Já það var sko gaman hjá þeim.
12.2.2009 | 14:02
Það var bara gaman hjá þeim og reyndar í fyrsta
skipti í langan tíma sem ég sé svona glettni hjá
vini mínum Grétari Mar, en það getur nú verið
önnur ástæða fyrir því.
Grétar Mar Jónsson.
//Vill leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins varpaði þeirri fyrirspurn til Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á Alþingi í morgun, hvort hugað hafi verið að því að leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa eða í Flatey á Skjálfanda.
Össur svaraði því til að á sínum tíma, árið 1987, hafi íslenskt stjórnvöld ákveðið að einbeita kröftum sínum að rannsóknum á Drekasvæðinu, enda þótt það sé lengra úti í hafi og að á þeim tíma hafi ekki verið til tækni til þess að vinna olíu af hafsbotni á slíku hafsvæði. Hann telji að það hafi verið framsýn ákvörðun.
Hins vegar séu til vísbendingar um að gas geti verið að finna undir Skjálfanda.
Svo virtist sem miklir kærleikar væru á milli þingmannsins og ráðherrans á þingi í dag. Sagðist ráðherrann ekki vita hvor þeirra ætti að skipta um flokk til að geta verið nær hinum, en lagði til að þeir eyddu ellinni saman í að leita olíu á Skjálfandaflóa. Grétar Mar sagðist hins vegar bera þá von í brjósti að Össur yrði fyrsti olíumálaráðherra ÍslandsJá ef þeir yrðu samflokka þá yrði það að vera í nýum krataflokki
mundi mér ekkert lítast illa á það.
Bara að láta ykkur vita ef af verður þá að leita ekki nærri landi
sko ég meina ekki nærri Húsavík já og heldur ekki nærri Flatey.
Ekki má skemma allt það fagra útsýni sem við höfum hér.
Annars verð ég nú trúlega komin í gleðina á elliheimilinu eða
bara sex fetin.

![]() |
Vill leita að olíu og gasi á Skjálfanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Missum fólk úr landi.
12.2.2009 | 11:21
Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli. Árni Sæberg
Íslendingar á leið til Kanada
Íslenskur bakari, Birgir Róbertsson, gæti orðið meðal þeirra fyrstu sem flytjast vestur um haf til Gimli í Manitoba í Kanada, vegna kreppunnar sem skall á landanum í haust. Hann vonast eftir nýrri byrjun" í bænum, sem laðaði til sín fjölda Íslendinga í svipuðum sporum fyrir meira en öld
Já við eigum mikið af ættingjum í Gimli og Kanada öllu.
Það er auðvitað sárt að missa fólk úr landi, en hvað á
það að gera er enga atvinnu er að hafa?
Mér finnst líka bara allt í lagi að allir þeir sem hafa löngun
til breytinga skelli sér í það.
Aftur á móti er verra með þá sem ekki vilja flytja úr landi,
en neyðast til þess vegna þess að þeir hafa ekki vinnu.
Vona ég bara að allir þeir sem skella sér út í ævintýrin
hafi það gott og að þeim vegni vel.
![]() |
Íslendingar á leið til Kanada |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Martröð dagsins.
12.2.2009 | 08:18
Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er unga fólkinu lánað
bara viðstöðulaust? Já það er það sem ég held, skemmtileg
byrjun hjá unga fólkinu okkar eða hitt þó heldur.
Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá
Alls voru 664 einstaklingar á aldrinum 18 til 22 ára á vanskilaskrá nú í febrúarbyrjun, samkvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá 343 úr hópnum.
Vanskil hafa aukist um 27,4 prósent frá því í janúarbyrjun í fyrra. Fjölgun skráninga varð 36,7 í kjölfar bankahrunsins.
Ungir karlar á vanskilaskrá eru 65,8 prósent þeirra sem eru á skránni en ungar konur 34,2 prósentVantar ekki hér að unglingunum sé vel gert grein fyrir því
hvað það kostar að taka lán, hverjir vextirnir séu og hvað
þau þurfa að vinna lengi til að borga til baka.
Að þau fái þetta á blað heim með sér og hugsi sig um áður
en þau gana að því að taka bara lán fyrir einhverri vitleysu.
Trúlega verður þetta gert núna er bankarnir eru komnir í þrota
þrot, en áður en það gerðist voru þeim boðnir gull og grænir
skógar og allt var svo auðvelt.
Þetta veit því barnabörnin mín þurftu að kaupa sér nýjar tölvur
þær hrundu, þær gátu fengið 350.000 hver, en þær notuðu nú
bara gömlu skjáina og takkaborðið, en keyptu sér góðar tölvur.
Eigið góðan dag í dag.
![]() |
Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki hægt að gleyma, en fyrirgefa.
11.2.2009 | 07:31

ÉG MUN ALLTAF MUNA
Ég felldi tár af því að þetta minnti mig á hversu illa mér leið á þessu tímabili," segir hin 16 ára gamla Kristín Rán Júlíusdóttir. Þannig lýsir hún líðan sinni þegar hún bjó sig undir málþing þar sem hún lýsti reynslu sinni af rafrænu einelti. Málþingið var haldið á vegum SAFT í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar. Móðir Kristínar, Guðný Kristjánsdóttir, lýsti einnig reynslu sinni af sama tilefni.
Auðvitað mun hún ætíð muna þessi unga stúlka, það
gleymir engin því sem gert er á hluta mans.
Svona einelti er eins og köld rennandi blaut tuska í
andlitið.
Upphaf málsins er að þegar Kristín Rán var í 7. bekk hélt hún úti bloggsíðu og inn á þá síðu voru rituð ummæli, sem ekki verða höfð eftir hér, að beiðni mæðgnanna. Kristín Rán fæddist með fötlun sem lýsir sér þannig að hún er með skerta hreyfigetu í vinstri helmingi líkamans. Hún hefur ætíð átt erfitt með að sætta sig við fötlun sína og hefur reynt að haga lífi sínu þannig að hún hamli henni á engan hátt. Þetta var það persónulegt að fötlunin var nefnd," segir Kristín Rán um eðli þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu. Ég á ennþá erfitt með að sætta mig við að ég sé fötluð en ég er að læra að lifa með þessu," segir hún.
