Hetjurnar okkar
31.12.2015 | 07:47
Það má sko alveg tala um hetjurnar okkar og eru þær margar
Flugmenn á sjúkrafluttningavélum, Björgunarsveitirnar, lögreglan, læknar og hjúkrunarfólk og ekki má gleyma hinum almenna borgara sem veita oft fyrstu hjálp
Nokkuð alvarlegt vinnuslys átti sér stað á Blönduósi í dag þegar ungur maður festi fótinn á sér í svokölluðum ullartætara sem rífur niður ull í verksmiðju Ístex. Samstarfsmönnum mannsins tókst að losa hann en fóturinn var illa útleikinn eftir slysið. Það var óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að flytja manninn en þeir gáfu það frá sér og gátu ekki sinnt því einhverra hluta vegna. Þá vildi svo heppilega til að sjúkraflugvél frá Mýflugi var akkúrat að klára sjúkraflug frá Akureyri til Reykjavíkur og þeir gátu komið beint til okkar, segir Höskuldur Erlingsson, varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi. Þessir menn eru algjörar hetjur, segir Höskuldur um Mýflugsmenn og kann þeim góðar þakkir en veðurskilyrði voru alls ekki góð á Blönduósi í dag. Hann segir að bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði hafi verið ófærar í dag og því engin önnur úrræði sem stóðu til boða en flugleiðin. Höskuldur segir að á svona dögum sýni það sig bersýnilega hversu mikið hagsmunamál það sé fyrir landsbyggðarfólk bæði að hafa flugvöll og að fært sé til Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingum frá Mýflugi var notast við neyðarbrautina svokölluðu bæði í sjúkraflugi frá Akureyri og frá Blönduósi en illfært var um aðrar brautir Reykjavíkurflugvallar.
Vonum að allt fari á besta veg fyrir slasaða manninum.
Förum varlega kæru vinir
Gleðilegt ár
Þessir menn eru algjörar hetjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú rúllar þessu upp Sigmar
29.12.2015 | 08:44
Ég tel Sigmar vera góða fyrirmynd fyrir fólk í sömu stöðu og hann er, já og einnig aðra sem falla í freystni fyrir sínum markmiðum sem eru endalaus hjá okkur flestum.
Eigi ætla ég að tala um afhverju við erum svona vond við okkur sjálf, veit bara að við erum það.
Sigmar þú ert minn uppáhalds fjölmiðlamaður og við sem horfum á þig í imbanum eigum heilmikið í þér, ég er stollt af þér að koma svona fram og segja okkur þína sögu í þessum málum,
tu,tu í þína meðferð.
Mun hugsa til þín og þinna flotti strákur.
Sigmar og Júlíana trúlofuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er heima?
28.12.2015 | 07:02
Það þýðir að einn af hverjum 122 íbúum heimsins hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sitt. Um ein milljón flóttamanna hefur komið til Evrópu í ár en undanfarin ár hefur tala flóttafólks í Evrópu hækkað hratt. Á hverju ári hafa milljónir þurft að flýja heimili sín vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga í heiminum en í Evrópu hefur staða flóttafólks ekki verið jafn áþreifanleg síðan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar eða í sjötíu ár. Allt síðasta ár fjölgaði þeim sem lögðu líf sitt í hættu við að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið en 3.700 flóttamenn höfnuðu í votri gröf á flótta sínum til álfunnar
Í ÁRARAÐIR HEF ÉG VONAÐ OG TRÚAÐ AÐ HEIMURINN MUNDI BATNA OG ÞJÓÐIR HEIMS MUNDU TAKA Á ÞEIRRI MANNVONSKU SEM RÍKIR, ÞAÐ ER NEFNILEGA HÆGT AÐ STOPPA VIÐBJÓÐINN.
Ef allar þjóðir mundu skilja að trúarbrögð eiga ekki að hafa neitt að segja í samskiptum fólks og þjóða.
Allir hafa rétt á að hafa sína trú.
Við verðum að bera virðingu fyrir hvert öðru.
Tökum fólki eins og það er án titliti til þjóðar, litar
og trúar.
Það eru ekki bara flóttamenn sem spurja
Hvar er heima, það er fátækt fólk í öllum löndum og þetta verður að breytast.
Á Íslandi erum við svo fá að þess gætist meira ef einhver er fátækur þá á ég ekki bara við lífeyrisþega það er fjöldinn allur af fólki sem á um sárt að binda og það get ég sagt ykkur að ég met þetta fólk miklu meira en þá sem hafa mikið á milli handanna.
