Duldar langanir
24.2.2010 | 09:41
Hef nú aldrei heyrt aðra eins vitleysu, fyrir það fyrsta les ég aldrei skáldsögur er með eina í takinu held að hún sé búin að vera á borðinu síðan fyrir jól og aldrei mundi ég nú fara að skrifa eina slíka, þessar stjörnuspár eru ekki að passa, allavega ekki oft.
Sporðdreki:
Þú hefur yndi af skáldsögum og lætur þig dreyma um
að skrifa eina sjálf/ur. Gefðu þér góðan tíma til að
undirbúa jarðveginn.
Nema ef ég mundi skrifa um duldar langanir og höft sem konur þora ekki að koma fram með er um kynlíf er að ræða, það er eins og þær láti karlmanninn ætíð ráða för og láta sér bara linda það sem hann býður upp á, sem er stundum bara ekki neitt, ég er langt frá því að tala um allar konur, sem betur fer eru til konur sem vilja fá sitt og ef þeir geta ekki veitt þeim það þá bara er það þeirra missir.
Það eru einnig til karlmenn sem elska að dúllast við þá konu sem þeir eru að hafa mök við, þeir fá mikið út úr því að koma konunni upp á hæðstu hæðir, að hún sleppi fram af sér tökunum og sýni í sér Tígrisdýrið.
Svo eru einnig til karlmenn sem ekki snerta konuna sína, finnst það ógeðsleg, vilja bara hoppa og búið, ég gæti nú endalaust talið upp.
Sumar konur vilja bara að karlmaðurinn ljúki sér af sem fyrst, annaðhvort eru þær konur afar heftar eða að þeim er alveg sama um karlinn, eða þær halda það, sko það er hægt að tala saman, leiðbeina manninum, kannski kann hann bara ekki betur og heldur að hann sé æðislegur, spyr endalaust, var hann ekki góður við þig, var þetta ekki gott og konan er með æluna upp í háls yfir egóinu í karlinum, hún veit kannski ekki að hún getur breytt þessu, það er ef hún vill.
Allar konur hafa það í sér að vera sexí, þær þurfa bara að þora því, koma fram eins og þær vilja, ekki fela sig á bak við einhverja grímu bara að því að þær halda að þær séu púkó lummó,leifa öllum tilfinningum að flæða og elska sjálfan sig.
Kynlífið er æðislegt alveg frá því að maður byrjar að hugsa um það í vinnunni, búðinni, eða hvar sem er, og svo er maðurinn kemur heim byrjar daðrið, gefa í skyn, allir hafa sýnar aðferðir við að sýna hvað er í vændum allt þetta er forleikur að æsilegri ferð í rússíbananum.
Var nefnilega að lesa um svona nokkuð í gær og datt í hug að setja það á blað, en að ég fari að skrifa skáldsögu er af og frá.
Nú hugsar hver fyrir sig hvort þeir eigi gott kynlíf með sínum maka, allt er hægt að laga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Morgungleði
22.2.2010 | 09:30
Er bara ekki að skilja ruglið í þessu fólki og þau telja að við trúum öllu, talað er um að nú sé verið að vinna saman að lausn mála, en samt geta sumir undir rós, svona aðeins pikkað í hina, jæja ég nenni ekki að tala um það.
Í gær átti eini sonur minn og yngsta barn afmæli, hann varð 37 ára, konan hans er Solla og eiga þau 4 börn, Kamillu Sól 12 ára, Viktor Mána 9 ára, Sölva Stein 2 ára og svo litlu óskýrðu mýuna, sem er 1 mánaða, en það á að skýra hana 1 apríl og það er ekki gabb.
Fúsi minn með Sölva Stein og Mýuna nýfædda
Systur, elst og yngst.
Viktor Máni með mýuna, yndisleg saman, hann er stoltur bróðir
Þetta er hún Solla mín með Millu minni, flottar mágkonur.
Sú sem á okkur öll er hún mamma og verður hún að vera með,
henni langaði svo í pulsu með öllu og fékk það.
Tekið er við vorum í bænum síðast.
Þetta er nú Fúsa og Sollu fjölskylda og hlakka ég mikið til að
hitta þau í endan mars.
Kærleik í daginn
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Konudagurinn
21.2.2010 | 08:57
Hef nú aldrei gert kröfur um hvorki eitt eða neitt á þeim degi, en aftur á móti mundi ég kjósa að allir dagar væru fullir af ást gleði og virðingu, veit ég vel að það er að fara fram á of mikið því engin er fullkomin.
Sýndarmennska á háu stigi hjá mörgum.
Tökum þá menn sem allt árið gera sama og ekki neitt,
hvorki fyrir konuna eða heimilið, svo kemur konudagur
þá er farið út í búð og keyptur flottur blómvöndur, bara
svo að konan þurfi ekki að segja að hún hafi ekki fengið
blóm ef það mundi gerast að einhver spyrði, nú aðrir gefa
blóm að því að þeir hafa samviskubit, nú kannski vegna þess
að þeir eru búnir að eyða heilmiklu í sjálfan sig, eins og
veiðileyfum, sem þarf að kaupa á þessum árstíma
Allavega panta og staðfesta, en svo eru örfáir sem kaupa blóm
að því að þeim langar til að gleðja, nei sko ekki konuna heldur
egóið í sjálfum sér.
