Hengja einn mann

fyrir allan herinn afar sanngjarnt, nei ekki tel ég það vera. Mér er alveg sama hvar hver er í pólitík svona vinna menn eigi, en pólitík er þetta svo sannarlega allir eru að bjarga sínu skinni er það ekki týpískt fyrir Íslendinga?

mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nenni ekki að fara djúpt í þessi mál

Ástæðan er sú að marg oft er fólk búið að kryfja þetta niður í grunninn, en það gerist bara ekki neitt.

Það er eitt sem er alveg uppi á borðinu er að við lálaunafólkið lifum ekki af laununum okkar, sko ef þú ætlað að fá lán í banka þá er reiknuð út neysluvísitala og svo er sagt að maður geti ekki fengið lán, ekki sé svigrúm til að borga af því, sko inn í vísitöluna er reiknað Leikhús, bíó, út að borða, vín, og margt annað, demitt sem engin lálaunamaður hefur efni á get nú alveg urlast út í þessi fífl.

Ég drekk ekki né heldur reyki fer aldrei út að skemmta mér og samt get ég ekki lifað af mínum launum, mér skilst að útreikningar Hagstofunnar segi að við þurfum að hafa 260,000 í laun til að lifa, þá vantar nú alveg helling upp á launin mín


mbl.is Kerfið brýtur niður fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri ekki ráð

Já að hætta þessari eyðslusemi, nota peninginn í nauðsynlegri hluti en að hefja mál á hendur þessum ráðherrum, ekki erum við svo vitgrönn hér á landi að við trúum því að nokkrir menn beri alla sök á því hvernig fór, nei að sjálfsögðu ekki.

Tel að allir ráðamenn hafi haft puttana í þessu hruni vitandi að eitthvað var ekki eins og það átti að vera, allir að reyna að bjarga sínu skinni, en ekkert dugði, það varð fall sem engum óraði fyrir.

Auðvitað bitnaði fallið á almenningi, við vitum allt um það, en ef það á að dæma einhvern þá þarf að taka alla hrúguna, hvað erum við bættari með því?

Segi bara eins og svo margir aðrir, best væri að fá allan sannleikann.


mbl.is Atkvæði um málshöfðun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru farþegar bara rólegir?

Finnst eiginlega með ólíkindum ef að farþegar hafi sætt sig við seinkun vegna töku á atriði úr kvikmynd, en alveg frábært ef það hefur verið, man bara er ég var að vinna í flugstöðinni, ef það var seinkun þá voru allflestir farþegar órólegir og byrjaðir að munnhöggvast við okkur um að það væri alltaf seinkun, alveg óþolandi framkoma af hendi flugfélagsins, taldi þetta vera það sama og vitið af hverju, jú vegna þess að við þurfum ætíð að þrasa um bara hvaðeina sem upp á kemur.

Góðar stundir


mbl.is Tökur seinka Herjólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taldi mig vera reynsluríka

Ætli ég verði ekki að láta mig í því að allflestir hafa meiri reynslu en ég, allavega hver á sínu sviði,W00t hef átt afar erfitt með að taka ráðum frá öðru fólki því ég efast ætíð, um allt og ekkert.Errm

 Sporðdreki:
Hlustaðu á þær raddir sem vilja leiðbeina þér og gefa góð ráð,

því þær tala af reynslu.
Þú færð snilldar hugmynd á meðan þú dormar.

Hef það svart á hvítu í stjörnuspánni minni í dag og ég held að ég fari bara eftir því sem aðrir segja, svona að mestuWink svo verð ég víst að fá mér dorm þá fæ ég víst snilldar hugmynd, tilhlökkunarefni það og algjört nýnæmi, fæ nefnilega aldrei neinar hugmyndir þó ég dormi smá.

Sönn saga:

Kona nokkur hringdi í barnabarn sitt, barnabarnabarnið kom í símann, langamma bað hana að hringja í ömmu sína og biðja hana að hringja í sig, hún væri búin að hringja í hana allan daginn og það væri alltaf á tali, barnið hringdi í ömmu sína og skilaði þessu til hennar, amman sagði já elskan ég skal hringja í langömmu, sem hún jú gerði, en það svaraði aldrei amman hringdi á vaktina á Elliheimilinu og bað þessar elskur sem vinna þar að fara inn til mömmu hennar og svara og rétta henni síman.

