Að stökkva af stað gæti reynst misráðið
4.1.2010 | 07:10
Hugsanir eru til alls fyrstar og því verðum
við að gæta vel að þeim.
Að stökkva af stað gæti reynst misráðið.
Já rétt er það að hugsanir eru til als fyrstar, en ekki hef ég nú hugsað mér að stökkva með þær hvorki eitt eða neitt, það er svo merkilegt, ef að er gáð, hvað lífið gengur í bylgjum eða karma tengt á einhvern hátt, þetta vita allir sem vilja sjá það sem er að gerast í kringum sig, þá meina ég ekki hörmungarnar í landinu, sem eru að sjálfsögðu og vægast sagt ömurlegar, sorglegar og óásættanlegar ætla samt að minna fólk á að við Íslendingar höfum haft það verra á allan hátt, en hófum okkur upp úr þeim vanda.
Það sem ég er að tala um núna eru mínar eigin hugsanir, um hvert líf mitt stefnir á þessu ári, mikið verður um að vera nú það var giftingin á nýársdag, sem var alveg yndisleg síðan fæ ég litla prinsessu í endann janúar það er gjöf frá Fúsa mínum og Sollu, eitthvað verður nú stússast í kringum hana og hennar skírn.
Tvíburarnir mínir útskrifast 22-05 í vor og þann dag eiga þær afmæli og verða 19 ára, þær munu svo fara í Háskóla Íslands næsta haust svo breytingarnar verða miklar hjá ömmu hvernig sem allt verður. Nú litla ljósið mitt byrjar í skóla í haust, ótrúlegt en satt, tíminn er svo fljótur að líða, en einu hef ég komist að þessi ár síðan ég hætti að vinna að ef maður er aldrei að flýta sér heldur nýtur hverra stundar þá verður tíminn óendanlegur, yndislegur og maður nýtur alls þess sem er að gerast í kringum mann, maturinn þarf ekki að vera tilbúin á réttum tíma, ef einhver kallar og segir amma viltu spila eða viltu koma og sjá hvað ég var að gera þá lækkar maður bara undir pottunum og fer að sinna þeim, ég elska svona stundir.
Nú er ég komin út fyrir rammann sem er af hinu góða því rammar eru það versta sem ég veit, sko nú til dag, var ekki svoleiðis, ekki þegar tuskan var á lofti og ekki mátti skeika um millimetri í handklæðabunkanum, sem betur fer er sá tími löngu liðin.
Hugsanir og að stökkva með þær í framkvæmd er ekki á borðinu hjá mér núna, heldur fæ ég sérfræðihjálp við að ákveða hvernig og hvað ber að gera í því sem er að berjast í mínum huga akkúrat núna, það liggur ekkert á, góðir hlutir gerast hægt og einnig stórir hlutir, en kannski verður allt óbreytt þetta árið, fer eftir ýmsu.
Ég er samt afar glöð með allt mitt líf, en það gerðist er ég uppgötvaði að ég yrði bara að vinna út frá sjálfri mér, því ég lifi ekki lífinu fyrir aðra, aðrir verða að bera ábyrgð á sínu lífi og ef þeir ekki gera það, eru þeir ekki í mínu lífi, kannski hart að segja svona, en bara sannleikur sem allir ættu að þora að skilja og viðurkenna.
Gleði ég sendi ykkur öllum, því skoðið vel
að þetta snýst allt um gleðina.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brúðkaupið!!!
2.1.2010 | 10:36
Athöfnin var yndisleg, við vorum öll svo fín og glöð. Viktoría mín kom tárunum fram hjá ömmu er hún spilaði brúðarmarsinn á þverflautuna sína, hún er svo flink þessi elska.
Fórum svo heim til þeirra á eftir og fiskisúpan var draumur, hef ekki smakkar aðra eins súpu, eftirrétturinn æðislegur enda bökuð af Ingimar og skreytt af Millu.
Takk elskurnar mínar fyrir að vera það sem þið eruð, bara yndisleg og takk fyrir að færa mér ljósin mín, þær sofa hér hjá okkur, komu með búslóðina heim með okkur eftir veisluna,Dóra var að skríða í hina tölvuna mér við hlið og ég er að hugsa um að fara í sjæningu.
Lífið er svo yndislegt
Viktoría Ósk mín spilaði brúðarmarsinn á þverflautuna sína
og kom tárunum fram hjá ömmu.
Brúðarvöndurinn og sá litli fyrir þær ljósin mín.
Komin heim, en allar myndir þarna á milli urðu frekar slæmar
svo ég fæ bara hjá myndasmiðnum síðar og set inn betri myndir.
Við Óda amma og ég, Milla amma voru svaramenn, stoltar af því.
Ingimar bakaði brúðartertuna, en Milla skreytti, hún var borin fram
með berjum af öllum tegundum, cool wipp sem er amerískur
jurtarjómi og rjóma, einnig konfekti og kaffi.
Maturinn var fiskisúpa full af humri, fiski og öllu mögulegu grænmeti
með henni var borið fram snittubrauð, súpan var himnesk enda fengið
verðlaun.
Brúðhjónin að skera tertuna.
Ljósin mín að horfa á mömmu og pabba kyssast.