Ummælin sem færð voru inn á bloggsíðu Kristínar voru afar særandi og þó að Kristín Rán hafi nú lokið námi í 10. bekk og hafið nám í fjölbraut sárnar henni enn að tala um þetta. Þetta var það góð vinkona mín að þegar ég komst að því hver gerði þetta átti ég ekki orð," segir hún.
Auðvitað varst þú undrandi, tuskan sem ég talaði um áðan
virkar eins og; ,, Sjokk, undrun á, hef ég gert eitthvað,
hvers á ég að gjalda, reiði og síðan sorgin sem þú þarft að
glíma við, hvernig gat hún gert mér þetta mín góða vinkona
og af hverju?
Kristín Rán og foreldrar hennar hafa fyrirgefið stúlkunni skrif hennar og Kristín og stúlkan hafa verið samstiga í skóla alla tíð, eru núna báðar í fjölbraut. Við erum ekki beint vinkonur í dag en ég hef mætt í afmælin hennar og hún í afmælin mín," segir Kristín. Ég mun samt aldrei gleyma þessu, ég mun alltaf muna eftir því sem hún gerði. Ég er bara þannig manneskja að ég finn það í hjarta mínu að fyrirgefa," segir Kristín og bætir svo við að vinkonan hafi greinilega séð eftir þessu þegar upp komst og henni liðið illa.
Að henni leið illa í einlægni, bendir til að hún sá eftir og var
ekki að hugsa þessa hugsun til enda og að þú gast fyrirgefið
henni gerði gæfumuninn fyrir ykkur báðar og þó sér í lagi fyrir þig.
Það er nefnilega þannig að ef maður er með heift þá fær maður
heift á móti.
Kristín Rán segir að reynslan hafi styrkt hana og gert hana betri. Ég myndi aldrei leggjast svo lágt að gera nokkuð í líkingu við þetta," segir hún. Ég er mjög ánægð að vera ekki svona manneskja."
Þú mátt vera ánægð með að vera svona manneskja eins
og þú segir og elsku stelpa fötlun þín á ekki að hafa nein
áhrif nema þau sem þú leifir þeim að vera, en þar held ég
að þú sért á réttri braut með og vonandi verður þú sú
sem hjálpar bæði þolendum og gerendum í framtíðinni.
Guðný, móðir Kristínar Ránar, segir að þeim foreldrunum hafi fundist skrifin á blogginu svo ljót að þau hafi ákveðið að gera eitthvað í málinu. Hún átti á brattann að sækja frá því hún hóf nám í grunnskóla," lýsir Guðný. Þetta rafræna einelti setti í okkar huga eiginlega punktinn yfir i-ið." Foreldrarnir ákváðu að fá að fara inn á heimili þeirra sem hugsanlega höfðu ritað orðin til að finna ip-töluna en það tókst ekki. Guðný tekur sérstaklega fram að foreldrar bekkjarsystkina Kristínar hafi tekið þeim afar vel. Fyrst ekki tókst að finna gerandann á þennan hátt var ákveðið að leita til lögreglunnar með málið og sú tilkynning var gefin út. Það varð til þess að gerandinn gaf sig fram.
Guðný hnykkir á að þetta mál hafi farið vel og þau telji sér hafa tekist að koma í veg fyrir frekara einelti í gegnum netið með því að bregðast svona við. Þetta bar árangur og það er það sem situr eftir. Viðbrögð okkar og dóttur okkar."
Kristín Rán átti sitt besta ár í 10. bekk grunnskóla og núna blómstrar hún í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við viljum segja frá þessu núna til að koma því á framfæri hvernig við brugðumst við þessuÞetta voru frábær viðbrögð og hárrétt, ég held að alltof fáir
taki rétt á svona málum í dag, en þetta fer batnandi.
Eigðu farsælt líf unga stúlka.
Ljós til allra inn í yndislegan dag
Milla
![]() |
„Ég mun alltaf muna“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn.
10.2.2009 | 21:17
Hér er búið að snjóa yndislegum jólasnjó í allan dag.
fyrst í morgun var 11 stiga frost og hrikalega kalt, ég fór
ekki út, en við vorum að koma heim frá Millu minni og besta
tengdasyni sem til er og hann sagði að það hefði verið kalt
að fara á sjóinn í morgunn. Honum trúi ég ætíð.
Við fengum pastarétt að borða fullan af grænmeti og smátt
skornum pulsum síðan er ostasósu hellt yfir allt saman.
Nú það var rafmagnslaust af og til í allan dag fram í Laugum
þau rétt gátu steikt hammara og franskar síðan fór það aftur
og vonandi er það endanlega komið á.
*****************************
Núna fáið þið viðbót við Fátæka munkinn frá Skörum.
þó var ég ei fullseldur myrkranna makt,
því mikið gott oss í brjóst er lagt.
Ég var eins og bátarnir á vandsigldri leið,
sem velktist í stormi og sjávarneyð,
og aldan lokksins að landi ber,
er lemstrað hafa klettar og sker,
en sérhver brest og baga
má bæta samt og laga.
Þá settu þeir mig í svartnættisskrá ,
og síðan þeir hröktu mig til og frá,
sem vargar, er bráð vilja bíta
og bryðja og naga og slíta
þá dafnaði hatur og dauðasynd,
minn drykkur og matur varð heiftug blind.
Mér var sem ég þyldi dauða og dóm,
sem djöfullinn nísti mig heljarklóm,
mér var sem ég væri í Gehenna,
ég vildi myrða og brenna.
En dynur í fossi og skrjáf í skóg
og skín, sem ársól á fjöllin sló,
og haust regn, sem harmþungt flæddi,
í hjarta mér kærleikann gladdi.
Við daggir og læki og lóukvak
og léttstíga hinda fótatak,
við blómin og íkornans gleði á grein
mig gróandans von í hjartað skein.
Í sjálfum mér sæmd mín glæddist
Um sannindi ný ég fræddist.
Það er ekki satt sem ég ætlaði fyr,
að úthýst sé neinum við himins dyr,
því athvarf hlýtur þar hver og einn,
þar hafnar er engum né sauður neinn.