Mamma mín heyrir þú ekki í símanum elskan, jú jú en hann er bilaður hann hringir ekki, nú en var ekki stúlkan að svara í síman þinn, nei nei hún kom með hann inn til mín, nú já gerði hún það, ( ég hringdi í hennar síma) já því ég get ekki hringt úr mínum og það heyrist ekkert í honum.

Samt var þessi elska búin að hringja í mig allan daginn, alltaf á tali, ég snerti ekki símann, svona verður maður með aldrinum.

Mamma mín hvað vildir þú elskan? Viltu biðja tvíburana að koma í heimsókn er þær koma næst í bæinn, ég skal gera það mamma mín.

Image0017

Hér er mamma með englana sína, þarna er hún frísk og kát.
Þær eru orðnar eldri núna


Frábært.

Alexandra og Ronja eru ósköp venjulegar systur sem tengjast sérstökum böndum. 

Bjargaði lífi systur sinnar.

Alexandra Líf Ólafsdóttir getur þakkað litlu systur sinni fyrir að vera enn á lífi. Eftir að Alexandra greindist með MDS-krabbamein fyrir rúmu ári var ljóst að hún þurfti að reiða sig á annað en bara lyfjagjöf. Hún þurfti að reiða sig á beinmergsgjöf frá systur sinni.

Er þetta ekki yndislegt Ronja eldri systir hennar gaf henni merg og svo sannarlega óska ég þeim og fjölskyldunni allri velfarnaðar.

Kærleik til ykkar allra

 


mbl.is Bjargaði lífi stóru systur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fossar á uppboði

Spurning hvort við eigum ekki í bönkum og öðrum ríkis húsum fullt af frægum listaverkum til að fara með á uppboð sko þá meina ég erlendis, ekki á nokkur maður á Íslandi peninga til að borga raunvirði fyrir listaverkin okkar.

Þetta væri sko flott leið til að borga niður skuldir okkar kannski væri þá hægt að koma af stað eðlilegri atvinnustarfsemi í landinu, svo fólk gæti lifað og notið sín.

Listaverkin hljóta að vera okkar bara rétt eins og skuldirnar


mbl.is Íslenskir fossar á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá þetta út um eldhúsgluggann.


Svifið seglum þöndum á Skjálfanda

  Það var fallegt veðrið við Skjálfanda í morgun þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík fór í siglingu á skonnortunni Hildi. Sunnanátt var og góður byr bæði stagvent og kúvent eins og sagt er á siglingamáli.Hildur náði allt að átta sjómílna hraða sem gerði siglinguna enn skemmtilegri og ekki skemmdu Kinnafjöllin stemninguna með sínum snævaþöktum tindum

Er búin að hafa þessa yndislegu sjón fyrir augunum  út um eldhúsgluggann minn í dag, bátarnir voru einnig fleiri og svo nálægt bý ég að næstum gat ég talið fólkið um borð, reyndar er ekkert nýtt í þessu hjá okkur hér á Húsavíkinni, höfum þessa dýrð hjá okkur allt árið.


mbl.is Svifið seglum þöndum á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er nú öll vitleysan eins.

Sporðdreki:
Þessi dagur er frábær til þess að blanda geði við náungann.
Reyndu ekki einu sinni að útskýra það þó þig langi
eitthvert út - aðrir munu ekki skilja þa
ð.

Þetta er nú hið fáránlegasta, eina fólkið sem ég blandaði geði við í dag var hið yndislega starfsfólk sjúkrahússins hér í bæ, það var verið að setja á mig holter, fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá mælir holterinn hjartastarfssemina og verð ég með þetta í sólarhring fór svo aðeins heim síðan pantaði ég matvörur úr Samkaup, hef nú aldrei gert það áður, en afar þægilegt ef þörf er á. Þegar vörurnar komu fór ég á pósthúsið með skó sem ég hafði pantað of litla, aðeins í Kaskó til að kaupa tröstemedel og keypti mér álegg, salat, kex, vínber og sitthvað annað ég á nefnilega svo bátti bátt, kom svo við  á Baughólnum knúsaði ljósin mín síðan heim og upp í rúm og svaf til 5.

Svo á ég ekki að reyna að útskýra það þó mig langi út - aðrir mundu ekki skilja það, nei það er rétt því ég hef ekki farið út í áraraðir svo ég mundi heldur segja að fólk yrði undrandi, en eitt er það sem mig langar ekki til og það er að fara eitthvað út, til hvers???

