Mikið er ég feginn.
19.2.2009 | 14:39
minn, Þráinn Bertelsson ætlaði í framboð fyrir Framsókn,
þetta var ekki að gera sig í mínum huga.
Varð nú að sætta mig við það, en nú hrópa ég húrra! húrra! húrra!

Segir sig úr Framsóknarflokknum
Þráinn Bertelsson hefur ákveðið segja sig úr Framsóknarflokkunum og hefur þar af leiðandi dregið framboð sitt til baka, fyrir komandi þingkosningar. Hann segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja.
Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráins:
Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann Framsóknarflokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík til að setja saman framboðslista í komandi kosningum.
Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka.
Úrsögn úr flokknum fylgir," segir á vef Þráins.
Mér finnist að hann ætti að huga að öðrum kostum
því mikið væri nú gaman að fá þennan flotta og vel máli
farna mann inn á þing.
![]() |
Segir sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Stórkostlegar fréttir, ekki satt?
19.2.2009 | 14:15
Jú þetta er málið, það var ekki hægt að láta þessa byggingu
eyðileggjast, vitað mál, of dýrt sko að láta það grotna niður.
Einnig búið að bíða of lengi eftir þessu tónlistarhúsi.
Svo tala ég nú ekki um ljótleikann á heila batteríinu, ef um
frestun hefði verið að ræða þá hefði ég nú bara talið að besta
lausnin hefði verið að moka öllu í sjóinn.
Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum. mbl.is/Árni Sæberg
// Innlent | mbl.is | 19.2.2009 | 12:51Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Borgarráð samþykkti samhljóða í morgun að halda byggingu Tónlistarhússins áfram. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til þess að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verði klárað árið 2011. Framkvæmdinni muni því seinka um eitt ár.
Það er nú allt í lagi þó einhver seinnkun verði, allavega verður
vinna á svæðinu.
Sjáið svo hvað þetta verður flott þegar allt er búið.

Tölvuteikninga af Tónlistarhúsinu mbl.is
Gert er ráð fyrir fjármögnun frá Nýja Landsbankanum en kostnaður við þann hluta hússins sem eftir er er áætlaður 13-14 milljarðar króna. Um helmingur af því gæti fallið til á þessu ári. Fjármögnunarþættinum er hins vegar ekki lokið og óljóst hver framkvæmdahraðinn verður.
Félagið Austurhöfn er að meirihluta í eigu ríkisins, eða 54%. Reykjavíkurborg á 46% hlut. Að sögn Stefáns verður samið við Íslenska aðalverktaka á grundvelli fyrri samninga.
Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, síðar í dagBara flott mál, ef fjármögnun tekst, því það kostar peninga
að eyða peningum og það kostar peninga að eyðileggja þá.
![]() |
Tónlistarhúsið fær grænt ljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf að halda blaðamannafund?
19.2.2009 | 09:42
tilkynna um málið. Fannst hann nú frekar vandræðalegur.

Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra tilkynnti í sjávarútvegsráðuneytinu í dag að ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, forvera síns, standi óbreytt fyrir yfirstandandi ár.
Ég er nú eigi hlynnt Hvalveiðum, en geri mér fyllilega grein
fyrir nauðsyn þess að halda jafnvægi í stofnum hafsins.
Æi kannski er ég bara á móti veiðunum að því að þetta
eru svo flottar skepnur, það vita allir sem séð hafa þær
stökkva og leika sér.
Skal tekið fram að ég er alin upp við að fá hvalkjöt að borða
og þótti það bara gott
Á hinn bóginn tók hann af öll tvímæli um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fyrrverandi ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár
Það vaknar hjá mér spurning: ,,Ef Steingrímur er fastur í
ákvarðanatöku fyrirrennara síns núna, af hverju þá ekki
einnig næstu fjögur árin, hvað mun breytast?"
Þóttist sjá að þetta væri ekki auðveld framsaga hjá
Steingrími.
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
18.2.2009 | 21:50
Það er ekkert betra en að eiga góðan dag og það er
ég búin að eiga í dag.
vaknaði reyndar með mikla verki, en vitið þeir hverfa
er fyrsta ljósið kemur til mín. Í morgun klukkan níu
hringdi síminn, það var Milla mín að bjóða okkur í kvöldmat.
Nú ég heyrði litla rödd segja: ,,Ég vill fá að tala við ömmu
hæ, hæ elskan ert þú að fara á leikskólann? já og amma
viltu biðja afa að sækja mig því ég ætla að vera hjá ykkur
í dag." Er eitthvað til yndislegra, afi sótti hana klukkan tvö.