Og allir gangast upp í þessu fjandans rugli, dagurinn búin að
missa gildi sitt rétt eins og jólin.
Sönn saga.
Maður nokkur var nokkrum dögum fyrir konudag búin að neita
að kaupa stígvél á eitt barnið sitt, barninu sárvantaði stigvél.
Á konudaginn kom hann heim með blómvönd og það engan smá,
þá sagði konan að honum hefði verið nær að kaupa stígvél á
barnið, maðurinn brjálaðist, henti blómvendinum í ruslið, en
konan fór svo á mánudeginum og keypti stígvél á barnið.
Falleg saga eða hitt þó heldur.
Tek það fram að á mínu heimili í dag, sem er langt frá því að vera fullkomið, komum við okkur saman um hlutina, á bóndadaginn fórum við og keyptum helling af Þorramat, sem betur fer því svo lenti ég á sjúkrahúsi og Gísli hafði þá nóg að borða meira að segja fór hann og keypti sér sviðahausa og sauð sér, en svona matur er einu sinni á ári matur því hann er bara ekki hollur fyrir okkur.
Í gærmorgun fórum við og ég keypti mér það sem ég vildi borða og varð vínarsnitzel fyrir valinu, það er einnig matur sem er afar sjaldan á borðum hjá okkur, vegna þess að við erum hætt að borða svona brasað, margt annað keypti ég sem mig langaði í, en Gísli keypti sér piparmola af nammi barnum, hann er verri en krakkarnir.
Ég eldaði síðan minn mat sjálf í gærkveldi og við borðuðum af bestu list, maturinn var æði nema að þetta var ekki ekta, Kálfakjöt á það að vera, en var svínakjöt, æði samt. Heilsunammi í eftirmat.
Þar sem ég er nýbúin að fá svo mikið af fallegum blómum og erum að fara suður þá ákváðum við að engin yrðu blómin keypt í ár, maður þarf nefnilega að gera plan um í hvað peningarnir fara.
Blómin eru yndisleg, en ef maður og kona geta ekki komið hvort öðru á óvart allt árið með hinum ýmsu uppákomum, þá er sambandið glatað.
Ljós og gleði til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brestir.
19.2.2010 | 20:33
Já hverjir eru mínir brestir, jú þeir eru ótal og hafa verið í gegnum árin, bara rétt eins og er ég vildi vera fínust og flottust, það kallast snobb, drottinn minn dýri hvað ég var heimsk að taka þátt í þessu og það var mér meira að segja á móti skapi.
Ætíð vissi ég betur en aðrir og mínar skoðanir voru ætíð réttar, bull og rugl, en sem betur fer þroskaðist ég eftir því sem ég varð eldri, núna í áraraðir virði ég skoðanir annarra, og ætlast til að aðrir geri það sama við mínar skoðanir, það er nefnilega svo misjafnt hvernig við mannfólkið lítum á málin og hver á að dæma hvað er rétt í þeim.
Hvernig manneskja ert þú ?
Result: Sjálfstæð manneskja.Þú vilt gera allt á þinn hátt, ert svolítið stjórnsöm/samur en samt í hófi. Þú vilt hafa allt í röð og reglu og vilt ekkert hangs með að gera hlutina. Þú segir að þú ætlir að gera eitthvað og stendur svo sannarlega við það. Sumu fólki líkar það í fari þínu en sumt fólk ...fær hreinlega ógeð þannig ég myndi passa mig svolítið, en samt alltaf gott að vera sjálfstæð því þá kanntu að koma þinni skoðun á framfæri.
Þetta kom út úr könnun um hvernig manneskja ég er, og er ég nokkuð stolt af þessu, á mjög vel við mig.
Að vera stjórnsöm er brestur stór, en hann hefur með árunum minkað afar. Ég vil hafa allt í röð og reglu og þoli ekki óreiðu, það er jú brestur, en trúlega kemur mér einni við, nei núna fór ég í meðvirkni með sjálfri mér, að vera með fullkomnunaráráttu kemur öllum við í kringum mig.
Að hangsa við hlutina og gera illa það sem er verið að gera, kalla ég að vinna fyrir aftan rassgatið á sér, og tel það vera óþolandi vinnubrögð. Ég vil frekar hafa draslarý hjá mér í einn dag í viðbót og vinna síðan vel að málum.
Hjá mér mega samt allir vera eins og þeir vilja, ég súta það ekki þó að blotni dúkar eða brotni eitthvað drasl, þetta eru hvort sem er dauðir hlutir.
Já ég stend svo sannarlega við það sem ég segi, það getur nú varla kallast brestur því það er mín ákvörðun, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, sko þá aðallega í skoðunum annarra.
Nú ef einhver fær ógeð á mér í sambandi við mína bresti eða kosti þá er það ekki mitt mál, svo einfalt er það.
Svo er eitt, hvað eru brestir, hver á að dæma um það og ef ég er ekki að meiða neinn þá má ég bara hafa allt eins og ég tel vera rétt og satt.
Annað sem fólk skal athuga, það hefur engin leifi til að dæma, vera með fordóma eða setja út á mínar skoðanir.
Þeir sem þekkja mig skilja að ég er að vinna er ég skrifa svona og ég þarf að koma þessu frá mér og tel ég bloggsíðuna mína góða leið til þess.
Ljós og gleði til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vaknaði við símann í morgun
17.2.2010 | 13:32
Það var Milla mín að spyrja hvort ein lítil mætti vera í dag, eins og það þyrfti nú að spyrja að því.