Nú þetta með holterinn hann á að sýna hjartalækninum fram á hvort gangráðurinn minn er ónýtur eða hjartað mitt, fer allavega í aðgerð að mér skilst fljótlega.

Að setja í gangráð eða skipta um hann er ekkert mál, að sjálfsögðu er það mál fyrir þá sem eru mikið veikir, allavega talar fólk um það, er minn var settur í fór ég bara heim daginn eftir.

Mér finnst þessi vél sem heitir líkami afar merkileg, við vitum aldrei, rétt eins og í bílunum hvað klikkar næst og í raun ekki hversu alvarleg bilunin er, sko læknarnir tala yfir manni eitthvað  tungutak sem hugnast manni eigi svo maður bara lokar á að það gæti jafnvel verið smá hættulegt ástandið á manni, en ef það er bíllinn sem klikkar þá er gert við hann á stundinni, smá djók. Auðvitað gerir maður allt sem þarf fyrir mans eigin vél.

Sem sagt stjörnuspáin mín passar bara alls ekki í dag.

Kærleik á línuna.

 


Hjartanlega sammála

Það vantar svo sannarlega ýmislegt, flestar koma út í lífið með brotna sjálfsmynd, halda að engin vilji þær eða nokkrum þyki vænt um þær, en það er ekki rétt.

Oft á tíðum er ekki talið heppilegt að foreldrar taki við  stelpunum sínum og þá vantar einhvern sem skilur og sýnir kærleika, með öðrum orðum umvefur þær.

Annað sem er nauðsynlegt og ég veit að vantar, er kennsla fyrir þær sem hafa verið í neyslu frá 12 ára, skulum við segja, það segir sig sjálft að í þeim tilfellum hefur þroskinn staðnað bæði vitsmunalega og siðferðislega, það þarf að kenna þessum ungu yndislegu stúlkum alla þá þætti sem eru nauðsynlegir í lífinu og ég veit að þær vilja læra.

Ég er ekki að tala um að læra á bókina það kemur bara ef þær vilja, fyrst þarf að hjálpa þeim með allt annað. Ungur maður sagði við mig hér á dögunum: " Það er ekki nauðsynlegt að allir mennti sig, fólk gerir bara eins og það vill og getur."

Það sem mér finnst einkenna umræðuna um úrræði eru fordómar og fáir vilja koma að því að hjálpa
Væri það nú ekki ódýrara fyrir ríkisbáknið að koma upp heimilum með fólki sem lætur sig annt um frekar en að missa þessar ungu stúlkur alveg frá okkur.

Þess má einnig geta svona rétt í leiðinni að það bráðvantar úræði fyrir ungt fólk sem á við þunglyndi og geðræn vandamál að stríða, þá meina ég úræði sem passa við þeirra aldur og eru á þeirra leveli, heyri stundum þessa setningar: "það skilur mig enginn, sko hann/hún man ekki hvað ég bað um síðast, þau setja út á allt, er ég bara svona ómögulegur/leg, engum þykir vænt um mig."

Góðar stundir


mbl.is Vantar úrræði fyrir ungar konur í neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt.

Já mér finnst það sorglegt er ung kona tekur upp á svona gjörning, setjast upp í bíl próflaus og undir áhrifum áfengis, hvernig dirfist hún?

Hefði getað drepið drenginn og hvað þá, en sem betur fer þá virðist drengurinn ekki hafa slasast mikið en sálartetrið hefur örugglega skaddast og vonandi verður hlúð að því.

Konan já það er einhver ástæða, hvað er að hjá þessari ungu konu, spurning sem þeir sem þekkja til verða að svara og hjálpa þessari ungu konu svo eigi fari ver í hennar lífi.

Guð veri með öllum sem eiga um sárt að binda


mbl.is Ölvuð ók á barn á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var 7 ára

Gleymi aldrei þessum 5 dögum þó ung hafi verið, Dagfinnur Stefánsson og hans fólk voru góðvinir minnar fjölskyldu, það var tiplað á tánum til að hlusta á fullorna fólkið tala um hvað, hvernig og að það væri ekki líklegt að þau væru lifandi, en svo komu fréttirnar og það voru gleðifréttir, engin réði við tárin sín og spennufallið mikið.

