Fyrir svefninn.
23.2.2009 | 20:38
Má til með að segja ykkur sögu af henni mömmu minni,
þessi elska er á hjúkrunarheimili og það væsir ekki um
hana þar, en þið vitið nú alveg hvernig gamla fólkið
hugurinn er miklu duglegri en getan.
Hringdi í hana í dag, hún var bara fúl og ég sagði voða
hress, er ekki allt í lagi mamma mín, JÚ hvað fékkstu að
borða mamma mín? Fiskibollur voru þær ekki góðar
jú mjög góðar.
Hvað er að frétta? Ekkert jú annars það var brotist inn
hjá L.... frænku þinni, og öllu stolið bara hreinsað út.
Það var ekki gott hvernig hafa þau það?
Heldurðu að þeim líði vel, það er búið að ræna þau?
Nei nei auðvitað ekki.
Þögn, ekkert svar, ég spurði ert þú þreytt mamma mín?
Já allt í lagi heyrumst bara seinna. Bless.
Allt sem er undirstrikað var sagt með ólund.
Rétt áðan hringdi síminn það var hún elsku mamma mín,
auðvitað að drepast í samviskubiti yfir því að hafa verið
leiðinleg, það er ekki í fyrsta skipti, svo maður er vanur.
Sæl elskan, ég gat ekki talað við þig í dag Milla mín, nú segi
ég já sko ég var að æla þessum ógeðslegu fiskibollum sem
ég borðaði í hádeginu, skil ekkert í þeim að bjóðamanni upp
á þetta. Nei það er alveg furðulegt, en hún var búin að hæla
þeim við eftir hádegið.
Síðan fór hún að segja mér fréttir af frænku okkar sem er svo
ánægð með að ég skildi senda henni myndirnar, hvaða myndir
spurði ég nú þú sendir henni einhverjar gamlar myndir.
Mamma mín ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, nema að
þessi frænka mín fari inn á bloggið mitt og skoði myndirnar
þar. Nei þú sendir henni myndir.
kannist þið við svona yndisleg heit?
Ætla bara að biðja þessa frænku mína sem ég á að hafa sent
myndir að gera vart við sig ef hún droppar inn aftur, bara svo
ég viti hver hún er. Verð að setja inn eina frábæra mynd, stel
henni frá Dóru minni á facebokk. Er hún ekki mikil dúlla.
******************************
Séra Bjarni Jónsson Dómkirkjuprestur var mikill sjálfstæðismaður.
Eitt sinn fyrir borgarstjórakosningar er sagt að sr. Bjarni hafi
stígið í stólinn og haldið mikla og góða ræðu og beðið Sóknar-
börnin sín að vera á verði gagnvart hinu illa í heiminum.
Ræðuna hafi hann endað á þessum orðum:
Kjósið D. - Kjósið D.- Kjósið D.- kjósum drottinn.
Hann mundi nú örugglega ekki predika svona í dag, hefði hann
verið meðal vor.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tóm, tóm, tóm.
23.2.2009 | 10:24
Er það nokkuð merkilegt þó maður sé tómur á svona degi,
Bæði er skítaveður úti, það er bolludagurinn og eigi má maður
borða þær svo er ekkert að gerast bitastætt að mínu mati í tíkinni
nema ef vera skildi að Valgerður Bjarnadóttir ætlar fram,
hún fer fram á eitt af efstu 4 sætunum og það er að sjálfsögðu
bitastætt.
Valgerður er nýtt blóð, frábærilega vel gefin og vel inni í öllum málum.
Við þurfum fólk eins og hana sem mun taka á málum af skynsemi.
Ég var að tala við Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóra Búseta
á Akureyri í morgun reyndar átti það símtal eigi að vera um tíkina,
en fór smá út í það einnig, Óskaði ég honum til hamingju með
þá ákvörðun að í prófkjör að fara.
Benedikt er maður að mínu skapi hann er ekki að dandalast með
málin hann leysir þau.
Það vantar nýtt blóð, út með þetta gamla og við verðum að þora að
breyta til.
Ég var þá ekki alveg tóm eftir allt saman.
En ég meina það sko karlinn að horfa á einhverja eldgamla mynd
á DVD og kúra þeir saman í gestarúminu Neró og hann, verð nú
að fara að stjórna eitthvað í þessu, það er nú lágmark að það sé
hellt á kaffi á þessum bæ eða kannski ég fái mér bara te.
Er hann ekki flottur þessi? hann býr á bílasafninu
í Kinninni S. Þing.
Sigurlaug Brynja, Halldór Örn og Gunnar Smári eru barnabörn
Gísla míns. Þau búa á Ísafirði svo við sjáum þau ekki oft,
en þau eru yndisleg.
Þessi litla dúlla Heitir Katrín Björk og er langafastelpan
hans Gísla míns.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
22.2.2009 | 21:08
Elskurnar mínar er ekki búið að vera gaman hjá ykkur
í dag, yndislegt hjá mér.
Vaknaði að vanda snemma og fór í morgunsnarlið mitt
og síðan í tölvuna er ég var búin að fara yfir allt þar tók
facebokk við.
Á endanum þurfti ég nú að fara í sjæningu. þá var Gísli
minn búinn að sjæna sig. nú er ég var búin var mér boðið
upp á kaffi og smurt brauð.