Svo eru systur að kyssast, Aþena Marey stendur upp á stól
svo þetta komi betur út, en allar mundirnar sem eru með svörtum
bakgrunni á eftir að potosoppera
Bræðrabörnin Hjalti Karl og Aþena Marey, þau eru ekta vinir
og eru ákveðin í að gifta sig er fullorðin verða, yndisleg.
Ljósin mín alltaf jafn yndislegar.
Kærleikskveðjur til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hugleiðing um árið sem er að líða.
31.12.2009 | 09:54
Veikindi settu mig smá út úr samgangi í byrjun árs, en það er nú ekkert til að tala um, ég á nefnilega marga vini og ættingja sem eru að berjast, við krabbamein, hjartveiki og margt annað svo við sem erum bara með smáfeila höfum ekki leifi til að kvarta.
Sorgina getum við upplifað á svo margan hátt, þegar vinir mínir hafa misst sína þá rifjaðist upp fyrir mér mín sorg yfir þeim sem ég hafði misst, það var bara gott því ég vann mig þá betur út úr því. Það er sárt að missa og sárt að vinna sig út úr missinum, það getur tekið mörg ár, en ég veit að það er hægt að komast niður á það plan sem ásættanlegt er fyrir hvern og einn.
Sorg hef ég upplifað við að uppgötva að ég hef eitt tímanum í eitthvað sem ekki endist eða gengur ekki upp, finna vini sem reyndust svo ekki vera vinir en er búin að læra að maður ræður víst ekki öllu sínu karma og í dag er ég fljót að henda út öllu sem er óæskilegt.
Reiðin hefur ekki þjakað mig um ævina, það er afar erfitt að reita mig til reiði, en ef það gerist þá þurrka ég bara út viðkomandi persónu, fyrirtæki eða hvað sem er, en hún hefur komið ansi oft upp á árinu og undanförnum 2 árum, yfirleitt hefur það komið upp er ég er að moka út úr sálartetrinu, það hefur verið á stundum svolítið sárt, en bráðnauðsynlegt.
Ég hef aldrei átt marga vini, en fullt af kunningjum, svo er enn í dag. Fjölskylda mín eru mínir bestu vinir þar inni í eru bræður mínir elskulegu og þeirra fólk. Þegar pabbi minn lifði þá var hann besti vinur minn ég gat talað við hann um allt,og geri reyndar enn, einhvernvegin hefur það orðið þannig að Ingó bróðir hefur tekið við því hlutverki, það líður varla sá dagur að við tölum ekki saman. Hér á blogginu hef ég eignast vini fyrir lífstíð suma þekkti ég áður, aðra hef ég eignast á þessum árum síðan ég byrjaði að blogga. Ég þakka guði á hverju kvöldi fyrir fjölskyldu mína og vini.
Gleðin á stóran þátt í lífi mínu, ég er að eðlisfari léttlynd kona og vil endilega að allir séu góðir, en eigi er það svo og er það bara allt í lagi því ég stjórna ekki í lífi annarra. Á morgnanna vakna ég og teigi mig og toga Neró minn líka, svo framalega sem ég get, síðan bið ég góðan guð að gefa mér góðan dag, undantekningarlaust þá á ég góða daga, ekki er ég að segja að þeir séu allir fullkomnir, það væri nú skrítið ef svo væri, en ef maður hefur gleðina að leiðarljósi þá gengur allt miklu betur.
Það er eitt sem ég hef komist að, eiginlega bara undanfarið ár að ég þarf ætíð að huga bara að mér, hvað mér finnst og langar til að gera, hvernig ég vil lifa lífinu fyrir mig því ég lifi ekki lífi annarra.
Þeir sem ég elska og elska mig kom inn í mitt líf og ég elska þau öll kröfulaust, þau eru mér allt, ég er ekki uppalandi lengur, þó maður vilji stundum stjórna þá fer þeim skiptum fækkandi, sem betur fer.
Nú með sambúðarfólk hef ég það að segja fyrir mína parta: ,,Ég er öðru megin við borðið með mínar skoðanir, hann er hinum megin með sínar skoðanir, ef hægt er að mætast á miðjunni þá er það gott annars verður fólk að fara í sundur.
Það eru ekki margir sem skilja þessa útfærslu á sambandi, en þetta er bara sannleikur, hver og einn verður að fá frelsi til sinna skoðana og hugsanna, engin einn getur ráðið.
Jólin eru búin að vera mér og vonandi öllum í kringum mig yndisleg, og ég veit með sjálfri mér að áramótin verða góð þó mér hugnist eigi allar sprengingarnar og lætin um áramótin þá verður allavega nýársdagur rólegur og yndislegur, við verðum í mat hjá Millu minni, Ingimar og ljósunum mínum, Dóra mín og englarnir mínir verða einnig þar í mat.
Eftir áramót fer allt í fastar skorður, það verður nóg að gera hjá mér að taka upp þráðinn í lífstílnum, og ég hlakka til þess.
Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra, vona
svo sannarlega að allir geti unað vel
við sitt.
Kærleikskveðja
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Gleðilegt ár.
