Skemmtilegur sunnudagur
6.12.2009 | 22:04
Fórum allar á fimleikasýninguna í morgun, hún var bara æðisleg það er svo gaman að sjá framförin hjá þessum krökkum, einn strákur er með og er það Hjalti Karl frændi Aþenu Marey.
Hér koma smá myndir, ég tók ekki margar þær koma örugglega frá Millu og stelpunum.
Þetta eru ljósin Hjalti Karl og Aþena Marey, tekið eftir sýningu.
Þau eru yndisleg
Þarna eru allar stelpur í jólakjólum sem stjórnin saumaði á þau
nema Hjalti Karl er ekki eins og þær enda eini strákurinn.
Þær eru nú bara ekki nógu góðar þessar myndir, en sýna samt smá.
Þarna eru englarnir mínir að horfa á og Ingimar og Dóra sitja fyrir
aftan, Milla var upptekin í vinnu því hún er í stjórninni.
Þegar þetta var afstaðið var ekið á Eyrina farið í búðir á göngugötu
Haldið ekki að frúin ég hafi ekki keypt eina stuttkápu, rosa flott.
Ókum þeim svo upp í Höll frá henni ókum við niður einhverja götu
sem mig minnti að alveg niður að kirkju eða þar, en nei lenti í blind bak
við skólann og sátum þar föst, hálkan var svo mikil að við komumst ekki
upp brekkuna aftur.
Ég hringdi bara í löggufólk og þau komu tvö, yndisleg ætluðu að kippa
í okkur upp, en það var engin krókur til að lykkja í svo löggumann
bakkaði bara bílnum upp, en það rétt hafðist, Gísli minn fékk að koma
með löggukonunni upp brekkuna og það var nú rétt svo að jeppinn
hefði það upp.
Takk æðislega fyrir hjálpina kæru löggur.
Þetta kostaði það að við rétt náðum á Glerártorg að kaupa okkur stól
við tölvuna, en allt í lagi förum bara aftur seinna.
Sóttum svo mæðgur eftir hljómleik, fengum okkur smá að borða og
svo var ekið heim, fyrst með þær að Laugum, komum svo aðeins við
hjá ljósunum okkar, nú erum við komin heim í hlýjuna okkar.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hugleiðing inn í sunnudaginn
6.12.2009 | 08:19
Sit hérna frekar slöpp, en afar ánægð með góðan dag í gær, fórum á Akureyri, beint á Glerártorg og versluðum svona sitt lítið af hvoru, fengum okkur kaffisopa á Kaffi Talíu, héldum áfram að versla, nú svo þurfti Dóra að skreppa og fá sér hjörtu á hálsinn, ég meina sko Tatto, nú á meðan fórum við í bakaríið við brúnna, þar versluðum við brauð og osta upp á jólin fengum okkur smá kaffi hressingu í
leiðinni og englarnir mínir fengu sér sætabrauð og kókómjólk síðan í blómabúðina býflugur og blóm, hafði nú aldrei komið þar inn og vissi ekkert um þessa flottu búð, þó hún væri búin að vera þar í 10 ár.
Sóttum svo Dóru og beint í Bónus að versla matvörur og bækur. Fórum svo til Ernu, og Bjössa og eins og ævilega er ljúft að koma á það heimili, takk fyrir mig kæru vinir, guð veri með ykkur nú og alltaf.
Fórum svo í Hagkaup, kaupa kjúkling í kvöldmatinn, brunuðum heim á Húsavíkina, og það var mikið gott að koma heim.
Dagurinn í dag verður nú ekki síðri, erum að fara á hátíðarsýningu hjá fimleikafélaginu hér í bæ, hún Aþena Marey, litla ljósið mitt á að sýna, þau verða í búningum og alles set inn myndir síðar.
Þegar það er búið förum við aftur á eyrina, ég þarf að klára að versla allavega jólagjafirnar að mestu, Þær mæðgur eru að fara á Frostrósartónleikana þá dólum við okkur bara á meðan, verðum nú ekki í vandræðum með það við gamla settið.
Keyrum þær svo heim í bakaleiðinni, Dóra á að fara að vinna og þær í skólann. Svo þetta verður bara flottur dagur og helgin er búin að vera yndisleg.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hún á afmæli í dag.
4.12.2009 | 09:35
Þessi elska hún Dóra mín á afmæli í dag, hún er mitt elsta barn og fæddist 1961. Þó ég hafi nú þurft að vaka yfir henni fyrstu 5 mánuðina, hún var með slæman magakrampa, þá var hún fyrsta guðsgjöfin mín, síðan eignaðist ég 3 í viðbót og síðan eru þau búin að færa mér öll yndislegu barnabörnin sem ég á. Í dag er englarnir mínir eru búnar í skólanum þá mun afi sækja þær mæðgur fram í Lauga og Dóra mín ætlar að bjóða í mat hér heima, ég tala um hér heima því þær eiga sitt annað heimili hér hjá okkur afa.
Ég talaði við litla ljósið í síma í gærkvöldi og það komst ekkert annað að en að Dóra frænka væri að koma, kærleikurinn er mikill á milli þeirra allra. Þær mæðgur verða hér alla helgina, reyndar ætlum við að skreppa á Eyrina á morgun þær ætla að hjálpa ömmu að versla, síðan á sunnudaginn fara þær á Tónleika með frostrósum á Akureyri, en þær gáfu mömmu sinni það í afmælisgjöf, það verður yndislegt hjá þeim.
Dóra mín með englana sína, og mína
Ingimar minn að spila við englana sína og ljósin mín
Flott mynd af Millu minni og Ódu ömmu, hún er mamma Ingimars.
Ég þakka guði mínum á hverjum degi fyrir gjafirnar sem ég hef
fengið, einnig þakka ég fyrir að hafa fengið að ala þau upp í
kærleikanum, þrátt fyrir allt.
Elska ykkur meir en allt annað í lífinu
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Það má nú deila um hundshausinn
3.12.2009 | 08:14
Sporðdreki:
Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna þeim hlutum sem
raunverulega skipta máli.
Settu því ekki upp hundshaus þótt þú mætir smá mótbyr.
Kannski er maður ekki að sinna alltaf, þeim hlutum sem skipta raunverulega miklu máli, og þó, hver ákveður hvað skiptir raunverulega miklu máli, mundi halda að það væri ég og eða hver fyrir sig. Kannski er dómgreindin ekki ætíð til staðar svo smá hinnt á mögulega rétt á sér, en þá kemur þetta með hundshausinn, er ég tilbúin að taka hinntinu, ef ekki set ég þá upp hundshaus, humm gæti alveg sætt mig við að viðurkenna það.
