eignast börn sjálfur, en það er bara þannig, allavega hjá mér, er að springa af ást til þeirra allra, einnig barna og tengdabarna
Öllum breytingum fylgir nokkurt rót.
Af hverju ekki núna, segir stjörnuspáin.
Breytingarnar eru hálfnaðar það sem ég á eftir er að flytja og það gerist eftir hálfan mánuð. Við svona umrót kemur ábyrgðin mun sterkari inn og huga ber að barnabörnunum sem ekki eru að skilja hlutina eins og þau eldri, ég er búin að vera í því að svara spurningum á þann hátt sem ég tel að þau skilji og ljósunum mínum hér hlakkar bara til að hjálpa ömmu að gera fínt í nýja húsinu eins og þær kalla það og þær munu svo sannarlega fá að gera það.
Taktu að þér ábyrgðarstöðu og heppnin verður með þér.
Eins og ég tel upp hér að framan þá er ég löngu búin að fá ábyrgðarstöðuna og heppnin er fólgin í fólkinu mínu, það er bara sú mesta heppni sem nokkur getur upplifað, þau eru yndislegust af öllu yndislegu.
Gaman að segja frá því að ég hef verið að fylgjast með barnabörnunum mínum taka á sig ábyrgð, alveg án þess að þau séu beðin um það og stórkostlegt er að horfa upp á þau höndla ábyrgðina með sóma, eitt sem við þurfum að passa upp á það er að leifa þeim að njóta sín, bara að leiðbeina ef þörf er á, en nota bene, börn sem ekki eru alin upp við aga og meðvitund geta ekki tekið á sig neina ábyrgð.
Börn í dag eru afar vel gerð og vita alveg hvað þau vilja.
Hlustum ávalt á börnin okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Frábær skemmtun
4.7.2010 | 10:25
Rekstravörur er eitt af þessum frábæru fyrirtækjum sem vilja að fólkinu sínu líði vel, til dæmis á tiltektardögum er fólkið klætt í einhverskonar grímubúninga og eru í þeim við sín störf þar til tiltekt byrjar, þetta er alveg frábært, þjappar fólki saman og kúnnarnir hafa gaman af, síðan er grillað um kvöldið og allir fara heim glaðir með að vinna á þessum stað.
Hér eru tveir skrautlegir en voða sexý, þessi í bleika bolnum er
Ingó bróðir minn. Flott outfitt fyrir innkaupastjóra.
Fyrirgefðu elsku bróðir, mátti til að birta þessa mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fram í hugann kemur
2.7.2010 | 09:33
Já nefnilega svo afar margt, Jóhanna bloggvinkona mín sagði við mig í komenti að það væri gott að eiga góða ömmu og afa og þá fóru hugsanirnar af stað hjá mér
Man fyrst eftir er ég kom til ömmu og afa, hef verið um fjögra ára og það sem er mér svo minnisstætt er að langamma Helga Beata lá í rúmi sínu orðin eitthvað lúin og veik, en átti samt mola í poka undir koddanum sínum til að gefa okkur smáfólkinu, man einnig frá þessum tíma eftir jólakökunni hennar ömmu, hún var æðislega góð.
Þegar þau voru flutt í Nökkvavoginn komum við að sjálfsögðu oft í heimsókn og man ég sérstaklega eftir jólaboðunum, jólatréð var sett á mitt gólf, Gummi frændi spilaði á píanóið og við dönsuðum í kringum tréð og sungum með, auðvitað voru borð hlaðin kræsingum þeirra tíma, gamaldags rjómatertum, randalínum, smákökum og ýmsu öðru, en maturinn var að sjálfsögðu hangikjöt með heimasoðnum grænum baunum, kartöflum og uppstúfi.
Man líka eftir búrinu hennar ömmu, sem var niður í kjallara, ég elskaði þegar amma bað mig að fara niður og ná í eitthvað, búrið var á stærð við svefnherbergið mitt í dag og í því gegndi ýmissa grasa,
eins og stórir kassar af þurrkuðum ávöxtum, sem maður laumaðist í, setti smá í kjólvasana og tróð upp í sig, en passaði upp á að vera búin að kyngja öllu er upp kom, auðvitað vissi amma alveg hvað var að gerast og hafði gaman að, hún var nefnilega prakkari mikill.
