Mundi nú lýða yfir fólk, sko ef,
17.12.2009 | 08:25
Sporðdreki:
Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla
sem gætu bjargað deginum. Vendu
þig á að koma til dyranna eins og
þú ert klædd/ur.
Ég kæmi nú til dyranna eins og ég er klædd, ekki búin að fara í sjæninguna, nú auðvitað er verið að meina að maður komi fram af heilindum, ekki verður það verra ef einhver segir eitthvað sem gæti bjargað deginum, annars er ég bara svo sæl með mitt, en allur bónus er af hinu góða.
Hér var sko fjör í gær, Aþena Marey mín, sem gisti hjá okkur ákvað að fara bara ekkert á leikskólann, við vorum hér að náttfatast meðan svefnpurkurnar sváfu, meira að segja afi svaf til 9 sem er ekki vanalegt, við fengum okkur morgunmat, spiluðum veiðimann, fórum aðeins í tölvuna, síðan var farið í sjæningu, afi fór fyrstur, svo amma síðust í röðinni var hún, þarf nefnilega langan tíma þessi elska, enda vel notað af hársápu og næringu, blása hárið og ákveða svo í hvað hún ætlaði að fara lokksins kom það, Lísa í undralandi, en hún var með það outfitt með sér, druslaðist í þessu í allan gærdag.
Við gamla settið fórum svo að versla, náðum í Viktoríu Ósk í skólann heim að drekka eftirmiðdagskaffið, í kvöldmat hafði ég steiktan þorsk í raspi með miklum lauk og það var vel borðað af því.
Ljósin mín við tölvurnar.
Þær posuðu aðeins fyrir ömmu
Sigrún Lea örugglega í leik.
Guðrún Emilía, eins og prinsessan á bauninni, með bók í kjöltu sér.
Þreyttur pabbi kominn að sækja ljósin mín, það tekur á að fara í
búðir, en þau fóru nú fínnt út að borða á eftir.
afi vildi endilega fá mynd af Neró, en hann snéri bara upp á sig
langaði í ísinn hjá stelpunum
Svona kúrast þær, englarnir mínir, önnur að lesa hin í tölvuleik
eða að horfa á eitthvað af flakkaranum.
Svo fóru ljósin mín heim og amma gamla fór bara beint í rúmið
maður verður að hvíla sig vel þegar maður getur.
Kærleik í daginn ykkar
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Löt, en afar glöð í dag.
15.12.2009 | 21:34
Stundum er maður bara ekki, eins og að sér eigi að vera, vaknaði í morgun, um átta leitið, frekar listalaus fékk mér rísköku eina og pepsí (gáfulegt eða hitt þó heldur) skreið upp í rúm aftur um tíu og svaf til hálf eitt, og var sko ekki tilbúin að fara í búðina fyrr en um fjögur leitið, en þá var ég búin að sjæna mig fá mér brauð og te og spjalla helling við tvíburana, umræðuefnið var, hver ætti svo sem að dæma hvað er rétt og eða rangt í skoðunum fólks, akkúrat engin getur dæmt, nema getað sannað mál sitt á svörtu eða hvítu.
Nú við gamla settið fórum í búðir, vantaði ný hleðslubatterí, leggja inn öll reseptin sækjum þau svo á morgun, keyptum smá í Kaskó, komum svo við hjá Millu minni hún bauð í lasange í kvöldmatnum og það var bara flott, litla ljósið vildi endilega koma heim með okkur og gista, ekki amalegt þegar frænkurnar hennar eru hér, þær stjana við hana, Nú við erum búnar að horfa smá stund á Tom and Jerry, síðan fór hún að bursta tennur og er komin upp í rúm inni hjá þeim, en ekki verður langt að bíða þar til hún skríður upp í afa holu, það er alltaf best að vera á milli. Svo læt ég það bara ráðast hvort hún fer á leikskólann á morgun eða ekki.
Hafið þið krúsirnar mínar upplifað tilfinninguna að sættast við, gera góðverk sem engin veit um, setjast niður og eiga stund með sjálfum sér, lifa í kærleikanum fyrir ykkur sjálf, ekki alltaf að taka alla inn í pakkann, lifa ykkar lífi, en samt með öðrum. Ef þið gerið þetta þá verður lífið auðveldara.
Standið í lappirnar og berið ábyrgð á eigin lífi.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skemmtilegur dagur
14.12.2009 | 21:43
Fór í þjálfun í morgun síðan heim að sjæna mig fyrir Akureyrarferð, fórum Fram í Lauga til að ná í englana mína, þær voru að koma úr síðasta prófinu og jólafríið byrjað, fengum kaffi og yndislegt spjall við Valgerði skólastýru, Kristjáni súperkokk og Siggu sem vinnur í eldhúsinu, frábært að hitta þau að vanda. Brunuðum beint með Neró upp á dýraspítala til Elvu, skildum hann eftir og ókum niður í Vanabyggð til Erlu frænku, þar fengum við kaffi og smákökur, takk fyrir samveruna Erla mín.
Fórum að ná í Neró, hann var þá komin með eyrnabólgu og var settur á einhverja dropa fékk einnig pensillín, eins gott að ég fór með hann þessa elsku annars hefði hann kvalist aftur í nótt.
Fórum svo í Stillingu, keyptum þurrkur á bílinn síðan í Húsasmiðjuna, þær þurftu nú aðeins að kíkja á dýrin svo í Brimborg, sjáum hvernig það fer.
Nú Glerártorg varð næst fyrir valinu, keyptum sitt af hverju þar, hittum Unni og Kristínu fengum okkur hressingu saman, svo í Hagkaup fékk þar það sem mig vantaði þó ekki allt, mun redda því síðar.