Mér finnst það afar merkilegt, verandi komin vel á sjötugsaldurinn ef það þarf að gefa mér hinnt ekki að ég sé að neita fyrir þörfina á því, Ó NEI, en eftir alla mína lífsreynslu tel ég bara að ég hafi leifi til að forgangsraða í hólfið mitt það sem mér finnst skipta raunverulega mestu máli og geri það án þess að nokkur vanvirði eða gefi mér hinnt, nema kannski í gríni og það virkar bara vel, fólk kemur frá sér það sem það þarf að létta af sér og ég held bara mínu striki.
Ég fæ nú oftast hinnt vegna minnar heilsu og það er náttúrlega að því að þessar elskur mínar, hafa áhyggjur af mömmu og ömmu, tengdasonurinn hefur einnig áhyggjur, enda er vandfundinn annar eins öðlingur og hann, allavega hef ég ekki kynnst neinum nema ef vera skildi hann pabbi minn, þessi elska sem var besti vinur minn, alla tíð.
Kannski er verið að benda mér einmitt á að huga betur að heilsunni, það er jú hún sem skiptir mestu máli og ég set nú oft upp hundshaus ef verið er að skipta sér of mikið af því sem ég er að gera, sem jafnvel gerir mig verri, held að það sé aðallega matarræðið, eða hvað haldið þið?
Þá kem ég að því, mánaðarleg vigtun var í gær, síðast var ég 113 kg nú er ég ##%&$/= 113 sem sagt staðið í stað hef enga afsökun fyrir því aðra en þá að detta í sjálfsvorkunnarástandið í veikindum mínum undafarnar 3 vikur. Það er nefnilega þannig að ef ég/allir borða of lítið, óreglulega, og gleyma sér smá á kvöldin þá fer ekki vel.
Á þessu mun ég taka, því ég er að borða mér til betri heilsu en ekki til að verða einhver mjóna, þau kíló sem detta eru tær bónus.
Er búin að ná hinntinu í stjörnuspánni.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá klausa
2.12.2009 | 09:07
Svartnættið getur komið af svo mörgu að eigi er hægt að telja það allt upp hér, ekki er heldur fyrir mig eða ykkur að lækna það, en við getum verið til staðar ef á þarf að halda, ef einhver spyr eða kannski við getum bara spurt sjálf svo ef því er illa tekið þá verður bara að hafa það, maður er jú ekki fullkomin.
Hef svo sem lent í því að fólk misskilur og hreytir í mann, það sama hefur komið fyrir mig, ég skoðaði það, og er það yfirleitt vegna einhvers sem hefur gerst og maður er argur út í, en það er engin afsökun fyrir því að bíta hausinn af fólki.
Ég vildi óska að ég gæti og væri í stakk búin til að hjálpa fólki, það eru svo margir sem eiga um sárt að binda, en ég næ ekki til þess hóps, en hef samt þá trú að ef við biðjum fyrir öllu fólki þá hafi það áhrif.
Í gær var yndislegur dagur sem hófst á þjálfun kl 8 þegar það var afstaðið þá fórum við gamla settið, eins og vanalega um mánaðarmót og sýsluðum smá, en áður en það gerðist allt þá var ég búin að sinna því sem þurfti í heimabankanum, annars erum við með allt í þjónustu í mínum banka, en það er alltaf eitthvað sem droppar upp.
Um hádegið fórum við í Kaskó og versluðum heilmikið, aðallega hreinlætisvöru sem dugar fram yfir jól, nenni ekki alltaf að vera að kaupa sömu vöruna það er í mér gamli góði siðurinn að kaupa vel inn og það er sparnaður í því, þá er maður ekki alltaf í búð. Gísla langaði í bjúgu svo ég lét tilleiðast og bauð Millu og c/o í mat þær elska bjúgu ljósin mín, með jafning, kartöflum, gr. baunum og rauðkáli.
Jæja við Milla urðum báðar veikar í lengri tíma á eftir, skil ekki af hverju maður er að þessu er maður veit að ekki þolir maður svona reyktan mat, ég borða helst ekki unnar kjötvörur, saltkjöt eða hangikjöt, en viðurkenni að ég fæ mér nokkrar tægjur af hangikjötinu góða úr sveitinni og laufabrauð með, jú það hefur tilheyrt mínu heimili allar götur að elda skötu á Þorláksmessu, sjóða hangikjötið og steikja rjúpurnar og innmatinn vel svo soðið sé tilbúið í sósuna daginn eftir, en siðurinn er að fá sér hangikjöt og laufabrauð á Þorláksmessukvöld þá er ilmurinn úr eldhúsinu yndislegur, keimur af skötulykt, rjúpnalykt og svo hangikjötslyktin.
Er að fara í klippingu í dag, hef ekki farið á stofu í tvö ár, en splæsi því á mig núna.
Kærleik í loftið og munið brosið það gefur fólki ljós.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Svei mér þá.
30.11.2009 | 12:18
Komst að því um helgina að ég get bara hæglega veikst í svona rólegheitum, við gamla settið erum búin að vera ein síðan á fimmtudagskvöld, en um hádegið komu þau í mat Ingimar og Viktoría Ósk svo kom Dóra mín í kaupstað að sjálfsögðu í innkaupahugleiðingum, sem hún jú framkvæmdi eftir matinn.
Nú þau fóru suður ljósin mín og Dóra aftur heim að Laugum. Föstudagurinn var sæmilegur, en laugardagurinn ömurlega leiðinlegur og sunnudagurinn fór í spenning yfir heimkomu ljósanna og mynda af árshátíðinni hjá framhaldsskólanum að Laugum.
Er svo sem ekkert að kvarta stórum, en ég er ekki vön að fara ekki út úr húsi í marga daga og hitta ekki fólkið mitt, svona er nú eigingirnin í manni, en ég bara elska fólkið mitt svo mikið að ekki þykir mér verra að hafa þau í nándinni.
Hér koma nokkrar myndir af árshátíðinni, það eru fleiri á facebokk.
En þessar stelpur eru elstu barnabörnin mín, eins og flestir vinir
mínir vita. Þær eru að klára stúdentinn í vor og gera það á þremur
árum.
Já svo verð ég að segja frá því að mamma þeirra var kosinn
vinsælasti starfsmaður skólans annað árið í röð.
Þær að hafa sig til, mér skilst að stofan hafi verið í rúst eftir þær
Tilbúnar að fara á skemmtunina
Þær eru orðnar spenntar að fá matinn, enda ekki dónalegur
Kristján er sannkallaður veislukokkur.
Unnur og Kristín eru einnig tvíburar og þær eru allar góðar vinkonur
Flottar stelpur
Það var æðislega gaman hjá þeim.