Amma og afi voru alla tíð afar sparsöm og það var synd að henda hvort sem það var matur eða föt, en nísk voru þau ekki, ég lærði heilmikið af þeim eins og bara af mömmu og pabba því þetta var bara svona í þá daga og ég fylgi þessu enn í dag, en þau leifðu sér það sem þeim langaði til afi fór í laxveiði og man ég eftir mörgum skemmtilegum ferðum í Víðidalsá sem var eiginlega áin hans afa, enda falleg á.
Man þegar ég var ófrísk af öðru barninu mínu kom upp í Belgjagerð mætti afa fyrir utan hann var að koma í vinnu eftir hádegisblundinn sinn og hann faðmaði mig horfði svo á mig og sagði áttu enga kápu tátan mín, ég varð víst eitthvað undrandi, hann tók upp veskið og rétti mér nokkra seðla og sagði: "Fáðu þér kápu fyrir þetta tátan mín", ég náttúrlega knúsaði hann fyrir, en mig vantaði enga kápu, en kápu varð ég að kaupa, maður gerði nefnilega eins og afi lagði fyrir mann, málið var að það var hásumar og afar heitt úti svo ég var bara í mínum óléttukjól, en auðvitað átti ég að vera í kápu það var svona snyrtilegra, fór og keypti mér létta kápu og notaði hana í botn sko er ég var orðin léttari.
Afi og amma voru klettarnir í mínu lífi, þau voru alltaf þarna og elskuðu mig og öll hin barnabörnin afar mikið, ég átti ætíð athvarf hjá þeim, það var hlustað á, ráðlagt og spjallað um málin.
Takk elsku amma og afi, ég elska ykkur afar heitt.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirmyndir mínar
29.6.2010 | 22:29
Fyrirmyndir mínar eru margar, það voru Jórunn amma og Jón afi þau voru alveg sérstök alltaf svo góð maður fann hlýjuna frá þeim alltaf og svo man ég hvað þau gerðu mörgum gott sem minna máttu sín.
Það var ætíð gaman að koma í Nökkvavoginn til þeirra.
Pabbi var besti vinur sem ég hef átt, hann var alltaf í góðu skapi og elskaði okkur öll kröfulaust.
Mamma var fyrirmyndin í öllu því sem maður kann bæði til saumaskapar, matargerðar og að maður gæti gert alla hluti sjálfur.
Vinkonu á ég nýfengna, en eldgamla samt sko hún er ekki gömul, bara vinskapurinn og er hún mikil fyrirmynd hjá mér.
Svo eru það barnabörnin mín sem ég er í afar góðu sambandi við, þau eru sko góðar fyrirmyndir, þau væru það ekki ef þau ættu ekki svona yndislega góða og réttsýna foreldra.
Ég gæti örugglega talið upp miklu fleiri, en þetta er gott að sinni.
Takk elskurnar mínar allar bæði farin og hér á þessari jörð, elska ykkur öll afar heitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Uppeldi og áhrifavaldar.
26.6.2010 | 19:57
Hér um daginn gerðist nokkuð merkilegt, ég var að tala um vissar persónur og sagði að þær væru afar ákveðnar í sínum skoðunum og hefðu verið frá því að þær voru smá, engin breytti ( þá kom innskot frá ónefndum manni sem sagði að það væri nú hægt að hafa áhrif) Mikil ósköp sagði ég: það hefur bara aldrei þurft með þessar persónur, þær eru svo ansi vel gerðar og gefnar"
Þegar þessar persónur voru smá fóru þær í heimsókn til fólks, er þær komu heim var spurt hvort ekki ætti að vera hreint hjá fólki er það fengi gesti? Engin hafði áhrif á að síld með kartöflum stöppuðum í safanum af síldinni, væri heimsins besti matur, né heldur að lifrapylsa væri sælgæti og að þær borðuðu aldrei pylsur, hamborgara eða annan ruslmat, né heldur að þær elskuðu að fara á söfn, lesa kvæði, fornsögur og annað augnkonfekt sem fyrir þeim varð. Aftur á móti er þær létu í ljós áhuga á einhverju var stutt við bakið á þeim í því, það er nefnilega það sem uppalendur eiga að gera, ekki að letja persónurnar og segjast ekki nenna þessu eða hinu.