Sá góði er ekki svo hreinn sem hann
í hroka sínum ætla kann
Sá illi er því góða ávallt nær
en ætlar hann sjálfur, er kvölin slær.
né lasta og fella dóma.
Þetta er eftir Gustaf Fröding.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvernig losnar maður við ???????????
10.2.2009 | 15:11
skömmuð mjög mikið, en hún er frábær.

Ekki að ég hafi svo sem neitt á móti þeim í sjálfu sér, svo er líka til
fólk sem maður bara hreinlega ekki losnar við, það þurfa ekkert að
vera Vottar, en hvað eru eiginlega vottar?
Einu sinni fyrir 30 árum eða svo var bankað hjá mér, ég var ekki með
svona flottan dyrahamar. Fyrir utan stóð kona með litla stúlku sér
við hlið. Hún spurði hvort hún mætti koma inn að tala við mig, ég
sagðist ver upptekin og brosti þá vildi hún selja mér bók nei ég vildi
ekki kaupa bók, þá vildi hún gefa mér einhver rit, ég sagði nei.
Spurði svo hvort ég mætti gefa stúlkunni smá pening?
Hún varð öskureið og sagði þær ekki vera að betla.
Nei það vissi ég vel, en hélt að það væri í lagi að gefa henni nokkra
aura þá frussaðist út úr konunni:,, þú verður þá að gefa peningana
í safnbaukinn er við komum tilbaka.
Dæmi nú bara hver fyrir sig og segið mér hvort dyrahamarinn sé
ekki flottur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Hefðu átt að koma strax.
10.2.2009 | 13:05
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að skoðað verði að ráða alþjóðlega ráðgjafa sem aðstoði ríkið í samningum við skilanefndir gömlu bankanna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að erlendir kröfuhafar bankanna væru með mjög sterka aðila til að semja fyrir sig og ríkið þurfi að koma sterkt inn í þá mynd.
Hvað er þetta vissu þeir þetta ekki strax, jú og það
átti að ráða menn í þetta pronto, en Íslenska stoltið
vill stundum verða dýrkeypt.
verðum að læra að við getum ekki allt.
Á Ríkisstjórnarfundinum hefðu verið samþykkt þrjú mál sem tengjast áætlun um endurreisn fjármálakerfisins. Á fundinum var samþykkt starfsáætlun sérstakrar nefndar, sem í sitja fulltrúar nokkurra ráðuneyta ásamt Svíanum Mats Josepsson en sú nefnd starfar á grundvelli samkomulags sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Er nefndinni m.a. ætlað að koma með tillögur um hvernig byggja eigi upp eftirlit með fjármálastarfsemi sem stenst alþjóðlegar kröfur.
Gott mál og tími til kominn, vonandi vinna þeir hratt og
vel því mannaskipan breytist jú í kosningum í vor.
Eða er þetta ekki pólitískt skipað eins og allt annað?
Þá var samþykkt, að stofna eignaumsýslufélag í eigu ríkisins, sem yfirtaki eignir í bönkum, fyrirtæki þar sem starfsemi sé í raun komin í þrot. Jóhanna sagði, að um væri að ræða stærstu fyrirtækin, um 15-20 félög, sem verði hugsanlega tekin inn í eignaumsýslufélagið í áföngum. Þetta komi ekki í veg fyrir að bankarnir verði með sín eigin eignaumsýslufélög, þá fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Með þessu móti væri hægt að minnka efnahagsreikning bankanna og gera þeim fyrr kleift að endurreisa meðalstór fyrirtæki og setja atvinnulífið í gang.
Vel þekktar aðferðir
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að aðgerðir á borð við þessar, að taka stór mikilvæg illa stödd fyrirtæki, inn í eignaumsýslufélög, væru vel þekktar. Því væri ekki verið að finna upp hjólið heldur beita aðferðum, sem reynst hafi vel annarstaðar.
Tvö frumvörp verða lögð fram á Alþingi á næstunni, annað um eignaumsýslufélög og hitt um fjármálafyrirtæki sem felur í sér að eignir félaga geta verið lengur í gjaldþrotameðferð til að koma í veg fyrir að ekki þurfi að selja þau of fljótt.
Fram kom hjá Jóhönnu að á föstudag muni væntanlega verða afgreidd frumvörp um breytingu á gjaldþrotalögum um lengri fresti og um greiðslujöfnun myntkörfulána.
Mjög gott mál og þá þarf að hjálpa öllum jafnt.
Enga pólitík þar eða vinargreiða.
Frumvarp um skyldusparnað afgreitt
Ríkisstjórnin samþykkti einnig á fundi sínum í dag frumvarp um skyldusparnað sem gerir ráð fyrir að fólk geti tekið út viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt ákveðnum reglum á næstu árum.
Er það þá eitthvað annað en séreignasparnaðurinn sem
átti að vera til að hjálpa fólki út úr skuldum?
bara spyr.
Hvar er svo eitthvað sem kemur strax til að fólk eigi fyrir mat
í dag og næstu daga.
![]() |
Alþjóðlegir ráðgjafar aðstoði ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Martröð dagsins.
10.2.2009 | 08:27
Eiginlega síðan í gær, en læt hana koma núna er nefnilega
eins og barnabörnin segja svolítið hægfara, dettur í hug
strætó er ég var að alast upp, þeir voru svo hægfara að
ég frekar skokkaði allt sem ég þurfti að fara, en að taka
strætó. Síðan kom hraðferð og tók ég hana stundum, en
drottinn minn dýri maður varð nú bara sjóveikur í þeim
vögnum.
Las í gær grein um heilbrigðismál og framvinduna í þeim
málum.
Heilbrigðisráðherra tók upp í sig stórum er hann tók við þeim
langþráða stól, þið vitið sem heitir ráðherrastóll.
Dró strax til baka komugjöld á sjúkrahús og lýsti í stórum
orðum bæði hinu og þessu sem hann ætlaði að gera öðruvísi
en fyrirrennari hans.
Það var nú að mínu mati óþarfi að vera með einhverjar
yfirlýsingar um fyrirrennara sinn, hann átti bara eins og
hann sagði sjálfur að ígrunda málin og leysa þau svo.