Kærleik í loftið
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ja hérna, er næstum fullkominn
28.11.2009 | 20:01
Yndislega rólegur og góður dagur fór snemma á fætur, um hádegið lagðist ég inn í einn af sófunum mínum og setti á hugleiðsluspólu datt út í henni miðri, vaknaði um 3 leitið, æði. Nú við vorum með svínakótelettur sem ég var búin að marinera í red pepper pestó, gljáði síðan grænmeti á pönnu sauð kartöflur og setti út á pönnuna kryddaði með Ítölsku frá Nomu, þetta var æðislega gott, auðvitað hjálpaði Gísli minn mér og hann sér ætíð um að ganga frá eftir matinn.
Hringdi í englana mína áðan, það var æðislega gaman hjá þeim á árshátíðinni í gær og mamma þeirra hún Dóra mín var annað árið í röð kosin vinsælasti starfsmaðurinn á Laugum, vel að því kjöri komin þessi flotta stelpa mín, hún hefur hjartahlýju fyrir alla.
Sporðdreki:
Já, þú sækist eftir fullkomnun.
Auðvitað eru nokkrir hlutir sem þú þarfnast - en mjög fáir.
Brjóttu upp gráma hversdagsins og gerðu góðverk.
Það er bara ekkert annað, mig vantar ekki marga hluti til að
verða fullkomin.
Þetta með góðverkið í gráma hversdagsins, ÆI það passar nú ekki því hjá mér er aldrei grámi og ég er alla daga að gera góðverk, verð að upphefja sjálfan mig og segja frá því, því að góðverkin mín eru örugglega ósýnileg öðrum, ekki að það skipti mig neinu máli þau " góðverkin" geri ég mér til ánægju en ekki til að aðrir tali um þau.
Ef fólk ekki veit, eða vill ekki vita, þá eru þúsundir út um allan heim að vinna að friði og skilningi á milli fólks við þurfum ekki að berjast með hatri, vanvirðingu á skoðunum hvors annars, öfundsíki, ljótum orðum og lygi. Til hvers eiginlega??? Við getum öll verið vinir, unnið að góðum málum, svoleiðis lærum við að skilja að engin er fyrir neinum, höfum öll rétt til og eigum val í lífinu.
Ég vildi að ég væri fullkomin að 1/4 þá væri ég ánægð, er samt í einfeldni minni afar hamingjusöm.
Það er ekki hægt að kvarta þegar maður hefur allt það í kringum mig sem ég hef.
Allir vita að er ég skrifa svona þá er einhver ástæða fyrir því, og engin undantekning er í þetta skiptið, margir bæði konur og menn tala um trúna, gleðina, kærleikann og samhuginn, þar er ég engin undantekning og mun eigi hætta því.
Hver og einn túlkar þetta sem hann vill.
Kærleik til ykkar allra sem lesa þetta.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ég var 11 ára, jólaminning
27.11.2009 | 19:56
Þegar ég var 11 ára bjuggum við á Laufásveginum, þar leigðu pabbi og mamma íbúð í bakhúsi. Eins og alltaf þar sem mamma lagði hönd á plóg, var bæði fínt og notalegt, ævilega hafragrautur með slátri á morgnanna og svo fékk maður nýbakað brauð eða grautarklatta er maður kom heim úr skólanum.
Þessi ár gekk ekki of vel hjá pabba, svo eigi voru peningarnir miklir, en man samt ekki eftir að okkur hafi skort neitt. Í dag finnst mér það skrítið að ætíð var hugað að veislum er við átti.
Ég gekk í Miðbæjarskólann þennan vetur, sem betur fer aldrei aftur, fittaði ekki vel inn þar, en man svo sem ekki eftir neinu stórvægilegu, nema í tvígang kom stjúpamma mín út til að skamma strákanna sem voru að stríða mér, í dag væri þetta kallað einelti. Afi og stjúpamma bjuggu beint á móti skólanum.
Jólin nálguðust og mamma að vanda á fullu að gera jólin vel úr garði, allt gekk sinn vanagang með jólaboðum og tilheyrandi skemmtilegheitum.
Síðan kom Gamlárskvöld, en er ég var lítil minnist ég þessa kvölds með gleði, það var líka alltaf gaman, sko að mér fannst. Þarna uppgötvaði ég hvað vínið gat skemmt fyrir í svona boðum, mamma á nefnilega afmæli á síðasta degi ársins og það get ég sagt ykkur að var sparað til veisluhaldanna þó eigi væru til miklir peningar. Flestir voru orðnir blindfullir leiðindakarlar, um 12 var farið út og kveikt á rakettum með vindlunum sínum gerðu þeir það og í eitt skiptið munaði engu að pabbi færi bara til tunglsins eða svo upplifði ég þetta þá, eftir þetta kvöld hef ég aldrei þolað miðnætti á gamlárskvöld, helst mundi ég vilja skríða undir rúm ásamt hundinum, sem er jafnhræddur og ég.
Þarna er ég 11 ára, myndin er tekin heima hjá ömmu og afa í
Nökkvavoginum.
Kjóllinn minn er úr tafti, og bræður mínir eru í skipsstjórafötum
æðislega sætir krúttin mín.
Gaman að segja frá því að stólarnir sem mamma og pabbi sitja í
voru alltaf sitt hvoru megin við borðið sem er á bak við stólinn sem
mamma situr í, og er maður kom í heimsókn til ömmu þegar maður
var orðin fullorðin var ævilega drukkið kaffi við þetta borð settumst
við amma í sitt hvorn stólinn, drukkum kaffi og konfekt og að sjálfsögðu
reyktum við nokkrar sígarettur á meðan við spjölluðum, ég elskaði
þessar stundir.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar ég var lítil, jólaminning
26.11.2009 | 19:23
þegar ég var lítil voru flest mín jól afar lík, allur desember fór í undirbúning, mamma bakaði, saumaði, prjónaði og fékk ég að taka þátt eins vel og ég kunni. Það hagaði til þannig heima á Laugarteignum að hægt var að loka öllum herbergjum einnig stofunum, nú ekki mátti fara inn í stofu á aðfangadag því jólatréð var skreitt á Þorláksmessu-kvöld samt fékk ég litla drollan að fylgja mömmu er hún var að fara inn með gjafir, sælgæti og annað það sem flýtt gæti fyrir.
Ekki voru þeir nú ánægðir með það eldri bræður mínir
Gilsi og Nonni. hér er mynd af okkur saman.
Eitt sinn er við mamma vorum að fara fram úr stofunni og ég
lokaði hurðinni þá var einhver fyrirstaða, svo ég skellti bara
aftur og þá heyrðist þetta líka hryllilega öskur, nú hafði þá ekki
að mig minnir Gilsi stolist inn í stofu, bak við hurð og hefur svo
ætlað sér mikið er við vorum farnar fram, en fékk í staðinn ferð
til læknisins og heilmiklar umbúðir.