Ég reyndi að koma inn mynd af þristinum en ekki tókst það, flaug mikið með þeim í innanlandsfluginu bestu vélar allra tíma, svo eru þær fallegustu vélar allra tíma að mínu mati.

Hefði svo gjarnan viljað vera þarna í gær, en vissi ekkert um þetta.

Í þessari björgun sýndi það sig hvað í okkur býr og búið að gera síðan, við íslendingar erum hetjur  og stöndum saman þegar á reynir.


mbl.is Minntust Geysisslyssins með fallhlífarstökki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfrungar eru vinir mannsins

Þetta er sú jákvæðasta og yndislegasta frétt sem ég hef lesið lengi, hugsið ykkur þá ákveðni og jákvæðni sem þessi maður hefur, við mættum sko læra af honum.

Svo hefur hann eignast vini í höfrungunum þeirra orka er sú besta í heiminum.

Til hamingju með afrek þitt Philippe


mbl.is Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat nú svo sem verið.

Staðsetningin alveg frábær og í anda þeirra sem skipuleggja, bara að ná öllum frá þessum hrikalegu krummaskuðum úti á landi, sem kosta allt of mikla peninga.

Risaverksmiðja í pípunum

Árið 2014 er stefnt að því að ný verksmiðja sem framleiðir dímetýl-eter, litarlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti, verði komin í gagnið á Grundartanga og að framleiðslan, um 500 tonn á dag, sjái íslenska skipaflotanum fyrir eldsneyti.

Það er náttúrlega gott að geta minkað innflutning á olíu, en hvað kemur þetta gervigas til með að kosta, reyndar er mér alveg sama, kvíði bara  er ég þarf augum að líta enn eitt ferlíkið er ég ek suður nóg finnst mér nú um nú þegar, en auðvitað get ég bara ekið hvalfjörðinn rétt eins og áður en göngin komu þá slepp ég við þetta augnkonfekt sem hugnast mér ekki svo.

Gott að koma því einnig að, við þurfum atvinnu núna og það úti á landsbyggðinni, við viljum sjálf fá að velja okkur hvar við búum.

Væri gott og afar skemmtilegt að rusla þessari ríkisstjórn í burtu því hún er ekki hæf til að höndla þau mál sem höndla þarf, eru nefnilega komnir í vasann á auðvaldinu.


mbl.is Risaverksmiðja í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út úr glerhöllunum með ykkur.

Er ekki kominn tími til að þið vaknið upp sofandi sauðirnir ykkar labbið út úr glerhöllunum og sjáið hvernig lífið er, legg svo til að þurrkað verði út að fólk þurfi að koma, standa í biðröðum til að fá mat handa sér og sínum, þvílík skömm fyrir ríkisstjórnina.

Eitt skuluð þið athuga að fólk upplifir sig sem þurfalinga dettur niður á sálinni og guð hjálpi börnum þessa fólks og að þau bjargist út úr þessu heil á sinni, börn eru nefnilega miskunnarlaus og láta þau sem minna mega sín ekki í friði og hverjum ætli það sé að kenna, jú foreldrum barnanna sem tala um fátæktarklæðnað og aumingjaskap. Þetta er staðreynd.

Við láglaunafólkið viljum svo ekki heyra meira um að málin séu sett í nefnd því þau eru búin að vera í mörgum nefndum, sem trúlega hafa bara haldið stofnfund og svo ekki söguna meir.

Stjórnin á að segja af sér, hún er ekki fær um að leysa þessi sem og önnur mál fyrir okkur landsmenn

Góðar stundir


mbl.is Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haustið

Held bara að haustið sé minn uppáhaldstími, það er svo margt að gerast vindurinn gælir við mig ekki kaldur heldur ekki heitur. Laufin af trjánum falla og segja mér að þau komi aftur að vori, ég var nefnilega að flytja í annað hús og í garðinum eru stór og falleg tré, þegar ég ligg á koddanum á kvöldin hlusta ég gjarnan á þau og ég er ekki að plata er ég segi að þau tala við mig og segja mér svo margt sem þroskar huga minn, fer með bænirnar mínar og hugsa um fólkið mitt og þá sérlega elsku barnabörnin mín horfi á Neró minn sem sefur mér við hlið og sofna hamingjusöm því ég er svo rík.