Hann gaf okkur heilsusúpu í Hádegismat, þá datt mér í
hug að sauma nýtt kófer á pullurnar á eldhússtólunum,
hafði nú ætlað að vera löngu búin að því.
Var með efni og sneyð það niður, fór aðeins í tölvuna ,
en viti menn koma ekki tvær vinkonur mínar í heimsókn
önnur þeirra býr hér en hin á Ísafirði og var hún með
dóttur sína með sér.
Það var mikið spjallað og hlegið.
Nú þegar þær fóru saumaði ég kóferin og það er allt
annað að sjá stólanna, það var nefnilega orðið lélegt
áklæðið.
Síðan var matur hjá Ingimar og Millu. það vað gormet
lambalæri, bakaðir kartöflubátar+ sætar með dassi af
osti yfir, gljáð grænmeti og sósa að hætti Ingimars það
gerir enginn sósur eins og hann.
Á eftir fengum við franska súkkulaðiköku með jarðaberjum
og rjóma og var hún bara dásamlegur draumur.
Takk fyrir okkur elskurnar mínar.
Smá úr Íslenskri fyndni:
Þekktur lögfræðingur í Reykjavik, vildi koma konu sinni
og dætrum að óvörum á aðfangadag.
Hann læddist óséður heim til sín og inn í svefnherbergi.
Þegar konan og dæturnar tvær voru sestar inn í stofu,
birtist hann með fangið fullt af gjöfum í jólasveinabúningi
og kyssti konu sína rembingskoss.
Yngri dóttirin horfði undrandi á og sagði svo: "Það er aldeilis,
fyrst var það rafvirkinn, svo málarinn og núna jólasveinninn."
Mamman reyndi að segja uss, en hún sá það ekki.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Í plastpoka.
22.2.2009 | 13:00
Hvað var maðurinn að gera með þessa peninga í plastpoka,
hélt að maður væri með svona fúlgur í tösku eða kannski
eru þetta bara smápeningar hjá sumum, en samt elskurnar
mínar þeir sem eru virkilega ríkir ganga bara ekki með peninga
á sér annað hvort eru þeir með kort eða fólk sem borgar fyrir það.
Get nú ekki annað en hlegið að þessu, á klósettinu, skyldi það
hafa verið svona erfitt hjá honum að hann hafi bara gleymt
1,5 miljón króna. Guð hvað ég vildi að ég ætti svona pening.
Vonandi hafa þeir komið sér vel hjá þeim sem tók þá.
![]() |
Gleymdi einni og hálfri milljón á klósettinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1, 2, og 3, hvað svo?
22.2.2009 | 08:22
Þegar hrunið gerðist og ríkið tók yfir Glitni, sátum við
Gísli í bílnum okkar fyrir utan kringluna og hlustuðum
á Ræðu forsætisráðherra.
Dóttir mín og hennar dætur höfði skroppið aðeins inn
til að breita símunum sínum fyrir Ameríkuferðina sem
þær fóru í daginn eftir.
þetta var að sjálfsögðu sjokk, ekki vitað hvort bankarnir
yrðu opnir daginn eftir, en þeir voru það.
Í þá daga, ÞAÐ ER SVO LANGT SÍÐAN. voru fyrirsagnir
blaðanna svona hikandi engin vissi í raun hvað ætti að
segja eða hvað mætti segja, ef allt mundi nú falla í gírinn
þá var ekki vert að stjaka við mönnum.
Síðan varð vissan alltaf verri og verri fyrirsagnir pistla
agresífari og meinfísari þó Geir segði að þetta mundi
allt lagast.
Held meira að segja að hann sé að segja það en
sko ef hann hefði fengið að???
Allir vita nú meðgönguna í þessum efnum, sorapistlar
og ásakanir hafa gengið yfir menn og mýs.
Komin er einhver stjórn sem að mínu mati er bara ekki
að öllu leiti að vinna vinnuna sína, það er ekki nóg að
segjast ætla að gera þetta og hitt, en það er ekki að
gera sig, fólk er að missa húsin sín, bílana og á ekki
fyrir mat.
Í dag eru fyrirsagnir blaðanna þannig að skín í gegn
að um kosningaáróður er að ræða.
Margir pistlar eru góðir en allir segja þeir okkur hvað
er best að gera, sem sagt kjósa.
Það segir mér engin í dag hvað ég á að kjósa.
Maður er hættur að vera í já hópnum.
Ég spyr hvað ætlar fólk svo að gera núna?
Halda áfram að mótmæla og heimta þjóðstjórn eða
bara setjast niður og segja: ,,Við kjósum bara það sama."
********************
Til hamingju með daginn allar konur.
Sko það er konudagurinn í dag, við höfum nú ekki
farið varhluta af því í auglýsingaflóði bæði í blöðum og varpi
þó hefur það verið með minna móti en áður, sem betur fer.
Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir þessa aukadaga, mér
finnst samt allt í lagi að gera sér dagamun í mat og svoleiðis,
en þar sem minn maður eldar ekki og ég á hækjunni þá hefði
ég sjálf þurft að elda nema fyrir það að Milla mín bauð okkur
í mat, en Ingimar eldar að sjálfsögðu, enda er hann listakokkur.