Að sjálfsögðu ala allir upp sín börn, kenna þeim muninn á réttu og röngu, en mín skoðun er sú að maður eigi að leifa sköpunargáfu hvers barns að njóta sín þá mótast þeirra skoðanir frekar í rétta átt, svo vita það nú allir að við erum að mótast og þroskast allt lífið, en því miður staðna sumir einhversstaðar á leiðinni, engin athugar neitt um það eða gerir neitt í því, oft eru þessar persónur kallaðar eilífðar táningar og ekki er ég að setja út á það, það er ekki sjálfgefið að allir séu eins.
Það sem mér fannst svo merkilegt var þessi setning, það er nú hægt að hafa áhrif. það fólk sem talar svona hefur ekki mikið vit á eða eru góðir uppalendur yfirhöfuð, gjarnan vill þetta fólk kenna öðrum um, tekur enga ábyrgð, blaðrar bara út og suður og skilur ekki að öllum er sama.
Ætli þetta sé svona hjá fólki yfirhöfuð, að áhrifavaldarnir séu yfir höfði fólks alla ævi, nei ekki aldeilis, fólk er stöðugt að breytast, fær sífellt nýa sýn á allt sem gerist í lífinu, það er að segja ef fólk er meðvitað um umhverfið og sjálfan sig.
Þær persónur sem láta áhrifavalda stjórna sér eiga bara bágt og hafa engan vilja. það er engin svoleiðis persóna í kringum mig.
Gat ekki stillt mig um þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá fréttir og svo bloggfrí
12.6.2010 | 08:29
Sporðdreki:
Þegar þú leyfir andagiftinni að ráða för,
lendirðu á óvæntum stað þar sem galdrar gerast.
Vinur gæti boðið þér út eða fært þér gjöf sem gleður þig.
Flott stjörnuspá, ef þær mundu nú rætast svona smá þá væri nú gaman að fá smá gjöf frá vini , en það skiptir eigi svo miklu því ég fæ þær gjafir sem ég þarf alla daga, frá fólkinu mínu sem umvefur mig og ég elska að hugsa um.
Eins og ég hef áður sagt frá þá var ég að skila inn þessari Búseta íbúð sem ég er í, hef frest til 1/10 til að skila, en þar sem íbúðin er seld þá er best að fara út sem fyrst og hvað haldið þið, fékk hús á leigu í gær, yndislegt hús með útsýni yfir flóann, kinnafjöllin það er það sem ég þarf, að sjá út á sjóinn, það gengur allt upp hjá mér það er eins og maður sé leiddur áfram, fór í Viðbót að kaupa mér kjöt á mánudaginn, spjallaði þar við kunningjakonu, barst talið að íbúðum hún sagði mér að tiltekið hús væri að losna í ágúst nú ég hringdi og spurðist fyrir fékk að skoða í gærmorgun, kolféll fyrir húsinu og er komin með leigusamninginn í hendurnar til undirskriftar, bíllinn komin með miða í afturrúðuna, þið vitið svona til sölu miða, nú ætlar Milla að hreinsa út kominn tími á að sleppa öllu þessu gamla drasli sem gefa manni ekkert nema pirring þá er ég að meina dauðu hlutina, en það tekur aðeins lengri tíma að hreinsa út úr sálartetrinu, mun samt hafast á endanum.
Mest um vert er að ég er afar hamingjusöm með mig
og mína og allt sem ég er að gera.
Komin í smá bloggfrí, nema eitthvað alveg sérstakt komi upp á.
Kærleik til allra sem þetta lesa og eigið yndislegt sumar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Varaformanninn
6.6.2010 | 08:40
Auðvitað hefur það legið í loftinu, en ég mundi vilja sjá þig sem formann að Bjarna Ben ólöstuðum þá ert þú ferska blóðið sem þarf til að koma flokknum á kjöl aftur á landsvísu, ákveðin, stendur við það sem þú segir og svo ert þú Hanna Birna mín bara flott kona, ég ætla tært að vona að karlpeningurinn í flokknum sé búin að láta af gömlum vana að pota konunum aftur fyrir sig.
Hitti vitran mann um daginn, sem taldi að konur ættu að vera í framsveitum alls því þær væru afar færar til stjórnunar og þar er ég sammála.
Þú óskar nýjum meirihluta velfarnaðar, það geri ég einnig, en bara vegna reykvíkinga, mun eigi tjá mig um það frekar.