Ókum í Lauga, sóttum dótið þeirra sem varla komst í bílinn, það er ekkert smá sem fylgir þessum stelpum. Létum Dóru fá það sem þær keyptu fyrir mömmu sína svo kemur hún á föstudaginn og þá verðum við saman til 5/1 2010, bara frábært.
Þær eru búnar að koma fötunum sínum fyrir í skápum og skúffum, hér á allt sinn samastað.
Kærleik og gleði sendi ég ykkur.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýðst á börnum og ungmennum
14.12.2009 | 06:54
Aftur og aftur er þrengt að ungviði þessa lands, þó svo að ráðamenn leggi það fyrir að eigi skuli 6-7 miljarða hagræðing bitna á börnunum, hvernig á hagræðing að gerast öðruvísi. Fjandinn hafi það, held þeir ættu að byrja á öðru en að lama niður menntunarstig barnanna, það er það sem gerist.
Börnin koma til með að fá lélegri mat, þar af leiðandi minni orku, sumir foreldrar hafa ekki mikil peningaráð og eru ekki að gefa börnunum morgunmat áður en þau fara í leikskólann, í skólanum fá þau hádegismat það er að segja ef foreldrar hafa ráð á að kaupa hann fyrir þau, eða þau kannski vilja hann ekki vegna þess að hann er vondur og það er engin þörf á því, hægt er að gera góðan mat úr litlu.
Viðmælandi hefur áhyggjur af fæði og þrifum á leikskólunum, segir að matseðillinn ráðist að miklu leyti af tilboðum í lágverðsverslunum hverju sinni, handþurrkur víki fyrir handklæðum og klósettpappír sé skammtaður. Við höfum áhyggjur af öryggi barnanna."
Er nú ekki hissa á áhyggjum viðmælanda.
Ef það gengur eftir sem hann (viðmælandinn) hefur áhyggjur af þá býð ég ekki í það, bakteríurnar verða vaðandi um allt því ekki verður til starfsfólk, að fylgja þessum litlu eftir.
Og hvað svo með matinn, allir vita að engin
á að borða unnar kjötvörur.
Fróðlegt verður að heyra námsskránna fyrir HI á næsta ári, nú ef unga fólkið okkar sem ætlar sér eitthvað visst, fær ekki vegna sparnaðar að nema það þá verður bara landflótti í aðra Háskóla,
Kannski er það það sem þeir vilja, sko þessir sem þykjast hafa allt vit sem til er.
![]() |
Skólar spari 6-7 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var búin að lofa mér, en
13.12.2009 | 08:10
Það er ekki hægt að þegja og segja eigi sína skoðun á málum, sumum. veit ég vel að þessi blessaða ríkisstjórn er að fara á límingunum, þegar það gerist hjá heilli ríkisstjórn eða bara mér almúganum, þá á maður það til að tjasla í götin þar til tjaslið brestur, akkúrat það sem mun gerast hér.
Alveg hissa á að þeir skulu ekki bara fara fram á að konur eigi börnin sín heima, sko mamma átti öll sín heima í sínu lága hjónarúmi, ljósan þurfti að krjúpa á gólfinu til að komast vel að mömmu, hún átti sitt síðasta árið 1958, ekki svo langt síðan, bara 50 ár,nú eða að flytja allar konur til Reykjavíkur, þær munu nú ekki allar ná þangað svo elskurnar á sjúkrabílunum munu verða í því að taka á móti, síðan snúa þeir bara við skutla móður og barni heim aftur, engin þörf á að heimsækja fæðingardeildina, foreldrarnir borga bara sjúkrabílinn, málið dautt.
Ef þeir hafa ekki gert sér grein fyrir alvörunni í þessum sparnaði sem er engin þá er þetta fólk ekki að vinna vinnuna sína heldur að tjasla upp í götin,þetta eru litlu börnin okkar sem um ræðir, veit ég vel að þau verða ekki mikið vör við hvað gerist, nema að þau lifi ekki svona fæðingu af, það hefur nú aldeilis gerst.
Þeir ættu að skammast sín ráðamenn, og hvað kosta allar þessar nefndir, sem svo ekki kunna að reikna út og hagræða, verða að fá hjálp sérfræðinga í öllum málum. Það er búið að skera svo niður í heilbrigðis geiranum, að hálfa væri nóg, en takið eftir ekki á réttum stöðum.
Ég vil þessa stjórn í burtu, þeir eru ekki að gera neitt
að viti fyrir okkur fólkið í landinu.
Hvað skildu þessir menn /konur hafa í desember-uppbót?
Ég sem ellilífeyrisþegi fékkum 13.000.
Svona er allt og þetta er til skammar.
![]() |
Spara má með lokun fæðingardeilda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lífið er svo stórundarlegt á stundum
12.12.2009 | 09:21
Eins og flestir vita þá er ég afar bjartsýn og glöð kona, á alveg yndislega fjölskyldu, sem verndar um mig og ég um þau, ekki hef ég verið að óskapast mikið um heilsuna mína þó ég hafi nú létt á mér með ýmislegt, gantast og haft gaman að öllu mögulegu, þá er það mitt mál og engin hefur leifi til að troða því niður í skítinn frekar en aðra þá vanvirðingu sem fólk leggur sig fram við.
Alltaf verð ég, jafn undrandi á hegðun fólks svo ég tali nú ekki um orðaforðann sem það notar, gagnvart öðrum bæði sannann og lognar eða afar ósmekklegan. Held að sumir trúi að þeir hafi rétt fyrir sér.