29.12.2009 | 13:53
Stundum er maður bara aðeins of lengi
að fatta aðra
Þessi orð sagði frænka mín áðan, pabbi hennar, bróðir minn, svaraði að maður þyrfti fyrst og fremst að þekkja sjálfan sig og þar er ég honum sammála, en það tekur misjafnlega langan tíma að fatta sjálfan sig, stundum tekst það aldrei, en manni verður á, allt sitt líf, svo ekki þarf hún að hafa áhyggjur, hún er svo ung.
Ég var eins og hún er yngri ég var, trúgjörn, saklaus og stundum voða sein að fatta, ég taldi að allir væru svo góðir, en þetta lærist með tímanum og þó manni verði á þá er það bara allt í lagi. Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég gleypti við fagurgala sem ég komst svo að, að eigi var neitt mér í hag heldur bara þeim sem lagði hann fram og átti hann svo sannarlega að vera innan einhvers ramma og það þoli ég ekki, það á ekki að setja fólki skorður. Segi nú ekki meir um það.
Ekki ætlast ég til að einhver skilji mig enda eru þetta mínar hugleiðingar, en ég veit að margir skilja þetta með rammann.Stundum er fólk svo stjórnsamt að maður hrekkur í kút og skilur ekki af hverju þetta og hitt er sagt eða gert, stundum kemur það öðrum en manni sjálfum í uppnám.
Óska vinum, vandamönnum og öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar, legg til að fólk gefi sér tíma til að syngja saman nú árið er liðið í aldanna skaut og finna friðinn sem skapast við þá athöfn.
Ljós og gleði sendi ég öllum mínum.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flottir dagar, alla daga
28.12.2009 | 21:46
Dag eftir dag er maður í letistuði, en samt gengur allt eins og vera ber, í morgun vaknaði ég frekar seint, ekki líkt mér fór í morgunmat, tölvuna, sjæningu og þá var komið hádegi, en var ekki að skilja eitt nefnilega það að ég var svo þreytt svo ég skreið bara upp í rúm og svaf til 15.30 fékk mér að drekka og svo tókum við spil við mæðgur, þýðir ekkert fyrir mig að spila við hana hún vinnur alltaf, þessi stelpurófa mín.
Nú síðan fór hún að steikja fisk og borðuðum við með bestu list allt upp í skít, um sjö-leitið hringdi síminn það voru þá Milla og Ingimar með ljósin að spyrja hvort það væru til afgangar, auðvitað voru til afgangar og það nóg af þeim, hangikjöt, lambakjöt, kartöflur, rúgbrauð, flatbrauð, síld og margt annað, en þau voru að koma af barnaballi sem var haldið á Tjörnesinu. við fengum okkur kaffi á eftir með konfekti og smákökum.
Nú systur voru svo þreyttar að þær elskurnar skriðu upp í rúmið mitt og spjölluðu þar í lengri tíma, á meðan horfðum við hin á Kastljós og englarnir og ljósin voru í tölvu og flakkara.
Nú sitjum við mæðgur saman í tölvunum, ég að blogga og skoða myndir með Dóru af Neró hennar Aldísar frænku, þær eru á facebook, hann er algjört æði.
En er að hugsa um að fara bara í háttinn, örugglega er ég að vinna og jafna missvefninn yfir jóladaganna.
Mynd sem Guðrún Emilía teiknaði
Sigrún Lea teiknaði þessa
Guðrún Emilía teiknaði þessa
Sigrún Lea teiknaði þessa.
Þær eru snillingar í teiknun bara eins og í öllu þessir
englar mínir.
Verð að monta mig smá.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Annar í jólum
26.12.2009 | 21:56
Sko ég svaf til 10 í morgun, reyndar fór ég fram í morgunmat klukkan 7, en síðan beint upp í aftur, vorum að dúllast þar til við Dóra settum lærin í ofninn klukkan 12 á 50%, nú við borðuðum síðan klukkan 5 og var maturinn æðislegur, læri, smjörsteiktar kartöflur og einnig kartöflusalat, soðið grænmeti, maísbaunir, gr, baunir, rauðkál og hin fræga portvíns koníaks-sósa með villisveppum.
Gamaldags eftirréttur, ís af öllum sortum, íssósur, ávextir í dós, Cool Wipp og þeyttur rjómi svo þið sjáið að það var eitthvað fyrir alla.
Nú þau eru farin heim með litlu ljósin mín, Dóra farin til vinkonu sinnar og ætla þær svo á ball ásamt fullt af fólki, en við erum bara heima og englarnir okkar líka.
Tölvurnar hafa ekki kólnað um jólin.
Verið í letistuði um hádegisbil, bara eins og það á að vera.
systur búnar að taka völdin í eldhúsinu, einhver draugur að troða
sér inn á myndina
Þetta eru englarnir mínir og ljósin mín, Neró fékk að vera mem.
Bara yndislegur dagur.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jóladagur
25.12.2009 | 11:50
Bara að setja inn nokkrar myndir, hjá okkur var yndislegt, maturinn
æði svo voru teknar upp gjafir og farið til Millu og Ingimars á eftir
ekki var nú minni gleði á þeim bæ, það er nefnilega svoleiðis með
þessar stelpur mínar allar að ætíð fá þær það sem þær hafa óskað sér
svo þakklátar fyrir allt.