Gangi þér vel í því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Íhugar varaformannsframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að sýna tillitsemi
3.6.2010 | 20:45
Sótt hafa að mér hugsanir um lífið okkar allra, sumir hafa verið giftir allt sitt líf, sama makanum, en aðrir hafa skilið eða slitið samvistun margoft, ég þekki ungt fólk sem er búið að vera gift í 20 ár eða svo og eiga öll sín börn saman og það þykir afar sérstakt, einnig þekki ég fullt af ungu fólki sem er búið að eiga marga maka eða sambýlinga og það þarf að vanda vel til ef eigi á að bitna á börnum og öðrum fjölskyldumeðlimum, oft hefur fólk þroska til að gera þetta í góðu, en aðrir búa til fæting úr öllu og nota börnin sem bitbein.
Hvernig ætli standi á að maður lendir í svona karma trekk í trekk, fyrst var ég gift æskuástinni í 2 ár síðan manni no 2 í 27 ár, og uppskar þessi yndislegu börn sem ég á með þessum mönnum, er ég skildi í seinna skiptið ætlaði ég aldrei að ná mér í mann aftur, en það fór nú á annan veg.
Kynntist manni no 3 og bjó með honum í 13 góð ár, hann á 6 uppkominn börn og hóp af barnabörnum og langafabörnum, ég á 4 börn og 10 barnabörn, þessi yndislegu börn mörg muna bara eftir okkur saman sem ömmu og afa, eigi er auðvelt fyrir þau að skilja þetta strax þau þurfa tíma til að venjast þessum breytingum og þau munu fá hann og engin mun banna þeim að hitta okkur ef þau vilja.
Við vorum á Eyrinni um daginn þá hringdi hann í mig, er við vorum búin að tala smá þá spurði litla ljósið hver hefði verið að hringja og ég sagði: ,, afi og hann bað að heilsa ykkur", stóra ljósið mitt sagðist vera ánægð að afi væri hjá sínu fólki, þá sagði litla ljósið, en hann á líka fjölskyldu hér." Svona upplifa þau samveruna með afa og ömmu og við getum ekki tekið þetta af þeim þó að við séum búin að slíta samvistum.
Í gær vorum við að borða saman öll, ég bað eina elsku að leggja á borðið á meðan ég færi aðeins niður í bæ, er ég kom aftur var engin diskur í afa sæti, ég spurði hvort við ættum ekki að leifa Dóru frænku að sitja við endann, jú jú sagði hún og breytti þessu. Þetta segir okkur heilmikið, ekki satt?
Held að það vanti hjá mörgum sem eru að skilja eða í sömu sporum og ég að það sé tekið tillit, við verðum að vera þroskuð, tillitsöm og ég vona svo sannarlega að það takist hjá okkur.
Þetta er hvorki auðvelt fyrir börnin eða okkur.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mannsheilinn, undur veraldar
1.6.2010 | 07:26
Jú það er alveg satt, sjáið, sko heilann,hann fer á fullt að leita eftir þeim úrræðum sem eru bestar fyrir hvern og einn, sem heilann á og það skiptir ekki máli hvort afleyðingarnar verði afleitar fyrir borg, bæi og eða mannfólk, hef það á tilfinningunni að strengjabrúður séu að leik og öll vitum við að strengjabrúðum er stjórnað ofan frá, hum, ofan frá sumir halda örugglega að ég sé að meina guð og það færi betur ef að hann væri að stjórna, en ég er að meina sjáanlegar verur, sem samt eru á huldu. Guð kemur nefnilega ekki nálægt svona ósóma.
Vegna þeirra miklu orku, hamfara, hruns og aftur hruns, sem herjað hefur á okkur eru heilarnir okkar ekki að valda því siðgæði sem við þurfum að halda, flestir lifa bara sínu eðlilega lífi áfram, aðrir fara niður á núllið, sumir þenja sig á hinn óhuggulegasta hátt, og aðrir halda áfram brautina hvort sem hún er stráð glæpastarfsemi, kjaftagangi, sjálfsvorkunnar ferli (sumir eru í því allt sitt líf) eða bara lifa sínu lífi af æðruleysi og gleði.
Mér þykir undur veraldar, altso mannsheilinn, taka stórt upp í sig er hann er farinn að dæma, hreyta í, fjandans í einhverju sem hann hefur ekkert vit á eða allavega veit ekkert um.
Hvað ætli það séu margir heilar sem taka þátt í og trúa bara næsta heila með allt sem sá næsti segir, jú þeir eru sko margir og mikið skelfing eru þeir heilar aumkunarverðir, þá hlýtur að vanta kærleika og ást því annars mundu þeir ekki láta svona.