það fer of mikill tími í yfirlýsingar um hitt og þetta.
gott var samt að hann skyldi draga til baka komugjöld á
sjúkrahúsin, því annars hefði bara fjöldi mans dáið hefðu
ekki haft efni á að fara á sjúkrahús.
Datt svo ekki af mér andlitið í gær er ég las Þetta:
,, Eigum ekki annarra kosta völ en að draga seglin saman,
fyrirhugaðar er 6,7 miljarða króna niðurskurður á árinu
telur hann nauðsynlegt að finna leiðir til sparnaðar svo sem
í lyfjakostnaði, skipulagsbreytingum og að reynt verði eftir
megni að hlífa starfsfólki sem hafi lágar tekjur á kostnað hinna."
Hann talar ekkert um alla þá sem nú þegar er búið að segja upp.
hverjum á svo að hlífa á kostnað hinna, sest þá kannski einhver
nefnd niður og skoðar, bíddu nú við hvað hefur þetta fólk í laun?
þau hafa nóg rekum hana. Nei ég bara spyr.
Hann er búin að leggja fram pólitísk markmið sem eiga að tryggja
heilbrigðisþjónustuna og aðgengi að henni.
þegar kemur að launakostnaði verði það gert með kjarajöfnun
að leiðarljósi.
Svo verður horft til aðstæðna hverju sinni."
Vill einhver útskýra fyrir mér, hvernig má það vera að heilbrygði
þurfi að vera pólitískt?
Það á að vera bara samvinna.
Þarna er um líf fólks að ræða.
Svo klingir hann út með að segja: ,, Það er sárt til þess að hugsa
að heilbrigðismál hafi ætíð verið látin sitja á hakanum og nú þurfi
að skera niður."
Vitið þið að það er svo týpistk fyrir pólitíkusa að kenna ætíð
fyrirrennurum sínum um hvernig komið er.
Þeir skilja ekki að þeir eru komnir í stjórn til að leysa málin
ekki til að vera með stórar yfirlýsingar og renna svo á rassgatið
með þær.
Ég hvet alla þá sem hafa fengið uppsagnabréf í þessum geira
að taka sig saman svo fólk vita hvað er í gangi.
Þessir stjórn er í sama feluleiknum og hinir voru.
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
9.2.2009 | 20:48
þegar við Gísli vorum að drekka teið í dag og með fengum
okkur nýbakað brauð með sméri og osti, vitið það er eigi
til neitt betra. Fórum að rifja upp æskuna okkar er mjöl
af öllu tagi var keypt inn í 25 kg sekkjum ásamt sykri,
og bara öllu því sem hægt var að geyma, voru búrin fyllt
af á haustin.
Nú auðvitað fór það eftir efnum fólks hvað það gat keypt
mikið inn, en fyrir sláturtíðina var nauðsynlegt að afla vel
í búrið.
Nú er sá tími kominn að brýnt er að spara og þá er gott
fyrir okkur að segja unga fólkinu frá þessum tíma okkar.
Það er nefnilega æði margt sem hægt er að spara bara
með því að hugsa aðeins, smá dæmi: ,,Ég notaði afar
mikið af eldhúsrúllum, ég reif af bréf við öll tækifæri
þurrkaði potta og pönnur með bréfi og ég nenni ekki einu
sinni að telja það allt upp, en þær dugðu aldrei það voru
keyptar endalausar rúllur."
Núna dugar pakkningin, ja það er ein eftir núna síðan um
jól, dugleg stelpa ég er. Bara að hugsa aðeins.
********************
Var að hugsa um að setja inn fjögur fyrstu erindin,
úr kvæði Gústafs Frödings
Fátækur munkur frá Skörum.
Nú hnignar fjöri, nú förlast verk
hjá fátækum, ólærðum strokuklerk,
munki á flóttaförum
fordæmdum niðri í Skörum.
Í kör hefir ellin mig kreppt og fellt,
og kirkjan þeim vonda mig ofurselt
sem drápsmann og trúvilltan syndasauð,
og sekan og dræpann sem kóngurinn bauð.
Þeir hafa elt mig sem úlfinn í skóg,
æ síðan kankúnann Lassa ég sló.
En hettuna eina þeir hrepptu,
sem höfði mínu eftir krepptu.
Ég syndgaði í klaustrinu, satt það er,
og sopa of margan fékk ég mér
í óleyfi úr ábótans tunnu
og átti vingott við nunnu.
Ég hafði krafta í kögglum þá,
í kránum við slarkara flaugst ég á,
til lausalýðs mig dró ég
og Lassa kanúka sló ég.
Og af því spratt þjáning og angur af,
ég át í framandi landi draf,
sem svínin sjálf mundu hata,
sem segir í Vulgata.
Það eru átta kaflar eftir af þessu kvæði og mun
ég birta ykkur það næstu kvöld.
En það er nú ekki eins gaman að rita þetta eins og að flytja.
því þá getur maður notað díalektinn sem í dölunum er notaður.
En það er nú allt önnur Ella.
Magnús Ásgeirsson þýddi þetta kvæði.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Yndisleg og engri lík.
9.2.2009 | 14:00
Lætur ekki segja sér hvað hún á að segja: " flott hjá henni"
Þessi grein bjargaði annars mínum lata degi.
Sjáiði bara hvað hún er yndisleg.
Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni.
Í viðtali, sem birtist í marshefti tímaritsins Condé Nast Portfolio, er haft eftir Dorrit Mousssaieff, forsetafrú, að hún hafi lengi varað við því að íslenska fjármálakerfið kunni að hrynja. Ég sagði þetta í hvert skipti sem banki var opnaður á undanförnum árum," segir Dorrit.
Joshua Hammer, blaðamaður Portfolio, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi ítrekað sagt við konu sína að hún gæti ekki viðhaft þessi og ýmis önnur ummæli, sem birtast í viðtalinu.
Blaðamaðurinn segir, að tveimur dögum eftir að viðtalið var tekið á Bessastöðum í desember hafi Dorrit hringt í hann og sagt að hann geti notað allt sem hún hafi sagt þótt eiginmaður hennar hafi viljað að það væri utan viðtalsins.
Frábært hjá henni af hverju má hún ekki segja sína meiningu
tala nú ekki um er rétt hún er.