Hann fékk náttúrlega soðnar kjúklingalundir skreyttar með papriku
Dóra búin að opna konfektið sem hún var búin að ákveða að fá sér
á aðfangadagskvöld, við duttum í það, æði.
englarnir mínir ljóma, þær fengu módelsmíðuð hálsmen sem eru
Sakura blómið, sést nú ekki vel, en þær elska þessi blóm.
Myndin á milli þeirra er af ljósunum mínum og er hún meistaraverk
Millu minnar, enda er hún snillingur í þessu.
Neró gaf ömmu sinni poolara-trefil í jólagjöf, hann er svo góður
þessi elska, veit alveg hvað amma vill
Dóra að sýna armbandið eitt af því sem þær gáfu mömmu sinni í
jólagjöf.
Amma með englunum sínum.
Ein af okkur gamla settinu, við erum sæl með okkur.
Megið þið eiga góðan jóladag, hjá okkur er náttfatadagur, með
tilheyrandi leti og áti.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gleðileg jól
22.12.2009 | 20:00
Sendi öllum mínum vinum ljós og gleði á jólum.
Gleðileg jól krúsirnar mínar allar, megi þið eiga góð jól, og
þakka ég öllum þeim sem sýnt hafa mér virðingu og kærleik
á liðnu ári.
Og endilega munið eftir þeim sem minna mega sín og eiga um
sárt að binda
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir margt löngu,
19.12.2009 | 08:55
fæddist hún Milla mín á sjúkrahúsinu í Keflavík, kom heim með hana á aðfangadags-morgun, langþráð var hún þessi stelpa og voru systur hennar afar ánægðar að sjá hana.
Þarna er hún þessi elska með ljósunum sínum.
Daginn sem ég kom heim með hana var snarvitlaust veður eins og
núna bara miklu meiri snjór og ætluðum við aldrei að komast í
Sandgerði, en það tókst og héldum við yndisleg jól með þessari
prinsessu.
Til hamingju með daginn þinn elsku besta mín og takk fyrir að vera
það sem þú ert, sem sagt stórkostleg dóttir.
Mamma elskar þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Frábær fjáröflun, en
18.12.2009 | 06:55
Vestfirskir fótboltamenn á Adamsklæðum
Fótboltalið BÍ/Bolungarvíkur hefur gripið til þess ráðs í fjáröflunarskyni að láta nokkra liðsmenn sitja nakta fyrir á ljósmyndum. Myndirnar verða síðan gefnar út sem dagatal ársins 2010.
Orðið að láta nokkra liðsmenn sitja fyrir nakta, sko
maður lætur ekki fólk gera hvorki eitt eða neitt, maður
biður um, láta er frekar skipandi orð.
Þegar við gerðum okkur ljóst að liðsmennirnir væru ekki bara góðir í fótbolta heldur líka fjallmyndarlegir, þá datt okkur í hug að fara þessa leið," segir Hákon Hermannson, gjaldkeri félagsins
Bráðfyndið orðalag:,, Þegar við gerðum okkur ljóst að
liðsmennirnir væru ekki bara góðir í fótbolta heldur
líka fjallmyndarlegir, þá datt þeim þessi leið í hug.
Ja hérna voru þið að uppgötva hjólið eða hvað
auðvitað eru þessir strákar allir upp til hópa súper
sexí, engin spurning.
Allir fótboltamenn eru sexí og bara flottir strákar.
annars var þetta bara smá um mína skoðun á
orðalagi fréttarinnar.
Knús í daginn
Milla
Sjá nánar frétt á Bæjarins besta.
Vestfirskir fótboltamenn á Adamsklæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mundi nú lýða yfir fólk, sko ef,
17.12.2009 | 08:25
Sporðdreki:
Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla
sem gætu bjargað deginum. Vendu
þig á að koma til dyranna eins og
þú ert klædd/ur.
Ég kæmi nú til dyranna eins og ég er klædd, ekki búin að fara í sjæninguna, nú auðvitað er verið að meina að maður komi fram af heilindum, ekki verður það verra ef einhver segir eitthvað sem gæti bjargað deginum, annars er ég bara svo sæl með mitt, en allur bónus er af hinu góða.
Hér var sko fjör í gær, Aþena Marey mín, sem gisti hjá okkur ákvað að fara bara ekkert á leikskólann, við vorum hér að náttfatast meðan svefnpurkurnar sváfu, meira að segja afi svaf til 9 sem er ekki vanalegt, við fengum okkur morgunmat, spiluðum veiðimann, fórum aðeins í tölvuna, síðan var farið í sjæningu, afi fór fyrstur, svo amma síðust í röðinni var hún, þarf nefnilega langan tíma þessi elska, enda vel notað af hársápu og næringu, blása hárið og ákveða svo í hvað hún ætlaði að fara lokksins kom það, Lísa í undralandi, en hún var með það outfitt með sér, druslaðist í þessu í allan gærdag.
Við gamla settið fórum svo að versla, náðum í Viktoríu Ósk í skólann heim að drekka eftirmiðdagskaffið, í kvöldmat hafði ég steiktan þorsk í raspi með miklum lauk og það var vel borðað af því.
Ljósin mín við tölvurnar.
Þær posuðu aðeins fyrir ömmu
Sigrún Lea örugglega í leik.