Ég fæ nú eiginlega ennþá í magann er ég hugsa um þetta, þó að
prakkarinn hefði verið að brjóta af sér.
Ætíð var borðað klukkan 18 á mínu heimili, það var byrjað á forrétt,
síðan voru rjúpurnar borðaðar af mikilli list, pabbi og Ingvar frændi
sugu fyrst allt af beinum svo fengu þeir sér skip á diskinn með öllu
tilheyrandi, lá við að sósan væri borin fram í ámum svo mikla sósu
fengu þeir sér með.
Eftir það var eftirréttur, og þá var þolinmæðin alveg að þrotum komin
en ekki þótti við hæfi að segja eitt orð, síðan var vaskað upp og gengið
frá matnum.
Eftir það settust allir inn í stofu og tóku upp pakkana sína í rólegheitum.
Í dag er þetta ennþá svona hjá mér, nema ekki er vaskað upp, vélin
sér um það og ég hef þann sið að setja afgangana alla fram á
eldhúsborð þá er hægt að narta og er börnin mín voru að vaxa úr grasi
þá var eiginlega ekki arða eftir á jóladagsmorgunn, en það hefur breyst.
Þetta var smá jólasaga.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Úr ýmsum áttum
25.11.2009 | 20:04
Þessi mynd er yndisleg, Gilsi bróðir að knúsa Dóru frænku
og Linda dóttir hans þykist fá hroll við það.
Held að maður verði smá væminn, er líða fer að jólum.
Mamma og elsku pabbi minn sem er farinn frá okkur.
Tekið í Bjarmalandinu, hann lagði kapal öll kvöld og horfði á TV
með öðru, rétt eins og ég geri það er ef ég er nálægt því.
Pabbi og mamma á Skátamóti, man ekki hvar.
Elsku afi og amma, Jón og Jórunn, sakna þeirra, það var æðislegt
að koma til þeirra í Nökkvavoginn. Það var borin virðing fyrir manni
þar á bæ.
Man ekki hvort ég hef sagt ykkur að afi var fyrstur til að gefa mér
koníak, það var svoleiðis að við vorum að koma úr jólaboði neðan
úr bæ, það var aftaka veður og var pabbi nokkuð lengi á leiðinni heim,
en við bjuggum þá uppi hjá ömmu og afa.
Er heim kom var afi að farast úr áhyggjum við frosin úr kulda, ekki voru
nú miðstöðvarnar í bílunum góðar í þá daga, hann bað ömmu að ná í koníak
og fengum við öll 1 teskeið og svo undir sængur og teppi.
Þetta eru bara yndislegar minningar.
Kærleik út yfir ykkur öll
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Dagurinn í dag
22.11.2009 | 21:10
Þær komu um 11 leitið í morgun sátum við og spjölluðum þar til þau fóru í búðina til að kaupa snarl í hádeginu og smotterí sem vantaði í kvöldmatinn, Milla og Ingimar voru að fara ásamt ljósunum mínu í Laufabrauð til Ódu ömmu, en ætluðu að koma í kvöldmat til okkar. Við lögðum okkur smá eftir hádegisverð.
Nú síðan var farið að elda kvöldmatinn, englarnir mínir böðuðu Neró sinn, þrifu svo allar skápahurðir og hurðir hjá ömmu, lögðu á borð þá var allt tilbúið fyrir matinn.
Þau komu svo og maturinn settur inn og hann var Mexikanskt lasange, salat og brauð, æði.
Ætla að setja inn nokkrar myndir frá deginum.
Þær að fá sér hressingu, er þær komu.
Flottar ömmustelpur
Dóra mín með þær
Litla ljósið hennar ömmu sinnar
Ljósin mín og þarna sést í nýjustu myndirnar sem litla ljósið
gaf okkur afa, ég er með óróa-ramma
Það var verið að baða hann, ekki mjög ánægður
fyrr en búið er að blása hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Að vera einlægur og heiðarlegur
21.11.2009 | 14:08
Hvað er ég eða hvað var ég, er stórt er spurt er fátt um svör, en þegar maður er búin að kryfja þetta smá, þá kemur eitthvað upp.
Ég var fyrst óhamingjusöm og matarfíkill allar götur.
Eigingjörn var ég að sjálfsögð var ég það, þegar ég var í fríi þá lagaði ég allt til er mitt fólk var farið í vinnu eða skóla, settist síðan niður með fullan disk af mat, bók að lesa í og át á mig vellíðan sem svo breyttist í vanlíðan eftir því sem ég hlóð meira á mig, reykti svo nokkrar sígarettur og skjögraði svo inn í rúm uppdópuð af mat og rettum, hugsið ykkur hvað ég var veik. Ef vinkonur mínar komu, yfirleitt var bara bankað og stigið inn, þá þóttist ég vera sofandi, ef ég var ekki þegar sofnuð, gat ekki farið fram ég stóð ekki í lappirnar. Vaknaði svo um fimmleitið til að elda matinn, nartaði pent í hann, en var svo í afgöngunum þar til ég fór að sofa. Nú ég þurfti að sinna börnunum og gerði það að ég held með sóma þau voru jú líf mitt og yndi. Ef ég hef ekki gert það þá biðst ég innilegrar fyrirgefningar á því broti mínu.
Oft sendi ég börnin út í búð til að kaupa sælgæti og ég skammast mín fyrir það og gerði það strax þá, en gat ekki stillt mig græðgin var slík, þóttist fela sælgætið, ætlaði að eiga handa gestum, en var ekki lengi að klára það, á stundum var ég búin að fela það svo, að fann það eigi fyrr en löngu seinna.
Þegar ég byrjaði þessa vinnu mína, það er að vinna í sporunum, fór ég að lesa þessar góðu bækur sem ég hef talað um, þar á meðal er bókin sem Faðir Fred skrifaði um hvernig hann tók skrefin, ég heillaðist alveg af þessum einlæga manni, sem segir svo skemmtilega frá. Eins og margir vita þá fengu OA samtökin góðfúslegt leifi hjá AA til að nýta sér sporavinnuna, að mínu mati eru þessi samtök mannræktarsamtök, burtséð frá AA eða OA.
Já nefnilega, einn daginn uppgötvaði Faðir Fred hjólið, það er að segja, hann fékk þá snilldarhugmynd, og það rann upp fyrir honum að líklegast þyrfti hann að leggja af stað frá þeim stað sem hann væri staddur á en ekki þeim stað sem hann héldi að hann væri staddur á.
Hún hjálpaði mér þessi snilldarhugmynd, því oft er það þannig að maður streðast á sama stað.
Annað sem er gott að muna, það er að ég þarf ekki að fyrirverða mig fyrir mínar gjörðir, og alls ekki að skammast mín fyrir að koma fram og vera heiðarlegur.