Heilanum mínum þætti afar vænt um ef þeir heilar sem þykjast vita af hverju og hvernig minn heili virkar, hugsar og ræður fram úr málum að sleppa tökum því þeir vita bara ekkert um það frekar en minn heili veit hvernig þeirra virkar.
Heilinn hefur nefnilega tilfinningar, bara rétt eins og sálin.
Kæru heilar, endilega hættið að setja út á og dæma aðra heila sem þið þekkið ekki neitt, bara eftir sögum frá heilum sem engan þekkja og ekkert vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Kunna stjórnvöld það?
29.5.2010 | 10:40
Tel að þar vanti mikið upp á, það sem er að skapa fátækt foreldra og þar af leiðandi barna, er að sjálfsögðu atvinnuleysi, það þarf að hrinda af stað atvinnu veginum, en því miður fer það of hægt af stað.
Ráðstefna þessi er afar þörf og eiga þessar konur þakkir skilið fyrir að vinna að þessum málum, en fátæktin er ekki að byrja í dag eða varð ekki til í hruninu þó mikið hafi versnað þá.
Stéttarskipting hefur ætíð verið til hjá fullorðnum sem smitast í börn þeirra, mörg af ríku börnunum koma illa fram við þau börn sem minna mega sín og sýna þeim megna fyrirlitningu, það er þetta sem þarf einnig að laga, það er að segja, að kenna börnum frá blautu barnsbeini að allir séu jafnir og það skipti ekki máli hvernig börnin eru klædd
Ef okkur á að takast þetta þarf að herja á foreldrum þar til þau skilja að þetta er hið eina rétta annars verður þeim ekki vært í því þjóðfélagi sem þau búa í. Við þurfum nefnilega að fá foreldrana í lið með okkur, síðan verður þetta kennt í leikskólum og skólum þá mun þetta koma smá saman.
Að grípa til aðgerða til að vernda börn gegn sárri fátækt er að sjálfsögðu sú að skapa hér á landi góðan vinnumarkað fyrir foreldra, það tel ég vera bestu og eðlilegustu leiðina, það er nefnilega þannig að fólki lýður best er það þarf ekki að þiggja ölmusu, flestir líta þannig á styrki yfirleitt.
Ég veit vel að það þarf að koma til hjálp núna og finnst mér alveg sjálfsagt að framkvæma hana, en hugsa í leiðinni, hvað ætli sú hjálp verði lengi í nefnd áður en til framkvæmda kemur.
Eitt en við getum ekki leift okkur að vinna þessa vinnu í hroka og fyrirlitningu á fátækt, fyrirgefið, en það er það sem hefur mætt sumu því fólki sem þurfa hjálp.
Vonum að stjórn landsins fari að vakna til lífsins með að það þurfi að vinna vel að málum hver sem þau eru.
Njótið svo dagsins kæru vinir.
Vernda þarf börn gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þetta líkist mannfólkinu
28.5.2010 | 12:26
Fuglar hröktu kisu ofan af þaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flestir vilja Hönnu Birnu
27.5.2010 | 07:55
Það vil ég einnig þó ég búi ekki í borginni sem ég fæddist og ólst upp í er mér ekki sama hvernig henni er stjórnað. Hanna Birna er góður leiðtogi segir hlutina eins og þeir eru og er ekki með neina stjörnu yfirlýsingar eða vandlætingasvip er hún ræðir um annað fólk í framboði.
Ýmislegt þarf að gera, takast á við og framkvæma og það verður ekki auðvelt í borginni freka en hjá öllum bæjum og borgum í okkar fagra landi, en eitt er víst að ekkert gerist ef samvinnan er ekki fyrir hendi hvar á landinu sem er.
Hanna Birna vill sterka og góða samvinnu og hún er topp kona til að leiða hana sem borgarstjóri Reykjavíkur.
Ekki er ég að horfa á hvar hún er í pólitík heldur hvað hún er góður leiðtogi, það er gott fólk í öllum flokkum, gott væri ef það mundi vilja stíga fram og vinna að lausn mála sem úr böndunum fóru, eigi ætíð að reyna að finna sökudólg og eða setja út á, við þurfum ekki á því að halda núna, við þurfum góðan anda í öllu því sem við erum að taka þátt í.