Guðrún Emilía, eins og prinsessan á bauninni, með bók í kjöltu sér.
Þreyttur pabbi kominn að sækja ljósin mín, það tekur á að fara í
búðir, en þau fóru nú fínnt út að borða á eftir.
afi vildi endilega fá mynd af Neró, en hann snéri bara upp á sig
langaði í ísinn hjá stelpunum
Svona kúrast þær, englarnir mínir, önnur að lesa hin í tölvuleik
eða að horfa á eitthvað af flakkaranum.
Svo fóru ljósin mín heim og amma gamla fór bara beint í rúmið
maður verður að hvíla sig vel þegar maður getur.
Kærleik í daginn ykkar
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Löt, en afar glöð í dag.
15.12.2009 | 21:34
Stundum er maður bara ekki, eins og að sér eigi að vera, vaknaði í morgun, um átta leitið, frekar listalaus fékk mér rísköku eina og pepsí (gáfulegt eða hitt þó heldur) skreið upp í rúm aftur um tíu og svaf til hálf eitt, og var sko ekki tilbúin að fara í búðina fyrr en um fjögur leitið, en þá var ég búin að sjæna mig fá mér brauð og te og spjalla helling við tvíburana, umræðuefnið var, hver ætti svo sem að dæma hvað er rétt og eða rangt í skoðunum fólks, akkúrat engin getur dæmt, nema getað sannað mál sitt á svörtu eða hvítu.
Nú við gamla settið fórum í búðir, vantaði ný hleðslubatterí, leggja inn öll reseptin sækjum þau svo á morgun, keyptum smá í Kaskó, komum svo við hjá Millu minni hún bauð í lasange í kvöldmatnum og það var bara flott, litla ljósið vildi endilega koma heim með okkur og gista, ekki amalegt þegar frænkurnar hennar eru hér, þær stjana við hana, Nú við erum búnar að horfa smá stund á Tom and Jerry, síðan fór hún að bursta tennur og er komin upp í rúm inni hjá þeim, en ekki verður langt að bíða þar til hún skríður upp í afa holu, það er alltaf best að vera á milli. Svo læt ég það bara ráðast hvort hún fer á leikskólann á morgun eða ekki.
Hafið þið krúsirnar mínar upplifað tilfinninguna að sættast við, gera góðverk sem engin veit um, setjast niður og eiga stund með sjálfum sér, lifa í kærleikanum fyrir ykkur sjálf, ekki alltaf að taka alla inn í pakkann, lifa ykkar lífi, en samt með öðrum. Ef þið gerið þetta þá verður lífið auðveldara.
Standið í lappirnar og berið ábyrgð á eigin lífi.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skemmtilegur dagur
14.12.2009 | 21:43
Fór í þjálfun í morgun síðan heim að sjæna mig fyrir Akureyrarferð, fórum Fram í Lauga til að ná í englana mína, þær voru að koma úr síðasta prófinu og jólafríið byrjað, fengum kaffi og yndislegt spjall við Valgerði skólastýru, Kristjáni súperkokk og Siggu sem vinnur í eldhúsinu, frábært að hitta þau að vanda. Brunuðum beint með Neró upp á dýraspítala til Elvu, skildum hann eftir og ókum niður í Vanabyggð til Erlu frænku, þar fengum við kaffi og smákökur, takk fyrir samveruna Erla mín.
Fórum að ná í Neró, hann var þá komin með eyrnabólgu og var settur á einhverja dropa fékk einnig pensillín, eins gott að ég fór með hann þessa elsku annars hefði hann kvalist aftur í nótt.
Fórum svo í Stillingu, keyptum þurrkur á bílinn síðan í Húsasmiðjuna, þær þurftu nú aðeins að kíkja á dýrin svo í Brimborg, sjáum hvernig það fer.
Nú Glerártorg varð næst fyrir valinu, keyptum sitt af hverju þar, hittum Unni og Kristínu fengum okkur hressingu saman, svo í Hagkaup fékk þar það sem mig vantaði þó ekki allt, mun redda því síðar.
Ókum í Lauga, sóttum dótið þeirra sem varla komst í bílinn, það er ekkert smá sem fylgir þessum stelpum. Létum Dóru fá það sem þær keyptu fyrir mömmu sína svo kemur hún á föstudaginn og þá verðum við saman til 5/1 2010, bara frábært.
Þær eru búnar að koma fötunum sínum fyrir í skápum og skúffum, hér á allt sinn samastað.
Kærleik og gleði sendi ég ykkur.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýðst á börnum og ungmennum
14.12.2009 | 06:54
Aftur og aftur er þrengt að ungviði þessa lands, þó svo að ráðamenn leggi það fyrir að eigi skuli 6-7 miljarða hagræðing bitna á börnunum, hvernig á hagræðing að gerast öðruvísi. Fjandinn hafi það, held þeir ættu að byrja á öðru en að lama niður menntunarstig barnanna, það er það sem gerist.
Börnin koma til með að fá lélegri mat, þar af leiðandi minni orku, sumir foreldrar hafa ekki mikil peningaráð og eru ekki að gefa börnunum morgunmat áður en þau fara í leikskólann, í skólanum fá þau hádegismat það er að segja ef foreldrar hafa ráð á að kaupa hann fyrir þau, eða þau kannski vilja hann ekki vegna þess að hann er vondur og það er engin þörf á því, hægt er að gera góðan mat úr litlu.