Nú við drifum okkur á fætur í sturtu og morgunmat, þá kom hún litla ljósið klædd sem lítið barn með freknur, það er nú einu sinni öskudagurinn þó maður geti ekki farið út og fengið sælgæti út á smá söng, þá er það allt í lagi því afi fór bara niður í búð og keypti bæði hollt og óhollt,
Við borðuðum svo brauð með skinku eggjum og tómötum og að sjálfsögðu mjólk með, núna kúrir hún undir sæng og er að horfa á mynd.
Hér er fallega ljósið mitt, var að horfa á jólamyndbönd á You Tube
Og hér er hún einnig þessi elska.
Þegar hún kom í morgun vildi hún fara með vísu fyrir ömmu, við
settumst í sófann í stofunni og hún færði mér þessa yndislegu vísu
sem hún lærði á leikskólanum.
Þumalputti er mamma
sem var mér mest og best
vísifingur er pabbi
sem gaf mér rauðan hest
langatöng er bróðir
sem býr til falleg gull
baugfingur er systir
sem prjónar sokka úr ull
Hér er allt fólkið
svo fallegt og nett
fimm eru í bænum
ef talið er rétt
ósköp væri gaman
í þessum heim
ef öllum kæmi saman
jafn vel og þeim.
Amma táraðist, hún fór svo fallega með þulu þessa
og það væri svo óskandi ef allt gæti verið
svona á milli fólks.
Kærleik í daginn ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að vera sjálfum sér trúr
14.2.2010 | 17:37
Er bara ekki auðvelt, það er að segja ef ég vill ekki verða óvinsæl, talin skrýtin eða vera bara ekki með á nótunum, þeim nótum sem flestir telja vera réttar.
Allt lífið hef ég verið að þroskast, breytast, hreinsa út, sem tekur allt lífið að gera. Síðan ætla ég að byrja að lifa samkvæmt því sem mér finnst farsælast, sko fyrir mig, er ekki að ætlast til að aðrir geri slíkt hið sama, en þá fara þessir aðrir jafnvel að stjórna því þeir eru svo fastir í því hvernig á að lifa lífinu, sem ég er ekki tilbúin að samþykkja að sé það rétta fyrir mig.
Að segja sannleikann og svara samkvæmt því sem mér finnst vera rétt fellur ekki ætíð í kramið, fólk þarf ætíð að taka öllu svo persónulega, argast út í mig, kann ekki að virða það sem mér finnst vera sannleikur, sem þarf ekki að vera réttur, en hann er allavega mín skoðun.
Oft er ég er búin að segja eitthvað við einhvern kemur óttinn, missterkur, en ég þarf að skoða hann og oftast er hann frá einhverju gömlu og reyni ég að hreinsa hann út það er nefnilega í lagi að segja það sem manni finnst og sá sem maður segir það við á að hafa þroska til að taka því rétt.
Allir þurfa að lifa í öryggi og vera hamingjusamir allavega ég, það getur tekið langan tíma að ná því markmiði og jafnvel mörg líf.
Ef ég er spurð hvort ég sé hamingjusöm, segi ég já, því að mörgu leiti er ég það, ég er yfirmáta hamingjusöm með mitt fólk og afar þakklát fyrir það líf sem ég á í dag, en lengst niðri í sálartetrinu er ég ekki hamingjusöm því ég á svo mörg mál óleyst og úthreinsunin er langt frá því að vera búin, ég er bráðlát og málin eiga að gerast helst í gær, en svoleiðis gerast ekki kaupin á eyrinni, helst vildi ég ráðast að öllum þeim sem ég á eitthvað óuppgert við og afgreiða þau mál, en ef ég mundi gera það mundi sá sem ég réðist að ekkert vita hvað ég væri að babla um því engin sér málin eins. Þarf að vinna þetta með sjálfri mér og þolinmæðin þrautir vinnur allar.
Málið er að ef ég ætla að vera trú sjálfri mér, þá særi ég mann og annan, ef ég er ekki trú sjálfri mér særi ég og svík sjálfan mig stórum, " Hvort er betra?"
Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Að ná aganum
11.2.2010 | 10:51
Yfir sjálfum sér og hafa gaman að því.
Mér þykir það afar merkilegt, fyrirbærið, maðurinn allt sitt líf berst hann við að ná aga yfir sjálfum sér, allavega ég og sé það svo vel er ég lít tilbaka, sé sjálfsblekkinguna og hina endalausu lygi, feluleik og meðvirkni með sjálfum sér. Stelpurnar mínar Dóra og Milla hjálpa mér stórum við að minna mig á hvernig ég var í raun.
Alveg frá því að ég man eftir þá barðist ég við eitthvað, en út á við var allt svo slétt og fellt. Í dag þegar blákaldur sannleikurinn blasir við þá sé ég að ekki náði ég þeim aga sem til þarf, það segir heilsan, offitan og allt sem því fylgi. Nú hef ég val um hvort ég vilji fara sex fetin, í hjólastólinn og missa af öllu eða aga sjálfan mig og fá heilsuna að svo miklu leiti sem hún næst aftur.