Sumt tel ég ekki vera óheiðarleika, því öll eigum við okkar einkalíf, meira að segja fyrir makanum og börnunum og á meðan það sakar ekki þau þá er allt í lagi.
Öll höfum við gert eitthvað af eftirtöldu, stolið logið, haldið fram hjá, komið sér undan skyldum, og svo margt og margt, þannig að engin heilvita maður/kona hugsar neikvætt til þeirra sem lenda í því sama og ég. Fólk sem dettur í dimma dalinn endar með því að gera eitthvað sem ekki er talið æskilegt, þannig var það með mig allar götur, þar til 1993 þá slapp ég, en fyrst núna er ég að taka á réttan hátt á mínum málum.
Ef maður nær tökum á andlegu hliðinni,
þá nær maður tökum á öllu öðru.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mér finnst bráðavaktin svo skemmtileg
19.11.2009 | 20:47
Þess vegna ákvað ég að halda bara áfram að vera lasin, sagði það allavega við sjúkrafluttningastrákanna í morgun er þeir ásamt Unnsteini lækni komu til að sækja þá gömlu eftir tvö yfirlið, sami sviminn var kominn á kreik sem hrjáði mig um daginn og það var bara ekki að ganga upp að liggja hann í burtu, enda sú gamla orðin bara svolítið hrædd. Vældi og skældi, var ekki að höndla það að verða lasinn og bara ekki að þurfa að láta stjana svona við mig, en öllum í kringum mig finnst það bara sjálfsagt og ekki er hægt að hugsa sér betra fólk en það sem vinnur öll störfin á sjúkrahúsinu, heilsugæslunni og tala nú ekki um sætu strákanna bílnum.
Takk fyrir mig öll, þið eruð yndisleg.
Nú það var allt hefðbundið gert áður en ég var tekin í bílinn og svo er norður á sjúkrahús var komið byrjuðu rannsóknirnar, allt er eins eðlilegt eins og hugsast getur nema þetta eina sem veldur þessum svima. Nú Lækninum fannst nú líklegast að þetta væri eitthvað miðeyrakjaftæði, balans eitthvað, ekki biðja mig um að útskýra það. Hann gerði einhverjar æfingar á mér og ef ég ekki lagast þá veit ég ekki hvað, en vonandi er það bara þetta sem er að. Fékk að fara heim seinnipartinn og ég á víst að vera stillt og ganga um eins og ballettdansmeyja sjáið ekki í anda litlu mig svífa um. verð eiginlega að fá mér ballettskó.
Jæja elskurnar mínar varð nú að segja ykkur
frá þessu.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Kynhegðun, samvinna eða einræði ll
19.11.2009 | 08:50
Datt í hugleiðslu í gærkveldi, ekki kemur nú allt í einu er maður stundar svona útmokstur eins og ég, veit ég vel að allt lífið tekur það að muna allt sem ég hef upplifað, en ég mun taka þetta núna eins og ég get og svo eigi að tala um það oftar nema að eitthvað komi það til sem þarfnast umræðu.
Auðvitað er kynlífið ekki fullkomið, alltaf, enda er það allt í lagi, það sem er mest um vert er að geta talað saman um það, stundum er yndislegt að kúra og kela við hvort annað og það má enda á þann veg sem hugur stendur til, en ekki fékk ég svoleiðis stundir X fannst það alveg óþarfi, nema í samförum og ekki einu sinni þá. Ég mátti ekki setjast og hjúfra mig, þá kom frá X getur þú ekki sest í hinn stólinn, eða færðu þig ég er að horfa á ??? Ef ég hefði verið með tillann þá hefði hann lekið niður og skroppið í vörtu.
Þvílík sjálfselska, kannski kunni hann bara ekki betur, ó jú allir kunna að vera hlýir, en X var ekki þannig, ekki mátti strjúka hann eða snerta og hann gerði það heldur ekki við mig. Sko það má líkja samförum X við hundalíf, hoppa, títa búið.
Bara að fólk geti talað saman þá er hægt að laga svo margt, en þá þarf fólk að vera ófeimið við að ræða kynlífið, þetta sem getur verið svo yndislegt í lífi fólks á ekki að vera feimnismál, það á að vera hægt að segja, ástin ég fékk ekki fullnægingu, þá mundi sá taka utan um sína konu og koma svo um leið og hann væri tilbúinn,þar kemur inn heiðarleikinn, í einu og öllu verður maður að vera heiðarlegur, ég var það ekki taldi þetta koma með tímanum, en með tímanum var ég því fegnust er hörmungin var afstaðin, sagði bara er X spurði, þetta var æði. Maður var orðin snilli í lygum.
Einu sinni sagði ég við hann að hann fullnægði mér aldrei, þá átti sko að ganga endanlega frá mér
ég var ógeð að segja þetta, ÆÆÆ Xið sem var svo fullkomið, litli strákurinn.
Jæja nú kom grátur og það yfir atviki sem ég taldi mig vera búna að hreinsa út, en nei ekki aldeilis, vona að það gerist núna. hef sagt þessa áður að mig minnir, svo geri langa sögu stutta. Vorum á regin-fjöllum í góðra vina hóp, um miðjan dag veiktist ég, hafði örugglega misboðið líkama mínum, sko með víni og mat, við vorum í tjaldi, X lá yfir mér mestalla nóttina með logandi sígarettum og sagði síendurtekið, á ég að brenna þig, ég þorði mig ekki að hreifa, undir morgun tók hann mig nauðuga, sofnaði síðan, vært og sætt, hann var jú búin að fá sínum kvalalosta fullnægt.
Svo var X ekkert nema kætin alla leiðina heim þann dag.
Hef stundum orðið vör við að er ég er að skrifa svona útmok, fer það í pirrurnar á sumu fólki, ætla bara að biðja það fólk að vera heiðarlegt gagnvart sjálfum sér og spyrja af hverju verð ég pirruð?
Athuga skal að mannvonska er aldrei líðandi og maður á aldrei að vera meðvirkur henni þó manni sé hótað. Það er hægt að fá svo mikla hjálp í dag til að koma sér út úr svona samböndum og konur og menn notið ykkur hjálpina, þið eruð meira fólk fyrir vikið.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kynhegðun, samvinna eða einræði.
18.11.2009 | 09:32
Ég viðurkenni alveg án blygðunar að kynlíf er eitt það yndislegasta, lostafyllsta og mest gefandi sæla sem gefst manni, þá meina ég með þeim sem maður elskar eða hefur lostafullar tilfinningar til, ekki get ég hugsað mér meiri sælu en þegar góð fullnæging hríslast út um allan líkama og ég er langan tíma í sæluvímu að ná mér niður, stundum næ ég mér ekki niður, vill bara meir og meir og það er bara allt í lagi.