Í gær varð ég fyrir afar miklum vonbryggðum og mikilli sorg, yndisleg snúlla sem ég kynntist fyrir 12 árum og er búin að vera í neyslu í mörg ár, 19 ára í dag, fór úr meðferðinni sem hún var í og tilkynnti um leið að hún væri að fara að djamma, #$&%#$ ARGGGGGGGGGGGGGGG Er ekki möguleiki að koma því þannig til leiðar að ef þessi yndislegu börn okkar fara í svona langtímameðferð, þá séu þau svipt forræði og verða að vera eins lengi og nauðsyn krefur.
Nú er það ekki hægt.
Þá spyr ég af hverju ekki?
Það eru sett lög um allan fjandann, en eigi hægt að setja
lög um að bjarga lífi barnanna okkar.
Veit ég vel að það eru fleiri en börn sem eru í neyslu, en
þau byrja sem börn, staðna sem börn og eru þar af
leiðandi alltaf börnin okkar.
Eins og ég hef sagt svo oft þá er ráðamönnum þessa lands
bara alveg sama hvernig allt er bara ef þeir þurfa ekki augum
að líta þetta pakk, eins og þetta svokallaða fína fólk kallar börnin
okkar, það nefnilega lendir aldrei í neinu með sín börn, guð hjálpi
ykkur, hvernig dettur ykkur í hug að það geti gerst.
Ekki er ég vel að mér í þessum málum, hef bara lesið mikið um þau og hef áhuga á mannrækt og manngæsku svona yfirhöfuð. það sem ég veit með vissu er að það vantar úrlausnir, forvarnir á mannamáli og þetta þarf að byrja á leikskólaaldri.
Það er erfitt að tala um hvað veldur og dettur mér það bara ekki í hug. Margar kenningar eru á lofti hjá fólki sem er með fordóma og telur sig yfir allt hafið, það telur allt öðru eða öðrum að kenna, en svo er bara ekki.
Ég vildi getað veifað hendi og allt yrði gott, en svo er bara ekki, en elskurnar mínar verið á varðbergi, hugið að og umfram allt ekki vera með ásakanir.
Kærleik og ljós sendi ég öllum þeim sem
eiga um sárt að binda og öllum þeim sem
eiga engan samastað, bara götuna.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verum þakklát fyrir það sem við finnum í hjarta okkar.
11.12.2009 | 06:33
Svo sætt jólakveðja
I morgun athugaði ég veskið mitt !
Og viti menn það var tómt .
Þá gáði ég í vasana mína !
Og ég fann nokkrar krónur.
Þá gáði ég að hjarta mínu og fann þig ;o)
Þá varð mér ljóst hversu rík ég væri í raun og veru....
Takk fyrir að vera sannur vinur og e-mail félagi !
Megir þú verða eins rík/ríkur og ég er
Lífið á ekki að snúast um að storminn lægi,
heldur að njóta þess að dansa í rigningunni.
Yndislegt, fékk þetta sent frá góðri vinkonu í maili í morgun og
áframsendi ég þetta á fjöldann allan af vinum
Takk elsku Vala mín.
Kærleik og ljós til allar þarna úti
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samskiptaskoðun
10.12.2009 | 09:13
Sporðdreki:
Það eru hlutir í næsta nágrenni, sem þig langar að skoða,
en þú gefur þér aldrei tíma til þess.
Nú er að hrökkva eða stökkva.
Það má kalla það næsta nágrenni, því samskipti er það sem mig langar til að skoða, varð svolítið undrandi á mánudaginn er ég þurfti að hringja á skrifstofu fyrirtækis eins í henni Stóru Reykjavík, nú er ég var búin að bera upp erindið sem var að koma skilaboðum til útibús þeirra, en símkerfið þar var bilað, notaði ég tækifærið og spurði þennan mann sem ég var að tala við hvort það væri nú ekki nauðsynlegt að afgreiðslufólkinu sem þeir hefðu í vinnu liði vel, ég útskýrði fyrir honum að ungar og yndislegar stúlkur sem ráðnar voru í vinnu hjá þeim viti lítið sem ekkert um tæknilegu hliðina á því sem selt er, það yrði nú að kenna þessu unga fólki svo að sjálfsmatið hjá því færi ekki niður úr öllu.
þegar ég kom inn í þessa verslun og þær gátu eiginlega ekki svarað mér þá sagðist ég bara hringja daginn eftir og þakkaði þeim fyrir elskulegheitin.
Maðurinn sem ég var að tala við fyrtist við orð mín og sagði: ,,heldur þú að ég sé einhver kennari, og þessir krakkar sem eru að ráða sig í vinnu eiga bara að kunna þetta." Hananú þar fékk ég einn gúmoren, var nú ekki á því að gefast upp á þessum skapillskufanti og upphóf mína ræðu á því að við þessi eldri þyrftum að kenna þessum yngri það væri bara okkar hlutverk, en hann sagði bara: ,,ég skal koma þessum skilaboðum frá þér Guðrún og meira get ég ekki gert, nú sagði ég þú ert milligöngumaður minn við þetta fyrirtæki, en ég þakka þér fyrir að afneita mér í þessu máli og læt þig vita að aldrei stíg ég fæti mínum inn í þessa verslun aftur."
Sjáið ég var í mínu mesta sakleysi að koma með tillögu því ég vorkenndi þessum elskum sem voru að reyna að svara mér, en samskipti kunna bara ekki allir því miður.
Hann sagði margt annað þessi maður sem er ekki hafandi eftir hér, en munið bara að láta koma fram við ykkur af kurteisi því þeir sem vinna í þjónustustörfum verða að sýna hana þó jafnvel að kúnninn sé leiðinlegur. Sjálf vann ég í þjónustustörfum frá því að ég var 15 ára, svo ég kann þetta.