Viðmælandi hefur áhyggjur af fæði og þrifum á leikskólunum, segir að matseðillinn ráðist að miklu leyti af tilboðum í lágverðsverslunum hverju sinni, handþurrkur víki fyrir handklæðum og klósettpappír sé skammtaður. Við höfum áhyggjur af öryggi barnanna."
Er nú ekki hissa á áhyggjum viðmælanda.
Ef það gengur eftir sem hann (viðmælandinn) hefur áhyggjur af þá býð ég ekki í það, bakteríurnar verða vaðandi um allt því ekki verður til starfsfólk, að fylgja þessum litlu eftir.
Og hvað svo með matinn, allir vita að engin
á að borða unnar kjötvörur.
Fróðlegt verður að heyra námsskránna fyrir HI á næsta ári, nú ef unga fólkið okkar sem ætlar sér eitthvað visst, fær ekki vegna sparnaðar að nema það þá verður bara landflótti í aðra Háskóla,
Kannski er það það sem þeir vilja, sko þessir sem þykjast hafa allt vit sem til er.
Skólar spari 6-7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var búin að lofa mér, en
13.12.2009 | 08:10
Það er ekki hægt að þegja og segja eigi sína skoðun á málum, sumum. veit ég vel að þessi blessaða ríkisstjórn er að fara á límingunum, þegar það gerist hjá heilli ríkisstjórn eða bara mér almúganum, þá á maður það til að tjasla í götin þar til tjaslið brestur, akkúrat það sem mun gerast hér.
Alveg hissa á að þeir skulu ekki bara fara fram á að konur eigi börnin sín heima, sko mamma átti öll sín heima í sínu lága hjónarúmi, ljósan þurfti að krjúpa á gólfinu til að komast vel að mömmu, hún átti sitt síðasta árið 1958, ekki svo langt síðan, bara 50 ár,nú eða að flytja allar konur til Reykjavíkur, þær munu nú ekki allar ná þangað svo elskurnar á sjúkrabílunum munu verða í því að taka á móti, síðan snúa þeir bara við skutla móður og barni heim aftur, engin þörf á að heimsækja fæðingardeildina, foreldrarnir borga bara sjúkrabílinn, málið dautt.
Ef þeir hafa ekki gert sér grein fyrir alvörunni í þessum sparnaði sem er engin þá er þetta fólk ekki að vinna vinnuna sína heldur að tjasla upp í götin,þetta eru litlu börnin okkar sem um ræðir, veit ég vel að þau verða ekki mikið vör við hvað gerist, nema að þau lifi ekki svona fæðingu af, það hefur nú aldeilis gerst.
Þeir ættu að skammast sín ráðamenn, og hvað kosta allar þessar nefndir, sem svo ekki kunna að reikna út og hagræða, verða að fá hjálp sérfræðinga í öllum málum. Það er búið að skera svo niður í heilbrigðis geiranum, að hálfa væri nóg, en takið eftir ekki á réttum stöðum.
Ég vil þessa stjórn í burtu, þeir eru ekki að gera neitt
að viti fyrir okkur fólkið í landinu.
Hvað skildu þessir menn /konur hafa í desember-uppbót?
Ég sem ellilífeyrisþegi fékkum 13.000.
Svona er allt og þetta er til skammar.
Spara má með lokun fæðingardeilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lífið er svo stórundarlegt á stundum
12.12.2009 | 09:21
Eins og flestir vita þá er ég afar bjartsýn og glöð kona, á alveg yndislega fjölskyldu, sem verndar um mig og ég um þau, ekki hef ég verið að óskapast mikið um heilsuna mína þó ég hafi nú létt á mér með ýmislegt, gantast og haft gaman að öllu mögulegu, þá er það mitt mál og engin hefur leifi til að troða því niður í skítinn frekar en aðra þá vanvirðingu sem fólk leggur sig fram við.
Alltaf verð ég, jafn undrandi á hegðun fólks svo ég tali nú ekki um orðaforðann sem það notar, gagnvart öðrum bæði sannann og lognar eða afar ósmekklegan. Held að sumir trúi að þeir hafi rétt fyrir sér.
Í gær varð ég fyrir afar miklum vonbryggðum og mikilli sorg, yndisleg snúlla sem ég kynntist fyrir 12 árum og er búin að vera í neyslu í mörg ár, 19 ára í dag, fór úr meðferðinni sem hún var í og tilkynnti um leið að hún væri að fara að djamma, #$&%#$ ARGGGGGGGGGGGGGGG Er ekki möguleiki að koma því þannig til leiðar að ef þessi yndislegu börn okkar fara í svona langtímameðferð, þá séu þau svipt forræði og verða að vera eins lengi og nauðsyn krefur.
Nú er það ekki hægt.
Þá spyr ég af hverju ekki?
Það eru sett lög um allan fjandann, en eigi hægt að setja
lög um að bjarga lífi barnanna okkar.
Veit ég vel að það eru fleiri en börn sem eru í neyslu, en
þau byrja sem börn, staðna sem börn og eru þar af
leiðandi alltaf börnin okkar.