Hún er flott þessi kona þó megi hins vegar deila um starfið
sem maðurinn hennar er í, sem sagt Forseti vor.
Í viðtalinu er m.a. fjallað um kvöldverð, sem blaðamaðurinn átti með forsetahjónunum á Bessastöðum. Þar er haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar muni án efa upplifa erfiða tíma á næstu árum og líklega muni þúsundir manna missa íbúðir sínar.
Þessu er Dorrit ósammála. Fyrirgefðu, elskan, ég er ekki sammála þér. Enginn mun missa hús sín. Hvernig er hægt að missa hús í landi þar sem það eru tvisvar sinnum fleiri hús en manneskjur."
Sko hlustið nú kæru ráðamenn, farið eftir þessu og gerið
bara hvað sem er til að fólk missi ekki húsin sín og atvinnutækin,
sem eru jú bæði bílar og fyrirtæki.
Dorrit, þú getur ekki sagt þetta," segir Ólafur Ragnar.
En þeir geta ekki selt þessi hús... Ég er viss um, að það verða engir Íslendingar heimilislausir. Það er algerlega ljóst."
Þú getur ekki sagt þetta. Þú getur bara ekki sagt þetta," segir Ólafur Ragnar. Í blaðinu eru orðaskipti forsetahjónanna síðan rakin áfram
Þetta er bara alveg frábært, hún getur ekki sagt þetta
af hverju ekki, hún hlýtur að hafa málfrelsi.
Hún hefur það nefnilega ekki að á allt að vera eftir
siðareglum og það eru nú meiri fjandans siðareglurnar.
Heyr fyrir þér Dorit.
![]() |
Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Martröð dagsins.
9.2.2009 | 07:44
Martröð dagsins er þessi frétt, er ekki annars verið að
grínast, sagði forsetin þetta virkilega?
Erfiður vetur á Íslandi
Guardian spáir erfiðum vetri á Íslandi í grein sem birt er á vef breska blaðsins í dag. Þar er fjallað um efnahagsástandið á Íslandi og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað á stuttum tíma hvað það varðar. Vísar Guardian í ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, frá árinu 2005 þar sem hann lýsir efnahagsundrinu Íslandi.Íslendingar taka áhættu. Þeir eru djarfir og ágengir. Kannski er það vegna þess að ef þeim mistekst þá geta þeir alltaf farið aftur til Íslands þar sem allir geta notið góðs lífs í opnu og öruggu kerfi," sagði Ólafur Ragnar í ræðu sem hann flutti í fjármálahverfi Lundúnaborgar árið 2005.
Ja hérna farið aftur til Íslands og notið góðs lífs í opnu og
öruggu kerfi,hvaða kerfi og undir hvaða verndarvæng,
forsetans? þetta er svo öfugsnúið að maður fær bara
anti-klimas bragð í munninn.
Það er eins og hann sé að lýsa himnaríki á jörð eða að
skrifa barnabók sem engin á aðtrúa
Segir Guardian að margt hafi breyst á Íslandi frá þessum tíma. Bankarnir hafi hrunið og krónan líka. Dótturfélag Baugs í Bretlandi, BG Holding sé í greiðslustöðvun og fjöldi breskra verslana blandist þar inn.
Haft er eftir Össuri SKarphéðinssyni, utanríkis- og iðnaðarráðherra, að margir hafi tekið undir orð Ólafs Ragnars á sínum tíma, bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk. Ég hefði eflaust tekið þátt í kórnum ef ég væri ekki einfaldur líffræðingur."
Ja hérna er nú Össur bara einfaldur líffræðingur, leitt að
hann skildi ekki geta tekið þátt í kórnum, en hann
er nú að bæta sér það upp, eða hvað?
Tekst honum það nokkuð er það ekki með hann eins og
barnabækurnar engin trúir þeim.
Össur bendir á að viðhorf barna hafi breyst á undanförnum árum og vísar til þess að dóttir hans, tólf ára, hafi viljað verða yfirmaður í banka en þegar hann hafi verið barn þá var draumurinn annar.
Össur segir í viðtalinu við Guardian að það sé enginn efi í hans huga um að Bretar hafi notað krafta sína til þess að hafa áhrif á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn vegna Icesave reikinga LandsbankansÆ, Æ, Æ, um að gera að kenna bara öðrum um, það var löngu
búið að vara menn við, erlendir sérfræðingar vöruðu við,
og það fyrir mörgum mánuðum síðan.
![]() |
Erfiður vetur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
8.2.2009 | 20:50
hádegi þó þá ég væri aðeins búin að koma við tölvuna
og fá mér morgunmat, átti ég eftir sjæninguna og kaffibollann.
Settist síðan hér inn í mitt uppáhald, sem sagt við tölvuna, með
myndirnar af þeim sem ég elska hér allt í kringum mig, föndur,
bækur og allt mögulegt mér innanhandar er dettur það í mig
að grúska.
Gísli minn skipti á rúmunum í dag lét svo róbótinn vinna sitt
verk, að sjálfsögðu þarf að lyfta stólum upp á borð og tilfæra
ýmislegt, en samt er þetta léttara en að ryksuga.
Nú ég reyndi eins og ég gat að þurrka af því mesta og pússa
ekki að það þyrfti svo mjög en það var ekkert svona gert fyrir
helgi, svo núna er allt orðið fínt og fágað.
Fengum okkur afganga frá í gær að borða, ekki dónalegt það.
Svo er bara að fara snemma að sofa eða sko þegar mér syfjar
svaf nú til 10.30 í morgun. Ég heyri reyndar að Gísli er farinn
að hrjóta inn í stofusófa, en það þarf nú ekki mikið til þess.
Kvæðið um hjörtun.
Það hjarta, er hann átti sér, hjartað hans unga,
það hamraði í sífellu og varð ekki rótt,
í rifið það hjóst, og með heljarfargsþunga
það hékk í hans barmi, er rökkvaði af nótt.
Þá kom hún með blómailm og bjarma yfir enni,
og bað hann af hjartanu að gefa sér rétt.
Hann sleit það úr brjóstinu án beygs handa henni,
og blóð hans varð rótt, og hann andaði létt.