Vinkonur mínar sem koma til mín á miðvikudögum voru
hressar að vanda og það var mikið hlegið, svo hátt heyrðist í
okkur að Gísli minn lokaði herberginu sem hann var í að horfa
á þingfréttir, hann má helst ekki vera án þeirra.
Nú hann afi sótti síðan ljósálfinn í fimleika, en ók okkur litla ljósinu
til Millu fyrst,
Við fengum æðislegan kjúklingarétt að borða, ekki nóg með það
þá fengum við með okkur heim hrogn, lifur, rauðmaga, steinbít
karfa og þorsk.
Það er veisla fyrir mig að fá svona fisk, ekki borða ég ýsu.
Bara yndislegt takk fyrir okkur elsku Ingimar og Milla.
**************************
Ég hef sett þetta ljóð inn áður,
geri það aftur og aftur ef mér lýður þannig.
Þetta er svo gefandi ljóð.
Að sigra
Stundum kemur örvæntingin
til mín eins og refsinorn
og öskrar í eyru mín
þú getur ekki gengið
þú getur ekki notað
hendur þínar.þegar sorgin sker í hjarta mitt
heyri ég hlýja rödd hvísla:
Hugur þinn skynjar heiminn
í sárustu sorg og dýpstu gleði.
Og ég finn kærleikann umvefja mig
í nálægð vina minna
eins og stjörnur jóla
sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
og lífsgleði mín kemur á ný
og sigrar.
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Andleg hreinsun.
18.2.2009 | 09:14
Hef verið að skoða munstrið í lífi mínu þegar ég losa
um eitthvað sem hefur gleymst að taka út úr sálartetrinu,
vinna með það og senda það í burtu.
Stundum í gegnum árin hafa það verið draumar sem valda
eða hugsun sem skýtur niður í kollinn á manni eða eitthvað
sem aðrir skrifa eða tala um og það er akkúrat það sem hefur
gerst núna undanfarið, skrif annarra sem koma hreinsun af stað
sem alveg nauðsynlegt var að taka út.
Þið vitið að maður er allt sitt líf að fyrirgefa öðrum og sjálfum sér
eitthvað, því það droppar ætíð eitthvað nýtt upp.
Sumir vilja nú ekki viðurkenna það, en það geri ég vegna þess að
þú getur ekki lifað áfram nema að fyrirgefa og það mest sjálfum þér
því allt sem gerist í mínu lífi er mér að kenna því ég leifði því að
henda mig.
Á blogginu eru margar sögur, óheiðarleiki, lygi og sori svo fátt eitt
sé nefnt og þakka ég öllu þessu fólki fyrir því skrif þeirra og komment
annarra hafa hrært þvílíkt upp í mínum heila að ég fann eftir mikla leit
á harða diskinum að það var ýmislegt sem var eftir að hreinsa út.
Auðvitað geri ég það hér heima með sjálfri mér, en svo er gott að
blogga um það eins og í gærkveldi þó það hafi verið mjög fínlegt
miðað við hvernig það var í raun.
Ég díla við það hér heima, ég er svo heppin að eiga góðan mann
sem ég hef afnot af og hann af mér.
Hann og börnin mín hjálpa mér í þessu máli sem og öðrum.
Það er gott að líka þessu við harða diskinn í tölvunni er hann er
orðinn fullur þá stoppar hann, allt hringsnýst og maður verður
að fara að hreinsa út það sem má missa sig.
Nú er ég ekki að tala um eitthvað fólk sem hefur mokað yfir mig
einhverju í gegnum árin, það fer ekki inn á harða diskinn, það
er ekki þess virði og maður hugsar ekki um það.
Ég er að tala um hjónaband mitt hið seinna.
Ég er að tala um þann missir sem maður hefur orðið fyrir og ekki
sett endahnútinn á sorgina og opnað fyrir gleðina við að eiga
þann sem maður missti bara við hliðina á sér.
Ég er að tala um yfirráð þau sem maður er alin upp við, þá er ég ekki
að kvarta undan foreldrum, en þetta var bara svona.
Það er verið að tala um að allir geri góðverk þessa daganna.
hvernig væri að fólk mundi gera góðverk á sjálfum sér,
skoða inn í sitt sálartetur og moka út því sem er ekki nauðsynlegt
að rogast með, ég gæti nefnt, hefnigirni, eigingirni, afbrýðissemi,
mont, hroka, lygi, meðvirkni og að kenna öðrum um allt sem aflaga
fer í þeirra lífi, því það er nefnilega allt þeim að kenna sjálfum.
Vona að þið öll bæði vinir og þeir sem droppa hér inn
fáið yndislegan dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Fyrir svefninn, brot úr lífinu.