Ég þekki einnig dæmi um ókurteisi afgreiðslufólks gagnvart ungu fólki og það á ekki að eiga sér stað, þau eiga sama rétt og við hinir fullorðnu og stundum þarf að sýna þeim meiri þolinmæði heldur en hinum.
Það er líka annað sem mér finnst ábóta vant hjá fólki, afar mörgum, er hvernig það setur fram skoðanir sínar og með hvaða orðum, við höfum ekki leifi til að nota niðrandi orð við fólk heldur ekki að troða skoðunum inn hjá fólki, allir hafa sínar skoðanir sem verða að vera settar fram með góðum orðum, það má svo ræða skoðana-ágreining, en á endanum höfum við öll val með að halda okkar skoðunum. Notið ekki dónaleg, meiðandi eða lítið hugsandi orð við annað fólk, hvort sem það eru vinir eður ei.
Málið er nefnilega það að öll eigum við erfitt einhvern tímann á lífsleiðinni svo engin er hafin yfir aðra í sínum skoðunum, verum góð við hvort annað, allir eiga það skilið, og endilega skoðið samskipti ykkar við allt fólk.
Kærleik og frið til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónleikar í Borgarholtsskóla
9.12.2009 | 22:53
Á hverju ári síðan ég flutti hingað hef ég farið á jólatónleikana hjá Tónlistaskólanum og er það alveg yndislega gaman, og mest skemmtilegt er að sjá og heyra framförin hjá þessum elskum.
Var á einum slíkum í kvöld og svo fer ég líka annað kvöld, en þá verður barnakórinn með skemmtun.
hér koma nokkrar myndir frekar dökkar, en samt sést smá.
Viktoría Ósk mín byrjaði á þverflautuna sína, hún er upprennandi
þessi stelpa það er sama hvað hún grípur í.
Tók eina af Ódu ömmu og henni, yndislegt að sjá hvað þær eru líkar.
Litla ljósið mitt komið í fang pabba enda orðin þreytt.
Fallegastarbestu vinkonur síðan þær voru smádúllur
Hafdís Dröfn og Viktoría Ósk.
Þessi flotta stelpa er hún Margrét dóttir vinkonu minnar, hún
spilaði ásamt vini sínum jólalög á gítar.
kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hlátur, grátur, en aðallega hlátur.
8.12.2009 | 19:49
Við fórum náttúrlega á Eyrina í morgun beint upp á Dýraspítala með Neró þar átti að taka hann í allsherjar sjæningu fyrir jólin, keypt var shampoo, næring, nammí og hundamatur, þaðan fórum við í morgunkaffi á bakaríið við brúnna.
Svo var haldið upp á sjúkrahús til fundar við Bjarka bæklunarlækni, hann bað mig að vippa mér upp á röntgenborðið, svo var byrjað að stinga í míó, míó, það var ekki gott, en fullt af sterum og deyfiefni fór þarna inn, ég verð víst að vera voða stilt næstu daga, en má fara á tónleikana annað kvöld í skólanum, en Viktoría mín er að spila einleik á þverflautu, syngja og spila með kórnum og svo það sem mér finnst svo skemmtileg, Marimba, þar syngja þau, dansa og tromma.
Hitti á biðstofunni Hönnu fyrrverandi mágkonu mína og Diddu dóttur hennar, það var ljúft að tala við þær smá stund.
Fórum aðeins á Glerártorg, keypti mér skó í Mörsubús, bol í Centro, Gísli skrapp og verslaði íbúfen í apótekinu, verð víst að eiga það næstu daga vegna verkja sem ég gæti fengið, slæma afar, segir hann sko Bjarki bæklunar. fórum svo að ná í Neró og var hann ennþá hálf sofandi svo hann var bara klæddur í lopapeysuna sína og settur undir teppi úti í bíl.
Nú kemur hlátursefnið, fórum með bílinn á verkstæði, þar var hann tengdur við tölvu í 20 mín. er Gísli kom inn þar sem ég sat og drakk kaffi með piparköku, spurði ég: ,,Hvað er að, hann, það er tölva ónýt í bílnum,( hún stjórnar hálkuvörninni og abs hemlakerfinu) nú og hvað kostar hún? 300,000, Ég skellti upp úr, hva er þetta eitthvert desember-djók, nei sagði sölumaður sem kom að, ég vildi að svo væri, en þeir eru að athuga möguleika á því að fá þetta ódýrara, humm humm, er það?"
Jæja ég stóð upp og borgaði reikninginn fyrir því að tengja bílinn minn við einhverja leitartölvu, og
viti menn er hann rétti mér nótuna og sagði 6,770 kr þá datt fyrst af mér andlitið og svo skellihló ég aftur, sko ég er á 3 ára gömlum bíl ekinn 53,000 km og ég þarf að fara að gera við einhverja tölvu sem kostar 300,000 og að athuga hvað væri að kostaði á 7 þúsund, er nú hægt annað en að hlæja að þessu, ég spurði hvort það væri ekki hægt að fá svona gamaldags tölvulausan bíl, nei
allavega ekki nýjan, sagði maðurinn, nú við ókum bara á Glerártorg og fengum okkur að borða síðbúinn hádegisverð eða Gísli fékk sér hangikjöt með öllu, en ég fékk mér heilsusamloku.
Skruppum í Rúmfó og keyptum körfur og eitthvað smádót,
síðan var ekið í Lauga til að leifa þeim að knúsa hann aðeins,
svo heim.
Sem sagt smá væl hjá Dokksa, og eftir það endalaus hlátur,
hvar endar þetta allt.
Kærleik á línuna
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Skemmtilegur sunnudagur
6.12.2009 | 22:04
Fórum allar á fimleikasýninguna í morgun, hún var bara æðisleg það er svo gaman að sjá framförin hjá þessum krökkum, einn strákur er með og er það Hjalti Karl frændi Aþenu Marey.