Ég ætla með hjálp trúarinnar á æðri mátt, á sjálfan mig, alla sem vilja hjálpa mér, að velja að efla heilsuna, því ég hef svo mikið að lifa fyrir
Hef verið að lesa heilmikið um agann og það að ekki er hægt að stíga spor tvö fyrr heldur en spori eitt er náð fullkomlega, með aga í gleðinni, því ef þú hefur ekki gaman að þessu þá getur þú sleppt því, maður þarf að finna straumana sem gleðin gefur til að ná árangri.
Sögur um agaleysi, maður nokkur sem var vinur foreldra minna gat borðar 10 sviðakjamma og renndi þeim niður eins og ekkert væri, Pabbi minn elskaði að fá sér stórar smörebröd þá var áleggið og gumsið þar ofan á 10 sinnum hærra en brauðið, og eigi dugði ein, enda borðaði hann á sig sykursýki ll, heima voru soðnir 10 sviðahausar og mamma bjó til sviðasultu, en áður en sviðin komust í sultu borðaði hún hnakkaspikið af svona 10 kjömmum, þetta er náttúrlega ekki normalt og algjört agaleysi.
Til með að segja ykkur, er ég kom heim af spítalanum þá fékk ég óstjórnlega löngun í toppís ég borða aldrei ís og þessa löngun hafði ég í marga dag, en komst yfir þessa vitleysu, hugsið ykkur annað eins.
Föðurafi minn átti sko til agann þegar hann var á miðjum aldri veiktist hann eftir það borðaði hann ekkert rjómasull eða aðra óhollustu, nema hann borðaði eina sneið af rjómaköku á jólum, hann var agamaður mikill.
Já mér finnst það merkilegt, að ég skuli hafa verið svona agalaus við sjálfan mig vitandi fyrir víst undir niðri að ég var að skemma líf mitt, vonandi tekst mér að snúa þessu dæmi við.
Kærleik og gleði til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þetta er nú gott og blessað
9.2.2010 | 09:55
Að mínu mati ætti að setja svona nefnd yfir ríkisbatteríið í heild sinni, eða setja á utanþingsstjórn, sem yrði þá skipuð góðum og réttlátum harðstjórumm.
Bara mín skoðun.
Fjárhaldsstjórn skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Svei skítalikt
8.2.2010 | 09:20
Ef einhver er orðin þreyttur á seinagangi ríkisstjórnarinnar þá eru það við fólkið í landinu, tel að stjórnin ætti að lýsa sig vanhæfa til að leysa þau verkefni sem þarft er, því það er hún svo sannarlega.
Allir taka allt svo persónulega og sitja fyrir framan alþjóð með sjálfsvorkunnar-svipinn, eins og við ætlum að vorkenna þeim eitthvað, Nei ekki aldeilis góðir hálsar, drullið ykkur bara upp úr aumingjaskapnum og framkvæmið eitthvað af viti, eða gefist bara upp þið eruð hvort eð er uppgjafaflokkar sem aldrei setja punktinn yfir i-ið og hana nú!
S menn eru orðnir þreyttir á VG, en eru þeir ekki stærri flokkur en VG svo þeir ættu að ráða við þá, skammist ykkar bara, það á að setjast niður og leysa vandamálin, en ekki að þrasa um þau endalaust, við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að ykkur kjánunum takist að fá fjöður í ykkar hatt.
Maður fer nú alveg að springa.
Biðla til Framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vestfirðir skjálfa
7.2.2010 | 16:11
Vonandi hafið þið mínir kæru vinir í Hnífsdal skemmt ykkur vel, að vanda, og kannski hefur þessi kjarnorkusprengja hrist einhverja vel saman í dansinum.
kærar kveðjur vestur og ég hlakka til að aka þessi göng.
Ég hrökk við í bælinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að treysta á.
6.2.2010 | 10:02
Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir
og í vinnunni.
Gættu þess bara að fæla aðra ekki frá sem treysta á þig
Þegar ég var stelpa gat ég ætíð treyst á pabba minn, er ég óx úr grasi lærði ég jafnframt að treysta bara á sjálfan mig, nú þegar börnin mín fæddust og uxu úr grasi treystu þau á mig, ég var bara heima
eins og sagt var og taldi ég það vera forréttindi, ég var heima, en ef það gerðist að ég var ekki heima er þau komu úr skólanum þá sögðu þau iðulega, mamma hvar varstu, ég svaraði ætíð að ég hefði skroppið til Kína, og geri reyndar enn.
Stjörnuspáin mín segir hér að ofan að ég eigi að passa að fæla ekki þá frá sem treysta á mig, aldrei mundi ég gera það viljandi, en maður þarf einnig að vita hverjir það eru sem treysta á mig, það er nefnilega þannig að þó maður læri að treysta á sjálfan sig, þarf maður stundum að treysta á einhvern annan.
Þetta með sjálfstæðið, ég tel mig vera ágætlega sjálfstæða, en auðvitað blandast sjálfstæðið oft saman við þarfir þeirra sem eru í kringum mann, maður gerir ekki bara það sem maður vil án þess að taka tillit, eða það er mín skoðun.
Mér finnst það vera heiður ef einhver treystir á mig og vonandi er ég traustsins verð og geti liðsinnt þeim sem til mín leita.
Hér skrifa ég bara um það sem mér er alveg sama þó fólk smjatti á, misskilji eða fatti ekki hæðnina eða grínið, er nefnilega upp úr því vaxin að elta ólar við vitleysuna.
Í dag treysti ég á afar fáa, treysti á fjölskyldu mína, marga af mínum vinum, en maður þarf heldur ekki að treysta á alla.