17.2.2009 | 19:58
Fyrir margt löngu er börnin voru lítil, var verið að fara í
sumarfrí, ákveðið var að leggja af stað um hádegið er
bóndinn kæmi úr vinnu.
Frúin átti að vera tilbúin með allt gera bílinn kláran og
setja allt í hann sem átti að fara með.
Hann ætlaði síðan að leggja sig í bænum síðan mundum
við aka norður um kvöldið og nóttina því börnin voru
svo lítið bílveik.
Um morguninn sagði bóndinn þú gleymir ekki kassanum
inni í skáp á baðinu, nei nei sagði frúin.
Nú við lögðum af stað um leið og bóndinn var búin að skipta
um föt og ekki var skapið gott, trúlega kominn á þurra.
Er við vorum að renna heim til foreldra frúarinnar, þar sem
hann ætlaði að leggja sig, datt upp úr frúnni að hún hefði
trúlega gleymt kassanum á baðinu.
Það var ekki gott, frúin fékk högg í síðuna frá bóndanum.
sleppti okkur út úr bílnum heima hjá foreldrum frúarinnar
og rauk svo af stað heim aftur til að ná í kassann, hann
var tvo tíma í þeirri ferð.
Það mátti ekki vera án landans sem bóndinn var búin að
leggja svo mikið á sig við tilbúning á.
Það var ekki hægt að vera án áfengis í sumarfríi með konu
og börnum.
Bóndinn var eiginlega ekki að fara með fjölskyldunni í frí,
heldur með sjálfum sér og sýnu skyldfólki sem ætíð var
farið til.
Það má ekki misskilja það að frúnni þótti vænt um fólkið
bóndans þó hún þyrði ekki fyrr en seint um síðir að enda
sambandið við bóndann.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hörkukona fyrir utan þing.
17.2.2009 | 16:11
Ekki það að ég treysti ekki þessari mætu konu til
góðra verka, þangað til hún labbar inn fyrir veggi þingsins,
Þá byrjar forystan að stjórna henni eins og öðrum sem þar
sitja. Eða ætla kannski þeir sem eru búnir að slíta teppum
í þingi undanfarin ár að hætta, held ekki þó að flestir fari
fram á það.
Mikið skelfing væri það nú yndislegt ef maður mundi heyra
ferskar og vel máli farnar raddir, hér innan þessara veggja
ég segi nú svona vegna þess að minn maður er veikur ef
hann getur ekki hlustað á þingfréttir.
Hvað er þetta er ég ekki farin að tala bara fyrir mig, egóið
alveg að fara með mig.
Ég vill breytingar, vill fá fólk í stjórn sem kann þetta, þá
meina ég frá A-Ö og það þýðir að ráða þarf menn með
sérþekkingu á málunum sama sem Þjóðstjórn.
![]() |
Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt upp á borðið.
17.2.2009 | 12:16
annars hefðum við ekki komist að þessu
nema kannski eftir öðrum leiðum.

Þorvaldur Örn Kristmundsson
// Innlent | mbl.is | 17.2.2009 | 11:10Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hitti í morgun forystumenn Eflingar - stéttarfélags, til að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum.
Það voru þau Sigurður Bessason, formaður Eflingar, Kristín Jóhannesdóttir, Marilin B. Obiang og Harpa Ólafsdóttir sem heimsóttu ráðherra. Auk þess að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum afhentu fulltrúar Eflingar heilbrigðisráðherra erindi og hvöttu hann til að Landspítalinn hætti við uppsögn 35 starfsmanna í ræstingu á Landspítalanum í Fossvogi. Segir í ályktun Eflingar að uppsagnirnar stangist á við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.
Það gat svo sem verið að það ætti að ganga að þeim
sem lægstu launin hafa, og annað, allt of fátt fólk er
við þessi störf, takið það til skoðunnar.
Ég og mitt fólk komum einu sinni inn á Boggann, er við
komum inn í liftuna og vorum á leiðinni upp sagði eitt
barnabarnið mitt: ,, Hér er virkilega illa þrifið."
Ég leit í kringum mig og satt var það, Bogginn var skítugur.
Við komum þarna nokkra daga í röð og sömu klessurnar og
blaðadraslið var þar til staðar.
Þetta var ekki um helgi.
Heilbrigðisráðherra hefur undanfarna daga átt viðræður við ýmsa starfs- og faghópa heilbrigðisstofnana. Þannig hitti hann á dögunum fulltrúa Læknafélags Íslands og félags heilsugæslulækna, en ráðherra hyggst á næstunni halda fundi með hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fulltrúum frá SFR, starfsmannafélagi ríkisstofnana.