Hér koma smá myndir, ég tók ekki margar þær koma örugglega frá Millu og stelpunum.
Þetta eru ljósin Hjalti Karl og Aþena Marey, tekið eftir sýningu.
Þau eru yndisleg
Þarna eru allar stelpur í jólakjólum sem stjórnin saumaði á þau
nema Hjalti Karl er ekki eins og þær enda eini strákurinn.
Þær eru nú bara ekki nógu góðar þessar myndir, en sýna samt smá.
Þarna eru englarnir mínir að horfa á og Ingimar og Dóra sitja fyrir
aftan, Milla var upptekin í vinnu því hún er í stjórninni.
Þegar þetta var afstaðið var ekið á Eyrina farið í búðir á göngugötu
Haldið ekki að frúin ég hafi ekki keypt eina stuttkápu, rosa flott.
Ókum þeim svo upp í Höll frá henni ókum við niður einhverja götu
sem mig minnti að alveg niður að kirkju eða þar, en nei lenti í blind bak
við skólann og sátum þar föst, hálkan var svo mikil að við komumst ekki
upp brekkuna aftur.
Ég hringdi bara í löggufólk og þau komu tvö, yndisleg ætluðu að kippa
í okkur upp, en það var engin krókur til að lykkja í svo löggumann
bakkaði bara bílnum upp, en það rétt hafðist, Gísli minn fékk að koma
með löggukonunni upp brekkuna og það var nú rétt svo að jeppinn
hefði það upp.
Takk æðislega fyrir hjálpina kæru löggur.
Þetta kostaði það að við rétt náðum á Glerártorg að kaupa okkur stól
við tölvuna, en allt í lagi förum bara aftur seinna.
Sóttum svo mæðgur eftir hljómleik, fengum okkur smá að borða og
svo var ekið heim, fyrst með þær að Laugum, komum svo aðeins við
hjá ljósunum okkar, nú erum við komin heim í hlýjuna okkar.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hugleiðing inn í sunnudaginn
6.12.2009 | 08:19
Sit hérna frekar slöpp, en afar ánægð með góðan dag í gær, fórum á Akureyri, beint á Glerártorg og versluðum svona sitt lítið af hvoru, fengum okkur kaffisopa á Kaffi Talíu, héldum áfram að versla, nú svo þurfti Dóra að skreppa og fá sér hjörtu á hálsinn, ég meina sko Tatto, nú á meðan fórum við í bakaríið við brúnna, þar versluðum við brauð og osta upp á jólin fengum okkur smá kaffi hressingu í
leiðinni og englarnir mínir fengu sér sætabrauð og kókómjólk síðan í blómabúðina býflugur og blóm, hafði nú aldrei komið þar inn og vissi ekkert um þessa flottu búð, þó hún væri búin að vera þar í 10 ár.
Sóttum svo Dóru og beint í Bónus að versla matvörur og bækur. Fórum svo til Ernu, og Bjössa og eins og ævilega er ljúft að koma á það heimili, takk fyrir mig kæru vinir, guð veri með ykkur nú og alltaf.
Fórum svo í Hagkaup, kaupa kjúkling í kvöldmatinn, brunuðum heim á Húsavíkina, og það var mikið gott að koma heim.
Dagurinn í dag verður nú ekki síðri, erum að fara á hátíðarsýningu hjá fimleikafélaginu hér í bæ, hún Aþena Marey, litla ljósið mitt á að sýna, þau verða í búningum og alles set inn myndir síðar.
Þegar það er búið förum við aftur á eyrina, ég þarf að klára að versla allavega jólagjafirnar að mestu, Þær mæðgur eru að fara á Frostrósartónleikana þá dólum við okkur bara á meðan, verðum nú ekki í vandræðum með það við gamla settið.
Keyrum þær svo heim í bakaleiðinni, Dóra á að fara að vinna og þær í skólann. Svo þetta verður bara flottur dagur og helgin er búin að vera yndisleg.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hún á afmæli í dag.
4.12.2009 | 09:35
Þessi elska hún Dóra mín á afmæli í dag, hún er mitt elsta barn og fæddist 1961. Þó ég hafi nú þurft að vaka yfir henni fyrstu 5 mánuðina, hún var með slæman magakrampa, þá var hún fyrsta guðsgjöfin mín, síðan eignaðist ég 3 í viðbót og síðan eru þau búin að færa mér öll yndislegu barnabörnin sem ég á. Í dag er englarnir mínir eru búnar í skólanum þá mun afi sækja þær mæðgur fram í Lauga og Dóra mín ætlar að bjóða í mat hér heima, ég tala um hér heima því þær eiga sitt annað heimili hér hjá okkur afa.
Ég talaði við litla ljósið í síma í gærkvöldi og það komst ekkert annað að en að Dóra frænka væri að koma, kærleikurinn er mikill á milli þeirra allra. Þær mæðgur verða hér alla helgina, reyndar ætlum við að skreppa á Eyrina á morgun þær ætla að hjálpa ömmu að versla, síðan á sunnudaginn fara þær á Tónleika með frostrósum á Akureyri, en þær gáfu mömmu sinni það í afmælisgjöf, það verður yndislegt hjá þeim.
Dóra mín með englana sína, og mína
Ingimar minn að spila við englana sína og ljósin mín
Flott mynd af Millu minni og Ódu ömmu, hún er mamma Ingimars.
Ég þakka guði mínum á hverjum degi fyrir gjafirnar sem ég hef
fengið, einnig þakka ég fyrir að hafa fengið að ala þau upp í
kærleikanum, þrátt fyrir allt.