Gott fólk látum það gerast hvar á landi sem við búum.
Gangi okkur öllum vel, hvar á landi sem við búum.
Eitt er afar nauðsynlegt fyrir okkur öll það er að hætta að tala um og búa til sögur um það hvernig fólk vinnur saman í pólitík svona yfir höfuð, við höfum nefnilega oftast rangt fyrir okkur.
Flestir vilja Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er flestum sama, því miður.
26.5.2010 | 22:17
þessa færslu tók ég af síðunni hennar
Róslín Valdimarsdóttur, það er mikil þörf á að lesa
hana og krefjast aðgerða, laga og hvað eina sem þarf til
að bjarga konum sem lenda í klóm ofbeldismanna. Það
hlýtur einhver að vilja stíga fram og berjast fyrir þessum
málstað.
25.5.2010 | 21:02
Ofbeldismenn...
Hér er færsla sem ég vil koma á framfæri, skrifuð af Ragnheiði Rafnsdóttur, mömmu Rafns. Ég vil biðja ykkur um að deila þessari færslu eins og þið getið.
Mikið hefur verið talað um ofbeldismenn og það er eins og ofbeldi fari vaxandi.....Hins vegar er eitt ofbeldi þar sem dylst oft og lítið er talað um í fjölmiðlum....Heimilisofbeldi.
Þetta mál stendur mér nærri og því tæpi ég á þessu hér.....Í yfir hundrað ár hafa konur(stundum karlar) verið beittar miklum hrottaskap af eiginmanni og hafa þurft að þola mikla niðurlægingu, sársauka og vonleysi... Hvað er verra en að vera beittur ofbeldi inn á þínu eigin heimili fyrir framan börnin sem þú elskar meira en allt annað....Maður getur spurt sig afhverju fara þessar konur ekki? Afhverju láta þær bjóða sér þetta? En svarið við því er að þegar búið er að brjóta manneskjuna svona niður þá er ákaflega erfitt að stíga út úr þessum aðstæðum og það krefst mikils hugrekkis(þessar konur ættu skilið að fá fálkaorðuna). Oft á tíðum er það óvissan um peninga, það að geta séð börnum sínum farborða og annað sem stoppar konuna og sú trú að allt verði gott einn daginn.....Þessar konur eru frábærir leikarar og ótrúlega góðar að fela aðstæður....
En þegar konurnar stíga út og sýna með því ótrúlegt hugrekki þá byrjar nú ofbeldið frá kerfinu. Það getur engin hjálpað, enginn vill og tekur á þessum málum...Það er yndislegt fólk sem vinnur í Stígamótum og kvennaathverfinu en ég er að tala um þá sem öllu ráða....
Það sorglega er að enginn er að hugsa um börnin, það spáir engin í hvað sem þeim fyrir bestu....Þau eiga að hitta ofbeldismanninn tvisvar í viku hvort sem þau vilja eða ekki....Hver lætur börn til ofbeldismanna? Hvaða móðir gerir það? Ef hún hins vegar gerir það ekki þá þarf hún að mæta fyrir rétt eins og versti sakamaður....Hverjum er verið að refsa í þessu máli? Ekki ofbeldismanninum, ó nei það er verið að refsa konunni sem var svo hugrökk að stíga fram og vildi með því binda enda á þjáningu sem bæði hún og börnin verða fyrir....Því er borið við að hún hefði átt að kæra manninn fyrr og koma með sannanir...Hvernig er hægt að sanna það að þú hafir verið kölluð heimska, fífl og ég vona að þú brennir í helvíti? Hvernig er hægt að sanna að þú hafir verið kölluð aumingi, hóra, asni og margt ennþá verra fyrir framan börnin þín? Hvernig ætlar þú að sanna að þú hafir ekki fengið peninga til að kaupa mat handa börnunum þínum svo mánuðum skiptir? Hvernig getur þú sannað að þú sért leið og sár út í sjálfa þig yfir að hafa ekki stigið fram fyrr? Hvenær og hver þorir að taka á þessum málum? Hver býður sig fram? Það hefur engin gert....