Því, þau, sem af hjörtunum hlýðni fá alla,
með heraga viljans, sín brjóst gerast þröng.
En hin, þau, sem gefa þau, heyra þau kalla
úr heillandi fjarska með draumljúfan söng.
Með söng þeim, er gefur um sumar og vetur
þeim svalað með kiljum og yljað með blæ,
með vængbjörtum kliði, sem fyllir þau friði
og flýgur til landa úti í vorblámans sæ.
Sem flýgur til heima, en hinn aðeins dreymir,
til heima, sem tveir aðeins byggjast í senn.
Og frá hjörtunum gefnu undir helnætursvefninn
slær hamingjuljóma á þrár þeirra enn...
Karl Aspelund
Góða nótt kæru vinir



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hoppaði hæð mína. VÁ! æði VÁ!!!
8.2.2009 | 14:40
sem þekkja mig, en hefði sko gert það ef getað hefði.
Sjáið bara hvað hann er sætur þessi elska, er það ekki
nægileg ástæða? Allt í stíl hér.

Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs í Bretlandi og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, munu áfram sitja í stjórnum bresku verslunarkeðjanna House of Fraser, Iceland, Aurum og Hamleys þótt skilanefnd Landsbankans hafi gengið að veðum bankans í þessum fyrirtækjum.
Fram kemur á vefnum thisismoney.co.uk, að þetta hafi orðið niðurstaða í viðræðum Baugs og skilanefndar Landsbankans sl. fimmtudag. Á föstudag tilkynnti Baugur, að fyrirtækið myndi ekki andmæla kröfu Landsbankans um að BG Holding, dótturfélag Baugs sem fer með eignirnar í Bretlandi, yrði sett í greiðslustöðvun.
Vefurinn segir, að þessar fréttir hafi komið starfsmönnum á aðalskrifstofu Baugs í Bond Steet í Lundúnum á óvart en þar blasi við uppsagnir. Fram kemur, að stjórnarsetan tryggi Jóni Ásgeiri um 20 þúsund punda laun á mánuði, jafnvirði 3,4 milljóna króna, auk afnota af fyrirtækisbíl og einkaþyrlu.
Æði hann verður með 3,4 miljónir í laun á mán. fyrir utan
allt annað sem og bíl, þyrlu og fær hann svo ekki dagpeninga
ef hann þarf að fara að heiman.
svo er hann örugglega með laun annarsstaðar frá, en vitið,
þetta finnst mér bara flott.
Kannski getur hann gefið smá til okkar þurfalingana á landi hér.
Það sem mér finnst flottast við þetta er að það verður allt
upp á borðinu, engin hulin skilaboð í skilaboðunum, engar
nafnleyndir og heldur ekki talað undir rós.
Mér finnst hafa verið of mikið af því á liðnu ári.
Eru ekki allir sammála því?
Kemst ekki hærra í vellíðan en að fá svona frétt.
Knús í krús í daginn ykkar.
Milla
![]() |
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Engin martröð fyrir svefninn í kvöld.
7.2.2009 | 21:41
Loksins er ég komin að tölvunni, afi er að aka englunum
okkar fram í Lauga, Dóra á að vinna á morgun og þær
að læra eða gera eitthvað sniðugt.
Þær komu um 11 leitið fóru þá í búðir, þau versluðu bæði
Gísli minn og Dóra síðan komu allir í brunch þá meina ég
Milla og Ingimar einnig með sínar.
Nú þau voru svo að fara í fjallið því Aþena Marey var að
fara í sinn fyrsta skíðatíma hjá kennara bað hún um
að fá að kenna henni, hún verður 5 ára í mars.
Viktoría Ósk er líka afar dugleg á skíðum.
Við gamla settið hjálpuðumst að við eldamennskuna, og
gekk það vel að vanda.
Það var ákveðið að hafa lasange og aldrei þessu vant
var bara keypt pakkadrasl.
Gísli minn steikti hakkið, ég sullaði duftinu og vökvanum
saman og bragðbætti með Chillý, osti og ýmsu öðru.
nú hann blandaði þessu út í og lét það malla smá og það
var svo tilbúið til að setja saman með plötunum.
'Eg undirbjó kartöflumúsina og bjó til smá sull það var
saman set af rifnum gulrótum, sveppum og rauðlauk
gljáð saman síðan settur rjómahvítlauksost, léttmjólk
salt og pipar og búið rosa gott með, ég elska svona sull.
nú auðvitað var hvítlauksbrauð með og bar ég pestó með
því og fullt af parmessan osti yfir lasangaið.
Nú það sem kórónaði matinn var þessi líka súkkulaðikakan
sem Milla bakaði. Takk fyrir eftirréttinn elsku dúllan mín.
Borðuðum svo öll saman kl 6 og allir farnir heim kl 8
Allir þreyttir eftir daginn.
Á ég að segja ykkur að lengi lifi ég á svona degi, þau börnin
koma manni alltaf á óvart, hafa sínar skoðanir og eru óhrædd
við að láta þær í ljós.
Góðir Húsvíkingar.
Hér á Húsavík höfum við lengi
borið höfuðið langt yfir menn,
þó að útgerðin falleinkunn fengi,
þó að Fiskiðjan kollvarpist senn.
Enga ferðamenn að okkur hænum
okkar list hér á brauðfótum er.
En það efast þó engin í bænum
um að úrvalið búi samt hér.
Þessi er eftir hana Ósk og er ekki alveg ný
eins og menn sjá er þeir lesa og jafnvel þekkja til,
en margt í henni passar samt en.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Davíð Oddsson einráður í Seðlabankanum.
7.2.2009 | 10:00
Já frábært sjáið ekki hvað þetta verður flott? DO verður
Einráður seðlabankastjóri, ekki að hann hafi eigi verið það
en nú er engum öðrum um að kenna nema honum, eða á
kannski ekki að ráða hann? Nú er það ekki, taldi það bara víst.
Hann er náttúrlega bestur í öllu, ekki það nei, verð þá að taka
því. en það verður erfitt.
Þið verðið að skilja gott fólk að hann hefur verið fyrir augunum
á okkur svo lengi að við munum fá alvarleg fráhvarfs-einkenni.