Eins og ég hef sagt svo oft þá er ráðamönnum þessa lands
bara alveg sama hvernig allt er bara ef þeir þurfa ekki augum
að líta þetta pakk, eins og þetta svokallaða fína fólk kallar börnin
okkar, það nefnilega lendir aldrei í neinu með sín börn, guð hjálpi
ykkur, hvernig dettur ykkur í hug að það geti gerst.
Ekki er ég vel að mér í þessum málum, hef bara lesið mikið um þau og hef áhuga á mannrækt og manngæsku svona yfirhöfuð. það sem ég veit með vissu er að það vantar úrlausnir, forvarnir á mannamáli og þetta þarf að byrja á leikskólaaldri.
Það er erfitt að tala um hvað veldur og dettur mér það bara ekki í hug. Margar kenningar eru á lofti hjá fólki sem er með fordóma og telur sig yfir allt hafið, það telur allt öðru eða öðrum að kenna, en svo er bara ekki.
Ég vildi getað veifað hendi og allt yrði gott, en svo er bara ekki, en elskurnar mínar verið á varðbergi, hugið að og umfram allt ekki vera með ásakanir.
Kærleik og ljós sendi ég öllum þeim sem
eiga um sárt að binda og öllum þeim sem
eiga engan samastað, bara götuna.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verum þakklát fyrir það sem við finnum í hjarta okkar.
11.12.2009 | 06:33
Svo sætt jólakveðja
I morgun athugaði ég veskið mitt !
Og viti menn það var tómt .
Þá gáði ég í vasana mína !
Og ég fann nokkrar krónur.
Þá gáði ég að hjarta mínu og fann þig ;o)
Þá varð mér ljóst hversu rík ég væri í raun og veru....
Takk fyrir að vera sannur vinur og e-mail félagi !
Megir þú verða eins rík/ríkur og ég er
Lífið á ekki að snúast um að storminn lægi,
heldur að njóta þess að dansa í rigningunni.
Yndislegt, fékk þetta sent frá góðri vinkonu í maili í morgun og
áframsendi ég þetta á fjöldann allan af vinum
Takk elsku Vala mín.
Kærleik og ljós til allar þarna úti
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samskiptaskoðun
10.12.2009 | 09:13
Sporðdreki:
Það eru hlutir í næsta nágrenni, sem þig langar að skoða,
en þú gefur þér aldrei tíma til þess.
Nú er að hrökkva eða stökkva.
Það má kalla það næsta nágrenni, því samskipti er það sem mig langar til að skoða, varð svolítið undrandi á mánudaginn er ég þurfti að hringja á skrifstofu fyrirtækis eins í henni Stóru Reykjavík, nú er ég var búin að bera upp erindið sem var að koma skilaboðum til útibús þeirra, en símkerfið þar var bilað, notaði ég tækifærið og spurði þennan mann sem ég var að tala við hvort það væri nú ekki nauðsynlegt að afgreiðslufólkinu sem þeir hefðu í vinnu liði vel, ég útskýrði fyrir honum að ungar og yndislegar stúlkur sem ráðnar voru í vinnu hjá þeim viti lítið sem ekkert um tæknilegu hliðina á því sem selt er, það yrði nú að kenna þessu unga fólki svo að sjálfsmatið hjá því færi ekki niður úr öllu.
þegar ég kom inn í þessa verslun og þær gátu eiginlega ekki svarað mér þá sagðist ég bara hringja daginn eftir og þakkaði þeim fyrir elskulegheitin.
Maðurinn sem ég var að tala við fyrtist við orð mín og sagði: ,,heldur þú að ég sé einhver kennari, og þessir krakkar sem eru að ráða sig í vinnu eiga bara að kunna þetta." Hananú þar fékk ég einn gúmoren, var nú ekki á því að gefast upp á þessum skapillskufanti og upphóf mína ræðu á því að við þessi eldri þyrftum að kenna þessum yngri það væri bara okkar hlutverk, en hann sagði bara: ,,ég skal koma þessum skilaboðum frá þér Guðrún og meira get ég ekki gert, nú sagði ég þú ert milligöngumaður minn við þetta fyrirtæki, en ég þakka þér fyrir að afneita mér í þessu máli og læt þig vita að aldrei stíg ég fæti mínum inn í þessa verslun aftur."
Sjáið ég var í mínu mesta sakleysi að koma með tillögu því ég vorkenndi þessum elskum sem voru að reyna að svara mér, en samskipti kunna bara ekki allir því miður.
Hann sagði margt annað þessi maður sem er ekki hafandi eftir hér, en munið bara að láta koma fram við ykkur af kurteisi því þeir sem vinna í þjónustustörfum verða að sýna hana þó jafnvel að kúnninn sé leiðinlegur. Sjálf vann ég í þjónustustörfum frá því að ég var 15 ára, svo ég kann þetta.
Ég þekki einnig dæmi um ókurteisi afgreiðslufólks gagnvart ungu fólki og það á ekki að eiga sér stað, þau eiga sama rétt og við hinir fullorðnu og stundum þarf að sýna þeim meiri þolinmæði heldur en hinum.