Í þessu tilviki eru líf fjögurra barna í hættu....Ásamt lífi móður þeirra....Og þeirra sem standa þeim næst...Því þetta er eitthvað sem öll stórfjölskyldan þjáist fyrir.....Og eins og þetta sé ekki nógu erfitt þá er staðan sú að fórnarlömbin búa í fjarlægu landi, þ.e. heimalandi ofbeldismannsins. Búið er að leita til alla ráðuneyta, sendiráðsins, barnaverndanefnda og fleiri og fleiri hafa verið grátbeðnir að hjálpa en nei sorry við skiptum okkur ekki af þessum málum.....ég hef alltaf verið svo barnaleg að halda að sendiráðin okkar erlendis væru til að hjálpa löndum sínum í erfiðleikum en svo er ekki....Ég spyr fyrir hvern andskotann erum við að borga? Er það málið að við erum að leggja afdala stjórnmálamönnum til vinnu? Svo þeir geti haldið áfram að lifa hátt.....já mér er spurn....
Ég bið ykkur sem þetta lesið að senda þetta áfram þangað til einhver sér þetta sem hefur kjark, dug og vilja til að taka að sér erfitt mál sem þarf að beita hörku en á sama tíma mikilli góðsemd til þeirra sem eiga um sárt að binda....
Einnig vil ég benda þeim konum á sem eru að upplifa ofbeldi á heimilum að fara til lögreglunnar og láta skrá niður það sem þær verða fyrir.....Og ég óska ykkur alls hins besta.....
Ragnheiður Rafnsdóttir,kona, dóttir, eiginkona, tengdadóttir, móðir, systir, mágkona, svilkona, frænka, vinkona, kunningi, vinnufélagi.
www.bjarmalandsgengid.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breytingar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
26.5.2010 | 07:33
Já það eru stórar breytingar sem ég er búin að gera á mínu lífi, ég er afar sátt við þær og vona ég að aðrir í kringum mig séu það líka og að fólk sé ekki að búa til sögur um breytinguna, sem engar rætur eiga og engin veit nein deili á, því þessi breyting kemur mér einni við í raun því ég ein ber ábyrgð á mínu lífi og gjörðum.
Sporðdreki: Þér liggur margt á hjarta í dag.
Hvað sem þú gerir mun það koma þér til góða.
Satt er það, mér liggur margt á hjarta og get varla beðið eftir að framkvæma það sem ég vil gera, en veit að allt sem ég geri kemur mér til góða, en eins og margir vita þá ræður maður ekki hraðanum sjálfur að öllu leiti, ég er til dæmis að flytja, er ekki búin að fá aðra íbúð, svo ekki er heppilegt að byrja að pakka niður, enda er maður flytur svona innanbæjar þá er ekki nauðsyn að pakka svo vel, en ég gæti farið að henda, því það verður nú margt sem fer á hauganna, bæði úr skápum og sálartetri.
Eitt er á tæru að þó maður hafi verið með manni bara í 13 ár þá er komið heilmikið rusl inn hjá báðum aðilum, en sem betur fer er þessi aðskilnaður gerður í góðu og hann er afar nauðsynlegur, þegar heilsan fer að bila getur maður ekki verið stuðbolti fyrir heilsubrest hvors annars, allavega lít ég þannig á málin.
Ég þakka þér Gísli og þínu fólki fyrir að hafa kynnst ykkur, að öllu leiti var það eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður, hlakka til að lifa í mínu nýja karma.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Helgin er búin að vera yndisleg
24.5.2010 | 20:22
Ný útskrifaðar ljómandi af hamingju.
Skoða einkunnarspjöldin og Viktoría Ósk fylgist með
Hamingjusamar mæðgur, þær fengu verðlaun fyrir frábæran árangur
í ensku mamma þeirra elsku Dóra mín fékk blómvöndinn fyrir vel unnin
störf við skólann.
Milla að skreyta salinn á laugardeginum
Dóra og Ingimar að leggja síðustu hönd á matinn
Humarinn býður eftir að komast ofan í pottinn.
Ein af eftirréttartertunum, hún var æði full af berjum.
Krakkatertan, hún var sko flott
Það koma fleiri myndir seinna.
Knús í öll hús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vandamál ! Frekar verkefni sem þarf að takast á við
20.5.2010 | 07:01
Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar
og yfirsýnar.
Vertu opin/n fyrir nýjum hugmyndum úr óvæntri átt.
Annars kalla ég þetta nú ekki vandamál sem ég er að leysa þessa daganna, verkefni eru það frekar í mínum augum, já verkefni sem eru lögð fyrir mig og það er algjörlega mitt að ákveða hvort ég stenst prófið eður ei, allir fá svona verkefni, sumir skilja þau, aðrir ekki, eitt er víst að prófið er bara mér í hag engum öðrum því við vinnum bara að okkar málum ekki annarra.