Það segir sig sjálft að ég treysti ekki ríkisstjórninni, ekki bankakerfinu, enda held ég mig bara við litla sæta bankann minn hér í sveit, ef ég fer í búð skoða ég vel hvað hluturinn kostar og hvar í búðinni hann er ódýrastur því pallaverðið er ekki alltaf ódýrast nú ef mér líkar ekki verðið þá bara kaupi ég ekki hlutinn. USS er bara hætt þessu þvaðri.
Kærleik í daginn
Milla í yndislegu veðri á Húsavík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég elska bleika svínið
5.2.2010 | 09:28
Og er ekki að grínast.
Til hamingju Jóhannes í Bónus og aðrir eigendur Haga. Ætla ekki að segja ykkur hvað ég var á móti Bónus er fyrsta búðin var sett á laggirnar, en er dóttir mín var búin að koma mér þangað inn nokkur skipti breyttist álit mitt á búð þessari sem síðan breyttist í búðir og varð stórveldi.
Hagar eiga flottar búðir, akkúrat þær búðir sem ég fataði mig og fjölskylduna upp í er ég fór erlendis að versla, nú þarf fólk ekki að fara erlendis, nema til að skemmta sér.
Vissulega gerðust hlutir í kringum allt á Íslandi er hrunið varð, ekki er ég ánægð með það allt frekar en aðrir landsmenn, en hef ætíð haldið því fram að Jóhannes í Bónus sé heiðarlegur og flottur maður, af hverju ætti svo sem að taka Haga frá honum bara til að færa öðrum það á silfurfati eins og gert hefur verið í gegnum árin.
Nú er ég bara að tala um Haga, en gæti tekið mörg önnur dæmi sem ekki eru falleg eins og það er verið að taka fyrirtæki sem eru bara í vandræðum vegna hrunsins og færa það öðrum fyrir skít á priki í staðin fyrir að gera eitthvað fyrir þá sem eiga fyrirtækið og hafa ætíð rekið það með sóma.
Ég kaupi inn til heimilisins í Bónus á Akureyri og líkar það afar vel, fæ yfirleitt allt sem mig vantar, starfsfólkið með afbrygðum yndislegt, takk fyrir mig kæra starfsfól.
Óvissu um framtíð Haga eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vakti mig til umhugsunar.
3.2.2010 | 19:49
Jóhanna Magnúsdóttir, sú vitra bloggvinkona mín skrifaði um tilgang lífsins hér um daginn, eins og ævilega vakti hún hjá mér spurningar, en ég svaraði henni eiginlega bara með tilgangi mínum í dag, þann tilgang sem ég hef þroskast upp í að finna mig best í.
Spurningarnar sem vöknuðu fóru með mig aftur í barnæsku og svara ég sjálfri mér hér og nú.
Ég fæddist í þennan heim 2 nóvember 1942 að Hringbraut 32, ég var eina litla barnið í þessu 3 hæða húsi og kepptust allir við að hafa mig sem drollu í húsinu, tilgangur minn er ég gat farið að opna hurðir var að læðast á milli hæða til að fá það sem ég vildi og fékk það ósvart, þetta var gleðitími.
Tel að ég hafi valið mér þessa foreldra sökum þess hvað þau voru ólík, pabbi var algjört gæðablóð og föðuramma og afi voru yndislegar manneskjur, þau ólu mig upp í góðum siðum, allir væru jafnir ogég ætti að vera góð við alla.
Við fluttum síðan á Víðimel og svo inn í laugarnes ég eignaðist 4 yndislega bræður og var það tilgangur minn að fylgja mömmu eftir og fara annað slagið og vitja um tvo af mínum eldri bræðrum sem voru frekar fyrirferðarmiklir, nú það kom náttúrlega fyrir að þeir voru búnir að gera eitthvað sem ekki var hægt að hilma yfir, þá var fjandinn laus. Mamma var valdasjúk það var ekki nóg fyrir hana að hafa 1-2 vinnukonur heldur þurfti hún valdið yfir mér líka, besti tíminn var þegar pabbi og móðurafi voru komnir heim og svo var móðurbróðir minn einnig á heimilinu, en amma dó er ég var um 2 ára og þá sameinuðust allir um að hugsa um hvort annað, eða það var tilgangur mömmu.
Síðar giftist afi aftur og frændi náði sér í yndislega konu, mamma taldi náttúrlega að það væri hennar tilgangur að stjórnast í þessum heimilum, en þar hitti skrattinn ömmu sína, þetta voru sterkar konur.
Merkilegt að er veislur voru heima, sem var afar oft þá var allt henni að þakka þó hún hefði vinnukonur til hjálpar, pabba og okkur eftir því sem við náðum aldri til, nema pabbi fékk alltaf heiðurinn af sósugerðinni, enda snillingur í sósum.
Eitt sem mér fannst afburða heimskulegt, er við fórum í búðir saman þá mátti ég ekki kalla hana mömmu því þá virkaði hún svo gömul, sem sagt allt átti að vera svo fullkomið, en það var það bara ekki, ekkert er fullkomið.
Vegna alls þessa valdi ég hana sem móður, til að þroskast sjálf, en elsku mamma mín er enn þá sama drollan, elska hana samt.