Já ég ætlaði að tala um þessa daga, það er nefnilega hægt að
gleðja hvort annað með öðru en blómum fyrir morðfjár og eða
gjöfum. Ein rós eða einn koss dugar er fólk á ekki til
peninga.
Gerið eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni, það gefur
allavega mér mest.
Kærleik til allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn, martröð fólks.
21.2.2009 | 19:40
Ef satt reynist og bankarnir eru að selja þessar eignir
langt undir markaðsverði, þá er það ekki gott.
Ætíð hefur það tíðkast að fólk hafi getað keypt á ágætis
verði af bönkunum og með frábærum skilmálum.
fólk hefur slegist um þessar eignir, það er að segja þeir
sem minna hafa haft á milli handanna.
Ef um fínni eignir er um að ræða þá hafa þær kannski
komið á söluskrá einn dag eða svo, en eru seldar ef einhver
spyr um þær.
Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
En ef satt reynist með þessar sölur sem eiga að fara fram
sama hvað það kostar þá er gróflega verið að mismuna fólki.
*****************************
Smá grín í endann.
Kona úr Þingeyjarsýslu kvað þessa vísu til Hermóðs í Árnesi
um það leiti er Miðkvíslarmál og deilurnar um laxárvirkjun
stóðu sem hæst.
Hermóður með himneskt skap
hallar sér að konum.
Ekki myndast mikið krap
í miðkvíslinni á honum.
Sigurður Ívarsson kvað:
Nú lifi ég þessu lífinu fríða,
um lauslæti hugsa ég ekki par.
Fer snemma að hátta, er hættur að ríða
og hugsa um dyggðir og þess konar.
Góða nótt kæru vinir
![]() |
Eignir á góðu verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þær eru til yngri.
21.2.2009 | 10:15

Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni
Rannsóknum vegna vændis ungra stúlkna allt niður í 13 ára hefur fjölgað undanfarin tvö ár þótt rannsóknirnar hafi ekki verið margar, að því er Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, greinir frá. Að sögn Björgvins hafa stúlkurnar oftar en ekki selt sig fyrir fíkniefni eða áfengi.
En af hverju eru þær ekki margar?
Jú að því að stúlkan sem í hlut á vill ekki kæra.
Hún er föst í neyslu.
Björgvin Björgvinsson kveðst ekki minnast þess að málin hafi leitt til kæru eða ákæru á þessum undanförnum tveimur árum. Í þessum málum sem við höfum haft til rannsóknar hefur þolandinn, það er að segja barnið, ekki verið mjög samstarfsfús þannig að við eigum erfitt með að ná í þá sem hafa notfært sér stelpurnar," segir Björgvin og bætir því við að lögreglan hafi áhyggjur af fjölgun þessara mála.
Það verður að vera með sterkar forvarnir alveg frá unga aldri,
en þannig að börnin verði ekki hrædd heldur að þetta sé
bara liður í siðferðislegu uppeldi, ef börn eru alin upp í því
hvað er rétt og rangt þá fara þau síður þessa sorglegu leið.
þau verða auðvitað fyrst og fremst að bera virðingu fyrir
sjálfum sér.
Nú eru til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeildinni mál tveggja unglingsstúlkna, 13 og 14 ára, sem taldar eru hafa selt sig fyrir fíkniefni og áfengi. Þeir sem vekja athygli á slíkum málum eru yfirleitt skólayfirvöld, að sögn Björgvins.
Sem betur fer eru skólayfirvöld orðin það þroskuð að þau
gera sér grein fyrir því að það er í lagi að láta vita,
það er sko ekki þeim að kenna og þetta er ekki blettur á
skólanum.
Það er blettur að láta ekki vita.
,,Þeim finnst kannski barnið haga sér öðruvísi en gengur og gerist og skólinn lætur barnayfirvöld vita. Málin koma ekki alltaf til rannsóknar hjá okkur en þau gera það þegar ástæða þykir til. Það fer eftir alvarleika málsins og hversu langt þetta er gengið," segir Björgvin.
Díana Óskarsdóttir, ráðgjafi í Foreldrahúsinu, segir nokkur tilfelli um vændi mjög ungra stúlkna hafa komið upp á yfirborðið í viðtölum þar á undanförnum árum.
Stígamót fá í hverri viku nokkur símtöl sem tengjast einhvers konar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, að því er Þórunn Þórarinsdóttir ráðgjafi greinir frá.
Eitt er sem allir verða að gera sér grein fyrir að við foreldrar,
leikskólakennarar, kennarar og aðrir þeir sem umgangast
börnin okkar hafa alla ábyrgð.
það var verið að tala um að allsherjar endurmenntun vær
stærsta verkefni þjóðarinnar.
Hvernig væri þá að byrja á unga aldri og leggja sérstaka
rækt við þá sem erfitt eiga með að læra, ekki sleppa af
þeim hendinni eins og gert var hér áður fyrr, hjálpa strax
þá mundu kannski færri börn lenda í þessum málum.
Vöknum öll til lífsins og verum með því þetta getur
gerst hjá okkur.
![]() |
Þrettán ára selja sig fyrir fíkniefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fyrir svefninn.
20.2.2009 | 21:06
Öðruvísi fólk
Fyrir mörgum árum síðan og fólk það sem hér um ræðir
löngu farið handan glærunnar, var ég á sjúkrahúsi.