Einbeitningin er eins og er bara á næstu helgi, allt annað verður að bíða þar til eftir helgi eða lengur, það er nefnilega þannig að verkefni geta tekið afar langan tíma að leysa og ég tel þetta vera eitt af því, en svo getur þetta farið í gang og málið dautt á stuttum tíma, við sjáum hvað setur, en ég gæti þurft að taka mér fyrir hendur smá ferðalag.
Í dag er full dagskrá við hinar ýmsu reddingar, á morgun er stóri dagurinn og hér verður bara gleði á ferð með alla mína í kringum mig, hlakka svo til.
Um þessa helgi sem er hvítasunnan fara fram margar fermingar og útskriftir, einnig fer fólk í sumarhúsin sín, fellihýsi, tjaldvagna og húsbíla óska ég öllum gleðilegrar helgi og endilega munið að fara varlega og ganga hægt um gleðinnar dyr.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Að skilja það sem er að gerast.
16.5.2010 | 08:17
Sporðdreki:
Þú átt erfitt með að henda reiður á hvað er að
gerast í kringum þig. Þolinmæðin er ein af
undirstöðuatriðum þess að þér verði eitthvað úr verki.
Að skilja það sem er að gerast og henda reiður á því er bara púra vinna og ef maður ekki nennir að huga að því þá gerast engar breytingar, maður staðnar og fjandinn gengur laus allt um kring.
Ég skil afar vel hvað er að gerast í kringum mig og aðra sem að mér koma á einhvern hátt, þá er ég ekki að meina endilega mitt fólk, heldur marga aðra sem komið hafa við í mínu lífi og ef ég er ekki vinn vel með málin þá fer ekki vel. það er vegna þessa sem ég hef unnið með mínar úthreinsanir að undanförnu, þetta er tímafrek vinna, en mikið skelfing léttir mér er mér hefur tekist vel upp.
Gott var að fá þetta með þolinmæðina stundum vantar mig hana og þá gengur ekkert upp, allt fer bara út í sandinn, en ég tel að það þurfi einnig að vera heiðarlegur sérstaklega þarf maður að vinna með sjálfan sig í heiðarleikanum.
Eins og svo margir hef ég fengið á mig ýmislegt, sem ég hef ekki kannast við, sérstaklega á undaförnum árum, tel ég að þarna sé á ferð flétta af rugli, því rugli sem konur skapa er þær ekkert vita eða þekkja viðkomandi, það er hlustað á og svo fara í loftið slettur sem viðkomandi telur vera réttar, en hefur þær bara eftir einhverri konu sem þær þekkja ekki neitt, karmað sem er þarna á ferð þarf að losa um, ég get ekki ímyndað mér að nokkur kona vilji lifa við svona rugl, og til þess að losna við það þarf að vinna að því að hreinsa út. Sannann vinskap finnur maður ekki í óheiðarleikanum og með því að ljúga upp á aðra.
Margt er ömurlegt hér á blogginu, fólk hefur sett út á það sem ég kalla losun og kemur frá hjartarótum mínum og er sannleikur, ekki þíðir það að ég sé að velta mér upp úr þessum málum dags daglega, bara að ég er að hreinsa málin út og tekur það oft langan tíma, litli bróðir minn hefur sagt að ég ætti að skrifa ævisöguna hann gæti lært mikið af henni, en ég held að ég sleppi því bara og skrifi mig frá því sem ég tel vera meinsemdir í mínu lífi, nema bara á Wordinu, því það er gott að skrifa sig frá málum.
Ég tel afar mikilvægt fyrir þá sem eru reiðir og útmála aðra (ekki að meina mig) með miður skemmtilegum orðum að skoða og spyrja sjálfan sig, af hverju er ég svona reið, reiðin kemur nefnilega oftast frá einhverju allt öðru en maður skeytir henni á.
Horfið svo á það sem er að gerast á okkar fagra landi og spyrjið hvort það sé rétt að eyðileggja líf sitt á neikvæðni um það. Verum jákvæð, heiðarleg, þolinmóð, hjálpsöm og lifum í kærleikanum.
því það erum við sem erum að upplifa þetta allt núna og við getum ráðið hvort við gerum það í eymd og hatri eða gleði og kærleika.
Njótið lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)