En kannski væri hægt að setja upp myndir af honum svona eins
og auglýsingarnar eru settar upp í Reykjavík, hvað heitir það nú
aftur, já svona flettimyndaskjá, eða heitir það kannski ekki það?
***************************************
Já má til að setja hér inn með.
Fjölnir segir að kryddpían sem einu sinni var hans, hljóti að vera
með alzamer því hann minnist eigi þessara kynorku.
Ræfilstuskan ætli hún sé komin á víagra fyrir konur?
Er það ekki annars til?
Nú er ég hætt þessum rugl pistli, er að fara að sjæna mig
Gísli minn fór að sækja mæðgur fram í Lauga svo það verður
gaman hjá ömmu í dag.
Knús á alla inn í góðan dag
Milla
![]() |
Eiríkur og Ingimundur hafa svarað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Martröð fyrir svefninn.
6.2.2009 | 20:40
Það er svolítið merkilegt að það koma svona dagar sem
eru uppfullir af sárum tilfinningamálum.
Ég reyndi að bregða út af vananum í dag og bloggaði um
kynorku M. Bee, sem var fáránlegt en samt bara skemmtilegt.
Núna rétt í þessu var ég að lesa bloggfærslu vinkonu minnar
þar sem hún segir frá að barnabarnið hennar 15 ára sé í
Martröð sem kallast eiturlyf.
Held að engin skilji þetta nema sá sem hefur upplifað þetta
hjá sínum eigin eða afar nátengdum.
Ég upplifði þetta í fyrra er eitt af mínum barnabörnum,
elsti prinsinn minn var tekinn af fíknó á Akureyri í fyrra
þá var ég búin að frétta að eitthvað væri í gangi.
Segi það aftur og endalaust þetta er reiðarslag, köld sturta,
grátur, reiði og bara nefnið það, en svo þegar bráir af manni
þá verður sorgin ein eftir og hún varir enn.
Foreldrar hans voru að skilja og vissi ég að hann var búin að
vera ósáttur lengi og ætla ég ekki að dæma af hverju því ég
hef örugglega ekki rétt fyrir mér.
Hann þessi efnilegi drengur býr hjá pabba sínum, og þar sem
ekkert samband er á milli okkar hvorki hans eða dóttur minnar
Þá frétti ég ekkert af honum. Ef maður hringir er ekki svarað.
En það er nú allt önnur Ella,
Eitt barnabarn Gísla míns lenti einnig í þessari martröð, hún
barðist í ein tvö ár, en er laus núna, ástfangin, er í skóla og
ég vona svo hjartanlega að hún sé endanlega hólpin, en
við vitum aldrei þau vita það ekki sjálf.
Það er eitt sem vantar og það strax það eru neyðarúræði fyrir
þessi börn og einnig fyrir þá sem eiga við geðraskanir að stríða.
Þetta tengist ansi oft.
Guð veri með þessum börnum öllum fyrst og fremst.
Og megi guð gefa okkur visku til að breyta rétt í
umgengni við þessar elskur.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Martröð dagsins.
6.2.2009 | 12:28
Breska söngkonan og Kryddpían Mel B býr víst yfir meiri kynorku en nokkur sem hún hefur kynnst um ævina. Mel segir að eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, sé eini maðurinn sem hún hafi nokkru sinni verið með sem nái að halda í við hana í rúminu.
Skildi hún hafa kyngetu og færni í takt við kynorkuna?
Það er nefnilega til fólk sem hefur ofsa kynorku, en getur
ekki neitt í færninni liggur bara og lætur rúmfélagann sjá
um allt. Mér datt það nú svona í hug því hún talar um að
eiginmaður hennar sé eini maðurinn sem hafi við henni
í rúminu, er það ekki bara fyrir það að hann er svo hlýðinn
nei hvað veit ég.
Eitt veit ég þó að maður þarf sjálfur að hafa fyrir því að allt
gangi upp bæði með því að tjá sig og tantra svolítið við sjálfan
sig og þann sem maður hefur til afnota.
Já má til að bæta við, ef börn eru á heimilinu og maðurinn kemur
heim, konan upp á sitt besta er ekkert yndislegra en að tantra
svolítið við hvort annað, það þarf ekki að bera mikið á því, en
gerir helling góður forleikur, VÁ Mamma mía.
Nú er ég hætt áður en ég segi eitthvað sem ekki passar.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Ps
Verð að bæta við að martröð dagsins þarf ekki að vera sú að
maður bíði eftir, "manninum" hans er eigi alltaf þörf.
![]() |
Með gríðarlega kynorku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Martröð fyrir svefninn.
5.2.2009 | 20:49
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot.
Karlmaður á áttræðisaldri var í Hæstarétti í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Brotin voru trúnaðarbrot, en þau beindust að stúlkum er honum var beint og óbeint treyst fyrir þegar þær voru litlar. Manninum var að auki gert að greiða fórnarlömbum sínum miskabætur, 900 þúsund og 500 þúsund krónur.
Einn viðbjóðurinn í viðbót við alla hina sem maður hefur
lesið um og þekkt geranda og þolenda og þeir eru margir
sem maður reyndar ekki fyrr en síðar heyrði af.
Suma gerendur frétti maður bara af er birtist í blöðum
dómur, þá fékk maður að vita hver hafði verið að verki.
Maðurinn braut gegn stjúpbarnabarni sínu, stúlku fæddri árið 1989, með því að kafa á brjóstum hennar og bringu innanklæða í eitt skipti á árunum 1999-2003 Einnig braut hann gegn stúlku fæddri 1982 þegar hún var ellefu ára, káfaði á henni og fór með fingur í kynfæri.
Hugsið þið ykkur maðurinn var á áttræðisaldri, sem sagt
gamall karl í augum þeirra, þar fyrir utan var önnur stúlkan
Stjúpbarnabarn, maður fyllist viðbjóði, hvað ætli hann sé
búin að misnota margar stúlkur í gegnum tíðina, því ekki er
hann að byrja á þessu núna.
Og svo fær mann fjandinn bara tveggja ára fangelsi.