Það er líka annað sem mér finnst ábóta vant hjá fólki, afar mörgum, er hvernig það setur fram skoðanir sínar og með hvaða orðum, við höfum ekki leifi til að nota niðrandi orð við fólk heldur ekki að troða skoðunum inn hjá fólki, allir hafa sínar skoðanir sem verða að vera settar fram með góðum orðum, það má svo ræða skoðana-ágreining, en á endanum höfum við öll val með að halda okkar skoðunum. Notið ekki dónaleg, meiðandi eða lítið hugsandi orð við annað fólk, hvort sem það eru vinir eður ei.
Málið er nefnilega það að öll eigum við erfitt einhvern tímann á lífsleiðinni svo engin er hafin yfir aðra í sínum skoðunum, verum góð við hvort annað, allir eiga það skilið, og endilega skoðið samskipti ykkar við allt fólk.
Kærleik og frið til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónleikar í Borgarholtsskóla
9.12.2009 | 22:53
Á hverju ári síðan ég flutti hingað hef ég farið á jólatónleikana hjá Tónlistaskólanum og er það alveg yndislega gaman, og mest skemmtilegt er að sjá og heyra framförin hjá þessum elskum.
Var á einum slíkum í kvöld og svo fer ég líka annað kvöld, en þá verður barnakórinn með skemmtun.
hér koma nokkrar myndir frekar dökkar, en samt sést smá.
Viktoría Ósk mín byrjaði á þverflautuna sína, hún er upprennandi
þessi stelpa það er sama hvað hún grípur í.
Tók eina af Ódu ömmu og henni, yndislegt að sjá hvað þær eru líkar.
Litla ljósið mitt komið í fang pabba enda orðin þreytt.
Fallegastarbestu vinkonur síðan þær voru smádúllur
Hafdís Dröfn og Viktoría Ósk.
Þessi flotta stelpa er hún Margrét dóttir vinkonu minnar, hún
spilaði ásamt vini sínum jólalög á gítar.
kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlátur, grátur, en aðallega hlátur.
8.12.2009 | 19:49
Við fórum náttúrlega á Eyrina í morgun beint upp á Dýraspítala með Neró þar átti að taka hann í allsherjar sjæningu fyrir jólin, keypt var shampoo, næring, nammí og hundamatur, þaðan fórum við í morgunkaffi á bakaríið við brúnna.
Svo var haldið upp á sjúkrahús til fundar við Bjarka bæklunarlækni, hann bað mig að vippa mér upp á röntgenborðið, svo var byrjað að stinga í míó, míó, það var ekki gott, en fullt af sterum og deyfiefni fór þarna inn, ég verð víst að vera voða stilt næstu daga, en má fara á tónleikana annað kvöld í skólanum, en Viktoría mín er að spila einleik á þverflautu, syngja og spila með kórnum og svo það sem mér finnst svo skemmtileg, Marimba, þar syngja þau, dansa og tromma.
Hitti á biðstofunni Hönnu fyrrverandi mágkonu mína og Diddu dóttur hennar, það var ljúft að tala við þær smá stund.
Fórum aðeins á Glerártorg, keypti mér skó í Mörsubús, bol í Centro, Gísli skrapp og verslaði íbúfen í apótekinu, verð víst að eiga það næstu daga vegna verkja sem ég gæti fengið, slæma afar, segir hann sko Bjarki bæklunar. fórum svo að ná í Neró og var hann ennþá hálf sofandi svo hann var bara klæddur í lopapeysuna sína og settur undir teppi úti í bíl.
Nú kemur hlátursefnið, fórum með bílinn á verkstæði, þar var hann tengdur við tölvu í 20 mín. er Gísli kom inn þar sem ég sat og drakk kaffi með piparköku, spurði ég: ,,Hvað er að, hann, það er tölva ónýt í bílnum,( hún stjórnar hálkuvörninni og abs hemlakerfinu) nú og hvað kostar hún? 300,000, Ég skellti upp úr, hva er þetta eitthvert desember-djók, nei sagði sölumaður sem kom að, ég vildi að svo væri, en þeir eru að athuga möguleika á því að fá þetta ódýrara, humm humm, er það?"
Jæja ég stóð upp og borgaði reikninginn fyrir því að tengja bílinn minn við einhverja leitartölvu, og
viti menn er hann rétti mér nótuna og sagði 6,770 kr þá datt fyrst af mér andlitið og svo skellihló ég aftur, sko ég er á 3 ára gömlum bíl ekinn 53,000 km og ég þarf að fara að gera við einhverja tölvu sem kostar 300,000 og að athuga hvað væri að kostaði á 7 þúsund, er nú hægt annað en að hlæja að þessu, ég spurði hvort það væri ekki hægt að fá svona gamaldags tölvulausan bíl, nei
allavega ekki nýjan, sagði maðurinn, nú við ókum bara á Glerártorg og fengum okkur að borða síðbúinn hádegisverð eða Gísli fékk sér hangikjöt með öllu, en ég fékk mér heilsusamloku.
Skruppum í Rúmfó og keyptum körfur og eitthvað smádót,
síðan var ekið í Lauga til að leifa þeim að knúsa hann aðeins,
svo heim.
Sem sagt smá væl hjá Dokksa, og eftir það endalaus hlátur,
hvar endar þetta allt.
Kærleik á línuna
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)