Fjandinn hafi það eina sem getur lækkað rekstrarkosnað
sjúkrahúsanna er að endurskipuleggja allt frá grunni,
ekki bara taka toppinn og aðeins niður að miðju og svo er
neðsta hæðin og kjallarinn eftir.
Einu sinni var ég stödd í setustofu á Lansanum þá kom ung
stúlka og moppaði yfir gólfið síðan stuttu seinna kom önnur
að þurka af hreinsa blómin og lauf og annað rusl fór á gólfið.
Illa skipulagt af yfirmanni.
![]() |
Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Morgunröfl.
17.2.2009 | 07:55
Flott þætti mér að vita hverjir hafi keypt lúxusbíla gamla
Kaupþings, mikill afsláttur var gefin af þessum bílum sem
voru 50 bílar metnir á 400 miljónir, en seldir á 100 miljónir.
Nú ekki ber þeim saman um afsláttinn, söluaðilanum og
þeim sem stóðu fyrir sölunni.
Sem sagt hverjir keyptu bílana, fyrir hvað og fengu þeir
lán fyrir þeim í nýja Kaupþingi?
Veit að ég fæ aldrei svör við þessu, enda kemur mér
þetta svo sem ekkert við.
************************
Engin spurning það á að afnema eftirlaunaruglið, komin
tími á að menn geri sér grein fyrir að ekki er hægt að leika
sér með peninga skattgreiðenda, það er nefnilega á launum
hjá okkur þetta mæta fólk.
************************
Já blessaður, bara alltaf að misskilja, hann Geir H. H.
gaman finnst mér samt að heyra að þessi maður kann
að byrsta sig og fer ansi oft í pontu.
Með árunum, í stjórn, tel ég hann hafa misst málkraftinn,
eða kannski fundist hann vera yfir það hafin að útskýra
málin fyrir bæði þingheimi og okkur hinum.
*************************
Það er þetta með fylgi flokkana, ekkert að marka.
Ég veit alveg hvernig næsta stjórn verður eða er ansi
hrædd um að það verði gamla stjórnin tilbaka sem var
búin að vera, ja of lengi.
Sjálfstæðið þarf langt og gott frí og Framsókn má missa
sig mín vegna.
***************************
Annars er ég bara góð, held að það sé ágætisveður úti,
en það sést eigi svo gjörla í myrkrinu samt eru einhverjar
kviður. Gísli minn var að koma úr sjæningu, það er nefnilega
í hans verkahring að opna gluggana og setja Neró út þá
kemur í ljós allt um veðrið.
Þarf að baka brauð í dag en veit ekki hvað ég geri.
Eigið góðan dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn, smá martröð.
16.2.2009 | 20:37
Það er búið að vera svo ljúft í dag, bara dúllað okkur við
að föndra," ég " Gísli komst í tölvuna á meðan, sko verð
að viðurkenna að ég hertek hana svolítið mikið, en ekki svo
að hann þurfi að kvarta. Kannski smá.
Nú svo hefur maður farið inn á moggann, stórfrétt hér undir
kvöld.
Á fundi formanna aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands var samþykkt að fresta til júníloka endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum til félagsmanna á hinum almenna vinnumarkaði sem ættu að koma til 1. mars nk.
þetta er að mínu mati bara byrjunin á niðurtalningunni.
Fólk á svo bara að fá að taka út eina miljón á nokkrum
mánuðum, skattskylt, og hvað svo?
Þetta er engin hjálp fyrir fólkið í landinu.
Það verður gaman er bankarnir eiga öll húsin, bílana, og öll
lánin sem fólk getur ekki borgað af því auðvitað gefur fólk
fyrst og fremst börnunum sínum að borða áður en það borgar
af öllu draslinu, það mundi ég allavega gera.
Veit um fólk sem er búið að frysta og gera allt sem hægt er,
en svo vinnur makinn myrkrana á milli til að ná endum saman.
EKKI GOTT
En hvað með það maður hlær bara að þessu öllu saman,
skemmtir sér og hefur gaman því ekki batnar ástandið
þó fólk leggist í þunglyndi.
Nú er ég að tuða eina ferðina enn.
Leitarljóst.
Eins og mörgum
er kunnugt
vissu menn allt
fyrir hundrað árum.
Nú vitum við fleira;
en fátt.
Og einnig færra
en fátt!
Stefán Hörður Grímsson
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þau eru bara að lýsa því sem var.