Elska ykkur meir en allt annað í lífinu
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Það má nú deila um hundshausinn
3.12.2009 | 08:14
Sporðdreki:
Þú þarft að gefa þér betri tíma til að sinna þeim hlutum sem
raunverulega skipta máli.
Settu því ekki upp hundshaus þótt þú mætir smá mótbyr.
Kannski er maður ekki að sinna alltaf, þeim hlutum sem skipta raunverulega miklu máli, og þó, hver ákveður hvað skiptir raunverulega miklu máli, mundi halda að það væri ég og eða hver fyrir sig. Kannski er dómgreindin ekki ætíð til staðar svo smá hinnt á mögulega rétt á sér, en þá kemur þetta með hundshausinn, er ég tilbúin að taka hinntinu, ef ekki set ég þá upp hundshaus, humm gæti alveg sætt mig við að viðurkenna það.
Mér finnst það afar merkilegt, verandi komin vel á sjötugsaldurinn ef það þarf að gefa mér hinnt ekki að ég sé að neita fyrir þörfina á því, Ó NEI, en eftir alla mína lífsreynslu tel ég bara að ég hafi leifi til að forgangsraða í hólfið mitt það sem mér finnst skipta raunverulega mestu máli og geri það án þess að nokkur vanvirði eða gefi mér hinnt, nema kannski í gríni og það virkar bara vel, fólk kemur frá sér það sem það þarf að létta af sér og ég held bara mínu striki.
Ég fæ nú oftast hinnt vegna minnar heilsu og það er náttúrlega að því að þessar elskur mínar, hafa áhyggjur af mömmu og ömmu, tengdasonurinn hefur einnig áhyggjur, enda er vandfundinn annar eins öðlingur og hann, allavega hef ég ekki kynnst neinum nema ef vera skildi hann pabbi minn, þessi elska sem var besti vinur minn, alla tíð.
Kannski er verið að benda mér einmitt á að huga betur að heilsunni, það er jú hún sem skiptir mestu máli og ég set nú oft upp hundshaus ef verið er að skipta sér of mikið af því sem ég er að gera, sem jafnvel gerir mig verri, held að það sé aðallega matarræðið, eða hvað haldið þið?
Þá kem ég að því, mánaðarleg vigtun var í gær, síðast var ég 113 kg nú er ég ##%&$/= 113 sem sagt staðið í stað hef enga afsökun fyrir því aðra en þá að detta í sjálfsvorkunnarástandið í veikindum mínum undafarnar 3 vikur. Það er nefnilega þannig að ef ég/allir borða of lítið, óreglulega, og gleyma sér smá á kvöldin þá fer ekki vel.
Á þessu mun ég taka, því ég er að borða mér til betri heilsu en ekki til að verða einhver mjóna, þau kíló sem detta eru tær bónus.
Er búin að ná hinntinu í stjörnuspánni.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá klausa
2.12.2009 | 09:07
Svartnættið getur komið af svo mörgu að eigi er hægt að telja það allt upp hér, ekki er heldur fyrir mig eða ykkur að lækna það, en við getum verið til staðar ef á þarf að halda, ef einhver spyr eða kannski við getum bara spurt sjálf svo ef því er illa tekið þá verður bara að hafa það, maður er jú ekki fullkomin.
Hef svo sem lent í því að fólk misskilur og hreytir í mann, það sama hefur komið fyrir mig, ég skoðaði það, og er það yfirleitt vegna einhvers sem hefur gerst og maður er argur út í, en það er engin afsökun fyrir því að bíta hausinn af fólki.
Ég vildi óska að ég gæti og væri í stakk búin til að hjálpa fólki, það eru svo margir sem eiga um sárt að binda, en ég næ ekki til þess hóps, en hef samt þá trú að ef við biðjum fyrir öllu fólki þá hafi það áhrif.
Í gær var yndislegur dagur sem hófst á þjálfun kl 8 þegar það var afstaðið þá fórum við gamla settið, eins og vanalega um mánaðarmót og sýsluðum smá, en áður en það gerðist allt þá var ég búin að sinna því sem þurfti í heimabankanum, annars erum við með allt í þjónustu í mínum banka, en það er alltaf eitthvað sem droppar upp.
Um hádegið fórum við í Kaskó og versluðum heilmikið, aðallega hreinlætisvöru sem dugar fram yfir jól, nenni ekki alltaf að vera að kaupa sömu vöruna það er í mér gamli góði siðurinn að kaupa vel inn og það er sparnaður í því, þá er maður ekki alltaf í búð. Gísla langaði í bjúgu svo ég lét tilleiðast og bauð Millu og c/o í mat þær elska bjúgu ljósin mín, með jafning, kartöflum, gr. baunum og rauðkáli.
Jæja við Milla urðum báðar veikar í lengri tíma á eftir, skil ekki af hverju maður er að þessu er maður veit að ekki þolir maður svona reyktan mat, ég borða helst ekki unnar kjötvörur, saltkjöt eða hangikjöt, en viðurkenni að ég fæ mér nokkrar tægjur af hangikjötinu góða úr sveitinni og laufabrauð með, jú það hefur tilheyrt mínu heimili allar götur að elda skötu á Þorláksmessu, sjóða hangikjötið og steikja rjúpurnar og innmatinn vel svo soðið sé tilbúið í sósuna daginn eftir, en siðurinn er að fá sér hangikjöt og laufabrauð á Þorláksmessukvöld þá er ilmurinn úr eldhúsinu yndislegur, keimur af skötulykt, rjúpnalykt og svo hangikjötslyktin.
Er að fara í klippingu í dag, hef ekki farið á stofu í tvö ár, en splæsi því á mig núna.
Kærleik í loftið og munið brosið það gefur fólki ljós.
Milla

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Svei mér þá.