Hvað er heima? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langanir
27.12.2015 | 15:02
Talað er um að líkaminn krefjist ekki kynlífs á hverjum degi og vegna þreytu eftir annasaman vinnudag langi manni mest til að fara að sofa en hér koma góð ráð sem ýta undir kynlífsvilja þinn.
Fimm hlutir sem þú getur gert núna og kveikja í þér í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá pistill
26.12.2015 | 17:50
Þetta ár er búið að vera fljótt að fara hjá í sumar sem var ætlaði ég norður að leika mér smá en þá bilaði bíllinn minn og ég fór á sjúkrahús eins gott að bíllinn bilaði því annars hefði farið illa fyrir þeirri gömlu kanski upp á miðri Holtavörðuheiði.
Nú sumarið var tekið í Reykjanesbæ enda besta veðrið hér sunnan heiða, illa gekk að fá varahluti og komst ég ekki á bílinn minn fyrr en í haust, (hef ekki stoppað síðan).
Lífið er náttúrlega aldrei eins og maður vill hafa það en ef maður tekur það besta úr því þá blessast þetta allt.
Ætla nú ekki að segja að ég sé sátt við allt sem gerst hefur en hvað þýðir að súta það.
Jólaundirbúningurinn og jólin eru búin að vera yndisleg þó það hafi vantað elskurnar mínar á Húsavík en amma fer nú örugglega til þeirra í vor.
Hér kemur ein mynd frá aðfangadagskvöldi allir yfir sig glaðir að vanda
þetta átti að vera grettumynd en það hlóu allir svo mikið nema amma gat grett sig smá.
Við vorum svo í hangikjöti á jóladag hjá Fúsa mínum og co
er heima í afslöppun í dag.
Englarnir mínir eru svo að fara út til Japans í lok janúar með 3ja ára vinnuvísa í farteskinu svo amma ætlar að fara að safna fyrir Japansferð ef læknirinn gefur grænt ljós, svolítið langt flug.
Kærleik til ykkar allra.
Munið að agnúast ekki.
munið brosið,
brosið sem alla gleður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einelti.
25.9.2015 | 23:43
Það er mikið talað um einelti í dag, sem betur fer, elsku börnin sem verða fyrir einelti og þau sem eru gerendur eiga afar erfitt og það þarf að hjálpa báðum hópum eigi er þarft að tala um það sem allir vita en gott að rifja upp það sem betur má fara og í guðana bænum vaknið upp og sjáið hvað er að gerast í kringum ykkur.
Einelti gerist hjá öllum aldurshópum í vinnunni, skólanum,sambýlum, elliheimilum,matsölum húsa þar sem eldri borgarar leigja og svo mætti lengi telja.
Ég hef orðið fyrir einelti einnig hef ég orðið vitni að einelti við aðra og það á ljótan hátt, ég vona svo sannarlega að eineltið á mig sé hætt eftir þær aðgerðir sem ég viðhafði nú ef ekki þá er það lögvaldið sem fær málið í sínar hendur. það gildir nefnilega ekki það sama við börnin og eldra fólkið og það er erfitt að kenna gömlum hundi að setjast tala nú ekki um þegar enginn kannast við neitt.
Við sem erum komin á efri ár eigum að vera kurteis og glöð með að hafa félagsskap af hvort öðru, en sumir hafa allt á hornum sér á meðan aðrir eru bara síkátir með lífið eins og það er hverju sinni.
Vona að það leysist úr þessu öllu saman.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Druslugangan
25.7.2015 | 07:40
Druslugangan er frábær í alla staði og ég vildi að ég væri 30 árum yngri og gæti tekið þátt í þessarri göngu, en verð með þeim í huganum.
Ganga þessi var orðin löngu tímabær er hún byrjaði fyrir nokkrum árum það er nefnilega auðvelt fyrir þær/þá að taka þátt sem ekki eru búin að segja frá, það koma svo margir í þessa göngu og að fara í gönguna er fyrsta skrefið hjá mörgum að létta á og segja frá því ofbeldi sem var viðhaft.
Svo má taka allt ofbeldi inn í þessa göngu þá næði hún frá Reykjavík til Reykjavíkur, sem sagt allann hringinn
VÁ það væri æðisleg ganga.
Ofbeldið er af svo mörgum toga eins og Kynferðis, líkamlegt,andlegt og í allri umgegni við fólk.