16.2.2009 | 17:23
Skuldaþrælar voru hýddir í dag en slíkt er ekki daglegt brauð á Lækjartorgi og vakti mönnum nokkura undrun þótt fólk sé að mestu leyti hætt að kippa sér upp við smámuni eftir atburði síðustu mánaða. Hýðingin var vegna komu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins en þeir ætla að fara yfir það hvernig íslenskum stjórnvöldum hefur tekist að uppfylla skilmála lánsins.
Þarna voru samankomnir aðgerðarsinnar að fremja gjörning á Lækjartorgi í hádeginu. Þeir sem stóðu að gjörningum segjast hafa áhyggjur af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neyði Íslendinga til að einkavæða fleiri ríkissfyrirtæki jafnvel selja þau úr landi.
Þeirra áhyggjur eru örugglega á rökum reistar, en ég villekki trúa því fyrr en á reynir að ríkisstjórnin selji okkur
svona eins og ekki neitt.
Voru ekki menn hýddir hér á öldum áður ef þeir skulduðu,
stálu og stunduðu svo kallaðann hórdóm?
Það gæti nú komið til aftur.
Nei eins og þið skyljið þá er ég að grínast, varla hægt annað.
En munduð þið vilja lesa um sannleikann, hann er hér.
http://gerdurpalma112.blog.is/blog/gerdurpalma112/entry/804456/
þó maður hafi nú vitað eitt og annað þá fær maður kalda tusku framan í
sig við þennann lestur.
Hvet alla til að lesa.
![]() |
Láta hýða sig í mótmælaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gott ef barnið fær réttan föður.
16.2.2009 | 08:00
Sjáið bara hvað börnin eru falleg,
pabbinn og dóttirin? //
Það vakti heimsathygli nýverið þegar fréttir bárust af því að 13 ára gamall drengur, Alfie Patten, hefði eignast dóttur með 15 ára gamalli stúlku í Bretlandi. Nú hefur 16 ára gamall piltur, Richard Goodsell, lýst því yfir að hann eigi barnið, ekki Patten.
Goodsell heldur því fram að hann hafi margsinnis sængað með stúlkunni á þriggja mánaða tímabili, eða á þeim tíma sem hún varð ólétt. Hann krefst þess að gangast undir DNA-próf svo hann geti sannað mál sitt.
Það vakti heimsathygli í síðustu viku þegar Chantelle Steadman og Alfie Patten greindu fjölmiðlum frá sögu sinni. Þau hétu því að þau myndu verða góðir foreldrar. Litla stúlkan er aðeins nokkurra daga gömul.
Breska götublaðið News of the World greinir svo frá því að þriðji pilturinn komi jafnvel til greina, hinn 14 ára gamli Tyler BarkeBörn að eignast börn, hvernig var hún upplýst þessi stúlka?
Trúlega bara vel upp alin því þetta kemur víst bara
kynhvötinni við, hún yfirtekur alla skynsemi svo sem
getnaðarvarnardæmi.
Hefði nú skilið það með þennan 16 ára, en ekki 13 ára.
og svo koma fleiri til greina.
Aumingja stúlkubarnið er hún elst upp og fær söguna að heyra.
![]() |
Hver er pabbinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn.
15.2.2009 | 20:55
Þar sem ég veit að ekki margir lesa Bændablaðið, þá
meina ég ekki margir á stórreykjavíkursvæðinu finnst
mér gaman að birta ýmislegt úr því ágæta blaði.
Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir rekur fyrirtækið Hrefnuber
og jurtir þar sem hún útbýr gæða sultur úr austfirskum
berjum.
Er þetta ekki frábært af konu sem ekkert eiginlega hafði
hugað að þeim verðmætum sem við hliðina á henni voru,
var á gangi í Hallormstaðarskógi er henni datt þetta í hug
2007 . Ásamt því að gera gæðasultur þá býr hún til
líkjörssultur og kryddblöndur.
Óska ég henni hjartanlega til hamingju með þetta frábæra
hugarfóstur, eins og hún kallar það sjálf.
Vona ég bara að við sjáum þessa gæðavöru í búðum okkar.
Í mælt af munni fram, yrkir Kristbergur Pétursson um túnslátt
upp á gamla móðinn:
Bóndi stóð og beitti ljá,
bar hann sig að leggja strá.
Tjásur grasa til og frá
tuskaði hann í æði.
Reif þær upp með rótunum
og rótaði í grjótunum,
hafði loks í hótunum
við helvítið í bræði.
Síðan segir Kristbergur: ,, Ég ber virðingu fyrir bændum landsins
okkar eins og öllu vinnandi fólki til sjávar og sveita.
Enda sjálfur kominn af verkafólki, sjómönnum og bændum í allar
ættir. Hér er virðing mín fyrir bændum, sér í lagi eldra fólki,
þó að lýsingin sé kannski hráslagaleg:
Lotinn bóndi, lúið bak.
larfatreyja, buxnaflak.
Bóndi gamall, bogið hrak
bjargar sér að vanda.
Stoltur forðum sté í fót,
stoltur enn þó blási mót.
les af vörum lygahót
og leyfir sér enn að standa.
Umsjón með þessum þætti hefur
Hjálmar Jónsson.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Yndislegt.
15.2.2009 | 08:58
Þarna hefði ég viljað vera, hugsið ykkur kærleikann sem sveif yfir
tjörninni og nágrenni hennar, ég hefði örugglega orðið 5 ára
aftur og upplifað hvað það var gaman þá að eiga heima þarna
nálægt.
Kærleiksganga í miðborginni
Kærleiksganga var gengin um miðborg Reykjavíkur í kvöld í kjölfar samkomu á Austurvelli sem haldin var til að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru biskup Íslands og allsherjargoði ásatrúarmanna en Bergljót Arnalds stýrði athöfninni.
Gengið var með kyndla í kringum Tjörnina við undirleik hljóðfæraleikara. Þá sameinuðust kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og tóku lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Yndislegt er að eitthvað svona gott gerist, ekki síst núna
er kreppir að hjá fólki.
Það er atvinnuleysi, vextir, matur, leiga, fatnaður, já og
bara allt sem tilheyri lífi okkar hækkar og við erum í
vandræðum með að borga, ef við þá getum það yfirleitt.
Allt þetta skapar erfiðleika, þunglyndi, uppgjöf, reiði, og
manni finnst allt vera að hrynja yfir mann.
Svona kærleiksganga þó hún borgi ekki skuldirnar eða
skaffi manni mat þá hlýtur hún að skapa gleði sem býr í
brjóstum okkar, minninguna getum við kallað fram
þegar okkur líður illa.
Eigið góðan dag í dag sem alla daga.
Milla
![]() |
Kærleiksganga í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn. Bændur í pólitík.
14.2.2009 | 19:39
Já bændur í tíkina, var að lesa í bændablaðinu að mikil
eftirspurn væri eftir bændum í pólitík.
Dæmi eru um að fulltrúar nokkra flokka hafi komið að
máli við forystumenn í félagsmálum bænda með það í
huga að fá þá í framboð.
Þessir þrír mætu menn hafa gefið kost á sér.
Guðbergur Egill Eyjólfsson í 2-3 sætið hjá VG.
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson gefur kost á sér hjá framsókn í
2 sætið í norðvestur.
Karvel Lindberg Karvelsson í 3 sæti hjá sjálfstæðismönnum í
norðvestur.
Þetta er nú löngu komið fram, en það sem ég vildi spyrja:
,,konur hvar eruð þið?"
Ætlið þið að segja mér það að engar konur séu starfandi að
félagsmálum bænda? Þær þurfa heldur ekki að koma þaðan.
Það eru margar velvitrar konur í bændastéttinni og það sem er
það besta við konur að þær nota kommen sens tækni.
Koma svo konur mínar, ekki láta víkja ykkur frá því þið eruð
miklu betri stjórar en karlmenn.
Í bændablaðinu er pistill sem heitir mælt af munni fram og eru
oft góðar vísur þar.
Einar Guðmundsson sendi póst:
Faðir minn Guðmundur J. Einarsson bóndi í Hergilsey, síðar
á Brjánslæk, orti fyrir sextíu árum:
Hjartað kvíðir kuldahríð
kvelst í hríðarslögum.
Þrautir stríða, þorska líð.
Það finnast víða í sögum.
Sjálfur sér Einar ljósið framundan þótt syrt hafi í álinn
undanfarið. Hann yrkir:
Sólin gyllir engi og ása
allt fær nýjan svip og heiti,
vinstri grænir vindar blása
vorið er á næsta leiti.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Draga úr löngun?
14.2.2009 | 07:59
kreppunni, ekki er kreppa í þeirra lífi, en yndisleg
eru þau.

Friðrik krónprins í Danmörku og eiginkona hans, Mary. Reuters
Engin kreppa í ástarlífinu?
Mun kreppan verða til að draga úr löngun til ásta? Eða munu pör verða enn duglegri í ástarlífinu en nokkru sinni fyrr og bæta sér þannig upp það sem þau fara á mis við núna, til dæmis verslunarferðir?
Að sögn fréttavefs BBC hallast Helen Fisher, prófessor við Rutgers-háskóla, að seinni tilgátunni. ,,Erfiðleika- og hættutímar geta ýtt undir hrifninguna - fólk er einfaldlega móttækilegra en áður," segir hún.