Ég er ekki að tala um gelgjuástina, hún er voða sæt, hlý og góð, en maður hefur ekki þroska til að njóta kynlífs svona ungur, en ég minnist þessa tíma með gleði, það var alltaf svo gaman.
Að mínu mati hef ég aldrei misnotað kynlíf á neinn handa máta, meina aldrei haldið við eða notið samfara við gifta menn, aldrei selt mig eða notað líkama minn til að ná einhverju fram, sem ég vildi fá. Ég misbauð aftur á móti sjálfri mér með því að leifa mínum X samfarir er ég var með æluna uppi í háls, bara til að halda frið, þó ég taki ekki dýpra í árina en það. Finn er ég skrifa þessar línur að sárindi fylgja þessu enn, gott samt að skrifa þetta niður og gefa þetta frá sér, verð frjálsari á eftir.
Í áraraðir naut ég ekki kynlífs nema þegar ég fróaði mér sjálf, gerði það oft og er nú bara stolt, því trúlega hefur það bjargað sálartetrinu mínu.
Vaknar spurning, gerði ég nóg til að koma á betra sambandi, reyndar gerði ég það, en það þarf nefnilega að vera hægt að tala við menn og það var ekki hægt að tala við X, hann hélt sér á stalli sem hét herra fullkominn. Ég reyndi til dæmis að segja, ættum við að prófa svona og vilt þú gera svona við mig? Svarið var, nei nei þetta væri miklu betra að fara eftir hans leikreglum, sem komu reyndar allar úr sömu smiðju, voru bara til að þjóna X svo er það var búið þá var dæst og masað um hvort hann hefði ekki verið æðislegur, þarf ég nokkuð að segja meira um svona sjálfselsku, held ekki. Svona kynlíf er ekkert annað en nauðgun
Eitt var afar óþolandi, ég var oftast ekki svaraverð, bara er X hentaði og vantaði eitthvað, sem ég átti að sjá um. Fyrst hélt ég að ég væri svona vitlaus að spurningum mínum væri ekki hægt að svara, en komst fljótlega að því að trúlega væri X að drepast úr minnimáttarkennd og þess vegna drottnaði X í kynlífinu.
Verð að viðurkenna að ég hef gaman að daðri og fannst það vera svolítið æsandi forleikur svona á meðan börnin voru ekki komin í rúmið, en það féll ekki í kramið hjá X, en ég hef alltaf daðrað út og suður sé ekkert athugavert við það svo lengi sem það er innan velsæmismarka, en örugglega finnst einhverjum daður ekki viðeigandi, held samt að ef fól er á móti því þá tengist það afbrýðisemi og lágu sjálfsmati, en veit ekki.
Í dag ætti kynlífið að fara eftir efnum og ástæðum, sko ég meina heilsu og getu, en er lostinn kemur yfir mig, missterkur, en ef mikill þá er ekkert verið að hugsa um getu eða heilsu, bara skriðið í fangið á mínum manni sem er bara 12 ára gamall í mínu lífi og hann veit um leið hvað ég vil og það er yndislegt.
Konur og karlar þið sem voru/eruð þarna úti í sömu sporum og ég var í ættuð bara að prófa að gera eitthvað í ykkar málum, verið heiðarleg við sjálfa ykkur.
Eins og ég hef sagt áður er ég að vinna og mér finnst þetta vera skemmtileg vinna þó á stundum sé hún erfið. Ég er búin í mörg ár að vinna í mínum málum, ekki á hverjum degi eins og næstum núna, en í hrotum. Ég er afar glöð með mitt líf í dag, þó ekkert sé fullkomið.
Að sættast við líf sitt er nauðsynlegt.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Útmokstur, ll.
17.11.2009 | 10:39
Það vantaði ekkert upp á sjálfsálit, sjálfsmat og stolt mitt er ég var ung og ekkert búið að gerast nema eitthvað skemmtilegt í mínu lífi. Svona man ég þetta, en auðvitað eins og ég hef sagt frá áður þá var ég ofæta frá því að ég man eftir, einhver hefur verið ástæðan fyrir því, held, nei ég veit að ég hef lokað á vandamálið, kunni ekki að leysa það og hafði bara ekki vit til, lét mig svona fljóta yfir og með öllu.
Ég fékk að lifa og leika mér að vild bara helst ekki heima hjá mér, fór í skóla erlendis það var svo fínt síðan til London að læra ensku, hundleiddist þar og þar sem ég náðu öllu því sem ég vildi fram á einhvern hátt þá greip ég tækifærið er konan sem ég var hjá vildi ekki leifa vinkonu minni sem var að taka þátt í Miss World keppninni að koma í heimsókn til mín, hún var nefnilega búin að biðja mig um að geyma skautbúninginn eftir keppni, en konunni þótti hún ekki góður pappír, verandi að taka þátt í svona kroppasýningu.
Var ekki lengi að pakka öllu mínu og fór daginn eftir til vinkonu minnar, þá var konan búin að reyna að gera allt til að ég færi ekki, en ég sýndi henni bara drambið, hún hafði móðgað vinkomu mína, en það var ekki málið heldur það að ég vildi komast heim því ég var svo ástfangin.
Er heim kom var ekki tekið vel á móti mér, sko ekki af mömmu, en pabbi minn var ætíð sami öðlingurinn og knúsaði bara litlu stelpuna sína, hann kallaði mig það alltaf.
Fyrir löngu síðan uppgötvaði ég vandamálið, jú við mamma áttum tæplega skap saman eða bara alls ekki, hún átti bara samleið ef henni hentaði og ástúð kunni hún bara að sýna eftir sínum behag, en ég elska hana nú samt, veit að það er ekki henni að kenna að hún fékk þetta uppeldi og þakka guði fyrir að hafa fengið það vit að koma mér út úr þessari vitleysu. Elsku pabbi minn drakk ótæpilega og allt í einu voru ekki til nægilegir peningar og auðvitað var ég að þroskast og vera meðvitaðri um vandamálin í kringum mig.
Út á við var ég talin drambsöm, snobbuð og stolt, en missti nú samt vinkonur a´því að ég fór að vingast við stelpu sem var fátæk. Ég var stolt og mér er tjáð að ég gangi um eins og drottning, en það er nú bara mitt fas og get ég nú ekki gert að því, enda engin löstur að bera sig vel.
Þegar heim kom varð ég fljótlega vanfær og var orðin móðir og gift kona 19 ára. Ekki fékk ég að ráða brúðarkjólnum mínum, ekki veislunni og alls ekki hvernig heimilið mitt var, slík var stjórnsemin í henni móður minni, veit hún var fær á öllum sviðum, en ekki er nú sama hvernig maður segir hlutina.
Þetta var byrjunin á falli sjálfsmats míns og það hélt alveg inn í næsta hjónaband, þar fékk ég ekki að ráða litunum á veggjum hússins, teppinu á gólfunum, en fékk að velja höldurnar á eldhúsinnréttinguna.
Hvað gerði ég til að þetta gerðist í mínu lífi, jú ég setti ekki mörkin og fannst það kannski þægilegt að gera það ekki, ég var jó drolla sem hafði verið alin upp í snobbi og hreyfst með í því, vildi fá allt sem mér datt í hug, eða svo var mér sagt, en þakka guði mínum fyrir að komast út úr snobberíinu.
Ég var alin upp í góðum gildum, bæði af foreldrum mínum og svo ömmu og afa í Nökkvavoginum, ég elskaði þau afar mikið. Þessi gildi sem mér voru kennd þá aðallega af ömmu og afa hjálpuðu mér til að byrja að lifa eðlilegu lífi, en það var ekki auðvelt því þáverandi maðurinn minn var algjört snobb, moka því út síðar.
Ég tel að ástæðan fyrir því að ég lét þetta allt yfir mig ganga, hafi verið hræðsla, nú mamma stjórnaði með með kjafti og klóm og maður bara hlýddi af ótta við fýluna og heiftina sem maður fékk ef maður gerði ekki allt eins og hún vildi og svo tók þáverandi við og maður bara hlunkaðist meir og meir niður, en bara inn á við, alltaf hélt ég öllu góðu og fínu á yfirborðinu.
Ekkert skrítið að ég skildi verða stjórnsöm, sko er ég lokaði endanlega á stjórnsemi mömmu þá fór maður að njóta sín, nei í alvöru þá er ég fædd stjórnsöm og tel það vera mikinn feng að fá það í vöggugjöf, en það þarf að læra að beita henni rétt. Ég er ennþá að stjórna, en reyni að gera það ekki, en samt finnst mér að ég eigi stundum rétt á því, allavega að segja mitt álit.
Eins og ég hef sagt áður þá er ég að skrifa þetta til að afhenda þetta frá mér, það er mikill léttir.
Kærleik og gleði sendi ég út yfir allt.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Myndir frá því í gær
15.11.2009 | 17:17
Við fórum út á Tjörnes í gær, nánar tiltekið að félagsheimilinu Sólvangi, þar var markaður og kaffi sala.
Við keyptum flatbrauð sem langamma ljósanna minna bakar, bollur og brauð. Milla bauð okkur svo í kaffi og fengum við vöfflu með rjóma, smáköku og skúffuköku afar gott. Það var einnig svo gaman að hitta fólkið sem kom allstaðar að.
Ég bað Aþenu Marey mína að taka fyrir mig myndir
og hér koma þær.
Þetta er elsku Milla mín
Ingimar minn með litla ljósið þetta er eina myndin sem ég tók
og hún er ekki í fókus, en allar sem hún tók eru fínar
Viktorína Ósk mín, hún er svo yndisleg þessi stelpa.
Milla amma
Óda amma
Dadda langamma, það er nú svolítið mikið að eiga tvær ömmur og
eina langömmu á sama stað, henni finnst það allavega.
Afi, voða kátur með kaffið sitt og daginn
Litla ljósið er algjör snilli og varð endilega að taka mynd af
sykurkarinu
Síðan af gamla góða Termos brúsanum
Og þarna er snillinn, held að pabbi hennar hafi tekið þessa.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Útmokstur, síðan ró í sálartetrinu.
14.11.2009 | 10:54
Sporðdreki:
Þótt hugmyndir þínar séu óhefðbundnar,
eru þær einstaklega hagnýtar.
Notaðu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk
Það getur vel verið að hugmyndir og dettur mínar séu
óhefðbundnar, en þær komu sér vel í gærkveldi,
fékk hugboð og fór eftir því.
Í gær var ég að vinna í því af hverju ég verð snöggreið og ekkert veit ég um ástæðuna, er búin að gera plan um að skrifa niður allt sem gerist er ég reiðist, það er nefnilega þannig að mér finnst vegið að mér, "oftast". það eru bara ein 5 ár síðan þetta byrjaði og ekki fer það batnandi, svo ég verð að moka þessu út.
Nú Gísli er sá sem fær yfir sig gusuna vegna reiði minnar, stundum er ég að sjálfsögðu bara að ræða við hann um eitthvað sem gerðist, stundum á hann sökina (að mínu mati) og þá fær hann að hlusta á afar langa ræðu um hvernig fólk á að koma fram við mig og ef það getur ekki farið eftir vissu siðferði, virðingu og tillitsemi getur það verið þar sem úti frís, svo ég segi alltaf að hann sé öðrum megin við borðið og ég hinum megin, megum hafa okkar skoðanir í friði,og höfum það óspart, en ef við getum ekki mæst á miðri leið í öllu sem skiptir sambandið máli þá geti það bara ekki gengið, svona læt ég á meðan ég er reið og hann segir ekki eitt einasta orð, enda kannski eins gott, en hann segir nú aldrei mikið.
Gærkveldi settist ég í stofu og datt inn í einhverja gamanmynd um unglinga, þar voru sko töff gæjarnir sem komu fram við stelpurnar af mikilli lítilsvirðingu og þær urðu að sitja og standa eins og þeir vildu, reiddist afar, ætlaði að standa upp og fara inn, en eitthvað hugboð sagði mér að horfa lengur. Myndin endaði á að fátæki strákurinn kyssti ríku stelpuna og þau voru svo ástfangin.
Ég upplifði mikla sorg yfir þessari mynd, gat varla stillt mig um að gráta og ef Gísli hefði komið fram úr tölvunni og sagt eitthvað, hefði ég sagt honum að láta mig í friði, hann ekkert vitað hvað á sig stóð veðrið.
Allt í einu kom þetta eins og myndband og það var þannig að allt sem ég upplifði sem höfnun og ástleysi í mínum hjónaböndum er að koma fram í reiði núna, sem ég að sjálfsögðu þarf að moka út.
Í mínu fyrra hjónabandi, sem var bara unglingaást, en á meðan við óþroskaðir bjánar vorum að fatta það, ég með Dóru mína litla, þá komu upp ýmis sárindi, hann hélt framhjá mér, en svo hitti hann yndislega konu sem hann giftist, nú með þroskanum urðum við öll góðir vinir. Þau eru bæði farin handan glærunnar, blessuð sé minning þeirra.
Seinni maður minn, hélt ekki fram hjá mér með konum, heldur með andlegu og líkamlegu ofbeldi, og algjörri lítilsvirðingu, stjórnsemi og algjörri drottnun. þar bældi hræðslan niður reiðina, svo náttúrlega þurfti hún að koma út einhvern tímann.
Það sem kom svo var að reiðin sem dúkkar svona upp hjá mér á grunn í þessum árum lífs míns og hana þarf að moka út, reiðin sem ég gat ekki losnað við þá aðallega í seinna hjónabandinu var að brjótast út, nú veit ég þetta með vissu og get afgreitt þetta, ekki er ég að segja að það gerist á einni nóttu, en með guðs hjálp gerist það sem ég bið um og það er að fá frið í sálartetrinu.
Oft er ég búin að blogga um líf mitt, en aldrei unnið í því eins og núna, núna hef ég betri skilning á hvernig ég þarf að vinna í þessu málum mínum, og eins og segir í stjörnuspánni þá mun ég koma sem mestu í verk.
Það eru margar konur í sömu stöðu og ég er og var, við þær vil ég segja: ,,Ef þið vinnið ekki í útmokinu þá verður líf ykkar aldrei fullkomlega gott, það vantar alltaf eitthvað upp á, kannski gerið þið ykkur ekki grein fyrir því. Við erum nefnilega snillingar að loka á eitthvað sem við viljum ekki muna." Allavega eruð þið ekki einar um að vera sárar, hafa lítið sjálfsmat, hafa sektarkennd og þora varla út að því að þið haldið að þið séuð ekki nógu flottar, allar konur eru flottar ef þeim líður vel.
Endilega munið að þið eruð ekki að lifa lífinu fyrir aðra.
Bara fyrir ykkur sjálfar.
Ef ykkur líður ekki vel, þá eigið þið ekkert til að gefa öðrum.
Þið berið ábyrgð, það er ekki nóg að hugsa, nauðsyn að framkvæma.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kjánalegt eða guðdómlegt.
12.11.2009 | 08:51
Sporðdreki:
Finnist þér þú verða að skipta um skoðun á einhverju máli,
skaltu ekki hika.
Að fyrirgefa virðist ýmist kjánalegt eða guðdómlegt
Að skipta um skoðun hefur oft á tíðum verið erfitt í mínu lífi, því ég er föst á mínu og hef viljað hafa ætíð rétt fyrir mér og þá skiptir maður ekki um skoðun eða viðurkennir á neinn hátt mistök. Í dag er þetta mun minna mál er náttúrlega búin að vinna með þetta og á auðveldara með að láta mig eins og sagt er.
Að fyrirgefa, já það er rétt að stundum er það kjánalegt, ég upplifi það þannig að ef sá sem er að biðja um fyrirgefningu er ekki að meina hana, eða ber hana fram í skætingi, kæruleysi eða af skyldurækni, finnst mér kjánalegt að veita hana og geri það yfirleitt ekki nema mér sé alveg sama um persónuna stundum er það og ég fyrirgef af sömu ástæðu og persónan biður um hana, svo gleymi ég þessu bara eða set í geymslu. Það á ég ekki að gera, heldur að vinna heiðarlega gagnvart sjálfri mér og persónunni. Sem betur fer hef ég ekki oft í lífinu lent í þannig uppákomum.
Aftur á móti er ég svo lánsöm að þeir sem eru mér næstir, og verður eitthvað á, þeir biðja fyrirgefningar af einlægni og þá er guðdómlegt að fyrirgefa.
Ein fyrirgefningarleiðin er sú sem ég (og vonandi flestir nota) nota heimavið, til að hreinsa út eitthvað gamalt, sárt og leiðinlegt, það er að biðja góðan guð að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert öðrum í þessu lífi sem öðru og fyrirgefa öðrum (nafngreini)það sem þeir hafa gert mér í þessu lífi sem öðru. ég hef notað þessa leið mikið. vegna þess að önnur leið er ekki fær, sumir eru farnir og aðra er ekki hægt að tala við, það er bara þannig.
Mig langar til að benda fólki á að lesa bloggið hennar Ásthildar Cesil hún er að segja okkur yndislega sögu sem hún samdi fyrir mörgum árum, mikið vildi ég að fólk hugsaði meira í sama dúr og hann Valgarður í sögunni, og um það fagra í kringum okkur. Vitið að það er svo margt og mikið sem við getum glaðst yfir, jafnvel í sorginni. Hún Ásthildur er ein af þessum stórkostlegu konum, með fallegt hugarfar, elskar sína endalaus og kröfulaust og vinur vina sinna. Guð blessi þig elsku vinkona.
Kærleik til ykkar allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ekkert kemur mér á óvart, enda vita það allir.
11.11.2009 | 18:24
Hugsaði mikið, lagði mig er heim kom, vaknaði við að Gísli var að tilkynna mér að hann væri að fara til að ná í englana fram í Lauga önnur þyrfti til læknis. Þær komu svo og við ákváðum að hafa Taco veislu um kvöldið fórum í bæinn, en á leiðinni var ég búin að fá svarið, Milla mín hafði farið og borgað þessa sjúkraþjálfun, fór nú fínt í að nálgast svar við þessu, en neiið sem kom frá henni var eigi sannfærandi, hún rétti mér nótu upp á borgun fram að jólum.svo hún var bara knúsuð og knúsuð fyrir, ég bauð þeim svo að koma í Taco veislu til mín.
Ég fór með stelpurnar í Kaskó að versla það sem vantaði síðan fórum við í Töff föt og þær keyptu sér alveg æðislega spariskó úr silki, með slaufu framan á og opinni tá, þær eru nú að fara á árshátíð.
Englarnir mínir höfðu til mestallan matinn, þó ég væri nú að reyna að stjórna þá tókst það eigi svo vel, en við borðuðum, spjölluðum og mikið var hlegið, því þær eru nú ekki alveg að meðtaka að ég viti allt, eða þannig. það var auðvitað talað um dugnaðinn í þeim öllum í skólanum og englarnir fengu 10 fyrir verkefnið um Japan, Viktoría Ósk þuldi upp margföldunartöfluna sem hún átti að skila í dag og litla ljósið var að horfa á stundina okkar í tölvunni.
Hef nú sagt það svo margoft að ég á bestu stelpur í heiminum, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þær eru endalaust að gera eitthvað fyrir mig, takk elskurnar mínar, ég elska ykkur.
Nú í morgun fór ég til læknis, aðallega átti að tékka á blóðþrýstingnum, en ég var búin að vera án lyfja í 12 daga, enda var fjandinn laus, hausinn á mér að springa og ég sett á töflur aftur með hraði
svo nú er eins gott að allt fari að fara í réttar horfur, er orðin leið á þessu rugli.
Við fórum að versla gamla settið eftir hádegið, ekki vantaði nú mikið aðallega ávexti og smá dúllerí.
Og svo að ná í meðalið, ætlum núna að borða afganga frá því í gær, ég elska Mexicanskt.
Sendi ykkur öllum ljós og kærleik og endilega
munið að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að
binda.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)