Gisti ég þar 6 manna stofu með vel hressum konum.
Um hádegisbil einn daginn sáum við að mikið gekk á frammi
við vaktina og var þar fólk að bera að garði, er nánar var að
gáð var þetta fólk ekki eins og formið sagði til um að fólk ætti
að vera, eða þannig.
Konan grét og sagðist vilja vera í herbergi með manninum sínum
henni var tjáð að hún gæti ekki fengið það fyrr en þar næsta dag.
Sættist hún á það og átti hún að koma inn til okkar, við tókum vel
á móti henni, pinklar og pokar voru út um allt og sögðust nú
hjúkrunarkonurnar taka fötin hennar til þvotta, hún sagði þið
þennan poka takið þið eigi frá mér.
Allt í lagi með það hún tróð honum inn í skáp og stakk einhverju
undir dýnuna.
Síðan hvarf hún er hún kom til baka þá var búið að baða og gera
hana fína. Meðan við biðum eftir kvöldmatnum töluðum við til
konurnar og var hún skrafhreifin mjög.
Morguninn eftir grenjaði hún og æpti að það væri ekki hægt að vera
með okkur í herbergi við værum rekandi við, hrjótandi og ég man
ekki hvað. Hún vildi fara til mannsins, hún fékk það.
Sagði bless og fór.
Reyndar voru það við sem eigi sváfum fyrir látum í henni
blessaðri, þó eigi sögðum við neitt um það.
Er við vorum allar búnar að fara í sturtu og löbbuðum fram í
setustofu kallaði hún úr einu herberginu: ,, Stelpur komið ég
ætla að gefa ykkur koníaks-staup." það var þá ástæðan að
þessi elska þurfti að hafa svolítið prívat fyrir sig og sitt fólk.
Hún var ekki alkóhólisti þessi kona, það tíðkaðist bara í sveitum
hér áður og fyrr að gefa einn snaps.
Flaskan var það sem hún stakk undir dýnuna.
Þau voru ekki alltaf að baða sig það var óþarfi.
Að laga til var einnig óþarfi,
Að vaska upp var einnig óþarfi.
Að borða var gert bara svona þegar þörf var á
enda horuð mjög.
En hvers var það að dæma hvort
þau voru öðruvísi en við hin, eða við öðruvísi en þau?
fólk lifir eins og það hefur vit og kunnáttu til og engin á að
dæma eða setja út á það.
Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan þetta var og fólk skal
gera sér grein fyrir því að þetta er til enn þann dag í dag
þó fólk búi í góðum bústöðum í dag.
Verum góð við hvort annað.
Látum ekki rammann stjórna okkur, brjótumst út og
leitum leiða til að allir geti notið sín í þjóðfélaginu.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Detta nú ekki af mér allar dauðar.
20.2.2009 | 06:35
Já er það? Á það virkilega að vera stærsta verkefni
okkar að mennta þjóðina til þess að þeir verðir hæfir
til að taka þátt í að virkja lýðræðið, sem talað er um.
Ef að við Íslendingar erum ekki nægilega menntaðir
þá held ég að menntamálaráðuneytið ætti ekki að
draga úr grunni menntunar sem eru grunnskólarnir
og upp í Háskóla.
Allsherjar endurmenntun nauðsynleg"
Það var mjög afgerandi skoðun fólks á fundinum að stærsta verkefni Íslendinga á næstunni sé að hér þurfi allsherjar endurmenntun þjóðarinnar til þess að ná fram því virka lýðræði sem talað er um," sagði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá fyrirtækinu Ildi, sem stóð í gær ásamt Háskóla Íslands og fleirum, að samræðufundi um þróun lýðræðis á Íslandi í átt til virkari þátttöku almennings og hagsmunaaðila.
Samkoman var á Háskólatorgi HÍ með fyrirkomulagi sem kallað er Heimskaffi (World Café); slíkir fundir eru ólíkir venjulegum fundum að því leyti að samræður fara fram í litlum hópum og þykir aðferðin vel til þess fallin að ná skýrri niðurstöðu með lýðræðislegum hætti.
Mikið rétt svo koma hóparnir saman og setja fram sýna
skoðun og sýn á málefninu sem rætt er um hverju sinni.
Rædd var spurningin: Ef Ísland vildi verða til fyrirmyndar í því að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í nýju lýðræði", hvaða afgerandi skref gætum við stigið?" Og svarið var afgerandi, eins og
Sigurborg benti á. Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerfinu; á gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki - til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu.
Hvenær á að byrja á því er það er verið að skera niður á
öllum sviðum fjölga á í skólastofum og minna námsefni
jafnvel í boði, en það á eftir að koma í ljós, skal ekki
fullyrða um það.
Að fundinum stóðu Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, ILDI þjónusta og ráðgjöf, Endurmenntun HÍ og Morgunblaðið.
Það er svo langt frá því að ég sé á móti menntun
og er afar hlynnt henni í alla staði og mundi ég segja
að menntunarkerfi það sem býður upp á að börn fari á
sínum hraða í gegnum skólakerfið sé meira í hávegum
haft. Nóg um börnin.
En að lesa það að það sé brýnasta verkefnið að
endurmennta þjóðina sem er bara ágætlega menntuð
finnst mér frekar benda til virðingaleysis við aðra en þá
sem í háskóla hafa gengið.
Þetta fólk skal athuga það að fólk hefur allt annað að hugsa
um heldur en að setjast á skólabekk , en ríkið ætlar kannski að
borga þeim mannsæmandi laun á meðan það er að mennta sig.
Tel flott að fólk fari í það að mennta sig, en það er ekki brýnasta
verkefnið að endurmennta fólk við erum bara ágætlega menntuð
úr skóla lífsins.
Góðar stundir.
![]() |
Allsherjar endurmenntun nauðsynleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
19.2.2009 | 20:11
Datt þessi í hug er ég las hjá vinu minni áðan um
framkomu við fólk í þjónustustörfum.
Var mætt í mína vinnu að vanda kl 5 hafði allt til og
opnaði síðan með fyrsta manni upp. Ég vann nefnilega
á barnum í flugstöðinni.
Maður á miðjum aldri kemur í fylgd með syni sýnum svona
rétt um tvítugt, hann bað um kók fyrir strákinn eins og hann
sagði og tvöfaldan vodka í seven fyrir sig, ekki málið var nú
ekki lengi að afgreiða þetta.
Síðan var ég eitthvað að dúlla mér þurrka af og svoleiðis
hann kallar og segir: ,, það sama" og ég kem með það, en það
var nú víst ekki rétt hjá mér því hann sagðist hafa verið með
appelsín fyrir strákinn, fyrirgefðu segi ég og tek glasið og læt
hann hafa annað með appelsíni í.
Stuttu síðar segir hann: ,,Þú ert alveg eins og konan mín! ég
svara ekki, aftur, þú ert alveg eins og konan mín!"
fyrirgefðu ert þú að tala við mig? Já þú ert skapill eins og konan
mín, úrill og skapill. Aumingja strákurinn varð hálf kindarlegur.
Ég brosti til hans og bað hann að hætta svona talsmáta,
hann héllt áfram.
Þetta pirraði aðra kúnna sem komnir voru á barinn.
svo ég tjáði honum að ég gæti látið taka hann vegna dónaskapar
hann ónáðaði aðra farþega með þessu.
Þá sagði hann og skellti glasinu í borðið, það tekur því ekki að
taka mig ég er að fara úr landi, síðan fór hann og strákurinn
á eftir.
Þetta var samt svolítið hlægilegt því ég var og er þekkt fyrir kátínu.
Ein góð.
Gamlar vinkonur sem búið höfðu í sitt hvorum landshluta og
ekki hist í 15 ár, hittust óvænt á Laugarveginum.
"Guð, ég ætlaði ekki að þekkja þig," segir önnur. " Þú hefur elst
svo mikið." "Ég hefði nú ekki þekkt þig nema bara af kápunni,"
svaraði sú sem fyrri varð til að heilsa.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mikið er ég feginn.
19.2.2009 | 14:39
minn, Þráinn Bertelsson ætlaði í framboð fyrir Framsókn,
þetta var ekki að gera sig í mínum huga.
Varð nú að sætta mig við það, en nú hrópa ég húrra! húrra! húrra!

Segir sig úr Framsóknarflokknum
Þráinn Bertelsson hefur ákveðið segja sig úr Framsóknarflokkunum og hefur þar af leiðandi dregið framboð sitt til baka, fyrir komandi þingkosningar. Hann segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja.
Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráins:
Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann Framsóknarflokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík til að setja saman framboðslista í komandi kosningum.
Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka.
Úrsögn úr flokknum fylgir," segir á vef Þráins.
Mér finnist að hann ætti að huga að öðrum kostum
því mikið væri nú gaman að fá þennan flotta og vel máli
farna mann inn á þing.
![]() |
Segir sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Stórkostlegar fréttir, ekki satt?
19.2.2009 | 14:15
Jú þetta er málið, það var ekki hægt að láta þessa byggingu
eyðileggjast, vitað mál, of dýrt sko að láta það grotna niður.
Einnig búið að bíða of lengi eftir þessu tónlistarhúsi.
Svo tala ég nú ekki um ljótleikann á heila batteríinu, ef um
frestun hefði verið að ræða þá hefði ég nú bara talið að besta
lausnin hefði verið að moka öllu í sjóinn.
Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum. mbl.is/Árni Sæberg
// Innlent | mbl.is | 19.2.2009 | 12:51Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Borgarráð samþykkti samhljóða í morgun að halda byggingu Tónlistarhússins áfram. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til þess að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verði klárað árið 2011. Framkvæmdinni muni því seinka um eitt ár.
Það er nú allt í lagi þó einhver seinnkun verði, allavega verður
vinna á svæðinu.
Sjáið svo hvað þetta verður flott þegar allt er búið.

Tölvuteikninga af Tónlistarhúsinu mbl.is
Gert er ráð fyrir fjármögnun frá Nýja Landsbankanum en kostnaður við þann hluta hússins sem eftir er er áætlaður 13-14 milljarðar króna. Um helmingur af því gæti fallið til á þessu ári. Fjármögnunarþættinum er hins vegar ekki lokið og óljóst hver framkvæmdahraðinn verður.
Félagið Austurhöfn er að meirihluta í eigu ríkisins, eða 54%. Reykjavíkurborg á 46% hlut. Að sögn Stefáns verður samið við Íslenska aðalverktaka á grundvelli fyrri samninga.
Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, síðar í dagBara flott mál, ef fjármögnun tekst, því það kostar peninga
að eyða peningum og það kostar peninga að eyðileggja þá.
![]() |
Tónlistarhúsið fær grænt ljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þarf að halda blaðamannafund?
19.2.2009 | 09:42
tilkynna um málið. Fannst hann nú frekar vandræðalegur.

Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra tilkynnti í sjávarútvegsráðuneytinu í dag að ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, forvera síns, standi óbreytt fyrir yfirstandandi ár.
Ég er nú eigi hlynnt Hvalveiðum, en geri mér fyllilega grein
fyrir nauðsyn þess að halda jafnvægi í stofnum hafsins.
Æi kannski er ég bara á móti veiðunum að því að þetta
eru svo flottar skepnur, það vita allir sem séð hafa þær
stökkva og leika sér.
Skal tekið fram að ég er alin upp við að fá hvalkjöt að borða
og þótti það bara gott
Á hinn bóginn tók hann af öll tvímæli um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fyrrverandi ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár
Það vaknar hjá mér spurning: ,,Ef Steingrímur er fastur í
ákvarðanatöku fyrirrennara síns núna, af hverju þá ekki
einnig næstu fjögur árin, hvað mun breytast?"
Þóttist sjá að þetta væri ekki auðveld framsaga hjá
Steingrími.
![]() |
Ákvörðun um hvalveiðar stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
18.2.2009 | 21:50
Það er ekkert betra en að eiga góðan dag og það er
ég búin að eiga í dag.
vaknaði reyndar með mikla verki, en vitið þeir hverfa
er fyrsta ljósið kemur til mín. Í morgun klukkan níu
hringdi síminn, það var Milla mín að bjóða okkur í kvöldmat.
Nú ég heyrði litla rödd segja: ,,Ég vill fá að tala við ömmu
hæ, hæ elskan ert þú að fara á leikskólann? já og amma
viltu biðja afa að sækja mig því ég ætla að vera hjá ykkur
í dag." Er eitthvað til yndislegra, afi sótti hana klukkan tvö.
Vinkonur mínar sem koma til mín á miðvikudögum voru
hressar að vanda og það var mikið hlegið, svo hátt heyrðist í
okkur að Gísli minn lokaði herberginu sem hann var í að horfa
á þingfréttir, hann má helst ekki vera án þeirra.
Nú hann afi sótti síðan ljósálfinn í fimleika, en ók okkur litla ljósinu
til Millu fyrst,
Við fengum æðislegan kjúklingarétt að borða, ekki nóg með það
þá fengum við með okkur heim hrogn, lifur, rauðmaga, steinbít
karfa og þorsk.
Það er veisla fyrir mig að fá svona fisk, ekki borða ég ýsu.
Bara yndislegt takk fyrir okkur elsku Ingimar og Milla.
**************************
Ég hef sett þetta ljóð inn áður,
geri það aftur og aftur ef mér lýður þannig.
Þetta er svo gefandi ljóð.
Að sigra
Stundum kemur örvæntingin
til mín eins og refsinorn
og öskrar í eyru mín
þú getur ekki gengið
þú getur ekki notað
hendur þínar.þegar sorgin sker í hjarta mitt
heyri ég hlýja rödd hvísla:
Hugur þinn skynjar heiminn
í sárustu sorg og dýpstu gleði.
Og ég finn kærleikann umvefja mig
í nálægð vina minna
eins og stjörnur jóla
sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
og lífsgleði mín kemur á ný
og sigrar.
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Andleg hreinsun.
18.2.2009 | 09:14
Hef verið að skoða munstrið í lífi mínu þegar ég losa
um eitthvað sem hefur gleymst að taka út úr sálartetrinu,
vinna með það og senda það í burtu.
Stundum í gegnum árin hafa það verið draumar sem valda
eða hugsun sem skýtur niður í kollinn á manni eða eitthvað
sem aðrir skrifa eða tala um og það er akkúrat það sem hefur
gerst núna undanfarið, skrif annarra sem koma hreinsun af stað
sem alveg nauðsynlegt var að taka út.
Þið vitið að maður er allt sitt líf að fyrirgefa öðrum og sjálfum sér
eitthvað, því það droppar ætíð eitthvað nýtt upp.
Sumir vilja nú ekki viðurkenna það, en það geri ég vegna þess að
þú getur ekki lifað áfram nema að fyrirgefa og það mest sjálfum þér
því allt sem gerist í mínu lífi er mér að kenna því ég leifði því að
henda mig.
Á blogginu eru margar sögur, óheiðarleiki, lygi og sori svo fátt eitt
sé nefnt og þakka ég öllu þessu fólki fyrir því skrif þeirra og komment
annarra hafa hrært þvílíkt upp í mínum heila að ég fann eftir mikla leit
á harða diskinum að það var ýmislegt sem var eftir að hreinsa út.
Auðvitað geri ég það hér heima með sjálfri mér, en svo er gott að
blogga um það eins og í gærkveldi þó það hafi verið mjög fínlegt
miðað við hvernig það var í raun.
Ég díla við það hér heima, ég er svo heppin að eiga góðan mann
sem ég hef afnot af og hann af mér.
Hann og börnin mín hjálpa mér í þessu máli sem og öðrum.
Það er gott að líka þessu við harða diskinn í tölvunni er hann er
orðinn fullur þá stoppar hann, allt hringsnýst og maður verður
að fara að hreinsa út það sem má missa sig.
Nú er ég ekki að tala um eitthvað fólk sem hefur mokað yfir mig
einhverju í gegnum árin, það fer ekki inn á harða diskinn, það
er ekki þess virði og maður hugsar ekki um það.
Ég er að tala um hjónaband mitt hið seinna.
Ég er að tala um þann missir sem maður hefur orðið fyrir og ekki
sett endahnútinn á sorgina og opnað fyrir gleðina við að eiga
þann sem maður missti bara við hliðina á sér.
Ég er að tala um yfirráð þau sem maður er alin upp við, þá er ég ekki
að kvarta undan foreldrum, en þetta var bara svona.
Það er verið að tala um að allir geri góðverk þessa daganna.
hvernig væri að fólk mundi gera góðverk á sjálfum sér,
skoða inn í sitt sálartetur og moka út því sem er ekki nauðsynlegt
að rogast með, ég gæti nefnt, hefnigirni, eigingirni, afbrýðissemi,
mont, hroka, lygi, meðvirkni og að kenna öðrum um allt sem aflaga
fer í þeirra lífi, því það er nefnilega allt þeim að kenna sjálfum.
Vona að þið öll bæði vinir og þeir sem droppa hér inn
fáið yndislegan dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Fyrir svefninn, brot úr lífinu.
17.2.2009 | 19:58
Fyrir margt löngu er börnin voru lítil, var verið að fara í
sumarfrí, ákveðið var að leggja af stað um hádegið er
bóndinn kæmi úr vinnu.
Frúin átti að vera tilbúin með allt gera bílinn kláran og
setja allt í hann sem átti að fara með.
Hann ætlaði síðan að leggja sig í bænum síðan mundum
við aka norður um kvöldið og nóttina því börnin voru
svo lítið bílveik.
Um morguninn sagði bóndinn þú gleymir ekki kassanum
inni í skáp á baðinu, nei nei sagði frúin.
Nú við lögðum af stað um leið og bóndinn var búin að skipta
um föt og ekki var skapið gott, trúlega kominn á þurra.
Er við vorum að renna heim til foreldra frúarinnar, þar sem
hann ætlaði að leggja sig, datt upp úr frúnni að hún hefði
trúlega gleymt kassanum á baðinu.
Það var ekki gott, frúin fékk högg í síðuna frá bóndanum.
sleppti okkur út úr bílnum heima hjá foreldrum frúarinnar
og rauk svo af stað heim aftur til að ná í kassann, hann
var tvo tíma í þeirri ferð.
Það mátti ekki vera án landans sem bóndinn var búin að
leggja svo mikið á sig við tilbúning á.
Það var ekki hægt að vera án áfengis í sumarfríi með konu
og börnum.
Bóndinn var eiginlega ekki að fara með fjölskyldunni í frí,
heldur með sjálfum sér og sýnu skyldfólki sem ætíð var
farið til.
Það má ekki misskilja það að frúnni þótti vænt um fólkið
bóndans þó hún þyrði ekki fyrr en seint um síðir að enda
sambandið við bóndann.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hörkukona fyrir utan þing.
17.2.2009 | 16:11
Ekki það að ég treysti ekki þessari mætu konu til
góðra verka, þangað til hún labbar inn fyrir veggi þingsins,
Þá byrjar forystan að stjórna henni eins og öðrum sem þar
sitja. Eða ætla kannski þeir sem eru búnir að slíta teppum
í þingi undanfarin ár að hætta, held ekki þó að flestir fari
fram á það.
Mikið skelfing væri það nú yndislegt ef maður mundi heyra
ferskar og vel máli farnar raddir, hér innan þessara veggja
ég segi nú svona vegna þess að minn maður er veikur ef
hann getur ekki hlustað á þingfréttir.
Hvað er þetta er ég ekki farin að tala bara fyrir mig, egóið
alveg að fara með mig.
Ég vill breytingar, vill fá fólk í stjórn sem kann þetta, þá
meina ég frá A-Ö og það þýðir að ráða þarf menn með
sérþekkingu á málunum sama sem Þjóðstjórn.
![]() |
Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt upp á borðið.
17.2.2009 | 12:16
annars hefðum við ekki komist að þessu
nema kannski eftir öðrum leiðum.

Þorvaldur Örn Kristmundsson
// Innlent | mbl.is | 17.2.2009 | 11:10Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hitti í morgun forystumenn Eflingar - stéttarfélags, til að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum.
Það voru þau Sigurður Bessason, formaður Eflingar, Kristín Jóhannesdóttir, Marilin B. Obiang og Harpa Ólafsdóttir sem heimsóttu ráðherra. Auk þess að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum afhentu fulltrúar Eflingar heilbrigðisráðherra erindi og hvöttu hann til að Landspítalinn hætti við uppsögn 35 starfsmanna í ræstingu á Landspítalanum í Fossvogi. Segir í ályktun Eflingar að uppsagnirnar stangist á við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.
Það gat svo sem verið að það ætti að ganga að þeim
sem lægstu launin hafa, og annað, allt of fátt fólk er
við þessi störf, takið það til skoðunnar.
Ég og mitt fólk komum einu sinni inn á Boggann, er við
komum inn í liftuna og vorum á leiðinni upp sagði eitt
barnabarnið mitt: ,, Hér er virkilega illa þrifið."
Ég leit í kringum mig og satt var það, Bogginn var skítugur.
Við komum þarna nokkra daga í röð og sömu klessurnar og
blaðadraslið var þar til staðar.
Þetta var ekki um helgi.
Heilbrigðisráðherra hefur undanfarna daga átt viðræður við ýmsa starfs- og faghópa heilbrigðisstofnana. Þannig hitti hann á dögunum fulltrúa Læknafélags Íslands og félags heilsugæslulækna, en ráðherra hyggst á næstunni halda fundi með hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fulltrúum frá SFR, starfsmannafélagi ríkisstofnana.
Fjandinn hafi það eina sem getur lækkað rekstrarkosnað
sjúkrahúsanna er að endurskipuleggja allt frá grunni,
ekki bara taka toppinn og aðeins niður að miðju og svo er
neðsta hæðin og kjallarinn eftir.
Einu sinni var ég stödd í setustofu á Lansanum þá kom ung
stúlka og moppaði yfir gólfið síðan stuttu seinna kom önnur
að þurka af hreinsa blómin og lauf og annað rusl fór á gólfið.
Illa skipulagt af yfirmanni.
![]() |
Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Morgunröfl.
17.2.2009 | 07:55
Flott þætti mér að vita hverjir hafi keypt lúxusbíla gamla
Kaupþings, mikill afsláttur var gefin af þessum bílum sem
voru 50 bílar metnir á 400 miljónir, en seldir á 100 miljónir.
Nú ekki ber þeim saman um afsláttinn, söluaðilanum og
þeim sem stóðu fyrir sölunni.
Sem sagt hverjir keyptu bílana, fyrir hvað og fengu þeir
lán fyrir þeim í nýja Kaupþingi?
Veit að ég fæ aldrei svör við þessu, enda kemur mér
þetta svo sem ekkert við.
************************
Engin spurning það á að afnema eftirlaunaruglið, komin
tími á að menn geri sér grein fyrir að ekki er hægt að leika
sér með peninga skattgreiðenda, það er nefnilega á launum
hjá okkur þetta mæta fólk.
************************
Já blessaður, bara alltaf að misskilja, hann Geir H. H.
gaman finnst mér samt að heyra að þessi maður kann
að byrsta sig og fer ansi oft í pontu.
Með árunum, í stjórn, tel ég hann hafa misst málkraftinn,
eða kannski fundist hann vera yfir það hafin að útskýra
málin fyrir bæði þingheimi og okkur hinum.
*************************
Það er þetta með fylgi flokkana, ekkert að marka.
Ég veit alveg hvernig næsta stjórn verður eða er ansi
hrædd um að það verði gamla stjórnin tilbaka sem var
búin að vera, ja of lengi.
Sjálfstæðið þarf langt og gott frí og Framsókn má missa
sig mín vegna.
***************************
Annars er ég bara góð, held að það sé ágætisveður úti,
en það sést eigi svo gjörla í myrkrinu samt eru einhverjar
kviður. Gísli minn var að koma úr sjæningu, það er nefnilega
í hans verkahring að opna gluggana og setja Neró út þá
kemur í ljós allt um veðrið.
Þarf að baka brauð í dag en veit ekki hvað ég geri.
Eigið góðan dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn, smá martröð.
16.2.2009 | 20:37
Það er búið að vera svo ljúft í dag, bara dúllað okkur við
að föndra," ég " Gísli komst í tölvuna á meðan, sko verð
að viðurkenna að ég hertek hana svolítið mikið, en ekki svo
að hann þurfi að kvarta. Kannski smá.
Nú svo hefur maður farið inn á moggann, stórfrétt hér undir
kvöld.
Á fundi formanna aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands var samþykkt að fresta til júníloka endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum til félagsmanna á hinum almenna vinnumarkaði sem ættu að koma til 1. mars nk.
þetta er að mínu mati bara byrjunin á niðurtalningunni.
Fólk á svo bara að fá að taka út eina miljón á nokkrum
mánuðum, skattskylt, og hvað svo?
Þetta er engin hjálp fyrir fólkið í landinu.
Það verður gaman er bankarnir eiga öll húsin, bílana, og öll
lánin sem fólk getur ekki borgað af því auðvitað gefur fólk
fyrst og fremst börnunum sínum að borða áður en það borgar
af öllu draslinu, það mundi ég allavega gera.
Veit um fólk sem er búið að frysta og gera allt sem hægt er,
en svo vinnur makinn myrkrana á milli til að ná endum saman.
EKKI GOTT
En hvað með það maður hlær bara að þessu öllu saman,
skemmtir sér og hefur gaman því ekki batnar ástandið
þó fólk leggist í þunglyndi.
Nú er ég að tuða eina ferðina enn.
Leitarljóst.
Eins og mörgum
er kunnugt
vissu menn allt
fyrir hundrað árum.
Nú vitum við fleira;
en fátt.
Og einnig færra
en fátt!
Stefán Hörður Grímsson
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)