Eins og allir vita þá er fullt af fólki sem ætíð og alla tíð ilskast út í aðra hraunar yfir fólk,er dónalegt og segir ljót orð og setningar, kemur svo daginn eftir og brosir út í eitt og allir eiga að vera góðir, allt þetta meiðir sálartetrið.
Það þarf ekki að segja mér að fólk sé ekki meðvitað um dónaskapinn sem það viðhefur (nema þeir sem eru veikir á einhvern hátt) ó jú það veit að það er að vera nastý nú ef einhver vogar sér að segja eitthvað við þetta fólk þá maður bara byðja guð að hjálpa sér.
Þeir sem fremja kynferðisglæpi eru í mínum huga viðbjóður einn, enginn dómur er nógu þungur fyrir það fólk sem fremur þá
Njótið dagsins í dag og munið eftir brosinu, brosinu sem alla gleður.
Druslur landsins sameinast á twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mannvonska, heimska eða hvað
14.5.2015 | 20:23
Ætla að segja frá atviki sem ég lennti í, svoleiðis var að við mæðgur þurftum að láta hundinn okkar fara á annað tilverustig, morguninn sem ég var að fara til dóttur minnar,( ætluðum að borða saman morgunmat fara svo með krúttið okkar á Dýraspítalann)hitti ég kunningjakonu í ganginum og sagði henni hvað ég væri að fara að gera nú einhverjir aðrir voru þarna og var ég ekkert að huga að því.
Dagurinn var bæði sorglegur og fallegur, fengum að setja hann í gröf hjá vinafólki okkar sem býr fyrir utan Sandgerði.
Daginn eftir átti ég að fara í þjálfun en hún var þá veik, ákvað að fara í matsalinn og fá mér saladbar ( borða samt ætíð heima hjá mér ) ég labba inn í salinn og þá gellur í karlmanni einum sem sat þarna, ertu búin að slátra hundinum þínum, ég sneri mér að honum og spurði hvort hann væri að tala við mig þá endurtók hann spurninguna ég urlaðist af reiði og jós vel völdum orðum yfir þetta illmenni labbaði síðan í burt og fór að hágráta, við vorum búin að eiga Neró okkar í 11 ár og það var ekki auðvelt að láta hann fara en það varð því hann var orðin mikið veikur.
Nú konan í afgreiðslunni kom og spurði hvað hefði gerst ég sagði henni það, fleiri komu að og voru alveg hneisklaðir á orðbragði mannsinns.
Ég fór svo bara heim til mín og sofnaði alveg útkeyrð eftir svona framkomu í manni sem ég þekki ekki neitt, hef bara séð hann í matsalnum.
Ég bý að Njarðarvöllum 6 í Reykjanesbæ þar eru leiguíbúðir fyrir 55ára og eldri síðan er matsalurinn sem fólk utan úr bæ geta komið og fengið sér að borða.
Ég er nú svo græn að ég taldi að fólk komið á efri ár ættu að virða hvort annað og hafa það skemmtilegt saman og sem betur fer er það yfirleitt þannig.
Þeir sem eiga í erfiðleikum með lundafar sitt ættu að fá eitthvað við því hjá lækni, tek fram að þessi maður hefur tekið þátt í ásamt öðrum körlum að viðhafa dónaskap.
Takk fyrir mig
Neró og Jano þeir eru báðir farnir á annað tilverustig
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er þetta með mótmælin.
15.3.2015 | 20:41
Þau eru góð og eiga fullkomlega rétt á sér, en viljið þið mótmæla því að hér lifir ekki fólk sem hefur lægstu launin.
Það er allt að fara niður á við hjá svo afar mörgum, og hvað kemur það til með að kosta þjóðina.
Hugsið út í það að við getum ekki beðið eftir hinu og þessu, hærri laun strax.
Um sjö þúsund manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endilega gott fólk: "Hlustið ekki"
14.3.2015 | 11:45
Það er nefnilega ekki vani landsmanna að hlusta á viðvaranir, allir hugsa að það komi ekkert fyrir þá, en mikil rangtúlkun á eigin mati :(
Hef nú lítið sem ekkert talað um veðrið í vetur nema við elsku fólkið mitt sem fær alveg grænar er ég byrja, svo sérkennilegt sem það er þá held ég alltaf að þau hlusti ekki á viðvaranir, það kallast víst stjórnsemi en ég kalla það að hafa áhyggjur, hvað haldið þið.