Eitt sem er alveg á tæru að stjórnsemi er ekki tilgangur neins, hann getur verið til vansa fyrir þann sem notar stjórnsemina eigi rétt. Stundum veit fólk ekki af því að það sé stjórnsamt eða finnst það bara allt í lagi, ég hef hér í mínu bloggi talað um hvað ég þroskaðist í mínu lífi og sér í lagi vaknaði ég til lífsins er ég veiktist um daginn og var nærri dauð, bara að því að ég ætlaði ekki á sjúkrahús.
Sá svo hvað ég var að gera fólkinu mínu, það var ekki minn tilgangur að hræða þau.
Ég talaði um að tilgangur væri teygjanlegur og það er hann, því ég gæti tekið óendanlega úr sarpinum eitthvað sem ég taldi vera bráðnauðsynlegan tilgang, reyndist síðan vera bara vitleysa, en þá er svo erfitt að bakka.
Eins og ég hef sagt áður þá er tilgangur minn núna, ég sjálf, börnin mín og barnabörn, þau eru lífið mitt á meðan ég er til staðar og á meðan þau þurfa á mér að halda, tilgangurinn er nefnilega ekki sá að ríghalda í fólkið sitt svo það fái samviskubit yfir að fara frá manni.
Þau eiga að fá að fljúga eins og fegursta fiðrildi um loftin blá, blómaakra og skóglendi.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Komin tími til, sko að viðurkenna
1.2.2010 | 11:23
sé ekki á manns færi. Skemmtu þér ærlega ef þú getur.
Ég viðurkenni svo sannarlega hér fyrir fjölskyldu minni fyrst og fremst og bara öllum að ekki allt er á mínu færi, mikið hef ég verið vitlaus, lokuð, eigingjörn og bara nefnið það. Vitið að stjörnuspárnar mínar undanfarna daga hafa smellpassað við drolluna Millu, sko mig.
En ég held að allir þurfi sinn tíma til að þroskast upp í að vita þetta og hef svo sannarlega komist að því að höndla get ég eigi allt sem gerist.
En það er svo skemmtilegt að etja við aðra um hin ýmsu málefni og mun gera það áfram, en krúsirnar mínar ekki hvað varðar mína eigin heilsu, á því sviði verð ég eins og móðursjúk kerling, vælandi í læknunum það sem eftir er. Skemmtilegt fyrir þá þessar elskur.
Mátti til að koma þessu frá mér er ég las stjörnuspánna.
Kærleik í daginn
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23/01 kom hún í heiminn
31.1.2010 | 10:27
Ég eignaðist barnabarn no 10 þann 23-01 og það var eins og vitað var lítil prinsessa, amma var á sjúkrahúsinu er hún kom í heiminn, en Inga amma tók sér bara vetrarfrí og var á staðnum, það þarf nefnilega að hugsa um fjögur börn, set inn nokkrar myndir
Maður er sko bleikur, enda er ég stelpa
Snudda prófuð og líkaði vel
Maður er sko flottur
Kamilla Sól mín heldur á litlu systir, þær eru flottar saman
Sölvi Steinn montinn litli bróðir, hann er bara 2 ára, Fúsi minn
passar að hann kreisti nú ekki of fast, hann vil vera svo góður
Og þetta er sko flottasti prinsinn hennar ömmu, Viktor Máni með
litlu systir
Flottar saman Inga amma og litla snúllan
Koma örugglega fleiri myndir síðar.
Kærleik í daginn
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ferðasaga.
30.1.2010 | 10:03
Alveg stórkostlegt þetta líf og hvað maður lætur blekkjast, bara að því það hentar manni. Eins og ég hef sagt frá veiktist ég í nóvember, "þvagfærasýking", fékk mig góða, en var lögð inn með stöðusvima nokkru seinna, var nú bara daginn í það skiptið. Fór í sterasprautur með bakið í byrjun desember og allt gekk afar vel átti síðan yndislegan jólamánuð, eftir áramót fór ég að slappast taldi það nú bara vera þreytu, flensu-slen, þó ég væri ekki með neina flensu, en ég er snillingur í að skýra hlutina bara mér í hag.
Þetta endaði með því að Gísli minn þurfti að fá hjálp dætra minna til að koma mér á sjúkrahús, ekki ætlaði ég þangað þetta væri bara einhver pest, þó ég væri með bullandi hita, hætt að geta borðað og komst ekki á WC hjálparlaus, gerði mér enga grein fyrir neinu hvað þá að ég væri að gera útaf við Gísla minn, sjáið ekki í anda hjálparhelluna mína berandi mig 113 kg á WC, og ég var alltaf á WC.
Nú Milla mín kom og hringdi strax upp á spítala sendur var bíll með sætum strákum til að sækja þvermóðskuna, sem stóð ekki undir sjálfri sér komin með óráð og ég veit ekki hvað, en það hvarflaði að mér nokkrum dögum seinna að þær þessar elskur eru ætíð að tala um að mamma sé svo stjórnsöm, en þær eru alveg eins enda dætur mínar.