Ekki spyr ég nú að Egóinu, sem sagt það átti að bjarga sér
út úr þeim biðbjóði sem hann framdi með því að fara fram
á geðrannsókn hann fékk hana og tilhlýðilega umsögn þar
að lútandi. Skyldi hann ekki hafa orðið undrandi er engin
vorkenndi honum?
Auðvitað er hann hættulegur ungum stúlkum, þarf að spyrja
að því?.
Þess vegna þarf að setja það í lög að nöfn og myndir af svona
glæpamönnum megi birta.
Sendi öllum baráttukveðjur sem berjast í þessum málum.
Góða nótt elskurnar mínar
Milla
![]() |
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Blaður gerir illt.
5.2.2009 | 07:37
Sporðdreki: Hegðun þín laðar að sér fólk með þarfir sem eru ekki skilgreindar. Ráðstefnur, fundir og samræður við aðra einkennast af hressileika, bjartsýni og jákvæðni.
Það sem gerist í umræðum/fundum hjá mér, er allt þetta,
og get ég bætt við heiðarleika og þagnargildum.
Gott að fá svona spár sem yfirleitt passa við það sem ég
er að gera.
Þarfir sem eru ekki skilgreindar, eru þær þarfir sem fólk
á erfitt með að koma fram með, eins og þörfin til að segja frá
og eða bara tala um eitthvað sem maður heldur að maður
eigi ekki að tala um, sumir standa nefnilega í þeirri meiningu
að maður eigi að þegja yfir sínum áhyggjum eða bara öllu.
Það er mesti misskilningur, það á að ræða allt sem bætir
líðan fólks.
Um daginn var verið að tala um tungulipurt fólk, ég segi fólk
vegna þess að þið skuluð ekki halda að karlpeningurinn sé
eitthvað skárri en kvennaskörungarnir, nema það að konur
eru rætnari en karlmenn. "STAÐREYND"
Bla bla fólkið getur komið því til leiðar að fólk sem er veikt fyrir
því sem er sagt um það fer hreinlega yfir um á Taugum og
litla sálartetrið er svo sært að lengri tíma tekur að lagfæra það
jafnvel mörg ár.
Þetta veika fólk á kannski börn sem verða fyrir einelti í
skólanum vegna talsmáta foreldra þeirra um viðkomandi
persónu.
Fáum jafnvel engum dettur í hug að viðkomandi þurfi frekar
kærleik inn í sitt líf, frekar en þennan ömurlega kjaftagang
sem hefur einkennt þessa þjóð um aldir.
Og eða að börnin verði fyrir varanlegri skemmd á sínu sálartetri.
Fólk sem gasprar út í loftið um eitthvað sem það þekkir ekki
veit engan sannleika í og hefur ekki leifi til að út tala sig um,
á bara eitthvað afar bágt sjálft.
Mér hefur oft dottið í hug að segja við fólk,
viljið þið ekki líta inn á við og skoða ykkar eigið egó, því að
allt sem við troðum á annað fólk án þess að vita í raun
nokkurn sannleika, ER EGÓ.
Eigið góðan dag.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn
4.2.2009 | 19:36
Góð minning.
Sumarið 1998 fórum við með mömmu mína í ferðalag.
Henni langaði að koma til Eskifjarðar, nú við tókum
Sumarhús á leigu rétt fyrir utan Egilsstaði.
Dóra mín kom með og að sjálfsögðu tvíburarnir okkar.
Við ákváðum að það væri best að mamma mundi fljúga
til Egilsstaða.
Við fórum frá Ísafirði á miðvikudegi og ókum til Húsavíkur
Gistum eina nótt hjá Millu og Ingimar, síðan kom Milla á
sínum bíl með okkur á föstudeginum tókum við bústaðnum
komum okkur fyrir og fórum að versla.
Daginn eftir kom mamma og það var mikil gleði því tvíburarnir
elska langömmu sína og það er gagnkvæmt.
Mamma hafði ekki komið til Eskifjarðar síðan hún flutti þaðan með
sinni fjölskyldu að mig minnir 1933. svo það voru 66 ár.
Jæja við fórum með hana í Landsbankann þar sem pabbi hennar
var útibústjóri og því miður var búið að rífa gamla húsið, en vel var
tekið á móti henni í nýja bankanum farið með okkur upp á loft og
þar fékk hún að sjá myndir og við fengum kaffi.
En svo fór í verra daginn eftir þá fórum við til Seyðisfjarðar og hún
var stíf alla leiðina niður, hún er nefnilega mikið bílhrædd, eða bara
óhemja í bíl. Við borðuðum og skoðuðum okkur um síðan á uppleið
ákváðum við að skoða fossana og ókum út af veginum og á bílaplan
sem þar var, en er maður er að aka inn þá er svona kantur þannig
að þú sérð bara upp í himininn smá-stund.
Guð minn góður, mamma trylltist af hræðslu og gargaði á Gísla minn
tvíburarnir 8 ára, fóru að gráta úr hræðslu, það þarf ekki að taka það
fram að hún fór ekki út úr bílnum og ætluðu tvíburarnir ekki heldur
mamma þeirra tók þær bara út úr bílnum og léku þær sér þarna
góða stund, það var yndislegt þarna uppi.
Ég var ekki á hækju þá bara eldhress.
Við ætluðum á Borgarfjörð eystri, en hjálpi mér allir heilagir, nei!
svo það sem eftir var af tímanum vorum við í söfnum, kaffihúsum
og öllu því gramseríi sem við fundum.
Síðan var spilað, litað og gerðar hannyrðir á kvöldin.
Skildum mömmu síðan eftir á Akureyri hjá frænku minni þar
síðan flaug sú gamla þaðan til Ísafjarðar og var hún hjá okkur í
vikutíma.
Það var ekki farið með hana í neinar fjallaferðir þar.
Nú er hún elsku mamma mín ekki fær um að fara út úr sínum bæ
sem er Skógarbær í mjódd.
Hún klæðist í stól og horfir á sjónvarpið allan daginn.
hún er með allar rásir sem hægt er að hafa og elskar að skipta
um rásir. Við erum oft á tíðum fyrir henni ef við stoppum of lengi.
Svona er þetta, en ef hún hringir þá er mín í stuði og það kjaftar á
henni hver tuska.
Takk elsku mamma mín fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér
í veganesti út í lífið.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)