Ég bý í Reykjanesbæ bjó áður í Sandgerði, vann í flugstöðinni í mörg ár en man aldrei eftir svona vetri endalaust ekki hægt að fljúga vegna veðurs veit eiginlega ekki hvað er að gerast og þó, en ætla ekki að tjá mig um það.
Verð að koma inn á alla þá vinnu sem björgunarsveitirnar okkar eru búnar að vinna í vetur og ég tel 95% af þeirra aðkomu vera vegna þess að fólk hlustar ekki, ganar bara af stað illa búið og án nestis, hugsar að það sé svo stutt í næstu sjoppu :( :( :(
Strákarnir okkar setja sig í lífshættu við að bjarga fólki sem heldur að það kunni,geti og viti allt miklu betur en aðrir, þetta fólk ætti að skammast sín en það kann það örugglega ekki.
Nú er búið að loka götum og í athugun að loka en frekar en alveg er ég viss um að Kringlan og Smáralind verða yfirfullar af fólki í dag nú ef ekki þá er kannski smávon að landsmenn séu farnir að vitkast aðeins.
Skoðið og hlustið á veður og hamfaralýsingar og
haldið ykkur svo inni með ykkar fólki
Miklubraut lokað við Kringluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bréf til minna kæru barna.
30.12.2014 | 09:29
Ég bið ykkur að skilja mig eins og ég verð,
þegar ég eldist og
haga mér öðruvísi en ég var vanur.
Ég bið ykkur að gæta mín
eins og ég hef kennt ykkur
þótt ég missi matarbita á fötin mín og
gleymi að reima skóna mína.
Ég bið ykkur að kinka kolli og
leyfa mér að ljúka við söguna,
þótt ég segi hana aftur og aftur.
Munið að þið báðuð mig
að lesa sömu myndabókina oft.
Þótt endalok hennar hafi alltaf verið endurtekin,
fylltu þau hjarta mitt friði.
Það er ekki sorglegt þótt ég eldist.
En þá bið ég ykkur að líta uppörfandi til mín.
Ef ég verð of hugfanginn og nærföt mín verða ósjálfrátt rök
eða ég vil ekki fara í bað,
bið ég ykkur að muna eftir góðu gömlu dögunum
þegar mér tókst að lokum að baða ykkur
eftir að hafa elt ykkur marga hringi.
Tennurnar mínar verða lasnar og
ég get ekki kyngt
fætur mínir verða máttlitlir og,
ég get ekki staðið einn.
Viljið þið rétta mér hendur og
styðja mig, þegar ég hrasa.
Eins og þið lituð til mín og
báðuð mig að hjálpa ykkur á fætur.
Ég bið ykkur um að vera ekki sorgbitinn
að sjá mig eins og ég er,
og hugsa ekki að þið séuð hjálparvana.
Ég finn að það er þungt fyrir ykkur
að vita að ég hef ekki nægan kraft
til að umfaðma ykkur.
En það er dásamlegt að hjarta ykkar skilji og styðji mig.
Það mun veita mér hughreysti.
Þið eigið ekki að vera sorgmædd.
ég er að búa mig undir ferðalagið.
Ég bið um blessun ykkar.
Eins og ég verndaði ykkur fyrstu árin,
bið ég ykkur að vera, í nálægð um stund
þegar ég hef gengið síðustu sporin.
Ég mun sakna ykkar með brosi,
fyrir þá ómældu gleði að eiga ykkur og
hinn eilífa kærleika til ykkar
sem mun aldrei bregðast.
Til barna minna.
Til minna kæru barna.
Til Japanans Tomoo Sumi kom af tilviljun
tölvupóstur frá Brasilíu, í honum var ljóð
á Portúgölsku eftir ónafngreindan höfund.
Tomoo varð yfir sig snortin af ljóðinu.
Hann þýddi það yfir á Japönsku og sýndi
það vini sínum Ryoichi Higuchi, tónlistarmanni.
Hann hreifst ekki minna en Tomoo og samdi lag
við þetta ljóð. Ljóðið er svona.
Þýtt af Miyako Þórðason.
Ljóðið tók ég upp úr Gigtarblaðinu
sem kom núna fyrir jólin.
Þetta ljóð er svo mikill sannleikur og
sá sem orti það mikill snillingur á það
hvernig lífið er.
Gleðilegt nýtt ár með
þakklæti fyrir öll þau gömlu,
megi ljós og kærleikur vera í lífi okkar
um ókomna tíð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hugleiðing Xll
9.11.2014 | 11:20
Sko þið þarna sem málið varðar, takið bara eftir ég er búin að fá hundleið á endalausum pistlum sem varða okkur lálauna og lífeyrisþega pakkið sem eiga bara að halda kj.