Þegar ég var búin að vera upp á bráðavaktinni í 3 daga kom yfirlæknirinn inn og tjáði mér að ég hefði ekki mátt koma degi seinna, ég væri afar veik, Ertu ekki að djóka sagði ég og hló, nei ég er ekki að djóka, ég var sem sagt með þvagfærasýkingu sem var orðin af blóðeitrun,mín limpaðist niður og þegar hann var farinn út þá fór ég bara að gráta. Sko krúsirnar mínar, ég er búin að komast að því að ég hef bara ekkert leifi til að haga mér svona, ég sem er alltaf að tala um að ég elski fjölskylduna mína hef ekki leifi til að bjóða þeim upp á þá hræðslu sem kom upp hjá þeim, englarnir mínir grétu stórum er þær sáu mig, litla ljósið vildi ekki knúsa þessa skrýtnu konu sem lá þarna í rúminu og ljósálfurinn minn knúsaði ömmu, en var sko ekki sama.
Þetta lagaðist allt er ég var búin að vera 7 daga á Bráðavaktinni þá var ég flutt á almenna stofu og þau gátu bara komið er þau vildu, eins gott að ég hresstist, hefði nú ekki afborið að missa af handboltanum. Hahaha
Og vitið hvað ég er hrikalega egóisk, rétt eftir áramót fór ég niður í apótek sko neglurnar á mér hrundu bara og voru eins og gatasikti, vildi ég náttúrlega kenna nagla herðir um það, en Abba sagði við mig að þetta færi oft svona er maður væri veikur, ég sagði, en ég hef aldrei verið betri!!!
Hún sagði bara að ég skildi hvíla mig á þessu naglastandi, haldið þið að maður sé ekki svolítið skrýtin og í algjörri afneitun.
Þetta er sem sagt sjúkraferðasagan mín, nú er á dagskrá að efla kraftinn með smá aukningu á hreyfingu dags daglega borða hollan mat og drekka mikið vatn og það er engin hætta á að maður geri svona aftur, verð í eftirliti í marga mánuði og á að koma um leið og ég finn að ég er eitthvað öðruvísi en eðlilegt er.
Elsku börnin mín og barnabörn takk fyrir að vera til fyrir ömmu, amma mun vera til fyrir ykkur eins lengi og guð lofar, ég elska ykkur svo mikið.
Einu en vil ég koma á framfæri, Sjúkrahúsið okkar er gullmoli, við eigum stórkostlega lækna, hjúkrunarfólk og allt annað starfsfólk er bara yndislegt, takk fyrir mig elskurnar, og munið að þið eruð æði
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frábært að fá svona styrk.
13.1.2010 | 07:53
Reykjavíkurborg hlaut nýverið tæplega 2,5 milljóna króna styrk úr Progress, jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins, sem eyrnamerktur er því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi á og við skemmtistaði.
Svona vinna er alveg nauðsynleg, gott verður að lesa eftir ár um færri tilfelli kynferðisofbeldis á eða við skemmtistaði.
Velti samt fyrir mér hvað með öll hin tilfellin, sem gerast í húsasundum, bílum, heimahúsum já og bara hvar sem er. Mér finnist besta forvörnin vera sú að byrja er börn eru 6 ára, segja þeim frá að það sé í lagi að segja nei og að líkami þeirra sé ekki leikfang fyrir aðra, síðar á skólagöngu mætti sýna þeim myndir af fólki sem er svínfullt og veit ekkert hvað það er að gera, eða þaðan af síður ræður við að andmæla ofbeldinu.
Ég er ekki fanatísk á vín, en það þarf að innprenta börnum að víndrykkja er bara ekki inn, heldur ekki dóp, það er nú bara asnalegt.
Þetta er spurning, bara svona upp á framtíðina að vera með forvarnir er þau eru nógu ung, eigi getum við bjargað heiminum með forvörnum, en mörgum og það er það sem telur.
Að sögn Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, er ætlunin að útfæra, í samvinnu við veitingahúseigendur, lögregluna og Lýðheilsustöð, þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta í skýrslu starfshóps á vegum mannréttindaráðs árið 2008.
Það væri nú gaman að fá að lesa þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta árið 2008.
Borgin fær styrk til að ráðast gegn kynferðisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hittingur á Greifanum.
11.1.2010 | 20:34
Við gamla settið á þessum bæ þurftum með bílinn í viðgerð hjá Brimborg á Akureyri í morgun, vorum mætt með hann kl 10 fengum bíl á meðan og fórum að búðast.
Dóra og tvíburarnir voru með og var ákveðin hittingur á Greifanum kl. 12, fengum sér herbergi svo við gátum hlegið og látið öllum illum látum að vild, 5 af okkur fengu sér kaloríubombu, það er sko nautakjöt, sveppir laukur borið fram í hamborgarabrauði með bernes og frönskum, hin fengu sér súpu og salat sem er það besta sem ég hef fengið, en í dag fengum við okkur bombuna og hún svíkur aldrei. Þeir sem komu voru Erna Einis, Anna Guðný, Unnur María frænka mín, Huld og Halli, við gamla settið og Dóra og tvíburarnir.
Hér eru nokkrar myndir
Englarnir mínir Guðrún Emilía og Sigrún Lea
Við frænkurnar Unna Mæja og ég
Gísli ekki búin að fá matinn sinn, Halli á kafi í salatinu, og
Anna guðný býður líka
Við gamla settið og Halli
Dóra, Erna og Huld. flottar saman
Nú við fórum svo eftir matinn í Bónus, það er nú uppáhaldsbúðin
mín hér norðan heiða. fórum svo á Glerártorg aftur og eyddum
tímanum þar til bíllinn var tilbúinn.