30.11.2009 | 12:18
Komst að því um helgina að ég get bara hæglega veikst í svona rólegheitum, við gamla settið erum búin að vera ein síðan á fimmtudagskvöld, en um hádegið komu þau í mat Ingimar og Viktoría Ósk svo kom Dóra mín í kaupstað að sjálfsögðu í innkaupahugleiðingum, sem hún jú framkvæmdi eftir matinn.
Nú þau fóru suður ljósin mín og Dóra aftur heim að Laugum. Föstudagurinn var sæmilegur, en laugardagurinn ömurlega leiðinlegur og sunnudagurinn fór í spenning yfir heimkomu ljósanna og mynda af árshátíðinni hjá framhaldsskólanum að Laugum.
Er svo sem ekkert að kvarta stórum, en ég er ekki vön að fara ekki út úr húsi í marga daga og hitta ekki fólkið mitt, svona er nú eigingirnin í manni, en ég bara elska fólkið mitt svo mikið að ekki þykir mér verra að hafa þau í nándinni.
Hér koma nokkrar myndir af árshátíðinni, það eru fleiri á facebokk.
En þessar stelpur eru elstu barnabörnin mín, eins og flestir vinir
mínir vita. Þær eru að klára stúdentinn í vor og gera það á þremur
árum.
Já svo verð ég að segja frá því að mamma þeirra var kosinn
vinsælasti starfsmaður skólans annað árið í röð.
Þær að hafa sig til, mér skilst að stofan hafi verið í rúst eftir þær
Tilbúnar að fara á skemmtunina
Þær eru orðnar spenntar að fá matinn, enda ekki dónalegur
Kristján er sannkallaður veislukokkur.
Unnur og Kristín eru einnig tvíburar og þær eru allar góðar vinkonur
Flottar stelpur
Það var æðislega gaman hjá þeim.
Kærleik í loftið
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ja hérna, er næstum fullkominn
28.11.2009 | 20:01
Yndislega rólegur og góður dagur fór snemma á fætur, um hádegið lagðist ég inn í einn af sófunum mínum og setti á hugleiðsluspólu datt út í henni miðri, vaknaði um 3 leitið, æði. Nú við vorum með svínakótelettur sem ég var búin að marinera í red pepper pestó, gljáði síðan grænmeti á pönnu sauð kartöflur og setti út á pönnuna kryddaði með Ítölsku frá Nomu, þetta var æðislega gott, auðvitað hjálpaði Gísli minn mér og hann sér ætíð um að ganga frá eftir matinn.
Hringdi í englana mína áðan, það var æðislega gaman hjá þeim á árshátíðinni í gær og mamma þeirra hún Dóra mín var annað árið í röð kosin vinsælasti starfsmaðurinn á Laugum, vel að því kjöri komin þessi flotta stelpa mín, hún hefur hjartahlýju fyrir alla.
Sporðdreki:
Já, þú sækist eftir fullkomnun.
Auðvitað eru nokkrir hlutir sem þú þarfnast - en mjög fáir.
Brjóttu upp gráma hversdagsins og gerðu góðverk.
Það er bara ekkert annað, mig vantar ekki marga hluti til að
verða fullkomin.
Þetta með góðverkið í gráma hversdagsins, ÆI það passar nú ekki því hjá mér er aldrei grámi og ég er alla daga að gera góðverk, verð að upphefja sjálfan mig og segja frá því, því að góðverkin mín eru örugglega ósýnileg öðrum, ekki að það skipti mig neinu máli þau " góðverkin" geri ég mér til ánægju en ekki til að aðrir tali um þau.
Ef fólk ekki veit, eða vill ekki vita, þá eru þúsundir út um allan heim að vinna að friði og skilningi á milli fólks við þurfum ekki að berjast með hatri, vanvirðingu á skoðunum hvors annars, öfundsíki, ljótum orðum og lygi. Til hvers eiginlega??? Við getum öll verið vinir, unnið að góðum málum, svoleiðis lærum við að skilja að engin er fyrir neinum, höfum öll rétt til og eigum val í lífinu.
Ég vildi að ég væri fullkomin að 1/4 þá væri ég ánægð, er samt í einfeldni minni afar hamingjusöm.
Það er ekki hægt að kvarta þegar maður hefur allt það í kringum mig sem ég hef.
Allir vita að er ég skrifa svona þá er einhver ástæða fyrir því, og engin undantekning er í þetta skiptið, margir bæði konur og menn tala um trúna, gleðina, kærleikann og samhuginn, þar er ég engin undantekning og mun eigi hætta því.
Hver og einn túlkar þetta sem hann vill.
Kærleik til ykkar allra sem lesa þetta.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er ég var 11 ára, jólaminning
27.11.2009 | 19:56
Þegar ég var 11 ára bjuggum við á Laufásveginum, þar leigðu pabbi og mamma íbúð í bakhúsi. Eins og alltaf þar sem mamma lagði hönd á plóg, var bæði fínt og notalegt, ævilega hafragrautur með slátri á morgnanna og svo fékk maður nýbakað brauð eða grautarklatta er maður kom heim úr skólanum.
Þessi ár gekk ekki of vel hjá pabba, svo eigi voru peningarnir miklir, en man samt ekki eftir að okkur hafi skort neitt. Í dag finnst mér það skrítið að ætíð var hugað að veislum er við átti.
Ég gekk í Miðbæjarskólann þennan vetur, sem betur fer aldrei aftur, fittaði ekki vel inn þar, en man svo sem ekki eftir neinu stórvægilegu, nema í tvígang kom stjúpamma mín út til að skamma strákanna sem voru að stríða mér, í dag væri þetta kallað einelti. Afi og stjúpamma bjuggu beint á móti skólanum.