Ég er orðin 72 ára svo ég man vel aftur í tímann, þegar afi minn fór á ellilífeyrir þá þurfti maður að að mig minnir að sækja peningana en afi hafði nó fyrir sig og sótti ekki peningana, það var hringt og hann spurður hvort hann ætlaði ekki að sækja peningana sína, hann spurði hvort það væri ekki hægt að gefa fátækum þá nei það var ekki hægt, hann tók þá peningana og gaf þá fátækum.
Það eru margir í dag sem eiga fullt af peningum og gætu gefið fátækum sinn lífeyrir en nei það gengur ekki því ef þú átt peninga þá færðu ekki lífeyririnn ( fer eftir hvað þú átt mikið af peningum)
Nú fór ég aðeins út af strikinu var að tala um pistlanna sem eru búnir að duna á okkur í áratugi háttsettir menn (að þeirra mati ) tala um hvað ríkisstjórnin fari illa með lálauna og lífeyrisþega það kemur pistill eftir pistil en ekkert gerist, þessir menn / konur þenja sig endalaust, til hvers eiginlega, er það til að fylla út í dagblöðin varla heldur þetta fólk að einhver hlusti eða lesi pistla sem eru búnir að ganga í tuga ára hvað þá að þeir gangi í augun á okkur lesendum,því það er ekkert að gerast.
Ég tel að snobbliðið á Íslandi ætti að hætta að lifa á okkar peningum því við borgum þeim launin sem þau fá en þeir ákveða hversu há þau eru, svo er alveg upplagt að þetta lið fari að vinna fyrir laununum sínum, koma á því jafnvægi að laun og kaupgeta haldist í hendur þannig að allir geti lifað mannsæmandi lífi.
Þarna er ég að sjálfsögðu að tala um ríkisstjórnina og aðra ráðamenn í landinu.
Ef jafnvægi kemst á þá eru til nægilega miklir peningar til að byggja Landspítalann, elliheimilin, leigumarkaðinn og bara allt sem þörf er á.
Það hugnast mér eigi svo að leggjast inn á
sjúkrahús og vakna upp við ógeðslegar
bjöllur skríðandi á mér.
Smá öfgar í gangi
Já ég veit að þetta er úr einu í annað,
og í eitt annað enn, ég og margir aðrir
eru í þeim sporum að eiga ekki fyrir mat
eftir 10 hvers mánaðar, en þið hunsið það
ráðamenn, ykkur er alveg sama bara ef þið
getið legið á meltunni.
Kærleik til allra líka þeirra sem ég er að
argast út í, ekki veitir þeim af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing Xl
7.11.2014 | 19:41
Hef verið að pæla undanfarið í því er maður verður gamall í árum en ekki í anda.
Um tvítugt var ég gift og búin að eignast Dóru mína, fjórum árum síðar (með öðrum manni) eignaðist ég Íris, sex árum síðar kom Milla mín og rúmu ári síðar kom prinsinn hann Fúsi minn.
Ég elskaði börnin mín afar mikið og gerði allt fyrir þau sem ég mögulega gat, lífið mitt snérist bara um þau og gerir enn.
Börnin vaxa úr grasi og barnabörnin fóru að koma inn í mitt líf og aðra eins sælu hef ég ekki upplifað, var svo lánsöm að fá að vera viðstödd fæðingu fimm af þeim tíu sem ég á, að eignast barnabörn og fá að vera þeim samtíða gerir mann unga í annað sinn, það eru 23 ár síðan fyrstu komu, svo koll af kolli og sem betur fer er ég ennþá samtíða þeim og á alveg óendanlega skemmtilegar stundir með þeim.
Nú á meðan lífið rann ljúft áframm varð ég eldri og eldri komin á áttræðisaldurinn með alla mögulega kvilla sem hugsast getur, en ég er ekki að kvarta undan því heldur að nú er ég komin í yndislega íbúð fyrir 55 ára og eldri, luxusíbúð í alla staði, það fer vel um mig en er ég sátt, nei ég er ekki sátt, ég á ekki heima hérna, finn mér allt til að setja út á sem ég hef engan rétt til að gera því ég tók þessa ákvörðun sjálf, get eigi kennt neinum um þó ég gjarnan vildi.
Held að ég þurfi bara að venjast því að vera orðin gömul í árum þó ég sé ekki gömul í anda.