Hún segir að peningaáhyggjur almennt og einkum áhyggjur af atvinnuleysi muni auka magnið af dópamíni í heilanum, efnasambandi sem meðal annars tengist rómantískri ást. Fisher byggir skoðun sína á rannsókn sem gerð var 1974. Þá kom í ljós að karlar sem látnir voru ganga yfir brú sem virtist vera mjög hættuleg höfðu meiri hneigð en ella til að verða skotnir í myndarlegri konu sem vann að tilrauninni.
Það eru svo margar ástæður fyrir því að fólk verður
tilkippilegra til ásta, það hefur ætíð verið þannig.
Sumum finnst best að njóta ásta ef þeir eru ofurþreyttir,
Þá er fólk hugsandi um það allan daginn hvað verður
gott að koma heim og njóta afslöppunar og ásta.
Sumum finnst best er það er búið að fara á trypp í búðunum
versla nógu mikið, kemur heim upprifið eftir eyðslusemina
og þá er ástarleikurinn punkturinn yfir i-ið.
Samviskubit kemur einnig fólki til, og vill þá oft ástarleikurinn
verða ofsafenginn og taka fljótt af.
Núna er þjóðin öll í erfiðleikum og þá fyndist mér að pör sem eru
í sambúð ættu að taka það sem verkefni að láta málin ganga
gera það saman og finna gleðina í því, þá kemur líka mikil
löngun bæði í góða ástarleiki og gleði saman og með sínu fólki.
Bara ekki gleyma af hverju þið byrjuðu að vera saman.
Á morgun er Valentínusar-dagurinn og þá vona ég að allir
sýni ást og kærleika.
Eigið góðan dag í dag
Milla
![]() |
Engin kreppa í ástarlífinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
13.2.2009 | 21:07
Eins og ég hef sagt áður eru sumir dagar bara svona að
svífa áfram, vaknaði klukkan fimm í morgun með stífleikan
í toppi, teygði og togaði uppi í rúmi Æi! fór bara frammúr
um sex leitið, borðaði morgunmat tók meðulin settist síðan
aðeins við tölvuna en var svo slöpp að ég fór bara upp í rúm
aftur.
Vaknaði klukkan tíu með Neró mér við hlið þessi elska hann
yfirgefur ekki ömmu sína. Gísli minn var að fara til að ná í blöðin
og versla smá í leiðinni, ég drattaðist frammúr setti í könnuna,
fór síðan í sjæningu, er það var búið ristaði ég brauð og við
fengum okkur síðan hálfgerðan hádegismat er Gísli kom aftur.
Nú það er föstudagur svo aðeins þurfti að sjæna húsið, þó ekki
mikið. Búin að vera að sníða hjörtu í dag, sauma þau svo saman
og fylli með tróði og skreyti að eigin smekk.
Gott að nota bútasaumsefnin í þetta.
Nú ég þarf ekki að taka það fram, að aðeins kom ég við tölvuna í dag,
þó í minna lagi væri vegna annarra anna.
vorum svo í mat hjá Millu minni. Mexikanskt var það heillin.
Vegna þess að við erum að bera út ljós og kærleik þessa daganna
þá fáið þið yndisfagrar ljóðlínur sem heita.
Rómantík.
Skal ég þér líkja við sumardag?
Eða saklaust blómálfa lag?
Eða vonina og vorsins myndir?
Eða viskuna og tærar lindir?
Þú sem berð birtu hlýja
bón um framtíð nýja,
ert miklu fallegri en sú helga mynd
er af miskunn bræðir frosna lind.
Lokkar þínir sem niðdimm nótt
niður rífa mína elju sótt.
Andlit sem engli hæfir
andar blítt og svæfir.Fingur þínir fjaður léttir
fætur þínir ógnar nettir
prýða heimsins ljúfu hljóð
og hann er semur nætur ljóð.
Arnoddur Magnús Valdimarsson
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Guði sé lof að ekki fór ver.
13.2.2009 | 16:03
Þegar svona háttar í fjallinu eru þá ekki einhverjir sem
Athuga hvort um snjóflóðahættu sé að ræða og láta vita
ef hætta er á ferðum.
Börn og fullorðnir eru þarna mestallan daginn á skíðum
og brettum og maður veit aldrei hvert þau fara og hvað
stórt flóð kemur.
Takk fyrir okkur í þetta sinn.
![]() |
Lentu í snjóflóði á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sjálfstæðið kom til baka, þú sagðir frá.
13.2.2009 | 12:00
Gott hjá þér flotta kona að segja frá, en tel þig hafa
endurheimt sjálfstæðið með því að segja frá þinni reynslu.
Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt.
Áður var reglan sú að duglegt fólk fékk vinnu og þannig ól ég upp börnin mín: menntaðu þig, vertu duglegur og ábyrgur og þá verður allt í lagi. En þetta er allt breytt," segir Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt, sem er ein hundraða íbúa Suðurnesja sem misst hafa vinnuna í kjölfar kreppunnar.
Sjálf var Ólafía að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfstæðum rekstri þegar markaðurinn hrökk í baklás. Ég átti von á því að geta farið vel af stað og var búin að koma mér upp skrifstofuhúsnæði sem ég vann að á kvöldin, þegar þetta gerist allt saman og verkefnin sem ég hafði átt von á hurfu. Það byrjaði á því að menn sögðust aðeins ætla að bíða og sjá til, en í raun er ennþá biðstaða."
Atvinnuleysi hefur farið vaxandi um allt land en er hlutfallslega mest á Suðurnesjum. Líkt og fleiri segist Ólafía aldrei hafa búist við því að verða atvinnulaus og það sé skrýtin tilfinning að standa skyndilega í þeim sporum.
Ég upplifi þetta þannig, og ég held að margir aðrir geri það líka, að mér finnst eins og sjálfstæðið hafi verið tekið af mér. Ég sem er harðdugleg, heilbrigð, vel menntuð og full af krafti ... allt í einu gat ég ekki það sem ég ætlaði, en það var ekki ég sjálf sem stoppaði mig. Í raun geng ég á vegg og möguleikarnir á að lifa því lífi sem ég hafði sett mér og stefnt að lokast."
Þrátt fyrir að hátt í 15 þúsund manns séu nú skráðir atvinnulausir á Íslandi segir Ólafía að fyrir marga sé umræðuefnið enn viðkvæmt. Ég skammaðist mín pínulítið fyrst. Og svo fylgja þessu áhyggjur um hvernig maður á að framfleyta sér og hvað gerist næst.
Það sem Ólafía er að upplifa ásamt mörgum öðrum er svo
rétt og satt, sjálf hef ég reynt þetta.
Veit ég vel að þetta er erfitt og á eftir að versna, en við
eigum eftir að spjara okkur upp úr þessum vandræðum.
Eins og Ólafía lýsir, hún er hörkudugleg, vel menntuð og
var tilbúin í sinn eigin slag, en þá brást allt
Bara ekki gefast upp, þó draumurinn hrynji núna þá kemur
hann aftur hjá öllum sem eru í þessum sporum.
Við eigum öll framtíð fyrir okkur, reynum að gera það besta,
jafnvel að lýta á ástandið sem ný tækifæri.
Kveðjur til Suðurnesja og allra landsmanna.
![]() |
Sjálfstæðið tekið af mér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn.
12.2.2009 | 21:44
Las í morgunn grein sem gladdi mitt litla hjarta, hún var
um krakka sem voru í unglingadeildinni Stormi á Kjalarnesi
og er það deild innan björgunarsveitarinnar Kjalar að
sjálfsögðu á Kjalarnesi.
Þau segjast læra margt og mikið við að starfa í deildinni.
Þessu trúi ég vel, strákurinn minn var mjög ungur er hann
byrjaði í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Hann var þar er á þurfti að halda hinn tímann sem hann átti
afgangs var hann í boltanum, þetta var líf og yndi margra stráka
í Sandgerði á þeim tíma sem hann var að alast upp.
Það er nú stundum sagt að við sem þarna unnum hafi alið þessa
stráka og stelpur upp, en ég vann í Íþróttahúsinu og sundlauginni
sem var tengd því.
Þarna voru krakkarnir sem áhuga höfðu á íþróttum bókstaflega
allan daginn.
Yndislegur tími, mun ég aldrei gleyma honum, Doddi var nú líka
besti yfirmaður sem ég hef haft.
*************************************
Sumar EnnNornir hafa snúið mér ljúfan þráð.
En hvort ég ann þér í reynd veit enginn
nema dauði sem heldur því leyndu
og leyfir af góðvild
að við látum blekkjast enn um sinn.
Núna er ég sýni þér þessar á blaði
hlærðu við og segir: Þetta geturðu birt,
það trúa því allir nema við.Ó, nornamáttur haltu fram á haust
hverflyndum börnum tveim á þessum stað,
og lát þau höldnum augum hverfa saman
hinzta sinn - frá tæmdum stundarglösum -
Það er undrun í röddinni
þegar þú segir: við erum sami skuggi.
já, ansans skuggi sem niður í beggja blóði,
af því má sjá að það er sumar enn.
Stefán Hörður Grímsson.Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)