Nú allt fer í fastar skorður börnin byrja í skólanum, sem er alveg sérlega skemmtilegur tími að mér finnst, það er svo gaman að fylgjast með þeim og þeirra framförum.

Mér finnst líka svo skemmtilegt er hausta tekur að vera inni finna heimilið  mitt umvefja mig, elda mat og stússast í kringum fólkið mitt, er kvölda tekur set ég góða tónlist á kveiki á kertum og tek mér ljóðabók í hönd, ég elska góð ljóð, ljóð sem hafa boðskap sem höfðar til mín. Í ljóðum er svo mikill sannleikur, stundum næ ég honum ekki strax les aftur og aftur þar til ég skil boðskapinn.

Þegar ég er búin að koma mér vel fyrir hér þá fer ég að dúllast í jólaundirbúning (er svolítið lengi að gera hlutina) þá verður allt tilbúið fyrir 1 des og er englarnir mínir koma heim í jólafrí.

Veturinn ætla ég svo að nota vel til að ná betri heilsu skoða hug minn vel og lifa lífinu eins og mér finnst best hverju sinni, gera það sem ég vil og láta engan stjórna í mínu lífi einu verurnar sem fá að stjórna í ömmu sinn eru barnabörnin þau eru toppurinn á tilverunni.

Ljós og frið til ykkar allra
Milla.



Gjafir sem gleðja.

Hún Gulla vinkona mín kom í fyrradag og færði mér rós úr garðinum sínum, þetta eru gjafir sem gleðja,
gefnar af einlægni og kærleika takk elsku Gulla mín. Rósin er hér til hliðar.

Gærdaginn notaði ég til að fara á Eyrina, skrifaði undir sölusamning hjá Búseta og vænti þess að allt fari vel þar. Fór síðan í Touata umboðið og dúllaði mér smá í búðum, í Heim Hafsins fór ég til að heilsa upp á Huld og Halla keypti mér reyktan silung, íslenskt jurtakrydd og rúgbrauð. Er ég lenti á Húsavíkinni komu elskurnar Milla og c/o borðuðum við snarl saman.

Fór í morgun í búðir, merkilegt maður flytur á millihúsa og það vantar allt milli himins og jarðar og þá er bara að kaupa það, fór einnig í Töff Föt og fékk mér einar leggings. Kom heim gekk frá öllu saman skreið upp í rúm og svaf til þrjú það var bara yndislegt.

Síðan var matur hjá þeim kl 18 og er rétt komin heim og ætla bara að láta ykkur vita að ég er grútsyfjuð.

Kærleik á línuna



 

 


Loksins, loksins!

 Já loksins komin í mína tölvu hafandi verið í fríi frá henni síðan í lok júlí, en vitið að það var mér ekki erfitt því ég er búin að hafa það svo skemmtilegt.

Flutti til Millu minnar í lok júlí og var það bara æði, átti náttúrlega að fá húsið sem ég bý í núna miklu fyrr, en það komu í ljós fleiri skemmdir en haldið var sit hér og það á eftir að gera helling, en ég segi nú bara ekki margt, en verð ánægð ef allt er tilbúið fyrir 1 des.

Ég fór suður um miðjan ágúst og kom Viktoría Ósk með mér það var svo yndislegt að hafa hana með, nú við nutum þess að vera á Keili hjá Dóru og englunum mínum, en þær komu frá Japan 18 ágúst og að sjálfsögðu hittum við fallegu barnabörnin mín á Kópab. og fullt af vinum og ættingjum.

Mér finnst nú spáin mín skondin í dag, ekki kann ég að mála það er spurning með leiklistina er maður ekki að leika allt sitt líf, en meistarakokkur er ég, en bara svo mikið hætt svoleiðis nostri.
Sköpunargáfuna er ég að nota til að gera heimili mitt hlýlegt, íverandi með koddum, teppum, fullt af kertum og ekki má gleyma kærleikanum.

 Sporðdreki:
Nýttu starfsorku þína og sköpunargáfu því þetta eru

þínir sterkustu eiginleikar. Kannaðu ný hverfi og ný
áhugamál eins og að elda, mála eða leika.