Eitt enn, það er alltaf verið að tala um leigumarkaðinn og að það vanti að koma upp góðum leigumarkaði hér á landi og er það mikið rétt einnig er talað um að það vanti sjúkraheimili fyrir þá sem eigi geta bjargað sér lengur og er það einnig mikið rétt, en hvað með leiguíbúðir fyrir 55 ára og eldri, þurfum við ekki líka huggulegar íbúðir á leiguverði í samræmi við launin okkar?
Ég er í leiguíbúð og borga 156.500 á mán. Íbúðalánasjóður á íbúðirnar í þessu húsi, síðan fæ ég húsaleigubætur upp á 22.000, við þurfum ekkert að ræða launin okkar allir vita að þau duga ekki fyrir hvorki einu né neinu allavega ekki hjá mér, ég borga leigu, tryggingar, hita og rafmagn, fjarskipti, bensín á góða bílinn minn sem er orðin átta ára, LYF, vitamín, sjúkraþjálfun, þegar ég er búin að borga þetta allt þá á ég varla nokkuð eftir til að kaupa mat tala nú ekki um ef eitthvað kemur uppá eins og að þurfa á sjúkrahús, aukin lyf eða þannig.
Ég drekk ekki. reyki ekki, hætt að gefa jólagjafir (segir sig sjálft) fer aldrei neitt enda í mínu tilfelli hef ég lítin áhuga á að fara eitthvað nema ég mundi þyggja að fara á tónleika svona fyrir jólin, en það er ekki hægt.
Ef ég væri í leiguíbúð sem væri svona 80.000 þá væri sæmilegt að lifa ekki meir, en það er svo hrikalega siðlaust liðið sem stjórnar þessu landi að það hálva væri nóg.
Þið sem lesið þetta og eruð í sömu stöðu og ég: " hvað finnst ykkur"?
Bloggar | Breytt 8.11.2014 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
það eru ófreskjur sem beita konur ofbeldi
1.11.2014 | 23:29
Konur og börn ná sér oftast ekki eftir að hafa alist upp í svona umhverfi, sem sagt kæra ríkisstjórn þið græðið á að setja þessar ófreskjur í fangelsi frekar en að borga konunum örorkulífeyrir og hafa börnin hjá sálfræðingum sem hjálpar ekki mikið.
Það er harkalegt að tala svona en þið skiljið ekkert nema að maður tali um að þið getið sparað.
Það verða skemmtileg jól hjá þessum fjölskyldum.
Óvinnufærar vegna heimilisofbeldis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er svo sár og reið.
1.11.2014 | 12:49
Ekki í fyrsta sinn sem ég tapa mér hér alein heima, þessi mannvonska er ekki að byrja í dag það vita allir.
Hvað eru sambýlin, heimilin fyrir fatlaða, heimilin fyrir geðfatlaða og sjúkradeildir eldri borgara að ógleymdum sjúkrahúsunum mörg á öllum þessum stöðum vinnur fjöldin allur af fólki sem er ráðið til vinnu án þess að faglærður maður tali við þetta fólk ja eins og sálfræðingur ég tel að það sé nauðsynlegt til að meta fólk eins vel og hægt er, sumir eru náttúrlega snillingar í að fela sitt rétta eðli.
Ég hef sjálf orðið fyrir andlegu ofbeldi á sjúkrahúsi kærði viðkomandi hún var látin byðja mig afsökunar og vinnur svo bara eftir sem áður á þessu sjúkrahúsi eins og ekkert hafi gerst.
Ég á fatlaða ættingja og vini og tala við þau eins og allt annað fólk annað væri dónaskapur á háu stigi.
Fólk með ADHD og aðrar skerðingar er oftast úti í þjóðfélaginu skólum eða vinnu og ber okkur að hjálpa þessu fólki með því að tala við það af virðingu.
Gæti haldið áfram í allan dag en læt þetta duga
og vona að fólk lesi þessa úttekt.
Í lagi að gera grín að fötluðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umræða eftir kosningar.
31.10.2014 | 10:07
Einmitt þessi umræða vill oft endast fólki að næstu kosningum, oftast er hún á þá leið að þáverandi bæjarstjórn hafi verið alveg hræðileg, ekki gert nægilega mikið fyrir fólkið og svona mætti lengi telja, síðan vonast þeir til að hin nýja bæjarstjórn verði betri jafnvel fullyrða að svo verði.
Ég segi fyrir mitt leiti að algjörlega gef ég þeim vinnufrið og treysti að þeir geri eins vel og hægt er, það er nefnilega þannig eins og allir vita að það er ekki allt hægt.
Ég er XD kona og hef alltaf verið en það kemur ekki málinu við er um vini og vandmenn er að ræða.
Það er nefnilega gott fólk í öllum flokkum og ekki flokkum.
Þeir sem náðu meirihluta í Reykjanesbæ að þessu sinni er hið besta fólk og ég ætla svo sannarlega að vona að bæjarstjórnin þáverandi og núverandi nái að vinna saman sem ein heild í því að laga það sem laga þarf.
Ég hvet einnig allt fólk til að kynna sér málefnin vel áður en þau eru rædd því það er svo ömurlegt að hlusta á eitthvað raus um eitthvað sem kannski enginn fótur er fyrir.
Burtu með alla neikvæðni, verum bjartsýn allar elskur í Reykjanesbæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Yndislegir dagar
14.4.2014 | 17:35
Já það er sko hægt að segja það á föstudaginn kom fallegi Ljósálfurinn minn hún Viktoría Ósk suður og ætlar að vera hjá okkur fram á föstudaginn langa.
Þetta er hún Viktoría Ósk mín
Á laugardaginn fórum við í fermingarveislu, fallegi og besti prinsinn hennar ömmu sín var að fermast
reyndar á sunnudeginum 13 en veislan var á laugardeginum, það var mjög skemmtilegt veisla og hann stóð sig með sóma í ræðunni sem hann hélt er hann bauð fólkið velkomið og bauð því að fá sér að borða.
Viktor Máni, hann er sko flottur þessi elska.
Þetta er mynd af þeim öllum Kamilla Sól, Solla tengdadóttir mín
haldandi á Lísbet Lóu, Viktor Máni,Fúsi sonur minn og
og Sölvi Steinn flottasti gaurinn minn.
Yndisleg fjölskylda
Viktor Máni með mér.
Nú á sunnudeginum fórum við í fermingarveislu til frænku minnar hennar
Urðar, en áður komum við til þeirra á Kópu sjá gjafirnar og sumir hámuðu
í sig afganga, en veislan hjá henni Urði var æðisleg gaman að hitta allt fólkið
mikið hlegið og gert grín á kostnað hinna ýmsu í hópnum það er ætíð fjör
þegar við hittumst fjölskyldan.
Hér kemur ein mynd af fallegu stelpunum hennar ömmu sín.
Á morgun ætla ég í bæinn með þessar skvísur það á víst eitthvað
að búðast og er ég ekkert hissa á því, en ég ætla ekki að vera með
þeim í búðum.
Kveðja til allra minna vina og njótið allra daga í ykkar lífi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðing X.
26.3.2014 | 18:09
Mikið er talað um unglinga í dag, hvað þau eru frek, sjálfselsk, gefa ekkert af sér til annarra og gera bara allt sem þau ætla sér, já það má vera að sumir unglingar séu þannig, en hverjum er það að kenna??? Jú það er nefnilega foreldrunum að kenna það vantar allan aga í uppeldið og að allir foreldrar geri sér grein fyrir því að þeir þurfi að vera samstíga í þessum málum.
Ég veit um fjölskyldur það sem ríkir vinskapur og traust á milli barna og foreldra og það er auðvitað það besta.
Sagt er að þetta sé erfiðara í dag heldur en þegar foreldrar, ömmur og afar voru að alast upp en þar er ég ekki sammála það vantar bara agann og að kenna börnum að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og auðvitað umhverfinu okkar.
Ég þekki fullt að ungu fólki sem gefur svo mikið af sér og það er bara yndislegt.
Þegar börn eru alin upp við að fá allt sem þau vilja þá er afar brýnt að segja þeim að það sé ekki sjálfgefið því annars eru þau í vondum málum er þau koma út í lífið.
**************************************************
Jæja hvað þvagsýrugigtinni líður þá er ég komin á nokkuð gott ról og núna er bara að ná upp orku og passa vel upp á að fá ekki kast aftur því það er svo hrikalega vont.
Hlakka svo til þegar ég er flutt og búið að koma öllu fyrir, en það tekur nú smá tíma enda liggur nú ekkert á.
Kærleik til allra sem lesa þessi orð mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvagsýrugigt
24.2.2014 | 22:03
Það er nefnilega það, þetta kom mér á óvart sem eiginlega ekkert gerir lengur. fyrir mörgum árum fékk ég slitgigt síðan nokkru síðar kom vefjagigtin nú fyrir tíu árum kom upp fæðingargalli í hjartanu mínu sem ekki var hægt að laga svo ég fékk gangráð hjá besta teimi í heiminum hjartalæknunum á lansanum og fyrir bráðum hálfum mánuði datt ég illilega, já bara á gólfinu heima hjá mér, á ennþá í því, síðan fékk ég slæma iðrakveisu hún varði í 6 daga, í gærmorgun fékk ég rosa verki í stórutá hún var stokkbólgin og eldrauð, taldi að ég væri að fá blóðtappa eða blóðeitrun, en svo reyndist ekki vera heldur var þetta Þvagsýrugigt
Þegar ég var komin heim í gærmorgun,( fór á sjúkrahúsið með sjúkrabíl, en kom heim með syni mínum) googlaði ég á Þvagsýrugigtina og það var ekkert skemmtilegt sem ég las ég fullyrði að engin nema sá sem hefur gigtina veit hversu hræðilega sársaukafull hún er.
Nú ég átti að fara í blóðprufu í morgun og gerði það komst með hjálp Dóru minnar, lagði mig er ég kom heim en ekki fékk ég að sofa lengi, síminn hringdi, það var læknirinn sem var búin að lesa úr rannsókninni nýrun störfuðu ekki rétt og allt í steik, ég var sett á Íbúfen á sunnudeginum, en varð að hætta á því það var nefnilega það sem skaðaði starfsemi nýrnanna svo ég þurfti að koma og sækja lyfseðil það var ekki hægt að senda hann rafrænt fara svo og sækja lyfið í Apótekið og koma svo í blóðprufi á miðvikudag, síðan mundi læknirinn hringja í mig á fimmtudaginn.
Þetta er sko full vinna fyrir mína heilsu og þetta er ekki búið því að vera búin að taka Íbúfen í 3 skipti veldur ekki því að nýrun fara að starfa vitlaust, örugglega er þetta út af Mílorítinu sem ég er á.
Goggliði á Þvagsýrugigt þá vitið hvað og hvernig hún er.
Kærleik til ykkar allra elskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hún sprakk alveg óvænt
12.2.2014 | 20:34
Ég hef séð í bíó sprengjur sem eru tímasettar og ég bíð rosaspennt, stundum springur hún og stundum ekki, það er þegar góði gæinn kemur og bjargar málum, en það sem ég vissi ekki var að tímasprengja væri stillt inni í mér og mundi springa er mælirinn væri fullur.
Hann er búinn að vera að fyllast í langan tíma eins og er ég fór í gangráðaeftirlit í haust þá fékk ég svona blað sem ég átti að afhenda í TR og fá ferðapening, en til þess að fá hann þurfti ég að fara til læknis og fá vottorð upp á að ég væri með gangráð, ég varð orðlaus, varla fer ég í gangráðaeftirlit ef ég er ekki með gangráð, ég ákvað að sleppa þessu því það kostar að fara til læknis og það kostar að fá svona snepil hjá honum + bensín á bílinn í þessum tilgangi, þetta er bara eitt af mörgu sem fyllt hefur mælirinn.
Hann sprakk svo í kvöld er viðtalið við ungu móðurina sem á tvo drengi með sjaldgæfa sjúkdóma og í dag þarf hún að borga 30.000 á viku fyrir drengina sína og þó svo að sé verið að ganga þannig frá þessu að endurgreiðsla komi mánaðarlega þá á ekkert fólk fyrir því að borga svona upphæðir.
Ég hef ekki getað farið í sjúkraþjálfun síðan í haust en það er allt annað með mig ég spjara mig einhvernvegin en elsku börnin geta það ekki.
Mér létti er sprengjan sprakk því það er ekki gott að burðast með þungan pakka inni í sér og þess vegna bið ég allt fólk, góða engla, álfa og allar aðrar smáverur að taka sig saman og senda ráðamönnum yl í hjarta kannski breytir það hugsun þeirra.
Ætla að sýna ykkur myndir af fallega kisustráknum okkar, hann fékk nafnið Móri við fengum hann bæði fyrir okkur og læðuna okkar hana Ume sem var svo einmanna eftir að fressinn okkar hann Janó varð að kveðja okkur.
Reynið að finna gleði í hjartanu ykkar þó lífið sé á stundum
erfitt og ósanngjarnt, það er svo gott fyrir alla að finna friðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)