Á heimleiðinni hringdi Ingimar minn og bauð okkur í Gullach vorum
nú fljót að þiggja það, enda vart hægt að segja að maður hafi
borðað nema smáræði allan daginn
Mín afar upptekin við að borða smákökur með kaffinu á eftir
Gullachinu, gat nú ekki stilt mig þetta voru gyðingakökur og piparkökur.
Nú svo fórum við heim að ganga frá úr bílnum, eða aðallega Gísli, svo
er ekkert múður með það að byrja í fráhaldi á fullu.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lifa við, eigi það sama og sætta sig við.
9.1.2010 | 10:40
Sporðdreki:
Það er eitt og annað að gerast í kring um þig.
Þú ferð með sigur af hólmi í þrætumáli.
Næsta vika verður annasöm, nýttu helgina til að hvíla þig.
Veit ég vel að mikið er að gerast í kringum mig, ég er nú að
reyna að takast á við það sem þegar er byrjað að koma fram,
á öðru tek ég á, svona bara er ég veit um þau.
Fer með sigur í þrætumáli, veit nú ekkert um það,
allavega ekki komið upp enn þá.
Einnig á eftir að koma fram hversu annasöm vikan verður.
Hef oft hugsað og spurt, til hvers er ég hér og hvað er mér ætlað, jú mér er ætlað vist hlutverk síðan hef ég val í svo mörgu. Mesta hamingjan í mínu lífi eru börnin mín, tengdabörn á ég yndisleg, gæti ekki hafa fengið betri og barnabörnin eru það sem ég elska mest, Þau eru ástin í mínu lífi,það hafa nú allir heyrt, tala varla um annað.
Hvað ástina á karlmönnum varðar þá hef ég ekki fundið hana ennþá, þá meina ég sanna ást, með virðingu og öllu sem fylgir henni, en trúlega er hún ekki til, allavega ekki fullkomin, gott samband getur maður átt, en svo er spurningin, hvort vinskapurinn, tillitsemin og gleðin sé til staðar.
Get samt sagt með sanni að ég á svona vini og ættingja sem ég finn fyrir þessu hjá, sannann vinskap og það er ómetanlegt.
Hef mikið verið að hugsa um undanfarið, að lifa við, er eigi það sama og að sætta sig við, sko ég hef lifað í þeirri meinloku að allir væru frískir fram í rauðan dauðann, eða þannig, en nei búin að komast að því að svo er ekki, en það er eins með ellisjúkdóma og ofbeldið sem ég kom inn á í færslunni á undan, maður þarf að viðurkenna veikleika sinn og að það sé eitthvað að, ef sá sem á í hlut gerir það ekki þá endar allt í upplausn.
Veit um fullt af eldra fólki þar sem annar aðilinn hefur mátt þola ýmislegt vegna ellisjúkdóma makans, fólk er að þráast við, leitar ekki eftir hjálp, sem það getur fengið, umhverfið hefur áhrif, börnin, oft á tíðum, skilja ekki hvað er að gerast og vinirnir ekki heldur oft heyrist sagt, hann/hún hefur nú verið þér svo góð/góður, eða þú getur nú ekki sett hann/hana á elliheimili, svona dynja setningar á eldri mönnum/konum, samviskubitið vaknar og allt endar í volæði.
Ég þakka guði mínum fyrir á meðan ég fæ ekki svona sjúkdóma, en maður veit aldrei hver er næstur. Ég bið góðan guð á hverjum degi að taka frá mér pirringinn á því sem ég er ekki að breyta þó ég hafi val, en það er bara svo erfitt eins og hjá öllum hinum.
Kærleik og gleði
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Andlegt ofbeldi, erfitt að sanna
6.1.2010 | 08:20
Frakkar ætla að setja lög sem banna andlegt ofbeldi í hjónabandi, það er sko af hinu góð, en það verður erfitt að sanna það, nema að makinn hafi vit til að taka upp ofbeldið.
Mín skoðun er sú að að ef eigi gengur að tala við þann sem beitir ofbeldinu, fara fram á að sá aðili leiti sér hjálpar, ef sá er eigi tilbúin að gera slíkt þá að mínu mati er eina lausnin að skilja, en það getur nú tekið tíma sinn fyrir fólk að skilja það, eða það vil reyna til hlítar, en það endar ætíð á skilnaði.
Ofbeldi af hvaða toga sem er hættir aldrei ef ekkert er að gert.
Rétt er hjá lögfræðingnum Laurent Hincker, sem styður frumvarpið, að andlegt ofbeldi sé eigi eini glæpurinn sem erfitt sé að sanna, en ef það séu til lög um þessi mál þá er auðveldara fyrir fólk að ná fram sýnum rétti.
Ég hef upplifað ofbeldi bæði hjá mér og öðrum og það er ekki fallegt og svo merkilegt að ef fólk rís upp og gerir eitthvað í málinu þannig að ofbeldis-fólkið sér að það kemst ekki lengra þá snýr það við blaðinu og á svo hræðilega bágt því makinn hafi verið svo vondur, þetta eru náttúrlega fársjúkar manneskjur.
Þeir sem eru á móti frumvarpinu í Frakklandi telja að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af heimiliserjum og telja að erfitt sé að skilgreina ofbeldi, það tel ég ekki vera og hver á að grípa inn í ef ekki yfirvöld.
Stuðlum öll að ofbeldislausu Íslandi
bæði á börnum, mönnum og konum.
Kærleik og gleði á línuna
Milla
Ætla að banna andlegt ofbeldi gegn maka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)