Jólin nálguðust og mamma að vanda á fullu að gera jólin vel úr garði, allt gekk sinn vanagang með jólaboðum og tilheyrandi skemmtilegheitum.
Síðan kom Gamlárskvöld, en er ég var lítil minnist ég þessa kvölds með gleði, það var líka alltaf gaman, sko að mér fannst. Þarna uppgötvaði ég hvað vínið gat skemmt fyrir í svona boðum, mamma á nefnilega afmæli á síðasta degi ársins og það get ég sagt ykkur að var sparað til veisluhaldanna þó eigi væru til miklir peningar. Flestir voru orðnir blindfullir leiðindakarlar, um 12 var farið út og kveikt á rakettum með vindlunum sínum gerðu þeir það og í eitt skiptið munaði engu að pabbi færi bara til tunglsins eða svo upplifði ég þetta þá, eftir þetta kvöld hef ég aldrei þolað miðnætti á gamlárskvöld, helst mundi ég vilja skríða undir rúm ásamt hundinum, sem er jafnhræddur og ég.
Þarna er ég 11 ára, myndin er tekin heima hjá ömmu og afa í
Nökkvavoginum.
Kjóllinn minn er úr tafti, og bræður mínir eru í skipsstjórafötum
æðislega sætir krúttin mín.
Gaman að segja frá því að stólarnir sem mamma og pabbi sitja í
voru alltaf sitt hvoru megin við borðið sem er á bak við stólinn sem
mamma situr í, og er maður kom í heimsókn til ömmu þegar maður
var orðin fullorðin var ævilega drukkið kaffi við þetta borð settumst
við amma í sitt hvorn stólinn, drukkum kaffi og konfekt og að sjálfsögðu
reyktum við nokkrar sígarettur á meðan við spjölluðum, ég elskaði
þessar stundir.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar ég var lítil, jólaminning
26.11.2009 | 19:23
þegar ég var lítil voru flest mín jól afar lík, allur desember fór í undirbúning, mamma bakaði, saumaði, prjónaði og fékk ég að taka þátt eins vel og ég kunni. Það hagaði til þannig heima á Laugarteignum að hægt var að loka öllum herbergjum einnig stofunum, nú ekki mátti fara inn í stofu á aðfangadag því jólatréð var skreitt á Þorláksmessu-kvöld samt fékk ég litla drollan að fylgja mömmu er hún var að fara inn með gjafir, sælgæti og annað það sem flýtt gæti fyrir.
Ekki voru þeir nú ánægðir með það eldri bræður mínir
Gilsi og Nonni. hér er mynd af okkur saman.
Eitt sinn er við mamma vorum að fara fram úr stofunni og ég
lokaði hurðinni þá var einhver fyrirstaða, svo ég skellti bara
aftur og þá heyrðist þetta líka hryllilega öskur, nú hafði þá ekki
að mig minnir Gilsi stolist inn í stofu, bak við hurð og hefur svo
ætlað sér mikið er við vorum farnar fram, en fékk í staðinn ferð
til læknisins og heilmiklar umbúðir.
Ég fæ nú eiginlega ennþá í magann er ég hugsa um þetta, þó að
prakkarinn hefði verið að brjóta af sér.
Ætíð var borðað klukkan 18 á mínu heimili, það var byrjað á forrétt,
síðan voru rjúpurnar borðaðar af mikilli list, pabbi og Ingvar frændi
sugu fyrst allt af beinum svo fengu þeir sér skip á diskinn með öllu
tilheyrandi, lá við að sósan væri borin fram í ámum svo mikla sósu
fengu þeir sér með.
Eftir það var eftirréttur, og þá var þolinmæðin alveg að þrotum komin
en ekki þótti við hæfi að segja eitt orð, síðan var vaskað upp og gengið
frá matnum.
Eftir það settust allir inn í stofu og tóku upp pakkana sína í rólegheitum.
Í dag er þetta ennþá svona hjá mér, nema ekki er vaskað upp, vélin
sér um það og ég hef þann sið að setja afgangana alla fram á
eldhúsborð þá er hægt að narta og er börnin mín voru að vaxa úr grasi
þá var eiginlega ekki arða eftir á jóladagsmorgunn, en það hefur breyst.
Þetta var smá jólasaga.
Kærleik til ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Úr ýmsum áttum
25.11.2009 | 20:04
Þessi mynd er yndisleg, Gilsi bróðir að knúsa Dóru frænku
og Linda dóttir hans þykist fá hroll við það.
Held að maður verði smá væminn, er líða fer að jólum.
Mamma og elsku pabbi minn sem er farinn frá okkur.
Tekið í Bjarmalandinu, hann lagði kapal öll kvöld og horfði á TV
með öðru, rétt eins og ég geri það er ef ég er nálægt því.
Pabbi og mamma á Skátamóti, man ekki hvar.
Elsku afi og amma, Jón og Jórunn, sakna þeirra, það var æðislegt
að koma til þeirra í Nökkvavoginn. Það var borin virðing fyrir manni
þar á bæ.
Man ekki hvort ég hef sagt ykkur að afi var fyrstur til að gefa mér
koníak, það var svoleiðis að við vorum að koma úr jólaboði neðan
úr bæ, það var aftaka veður og var pabbi nokkuð lengi á leiðinni heim,
en við bjuggum þá uppi hjá ömmu og afa.
Er heim kom var afi að farast úr áhyggjum við frosin úr kulda, ekki voru
nú miðstöðvarnar í bílunum góðar í þá daga, hann bað ömmu að ná í koníak
og fengum við öll 1 teskeið og svo undir sængur og teppi.
Þetta eru bara yndislegar minningar.
Kærleik út yfir ykkur öll
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)