Nú er allt komið í fastar skorður skólarnir byrjaðir og amma sækir litla ljósið á hverjum degi í skólann og stundum kemur Viktoría Ósk og fær sér að drekka með okkur, nú englarnir mínir eru byrjaðar í Háskóla Íslands mér finnst eins og það hafi verið fyrir stuttu að ég tók á móti þeim þessum 12 marka ljósum sem gerðu mig að ömmu og svo komu þau hvert á fætur öðru og ætíð var ég jafn hamingjusöm og það get ég sagt ykkur sem ekki hafið upplifað  ömmu hlutverkiðað það er besta hlutverk sögunnar.

Nokkrar myndir

100_9817.jpg

þarna eru þær mæðgur að kveðja Ernu bestustu vinkonu okkar.

100_9820.jpg

Þetta eru sko góðar frænkur

100_9847.jpg

Þetta eru prakkararnir mínir, yndisleg.

100_9821.jpg

Lísbet Lóa svona var hún sæl með sig sat bara á teppinu,
en gerir það nú ekki lengur

100_9889.jpg

Litla ljósið að fara með okkur á Eyrina

100_9850.jpg

Það úir og grúir af dóti, sælgæti, Sölvi Steinn að ná sér í nammi
Solla mín að tala í símann og Viktoría Ósk með litlu Lóuna

100_9866.jpg

Þær voru að fylgja okkur út er við vorum að leggja í hann norður,
Mátti til að birta þessa mynd, sko þær eru í Baby Doll náttkjólum
Skelltu sér í blúndustuttbuxur settu vetrarhúfurnar á hausinn svo
ekki sæist að þær væru ógreiddar, önnur í vesti af mömmu sinni
og get ekki ímyndað mér hvað þetta hvíta er sem hin er með
Þvílíkt outfitt

Kem með fleiri myndir síðar.

Kærleik á línuna


Myndir af Japansförum

Þær eru búnar að senda mér tugi mynda,
sumar eru ekki góðar, þær senda þær í gegnum símann
svo ekki er von á góðu, en hér koma nokkrar

100808_1524~01englarnir

alltaf jafn glaðar þessir englar mínir

100805_1814~01fyrstu skórnir

Fyrstu skórnir sem keyptir voru, þeir eru æði

100807_1756~01Dóra mín

Dóra mín undir fiðrildateppi

100807_0001~01köflóttir

Þessir eru nú bara æði

100807_2000~01Þær í stuttb

mínar í stuttbuxum, gellurnar.

knús á línuna


Að eiga góðan vin.

Já að eiga góðan vin, hvað er það í í hverju er það fólgið, góð spurning, en getur einhver svarað því, jú jú allir geta svarað því hver fyrir sig.

Ég hef átt fáa ekta góða vini um ævina, en alveg fullt af kunningjum, góður vinur er bara ætíð þarna eins og klettur og ævilega er hægt að leita til hans því annars er hann ekki sannur vinur.

Nú það gerist náttúrlega hjá flestum að finna sér vin, sama á hvaða aldri maður er, ég eignaðist tvo eigin menn sem kunnu ekki að vera vinir mínir síðan einn vin sem var bara ekki að passa fyrir mig.

Málið er nefnilega það að ef ég mundi verða svo heppin að eignast vin mundi ég vilja að ég gæti talað við hann þegar ég vildi og að við hefðum það skemmtilegt saman, værum skotin í hvort öðru ástfangin af lífinu, færum saman á tónleika, út að borða, kaffihús, og bara allt sem okkur langaði til og eitt væri afar nauðsynlegt að við værum sammála um að elska fólkið okkar afar mikið því hjá mér eru börnin mín og barnabörn það besta sem ég á, en það er að sjálfsögðu öðruvísi ást heldur en á milli manns og konu.

Þarna er ég að tala um vinskap í sambandi og engum vini að álasa því ég er nefnilega líka vinur.

Í dag á ég engan vin, en ég á samt mína bestu vini sem ég hef alltaf átt og það eru börnin mín og barnabörn, ég kalla tengdabörnin mín líka börnin mín,vini og bræður mína og þeirra fólk og er ég afskaplega þakklát fyrir þau öll, þau eru öll yndisleg við mig. Börnin mín og barnabörn munu ætíð verða hæðst skrifuð í mínu lífi engin getur komið í staðin fyrir þau, en það væri samt gott að eiga vin sem tekur þátt í mínu lífi

Takk fyrir mig að sinni það kemur framhald síðar.
Kærleik til ykkar allra
Milla


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband