Þau eru bara að lýsa því sem var.

Skuldaþrælar voru hýddir í dag en slíkt er ekki daglegt brauð á Lækjartorgi  og vakti mönnum nokkura undrun þótt fólk sé að mestu leyti hætt að kippa sér upp við smámuni eftir atburði síðustu mánaða. Hýðingin var vegna komu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins en þeir ætla að fara yfir það hvernig íslenskum stjórnvöldum hefur tekist að uppfylla skilmála lánsins.

Þarna voru samankomnir aðgerðarsinnar að fremja gjörning á Lækjartorgi í hádeginu. Þeir sem stóðu að gjörningum segjast hafa áhyggjur af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neyði Íslendinga til að einkavæða fleiri ríkissfyrirtæki jafnvel selja þau úr landi.

Þeirra áhyggjur eru örugglega á rökum reistar, en ég vill
ekki trúa því fyrr en á reynir að  ríkisstjórnin selji okkur
svona eins og ekki neitt.

Voru ekki menn hýddir hér á öldum áður ef þeir skulduðu,
stálu og stunduðu svo kallaðann hórdóm?
Það gæti nú komið til aftur.

Nei eins og þið skyljið þá er ég að grínast, varla hægt annað.
En munduð þið vilja lesa um sannleikann, hann er hér
.

http://gerdurpalma112.blog.is/blog/gerdurpalma112/entry/804456/


 þó maður hafi nú vitað eitt og annað þá fær maður kalda tusku framan í
sig við þennann lestur.
Hvet alla til að lesa.

                                                                                                           
mbl.is Láta hýða sig í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott ef barnið fær réttan föður.

Sjáið bara hvað börnin eru falleg,
pabbinn og dóttirin?



Þessi mynd birtist í breskum fjölmiðlum af Alfie Patten ásamt Maisie „dóttur sinni //

Það vakti heimsathygli nýverið þegar fréttir bárust af því að 13 ára gamall drengur, Alfie Patten, hefði eignast dóttur með 15 ára gamalli stúlku í Bretlandi. Nú hefur 16 ára gamall piltur, Richard Goodsell, lýst því yfir að hann eigi barnið, ekki Patten.

Goodsell heldur því fram að hann hafi margsinnis sængað með stúlkunni á þriggja mánaða tímabili, eða á þeim tíma sem hún varð ólétt. Hann krefst þess að gangast undir DNA-próf svo hann geti sannað mál sitt.

Það vakti heimsathygli í síðustu viku þegar Chantelle Steadman og Alfie Patten greindu fjölmiðlum frá sögu sinni. Þau hétu því að þau myndu verða góðir foreldrar. Litla stúlkan er aðeins nokkurra daga gömul.

Breska götublaðið News of the World greinir svo frá því að þriðji pilturinn komi jafnvel til greina, hinn 14 ára gamli Tyler Barke 

 

Börn að eignast börn, hvernig var hún upplýst þessi stúlka?
Trúlega bara vel upp alin því þetta kemur víst bara
kynhvötinni við, hún yfirtekur alla skynsemi svo sem
getnaðarvarnardæmi.

Hefði nú skilið það með þennan 16 ára, en ekki 13 ára.
og svo koma fleiri til greina.
Aumingja stúlkubarnið er hún elst upp og fær söguna að heyra.

mbl.is Hver er pabbinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Þar sem ég veit að ekki margir lesa Bændablaðið, þá
meina ég ekki margir á stórreykjavíkursvæðinu finnst
mér gaman að birta ýmislegt úr því ágæta blaði.

Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir rekur fyrirtækið Hrefnuber
og jurtir þar sem hún útbýr gæða sultur úr austfirskum
berjum.

Er þetta ekki frábært af konu sem ekkert eiginlega hafði
hugað að þeim verðmætum sem við hliðina á henni voru,
var á gangi í Hallormstaðarskógi er henni datt þetta í hug
2007 . Ásamt því að gera gæðasultur þá býr hún til
líkjörssultur og kryddblöndur.
Óska ég henni hjartanlega til hamingju með þetta frábæra
hugarfóstur, eins og hún kallar það sjálf.

Vona ég bara að við sjáum þessa gæðavöru í búðum okkar.

Í mælt af munni fram, yrkir Kristbergur Pétursson um túnslátt
upp á gamla móðinn:

                   Bóndi stóð og beitti ljá,
                   bar hann sig að leggja strá.
                   Tjásur grasa til og frá
                   tuskaði hann í æði.

                   Reif þær upp með rótunum
                   og rótaði í grjótunum,
                   hafði loks í hótunum
                   við helvítið í bræði.

Síðan segir Kristbergur: ,, Ég ber virðingu fyrir bændum landsins
okkar eins og öllu vinnandi fólki til sjávar og sveita.
Enda sjálfur kominn af verkafólki, sjómönnum og bændum í allar
ættir. Hér er virðing mín fyrir bændum, sér í lagi eldra fólki,
þó að lýsingin sé kannski hráslagaleg:

                 Lotinn bóndi, lúið bak.
                 larfatreyja, buxnaflak.
                 Bóndi gamall, bogið hrak
                 bjargar sér að vanda.
                 Stoltur forðum sté í fót,
                 stoltur enn þó blási mót.
                 les af vörum lygahót
                 og leyfir sér enn að standa.

Umsjón með þessum þætti hefur
Hjálmar Jónsson.

                      Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Yndislegt.

Þarna hefði ég viljað vera, hugsið ykkur kærleikann sem sveif yfir
tjörninni og nágrenni hennar, ég hefði örugglega orðið 5 ára
aftur og upplifað hvað það var gaman þá að eiga heima þarna
nálægt
.

Kærleiksgangan var gengin umhverfis Reykjavíkurtjörn. //

Kærleiksganga í miðborginni

Kærleiksganga var gengin um miðborg Reykjavíkur í kvöld í kjölfar samkomu á Austurvelli sem haldin var til að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru biskup Íslands og allsherjargoði ásatrúarmanna en Bergljót Arnalds stýrði athöfninni.

Gengið var með kyndla í kringum Tjörnina við undirleik hljóðfæraleikara. Þá sameinuðust kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og tóku lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Yndislegt er að eitthvað svona gott gerist, ekki síst núna
er kreppir að hjá fólki.
Það er atvinnuleysi, vextir, matur, leiga, fatnaður, já og
bara allt sem tilheyri lífi okkar hækkar og við erum í
vandræðum með að borga, ef við þá getum það yfirleitt.

Allt þetta skapar erfiðleika, þunglyndi, uppgjöf, reiði, og
manni finnst allt vera að hrynja yfir mann.

Svona kærleiksganga þó hún borgi ekki skuldirnar eða
skaffi manni mat þá hlýtur hún að skapa gleði sem býr í
brjóstum okkar, minninguna getum við kallað fram
þegar okkur líður illa.

Eigið góðan dag í dag sem alla daga.
Milla
Heart

 


mbl.is Kærleiksganga í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn. Bændur í pólitík.

Já bændur í tíkina, var að lesa í bændablaðinu að mikil
eftirspurn væri eftir bændum í pólitík.
Dæmi eru um að fulltrúar nokkra flokka hafi komið að
máli við forystumenn í félagsmálum bænda með það í
huga að fá þá í framboð.
Þessir þrír mætu menn hafa gefið kost á sér.

Guðbergur Egill Eyjólfsson í 2-3 sætið hjá VG.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson gefur kost á sér hjá framsókn í
2 sætið í norðvestur.

Karvel Lindberg Karvelsson í 3 sæti hjá sjálfstæðismönnum í
norðvestur.

Þetta er nú löngu komið fram, en það sem ég vildi spyrja:
,,konur hvar eruð þið?"

Ætlið þið að segja mér það að engar konur séu starfandi að
félagsmálum bænda? Þær þurfa heldur ekki að koma þaðan.

Það eru margar velvitrar konur í bændastéttinni og það sem er
það besta við konur að þær nota kommen sens tækni.
Koma svo konur mínar, ekki láta víkja ykkur frá því þið eruð
miklu betri stjórar en karlmenn.

Í bændablaðinu er pistill sem heitir mælt af munni fram og eru
oft góðar vísur þar.
Einar Guðmundsson sendi póst:

Faðir minn Guðmundur J. Einarsson bóndi í Hergilsey, síðar
á Brjánslæk, orti fyrir sextíu árum:

                 Hjartað kvíðir kuldahríð
                 kvelst í hríðarslögum.
                 Þrautir stríða, þorska líð.
                 Það finnast víða í sögum.

Sjálfur sér Einar ljósið framundan þótt syrt hafi í álinn
undanfarið. Hann yrkir:

                 Sólin gyllir engi og ása
                 allt fær nýjan svip og heiti,
                 vinstri grænir vindar blása
                 vorið er á næsta leiti.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Draga úr löngun?

Þetta er nú kannski ekki mynd til að setja inn í
kreppunni, ekki er kreppa í þeirra lífi, en yndisleg
eru þau
.
Friðrik krónprins í Danmörku og eiginkona hans, Mary.

Friðrik krónprins í Danmörku og eiginkona hans, Mary. Reuters

Engin kreppa í ástarlífinu?

Mun kreppan verða til að draga úr löngun til ásta? Eða munu pör verða enn duglegri í ástarlífinu en nokkru sinni fyrr og bæta sér þannig upp það sem þau fara á mis við núna, til dæmis verslunarferðir?

 Að sögn fréttavefs BBC hallast Helen Fisher, prófessor við Rutgers-háskóla, að seinni tilgátunni. ,,Erfiðleika- og hættutímar geta ýtt undir hrifninguna - fólk er einfaldlega móttækilegra en áður," segir hún.

 Hún segir að peningaáhyggjur almennt og einkum áhyggjur af atvinnuleysi muni auka magnið af dópamíni í heilanum, efnasambandi sem meðal annars tengist rómantískri ást. Fisher byggir skoðun sína á rannsókn sem gerð var 1974. Þá kom í ljós að karlar sem látnir voru ganga yfir brú sem virtist vera mjög hættuleg höfðu meiri hneigð en ella til að verða skotnir í myndarlegri konu sem vann að tilrauninni.

Það eru svo margar ástæður fyrir því að fólk verður
tilkippilegra til ásta, það hefur ætíð verið þannig.

Sumum finnst best að njóta ásta ef þeir eru ofurþreyttir,
Þá er fólk hugsandi um það allan daginn hvað verður
gott að koma heim og njóta afslöppunar og ásta.

Sumum finnst best er það er búið að fara á trypp í búðunum
versla nógu mikið, kemur heim upprifið eftir eyðslusemina
og þá er ástarleikurinn punkturinn yfir i-ið.

Samviskubit kemur einnig fólki til, og vill þá oft ástarleikurinn
verða ofsafenginn og taka fljótt af.

Núna er þjóðin öll í erfiðleikum og þá fyndist mér að pör sem eru
í sambúð ættu að taka það sem verkefni að láta málin ganga
gera það saman og finna gleðina í því, þá kemur líka mikil
löngun bæði í góða ástarleiki og gleði saman og með sínu fólki.
Bara ekki gleyma af hverju þið byrjuðu að vera saman.

Á morgun er Valentínusar-dagurinn og þá vona ég að allir
sýni ást og kærleika.InLove

Eigið góðan dag í dag

Milla
Heart


mbl.is Engin kreppa í ástarlífinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Eins og ég hef sagt áður eru sumir dagar bara svona að
svífa áfram, vaknaði klukkan fimm í morgun með stífleikan
í toppi, teygði og togaði uppi í rúmi Æi! fór bara frammúr
um sex leitið, borðaði morgunmat tók meðulin settist síðan
aðeins við tölvuna en var svo slöpp að ég fór bara upp í rúm
aftur.
Vaknaði klukkan tíu með Neró mér við hlið þessi elska hann
yfirgefur ekki ömmu sína. Gísli minn var að fara til að ná í blöðin
og versla smá í leiðinni, ég drattaðist frammúr setti í könnuna,
fór síðan í sjæningu, er það var búið ristaði ég brauð og við
fengum okkur síðan hálfgerðan hádegismat er Gísli kom aftur.

Nú það er föstudagur svo aðeins þurfti að sjæna húsið, þó ekki
mikið. Búin að vera að sníða hjörtu í dag, sauma þau svo saman
og fylli með tróði og skreyti að eigin smekk.
Gott að nota bútasaumsefnin í þetta.

Nú ég þarf ekki að taka það fram, að aðeins kom ég við tölvuna í dag,
þó í minna lagi væri vegna annarra anna.
vorum svo í mat hjá Millu minni. Mexikanskt var það heillin.

Vegna þess að við erum að bera út ljós og kærleik þessa daganna
þá fáið þið yndisfagrar ljóðlínur sem heita.



Rómantík.

Skal ég þér líkja við sumardag?
Eða saklaust blómálfa lag?
Eða vonina og vorsins myndir?
Eða viskuna og tærar lindir?

Þú sem berð birtu hlýja
bón um framtíð nýja,
ert miklu fallegri en sú helga mynd
er af miskunn bræðir frosna lind.

Lokkar þínir sem niðdimm nótt
niður rífa mína elju sótt.
Andlit sem engli hæfir
andar blítt og svæfir.

Fingur þínir fjaður léttir
fætur þínir ógnar nettir
prýða heimsins ljúfu hljóð
og hann er semur nætur ljóð.


               Arnoddur Magnús Valdimarsson

Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


Guði sé lof að ekki fór ver.

Þarna hefði getað farið illa, en ekki í þetta sinn.
Þegar svona háttar í fjallinu eru þá ekki einhverjir sem
Athuga hvort um snjóflóðahættu sé að ræða og láta vita
ef hætta er á ferðum.
Börn og fullorðnir eru þarna mestallan daginn á skíðum
og brettum og maður veit aldrei hvert þau fara og hvað
stórt flóð kemur.

Takk fyrir okkur í þetta sinn.


mbl.is Lentu í snjóflóði á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðið kom til baka, þú sagðir frá.


Gott hjá þér flotta kona að segja frá, en tel þig hafa
endurheimt sjálfstæðið með því að segja frá þinni reynslu
.

Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt

Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt.

„Áður var reglan sú að duglegt fólk fékk vinnu og þannig ól ég upp börnin mín: menntaðu þig, vertu duglegur og ábyrgur og þá verður allt í lagi. En þetta er allt breytt," segir Ólafía Ólafsdóttir innanhúsarkitekt, sem er ein hundraða íbúa Suðurnesja sem misst hafa vinnuna í kjölfar kreppunnar.

Sjálf var Ólafía að taka fyrstu skrefin í átt að sjálfstæðum rekstri þegar markaðurinn hrökk í baklás. „Ég átti von á því að geta farið vel af stað og var búin að koma mér upp skrifstofuhúsnæði sem ég vann að á kvöldin, þegar þetta gerist allt saman og verkefnin sem ég hafði átt von á hurfu. Það byrjaði á því að menn sögðust aðeins ætla að bíða og sjá til, en í raun er ennþá biðstaða."

Atvinnuleysi hefur farið vaxandi um allt land en er hlutfallslega mest á Suðurnesjum. Líkt og fleiri segist Ólafía aldrei hafa búist við því að verða atvinnulaus og það sé skrýtin tilfinning að standa skyndilega í þeim sporum.

„Ég upplifi þetta þannig, og ég held að margir aðrir geri það líka, að mér finnst eins og sjálfstæðið hafi verið tekið af mér. Ég sem er harðdugleg, heilbrigð, vel menntuð og full af krafti ... allt í einu gat ég ekki það sem ég ætlaði, en það var ekki ég sjálf sem stoppaði mig. Í raun geng ég á vegg og möguleikarnir á að lifa því lífi sem ég hafði sett mér og stefnt að lokast."

Þrátt fyrir að hátt í 15 þúsund manns séu nú skráðir atvinnulausir á Íslandi segir Ólafía að fyrir marga sé umræðuefnið enn viðkvæmt. „Ég skammaðist mín pínulítið fyrst. Og svo fylgja þessu áhyggjur um hvernig maður á að framfleyta sér og hvað gerist næst.

Það sem Ólafía er að upplifa ásamt mörgum öðrum er svo
rétt og satt, sjálf hef ég reynt þetta.
Veit ég vel að þetta er erfitt og á eftir að versna, en við
eigum eftir að spjara okkur upp úr þessum vandræðum.

Eins og Ólafía lýsir, hún er hörkudugleg, vel menntuð og
var tilbúin í sinn eigin slag, en þá brást allt
Bara ekki gefast upp, þó draumurinn hrynji núna þá kemur
hann aftur hjá öllum sem eru í þessum sporum.

Við eigum öll framtíð fyrir okkur, reynum að gera það besta,
jafnvel að lýta á ástandið sem ný tækifæri
.

Kveðjur til Suðurnesja og allra landsmanna.

 


mbl.is Sjálfstæðið tekið af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Las í morgunn grein sem gladdi mitt litla hjarta, hún var
um krakka sem voru í unglingadeildinni Stormi á Kjalarnesi
og er það deild innan björgunarsveitarinnar Kjalar að
sjálfsögðu á Kjalarnesi.
Þau segjast læra margt og mikið við að starfa í deildinni.

Þessu trúi ég vel, strákurinn minn var mjög ungur er hann
byrjaði í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Hann var þar er á þurfti að halda hinn tímann sem hann átti
afgangs var hann í boltanum, þetta var líf og yndi margra stráka
í Sandgerði á þeim tíma sem hann var að alast upp.
Það er nú stundum sagt að við sem þarna unnum hafi alið þessa
stráka og stelpur upp, en ég vann í Íþróttahúsinu og sundlauginni
sem var tengd því.
Þarna voru krakkarnir sem áhuga höfðu á íþróttum bókstaflega
allan daginn.
Yndislegur tími, mun ég aldrei gleyma honum, Doddi var nú líka
besti yfirmaður sem ég hef haft.

            *************************************

                      Sumar Enn

Nornir hafa snúið mér ljúfan þráð.
En hvort ég ann þér í reynd veit enginn
nema dauði sem heldur því leyndu
og leyfir af góðvild
að við látum blekkjast enn um sinn.


Núna er ég sýni þér þessar á blaði
hlærðu við og segir: Þetta geturðu birt,
það trúa því allir nema við.

Ó, nornamáttur haltu fram á haust
hverflyndum börnum tveim á þessum stað,
og lát þau höldnum augum hverfa saman
hinzta sinn - frá tæmdum stundarglösum -


Það er undrun í röddinni
þegar þú segir: við erum sami skuggi.
já, ansans skuggi sem niður í beggja blóði,
af því má sjá að það er sumar enn.

                      Stefán Hörður Grímsson.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Já það var sko gaman hjá þeim.

 Það var bara gaman hjá þeim og reyndar í fyrsta
skipti í langan tíma sem ég sé svona glettni hjá
vini mínum Grétari Mar, en það getur nú verið
önnur ástæða fyrir því
.

Grétar Mar Jónsson.

Grétar Mar Jónsson.

//

Vill leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins varpaði þeirri fyrirspurn til Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á Alþingi í morgun, hvort hugað hafi verið að því að leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa eða í Flatey á Skjálfanda.

Össur svaraði því til að á sínum tíma, árið 1987, hafi íslenskt stjórnvöld ákveðið að einbeita kröftum sínum að rannsóknum á Drekasvæðinu, enda þótt það sé lengra úti í hafi og að á þeim tíma hafi ekki verið til tækni til þess að vinna olíu af hafsbotni á slíku hafsvæði. Hann telji að það hafi verið framsýn ákvörðun.

Hins vegar séu til vísbendingar um að gas geti verið að finna undir Skjálfanda.

Svo virtist sem miklir kærleikar væru á milli þingmannsins og ráðherrans á þingi í dag. Sagðist ráðherrann ekki vita hvor þeirra ætti að skipta um flokk til að geta verið nær hinum, en lagði til að þeir eyddu ellinni saman í að leita olíu á Skjálfandaflóa. Grétar Mar sagðist hins vegar bera þá von í brjósti að Össur yrði fyrsti olíumálaráðherra Íslands

Já ef þeir yrðu samflokka þá yrði það að vera í nýum krataflokki
mundi mér ekkert lítast illa á það.


Bara að láta ykkur vita ef af verður þá að leita ekki nærri landi
sko ég meina ekki nærri Húsavík já og heldur ekki nærri Flatey.
Ekki má skemma allt það fagra útsýni sem við höfum hér.
Annars verð ég nú trúlega komin í gleðina á elliheimilinu eða
bara sex fetin.
Tounge

 


mbl.is Vill leita að olíu og gasi á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missum fólk úr landi.

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli.

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli. Árni Sæberg

Íslendingar á leið til Kanada


Íslenskur bakari, Birgir Róbertsson, gæti orðið meðal þeirra fyrstu sem flytjast vestur um haf til Gimli í Manitoba í Kanada, vegna kreppunnar sem skall á landanum í haust. Hann vonast eftir „nýrri byrjun" í bænum, sem laðaði til sín fjölda Íslendinga í svipuðum sporum fyrir meira en öld

 

Já við eigum mikið af ættingjum í Gimli og Kanada öllu.
Það er auðvitað sárt að missa fólk úr landi, en hvað á
það að gera er enga atvinnu er að hafa?
Mér finnst líka bara allt í lagi að allir þeir sem hafa löngun
til breytinga skelli sér í það.

Aftur á móti er verra með þá sem ekki vilja flytja úr landi,
en neyðast til þess vegna þess að þeir hafa ekki vinnu.

Vona ég bara að allir þeir sem skella sér út í ævintýrin
hafi það gott og að þeim vegni vel.



mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð dagsins.

 Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er unga fólkinu lánað
bara viðstöðulaust? Já það er það sem ég held, skemmtileg
byrjun hjá unga fólkinu okkar eða hitt þó heldur.

//

Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá

Alls voru 664 einstaklingar á aldrinum 18 til 22 ára á vanskilaskrá nú í febrúarbyrjun, samkvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá 343 úr hópnum.

Vanskil hafa aukist um 27,4 prósent frá því í janúarbyrjun í fyrra. Fjölgun skráninga varð 36,7 í kjölfar bankahrunsins.

Ungir karlar á vanskilaskrá eru 65,8 prósent þeirra sem eru á skránni en ungar konur 34,2 prósent

Vantar ekki hér að unglingunum sé vel gert grein fyrir því
hvað það kostar að taka lán, hverjir vextirnir séu og hvað
þau þurfa að vinna lengi til að borga til baka.
Að þau fái þetta á blað heim með sér og hugsi sig um áður
en þau gana að því að taka bara lán fyrir einhverri vitleysu.

Trúlega verður þetta gert núna er bankarnir eru komnir í þrota
þrot, en áður en það gerðist voru þeim boðnir gull og grænir
skógar og allt var svo auðvelt.
Þetta veit því barnabörnin mín þurftu að kaupa sér nýjar tölvur
þær hrundu, þær gátu fengið 350.000 hver, en þær notuðu nú
bara gömlu skjáina og takkaborðið, en keyptu sér góðar tölvur.


Eigið góðan dag í dag.


mbl.is Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að gleyma, en fyrirgefa.

Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir.

ÉG MUN ALLTAF MUNA

„Ég felldi tár af því að þetta minnti mig á hversu illa mér leið á þessu tímabili," segir hin 16 ára gamla Kristín Rán Júlíusdóttir. Þannig lýsir hún líðan sinni þegar hún bjó sig undir málþing þar sem hún lýsti reynslu sinni af rafrænu einelti. Málþingið var haldið á vegum SAFT í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar. Móðir Kristínar, Guðný Kristjánsdóttir, lýsti einnig reynslu sinni af sama tilefni.

Auðvitað mun hún ætíð muna þessi unga stúlka, það
gleymir engin því sem gert er á hluta mans.
Svona einelti er eins og köld rennandi blaut tuska í
andlitið.

Upphaf málsins er að þegar Kristín Rán var í 7. bekk hélt hún úti bloggsíðu og inn á þá síðu voru rituð ummæli, sem ekki verða höfð eftir hér, að beiðni mæðgnanna. Kristín Rán fæddist með fötlun sem lýsir sér þannig að hún er með skerta hreyfigetu í vinstri helmingi líkamans. Hún hefur ætíð átt erfitt með að sætta sig við fötlun sína og hefur reynt að haga lífi sínu þannig að hún hamli henni á engan hátt. „Þetta var það persónulegt að fötlunin var nefnd," segir Kristín Rán um eðli þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu. „Ég á ennþá erfitt með að sætta mig við að ég sé fötluð en ég er að læra að lifa með þessu," segir hún.

Ummælin sem færð voru inn á bloggsíðu Kristínar voru afar særandi og þó að Kristín Rán hafi nú lokið námi í 10. bekk og hafið nám í fjölbraut sárnar henni enn að tala um þetta. „Þetta var það góð vinkona mín að þegar ég komst að því hver gerði þetta átti ég ekki orð," segir hún.


Auðvitað varst þú undrandi, tuskan sem ég talaði um áðan
virkar eins og; ,, Sjokk, undrun á, hef ég gert eitthvað,
hvers á ég að gjalda, reiði og síðan sorgin sem þú þarft að
glíma við, hvernig gat hún gert mér þetta mín góða vinkona
og af hverju?

Kristín Rán og foreldrar hennar hafa fyrirgefið stúlkunni skrif hennar og Kristín og stúlkan hafa verið samstiga í skóla alla tíð, eru núna báðar í fjölbraut. „Við erum ekki beint vinkonur í dag en ég hef mætt í afmælin hennar og hún í afmælin mín," segir Kristín. „Ég mun samt aldrei gleyma þessu, ég mun alltaf muna eftir því sem hún gerði. Ég er bara þannig manneskja að ég finn það í hjarta mínu að fyrirgefa," segir Kristín og bætir svo við að vinkonan hafi greinilega séð eftir þessu þegar upp komst og henni liðið illa.

Að henni leið illa í einlægni, bendir til að hún sá eftir og var
ekki að hugsa þessa hugsun til enda og að þú gast fyrirgefið
henni gerði gæfumuninn fyrir ykkur báðar og þó sér í lagi fyrir þig.
Það er nefnilega þannig að ef maður er með heift þá fær maður
heift á móti.

Kristín Rán segir að reynslan hafi styrkt hana og gert hana betri. „Ég myndi aldrei leggjast svo lágt að gera nokkuð í líkingu við þetta," segir hún. „Ég er mjög ánægð að vera ekki svona manneskja."

Þú mátt vera ánægð með að vera svona manneskja eins
og þú segir og elsku stelpa fötlun þín á ekki að hafa nein
áhrif nema þau sem þú leifir þeim að vera, en þar held ég
að þú sért á réttri braut með og vonandi verður þú sú
sem hjálpar bæði þolendum og gerendum í framtíðinni.

Guðný, móðir Kristínar Ránar, segir að þeim foreldrunum hafi fundist skrifin á blogginu svo ljót að þau hafi ákveðið að gera eitthvað í málinu. „Hún átti á brattann að sækja frá því hún hóf nám í grunnskóla," lýsir Guðný. „Þetta rafræna einelti setti í okkar huga eiginlega punktinn yfir i-ið." Foreldrarnir ákváðu að fá að fara inn á heimili þeirra sem hugsanlega höfðu ritað orðin til að finna ip-töluna en það tókst ekki. Guðný tekur sérstaklega fram að foreldrar bekkjarsystkina Kristínar hafi tekið þeim afar vel. Fyrst ekki tókst að finna gerandann á þennan hátt var ákveðið að leita til lögreglunnar með málið og sú tilkynning var gefin út. Það varð til þess að gerandinn gaf sig fram.

Guðný hnykkir á að þetta mál hafi farið vel og þau telji sér hafa tekist að koma í veg fyrir frekara einelti í gegnum netið með því að bregðast svona við. „Þetta bar árangur og það er það sem situr eftir. Viðbrögð okkar og dóttur okkar."

Kristín Rán átti sitt besta ár í 10. bekk grunnskóla og núna blómstrar hún í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Við viljum segja frá þessu núna til að koma því á framfæri hvernig við brugðumst við þessu

Þetta voru frábær viðbrögð og hárrétt, ég held að alltof fáir
taki rétt á svona málum í dag, en þetta fer batnandi.

Eigðu farsælt líf unga stúlka.

Ljós til allra inn í yndislegan dag
Milla

mbl.is „Ég mun alltaf muna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Hér er búið að snjóa yndislegum jólasnjó í allan dag.
fyrst í morgun var 11 stiga frost og hrikalega kalt, ég fór
ekki út, en við vorum að koma heim frá Millu minni og besta
tengdasyni sem til er og hann sagði að það hefði verið kalt
að fara á sjóinn í morgunn. Honum trúi ég ætíð.
Við fengum pastarétt að borða fullan af grænmeti og smátt
skornum pulsum síðan er ostasósu hellt yfir allt saman.

Nú það var rafmagnslaust af og til í allan dag fram í Laugum
þau rétt gátu steikt hammara og franskar síðan fór það aftur
og vonandi er það endanlega komið á.

              *****************************

     Núna fáið þið viðbót við Fátæka munkinn frá Skörum.

             þó var ég ei fullseldur myrkranna makt,
             því mikið gott oss í brjóst er lagt.
             Ég var eins og bátarnir á vandsigldri leið,
             sem velktist í stormi og sjávarneyð,
             og aldan lokksins að landi ber,
             er lemstrað hafa klettar og sker,
             en sérhver brest og baga
             má bæta samt og laga.

             Þá settu þeir mig í svartnættisskrá ,
             og síðan þeir hröktu mig til og frá,
             sem vargar, er bráð vilja bíta
             og bryðja og naga og slíta
             þá dafnaði hatur og dauðasynd,
             minn drykkur og matur varð heiftug blind.
             Mér var sem ég þyldi dauða  og dóm,
             sem djöfullinn nísti mig heljarklóm,
             mér var sem ég væri í Gehenna,
             ég vildi myrða og brenna.
             En dynur í fossi og skrjáf í skóg
             og skín, sem ársól á fjöllin sló,
             og haust regn, sem harmþungt flæddi,
             í hjarta mér kærleikann gladdi.

             Við daggir og læki og lóukvak
             og léttstíga hinda fótatak,
             við blómin og íkornans gleði á grein
             mig gróandans von í hjartað skein.
             Í sjálfum  mér sæmd mín glæddist
             Um sannindi ný ég fræddist.

             Það er ekki satt sem ég ætlaði fyr,
             að úthýst sé neinum við himins dyr,
             því athvarf hlýtur þar hver og einn,
             þar hafnar er engum né sauður neinn.
             Sá góði er ekki svo hreinn sem hann
             í hroka sínum ætla kann
             Sá illi er því góða ávallt nær
             en ætlar hann sjálfur, er kvölin slær.
             né lasta og fella dóma.

                                  Þetta er eftir Gustaf Fröding.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Hvernig losnar maður við ???????????

Stal hérna einni mynd og vona að ég verði ekki
skömmuð mjög mikið, en hún er frábær.
image0011vottar.jpg

Ekki að ég hafi svo sem neitt á móti þeim í sjálfu sér, svo er líka til
fólk sem maður bara hreinlega ekki losnar við, það þurfa ekkert að
vera Vottar, en hvað eru eiginlega vottar?

Einu sinni fyrir 30 árum eða svo var bankað hjá mér, ég var ekki með
svona flottan dyrahamar. Fyrir utan stóð kona með litla stúlku sér
við hlið. Hún spurði hvort hún mætti koma inn að tala við mig, ég
sagðist ver upptekin og brosti þá vildi hún selja mér bók nei ég vildi
ekki kaupa bók, þá vildi hún gefa mér einhver rit, ég sagði nei.
Spurði svo hvort ég mætti gefa stúlkunni smá pening?
Hún varð öskureið og sagði þær ekki vera að betla.
Nei það vissi ég vel, en hélt að það væri í lagi að gefa henni nokkra
aura þá frussaðist út úr konunni:,, þú verður þá að gefa peningana
í safnbaukinn er við komum tilbaka.
Dæmi nú bara hver fyrir sig og segið mér hvort dyrahamarinn sé
ekki flottur?

Hefðu átt að koma strax.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að skoðað verði að ráða alþjóðlega ráðgjafa sem aðstoði ríkið í samningum við skilanefndir gömlu bankanna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að erlendir kröfuhafar bankanna væru með mjög sterka aðila til að semja fyrir sig og ríkið þurfi að koma sterkt inn í þá mynd.

Hvað er þetta vissu þeir þetta ekki strax, jú og það
átti að ráða menn í þetta pronto, en Íslenska stoltið
vill stundum verða dýrkeypt.
verðum að læra að við getum ekki allt.

 

Á Ríkisstjórnarfundinum hefðu verið samþykkt þrjú mál sem tengjast áætlun um endurreisn fjármálakerfisins. Á fundinum var samþykkt starfsáætlun sérstakrar nefndar, sem í sitja fulltrúar nokkurra ráðuneyta ásamt Svíanum Mats Josepsson en sú nefnd starfar á grundvelli samkomulags sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Er nefndinni m.a. ætlað að koma með tillögur um hvernig byggja eigi upp eftirlit með fjármálastarfsemi sem stenst alþjóðlegar kröfur.


Gott mál og tími til kominn, vonandi vinna þeir hratt og
vel því mannaskipan breytist jú í kosningum í vor.

Eða er þetta ekki pólitískt skipað eins og allt annað?

Þá var samþykkt, að stofna eignaumsýslufélag í eigu ríkisins, sem yfirtaki eignir í bönkum, fyrirtæki þar sem starfsemi sé í raun komin í þrot. Jóhanna sagði, að um væri að ræða stærstu fyrirtækin, um 15-20 félög, sem verði  hugsanlega tekin inn í eignaumsýslufélagið í áföngum. Þetta komi ekki í veg fyrir að bankarnir verði með sín eigin eignaumsýslufélög, þá fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Með þessu móti væri hægt að minnka efnahagsreikning bankanna og gera þeim fyrr kleift að endurreisa meðalstór fyrirtæki og setja atvinnulífið í gang.

Vel þekktar aðferðir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að aðgerðir á borð við þessar, að taka stór mikilvæg illa stödd fyrirtæki, inn í eignaumsýslufélög, væru vel þekktar. Því væri ekki verið að finna upp hjólið heldur beita aðferðum, sem reynst hafi vel annarstaðar. 

Tvö frumvörp verða lögð fram á Alþingi á næstunni, annað um eignaumsýslufélög og hitt um fjármálafyrirtæki sem felur í sér að eignir félaga geta verið lengur í gjaldþrotameðferð til að koma í veg fyrir að ekki þurfi að selja þau of fljótt.

Fram kom hjá Jóhönnu að á föstudag muni væntanlega verða afgreidd frumvörp um breytingu á gjaldþrotalögum um lengri fresti og um greiðslujöfnun myntkörfulána.

Mjög gott mál og þá þarf að hjálpa öllum jafnt.
Enga pólitík þar eða vinargreiða.

Frumvarp um skyldusparnað afgreitt

Ríkisstjórnin samþykkti einnig á fundi sínum í dag frumvarp um skyldusparnað sem gerir ráð fyrir að fólk geti tekið út viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt ákveðnum reglum á næstu árum.

Er það þá eitthvað annað en séreignasparnaðurinn sem
átti að vera til að hjálpa fólki út úr skuldum?
bara spyr.

Hvar er svo eitthvað sem kemur strax til að fólk eigi fyrir mat
í dag og næstu daga.

 


mbl.is Alþjóðlegir ráðgjafar aðstoði ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð dagsins.

Eiginlega síðan í gær, en læt hana koma núna er nefnilega
eins og barnabörnin segja svolítið hægfara, dettur í hug
strætó er ég var að alast upp, þeir voru svo hægfara að
ég frekar skokkaði allt sem ég þurfti að fara, en að taka
strætó. Síðan kom hraðferð og tók ég hana stundum, en
drottinn minn dýri maður varð nú bara sjóveikur í þeim
vögnum.

Las í gær grein um heilbrigðismál og framvinduna í þeim
málum.
Heilbrigðisráðherra tók upp í sig stórum er hann tók við þeim
langþráða stól, þið vitið sem heitir ráðherrastóll.
Dró strax til baka komugjöld á sjúkrahús og lýsti í stórum
orðum bæði hinu og þessu sem hann ætlaði að gera öðruvísi
en fyrirrennari hans.

Það var nú að mínu mati óþarfi að vera með einhverjar
yfirlýsingar um fyrirrennara sinn, hann átti bara eins og
hann sagði sjálfur að ígrunda málin og leysa þau svo.
það fer of mikill tími í yfirlýsingar um hitt og þetta.
gott var samt að hann skyldi draga til baka komugjöld á
sjúkrahúsin, því annars hefði bara fjöldi mans dáið hefðu
ekki haft efni á að fara á sjúkrahús
.

Datt svo ekki af mér andlitið í gær er ég las Þetta:
,, Eigum ekki annarra kosta völ en að draga seglin saman,
fyrirhugaðar er 6,7 miljarða króna niðurskurður á árinu
telur hann nauðsynlegt að finna leiðir til sparnaðar svo sem
í lyfjakostnaði, skipulagsbreytingum og að reynt verði eftir
megni að hlífa starfsfólki sem hafi lágar tekjur á kostnað hinna."

Hann talar ekkert um alla þá sem nú þegar er búið að segja upp.
hverjum á svo að hlífa á kostnað hinna, sest þá kannski einhver
nefnd niður og skoðar, bíddu nú við hvað hefur þetta fólk í laun?
þau hafa nóg rekum hana. Nei ég bara spyr.


Hann er búin að leggja fram pólitísk markmið sem eiga að tryggja
heilbrigðisþjónustuna og aðgengi að henni.
þegar kemur að launakostnaði verði það gert með kjarajöfnun
að leiðarljósi.
Svo verður horft til aðstæðna hverju sinni."

Vill einhver útskýra fyrir mér, hvernig má það vera að heilbrygði
þurfi að vera pólitískt?
Það á að vera bara samvinna.
Þarna er um líf fólks að ræða.


Svo klingir hann út með að segja: ,, Það er sárt til þess að hugsa
að heilbrigðismál hafi ætíð verið látin sitja á hakanum og nú þurfi
að skera niður."

Vitið þið að það er svo týpistk fyrir pólitíkusa að kenna ætíð
fyrirrennurum sínum um hvernig komið er.
Þeir skilja ekki að þeir eru komnir í stjórn til að leysa málin
ekki til að vera með stórar yfirlýsingar og renna svo á rassgatið
með þær.
Ég hvet alla þá sem hafa fengið uppsagnabréf í þessum geira
að taka sig saman svo fólk vita hvað er í gangi.
Þessir stjórn er í sama feluleiknum og hinir voru.

Eigið góðan dag.


Fyrir svefninn.

þegar við Gísli vorum að drekka teið í dag og með fengum
okkur nýbakað brauð með sméri og osti, vitið það er eigi
til neitt betra. Fórum að rifja upp æskuna okkar er mjöl
af öllu tagi var keypt inn í 25 kg sekkjum ásamt sykri,
og bara öllu því sem hægt var að geyma, voru búrin fyllt
af á haustin.
Nú auðvitað fór það eftir efnum fólks hvað það gat keypt
mikið inn, en fyrir sláturtíðina var nauðsynlegt að afla vel
í búrið.
Nú er sá tími kominn að brýnt er að spara og þá er gott
fyrir okkur að segja unga fólkinu frá þessum tíma okkar.

Það er nefnilega æði margt sem hægt er að spara bara
með því að hugsa aðeins, smá dæmi: ,,Ég notaði afar
mikið af eldhúsrúllum, ég reif af bréf við öll tækifæri
þurrkaði potta og pönnur með bréfi og ég nenni ekki einu
sinni að telja það allt upp, en þær dugðu aldrei það voru
keyptar endalausar rúllur."

Núna dugar pakkningin, ja það er ein eftir núna síðan um
jól, dugleg stelpa ég er. Bara að hugsa aðeins.
                 ********************

Var að hugsa um að setja inn fjögur fyrstu erindin,
úr kvæði Gústafs Frödings

              Fátækur munkur frá Skörum.

        Nú hnignar fjöri, nú förlast verk
        hjá fátækum, ólærðum strokuklerk,
        munki á flóttaförum
        fordæmdum niðri í Skörum.

        Í kör hefir ellin mig kreppt og fellt,
        og kirkjan þeim vonda mig ofurselt
        sem drápsmann og trúvilltan syndasauð,
        og sekan og dræpann sem kóngurinn bauð.

        Þeir hafa elt mig sem úlfinn í skóg,
        æ síðan kankúnann Lassa ég sló.
        En hettuna eina þeir hrepptu,
        sem höfði mínu eftir krepptu.

        Ég syndgaði í klaustrinu, satt það er,
        og sopa of margan fékk ég mér
        í óleyfi úr ábótans tunnu
        og átti vingott við nunnu.
        Ég hafði krafta í kögglum þá,
        í kránum við slarkara flaugst ég á,
        til lausalýðs mig dró ég
        og Lassa kanúka sló ég.
        Og af því spratt þjáning og angur af,
        ég át í framandi landi draf,
        sem svínin sjálf mundu hata,
        sem segir í Vulgata.

Það eru átta kaflar eftir af þessu kvæði og mun
ég birta ykkur það næstu kvöld.
En það er nú ekki eins gaman að rita þetta eins og að flytja.
því þá getur maður notað díalektinn sem í dölunum er notaður.
En það er nú allt önnur Ella.

Magnús Ásgeirsson þýddi þetta kvæði.

                        Góða nótt kæru vinir
.
HeartSleepingHeart


Yndisleg og engri lík.

 Lætur ekki segja sér hvað hún á að segja: " flott hjá henni"
Þessi grein bjargaði annars mínum lata degi.
Sjáiði bara hvað hún er yndisleg
.

Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson. 

Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni.

Í viðtali, sem birtist í marshefti tímaritsins Condé Nast Portfolio, er haft eftir Dorrit Mousssaieff, forsetafrú, að hún hafi lengi varað við því að íslenska fjármálakerfið kunni að hrynja. „Ég sagði þetta í hvert skipti sem banki var opnaður á undanförnum árum," segir Dorrit.

Joshua Hammer, blaðamaður Portfolio, segir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi ítrekað sagt við konu sína að hún gæti ekki viðhaft þessi og ýmis önnur ummæli, sem birtast í viðtalinu.

Blaðamaðurinn segir, að tveimur dögum eftir að viðtalið var tekið á Bessastöðum í desember hafi Dorrit hringt í hann og sagt að hann geti notað allt sem hún hafi sagt þótt eiginmaður hennar hafi viljað að það væri utan viðtalsins.

Frábært hjá henni af hverju má hún ekki segja sína meiningu
tala nú ekki um er rétt hún er.
Hún er flott þessi kona þó megi hins vegar deila um starfið
sem maðurinn hennar er í, sem sagt Forseti vor.

Í viðtalinu er m.a. fjallað um kvöldverð, sem blaðamaðurinn átti með forsetahjónunum á Bessastöðum.  Þar er haft eftir Ólafi Ragnari, að Íslendingar muni án efa upplifa erfiða tíma á næstu árum og líklega muni þúsundir manna missa íbúðir sínar.

Þessu er Dorrit ósammála. „Fyrirgefðu, elskan, ég er ekki sammála þér. Enginn mun missa hús sín. Hvernig er hægt að missa hús í landi þar sem það eru tvisvar sinnum fleiri hús en manneskjur."

Sko hlustið nú kæru ráðamenn, farið eftir þessu og gerið
bara hvað sem er til að fólk missi ekki húsin sín og atvinnutækin,
sem eru jú bæði bílar og fyrirtæki.

„Dorrit, þú getur ekki sagt þetta," segir Ólafur Ragnar.

„En þeir geta ekki selt þessi hús... Ég er viss um, að það verða engir Íslendingar heimilislausir. Það er algerlega ljóst."

„Þú getur ekki sagt þetta. Þú getur bara ekki sagt þetta," segir Ólafur Ragnar. Í blaðinu eru orðaskipti forsetahjónanna síðan rakin áfram

Þetta er bara alveg frábært, hún getur ekki sagt þetta
af hverju ekki, hún hlýtur að hafa málfrelsi.

Hún hefur það nefnilega ekki að á allt að vera eftir
siðareglum og það eru nú meiri fjandans siðareglurnar.
Heyr fyrir þér Dorit
.


mbl.is Dorrit segist lengi hafa varað við fjármálahruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband