Fyrir svefninn.
18.12.2008 | 21:22
Eins og hjá öllum er nóg að gera hjá mér þó ég megi og geti
ekki neitt. Við fórum í búð í dag og kláruðum að kaupa allt sem
vantaði nema það sem kaupa þarf á Þorláksmessu eins og rjóma
og mjólk.
Í kvöld borðuðum við saman og Dóra mín eldaði, það var fiskiveisla
o la Dóra. Kaffi og brún lagterta á eftir sem hún var að baka í dag,
ég bað um gyðingakökur, borða eigi svona brúnt tertusull.
Litla ljósið er rétt nýfarin heim Tvíburarnir fóru með hana, því hún var
ekki tilbúin að fara er þau fóru mamma hennar og pabbi, en vildi
samt ekki sofa.
Mig var að dreyma.
Þögnin og ástin
eru systur.---
Mig var að dreyma
að ég væri kysstur.
Eg mætti í svefninum
mjúkum vörum.
Eg vaknaði einn,
---þú varst á förum.
Eg hefði kosið þér
kærsta óðinn.
En þögnin fjötraði
þrána og ljóðin.
Hún oft mig vefur
í arma sína
og stingur svefnþorni
söngva mína.
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heldur maður sönsun öllu lengur.
18.12.2008 | 10:19
Það er spurning, því ruglið er orðið svo mikið í kringum mann
að manni liggur við sturlun, eða þannig.
Ekki svo sem að ég mundi sturlast yfir neinu, en ofsa reið gæti
ég orðið.
Veist að Jóni Ásgeiri, hefur hann persónulega gert þessu fólki
eitthvað illt? Nú er ég bara að spyrja að því að engin er sekur
fyrr en sekt er sönnuð og ég veit ekki til þess að það sé búið
að dæma hann fyrir hvorki eitt eða neitt.
Ja hérna nú er ég undrandi, Gylfi Arnbjörnsson óánægður með
viðbrögð ríkisstjórnar við áherslum ASÍ.
Hann átti auðvitað að vita um þau.
Það vantar ekki sýndarmennskuna hjá þessu liði sem á að vera í
vinnu fyrir okkur.
Lambakjötið rennur út, sko til matar en eigi annars. það er nú
ekkert undarlegt við það, bæði er það afbragðsgott, allavega
pöntuðu börnin mín lambalæri í matinn á annan í jólum.
Svo er annað innflutt kjöt eins og Hreindýr, fasanar og svo margt
annað er svo dýrt núna að lítið var flutt inn af því.
Ég var með hreindýr í fyrra á aðfangadagskvöld ásamt þessum eilífa
ekki góða hamborgarahrygg, mín skoðun. Núna hef ég hamb.h. fyrir
þá sem vilja það og lambakjöt fyrir mig, við áttum að fá rjúpur, en
það brást. En gott fyrir bændur að lambakjötið rennur út.
Rólegt í kortunum já, sko veðurkortunum, hélt kannski að það væri
verið að tala um landsmálin, en nei það gatekki verið.
En hvaða stálhnefa er verið að tala um eiginlega veit fólk á þingi ekki
að það þarf bara aðeins að pota í stálhnefa þá er úr þeim allt loft og
oftast fara þeir í fýlu.
Jú auðvitað heldur maður sönsum, það á að hækka verð á svefnlyfjum,
en lækka verð á stinningarlyfjum, Bravó bravó fyrir þá sem nota þau lyf,
en þeir sem geta eigi sofið með góðu móti geta bara misst sönsum af svefnleysi.
Jæja ætla nú ekki að hafa áhyggjur af því, hér er verið að baka lagtertur,
Litla ljósið er eitthvað slöpp svo hún er hjá okkur, pabbi hennar þurfti
aðeins niður í skip að vinna.
Englarnir mínir eru sofandi, enda vöktu þær til 5 í morgunn.
förum nú bráðum að leyfa litluni að vekja þær.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fyrir svefninn.
17.12.2008 | 19:22
Hér sjáið þið alveg yndislega norðurljósamynd, ekki get ég
nú alveg séð hvar hún er tekin.
Þetta er hann litli frændi minn sem kom í heiminn fyrir nokkrum
dögum síðan og þurfti í smá aðgerð, en er nú bara alveg tilbúin
að fara heim með mömmu og pabba.
Og þarna er ég sko vel vakandi, Millu frænku langar til að
taka hann og knúsíknús, velkomin til okkar elsku frændi.
Hann er sonur Hrannar frænku minnar og Óla Gísla mansins hennar.
Hrönn er dóttir Ingólfs bróðir míns og Ingu konu hans og hefur ætíð
verið mikill samgangur hjá okkur og þykir mér undur vænt um þessar
frænkur mínar, þau eiga fjórar stelpur.
Ástu sem á fjögur börn og býr í Danmörku, Hrönn sem á þennan litla og
einn 4 ára, Stefaníu sem á tvær stelpur og svo er það litla stelpan hún
Jórunn mín þessi elska býr einnig í Danmörku þau eru bæði í námi þar.
Þau mega ekkert vera að því strax að eignast börn.
Þetta eru dætur Stefaníu, Karen Sif og Sara María.
Mánasigling.
Mjöllin um miðnættið tindrar
og máninn er kominn hátt.
Á silfurfleyinu sínu
hann siglir í vesturátt.
Á lognöldum ljósrar nætur
hann líður um höfin sín,
unz loksins hann út í blámann
og bliknar, er morgunn skín.
Og munardraumarnir mínir
með honum taka far.
Þeir sigla á silfurfleyi,
er sekkur í dagsins mar.
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Smá yfirlýsing.
17.12.2008 | 13:29
Jæja kæru vinir, ég hugsaði mér nú gott til glóðarinnar er fólkið
mitt nema litla ljósið og Ljósálfurinn fóru til AK. áðan, en það
er bara svo mikið að gera ljósin verða hér í dag og þarf maður nú
að stússast í þeim Gísli minn sækir þær aðra kl 14.00 á leikskólann
hina 2.30 í skólann hingað heim að borða, síðan í fimleika sækja hana
kl 18.00 og þá borðum við eitthvað saman.
Svo kæru vinir þið verðið bara að afsaka þó ég kommenti eigi svo hjá
ykkur í dag eða næstu daga, en kem nú inn á morgnanna og á
kvöldin.
Eins gott að maður er með langt skrifborð því hér trjóna nú tvær tölvur
þær komu með aðra sína þá geta þær verið saman í því sem þær eru að gera.
Englarnir mínir voru að fá einkunnir inn á netið og ætla ég bara ekki að lýsa
því hvað ég er stolt af þeim, þær eru bara flottar.
Knús til ykkar allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kartöflu í skóinn.
17.12.2008 | 09:38
Ég skal aldrei trúa því að menntakerfi landsins verði beitt
þeim aðgerðum sem talað er um.
Hvað með þau börn sem eru að standa sig með afbrygðum vel
og ætla sér að ljúka til dæmis stúdentsprófi á tveim til þrem árum.
Það skildi þó aldrei vera að Þorgerður Katrín verði færð til í
stól bara svo næsti menntamálaráðherra geti án þess að fá skammir
framkvæmt allt það sem á að gera.
Þorgerður Katrín þú ert búin að gera góða hluti og vertu bara áfram
þar sem þú ert og kláraðu dæmið, þetta er örugglega erfiðasta
starfræðidæmi sem þú hefur fengið, en ég veit að þú getur
komið með rétta útkomu úr því, sko ég meina ef það verða ekki kosningar
eftir áramót.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
![]() |
Þorgerður Katrín fær kartöflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
16.12.2008 | 20:21
Man nú eiginlega ekki eftir þessari nema að því að mér var
sögð hún ansi oft, og þó man ég sumt.
Ég hef verið svona 3 ára þá strauk ég að heiman, hélt eins
og leið lá úr bakgarðinum við Hringbrautina þar sem ég átti
heima aðeins niður götuna og yfir tjarnabrúnna.
Nú auðvitað komst ég ekki lengra, það stoppaði mig kona og
spurði hvert ég væri að fara, ég er að fara í vinnuna til afa og
benti niður yfir tjörnina, hvar vinnur hann spurði konan hann
vinnur í bankanum, nú konan fór með mig niður í Landsbanka
Íslands inn í afgreiðslusalinn þar og var ég náttúrlega miðpunktur
alls smá tíma, einhver þekkti mig og það var kallað á afa ofan
af annarri hæð, en hann var yfirmaður sjávarútvegslána,
Já hugsið ykkur hann var bara einn í þessu þá þetta var 1945.
Afi lét mömmu vita hvar ég væri og fór svo með mig heim litlu síðar.
Ég man ekki eftir að hafa fengið skammir.
Ég vildi bara hafa alla heima til að leika við mig.
Amma mín dó nefnilega er ég var 2 ára og þá tók bara mamma við
heimilinu með afa og Ingvari frænda sem ég hef talað um áður.
Ein lítil stjarna.
Eg horfi í gegnum gluggann
á grafarhljóðri vetrarnóttu,
og leit eina litla stjörnu
þar lengst úti í blárri nóttu.
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartárum.
En -- samt á hún lönd og sædjúp
líkt svarta hnettinum mínum.
Og ef til vill lykur hún líka
um lífið í örmun sínum.
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
HALLÓ, HALLÓ!!!
16.12.2008 | 07:25
Hvað er málið, er þetta einhver frétt?
Allavega lítilfjörleg miðað við allt annað. Skil nú ekki alveg
um hvað þetta snýst, tveir íslendingar fara um borð í
afar umdeilda snekkju sigla með henni milli legustæða og búmm
allt vitlaust út af því í dag.
Hvað eru mörg ár síðan þetta gerðist?
Og af hverju þarf Jón Gerald að samþykkja frásögn Lúðvíks um
veru sína í þessum bát?
Gerði hann eitthvað saknæmt, eða er hann ekki trúverðugur
í sinni frásögn já og er Jón Gerald eitthvað trúverðugri?
Er kannski verið að bola Lúðvík úr flokknum?
Hvað á maður að halda?
Vitið þið ég er ekki að skilja svona tittlingaskít er allt toppaliðið
yðar af soranum sem það tekur þátt í.
Það væri nú bara flott að taka allt soraliðið safna því saman um
borð í nokkra frystitogara og senda út á hafsauga, þá þyrfti engin
að lýja land
Eigið annars bara góðan dag í dag.
Milla.
![]() |
Stutt en söguleg sjóferð Lúðvíks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
15.12.2008 | 21:21
Þegar ég var stelpuskott var ég svo rík að eiga langafa og
stjúplangömmu þau áttu heima í Hafnafirði, nánar til tekið
á Strandgötu 45. þá rann nú bæjarlækurinn bara rétt við húsið
og það var hraun í litla garðinum sem var fyrir ofan húsið.
Uppi á lofti hjá þeim bjó afasystir mín með sín börn sem
voru Ingvar, Erla, Rúna en held að yngsti bróðirinn hafi fæðst
annarstaðar, man það ekki svo gjörla.
Við Erla vorum jafn gamlar og vorum oft í eins fötum sem að
sjálfsögðu voru heimaunnin eins og allt í þá daga.
Minningarnar um heimsóknir okkar í fjörðinn eru bara yndislegar.
Man aldrei eftir öðru en góðu veðri og svo vorum við Erla góðar
vinkonur.
Húsið sem langafi átti var kjallari hæð og ris, ekki stórt en
yndislega hlýlegt hús, en var látið víkja fyrir einhverja vitleysu
eins og svo mörg önnur.
Í dag var bakstursdagur hjá okkur, það voru bakaðar piparkökur,
gyðingakökur, hjónabandssæla og hvít randalína, svo verður klárað
að baka er Dóra mín kemur heim á morgun, sko hingað heim.
Litla ljósið er búin að vera eitthvað slöpp og vildi hún frekar koma
til ömmu í dag og kúra, heldur en að fara með mömmu sinni í bæinn.
Mikið rétt mín var nú ekki alveg eins og hún á að sér að vera, hún
vildi ekki vasast í smákökunum með frænkum sínu heldur kúrði bara
og horfði á Garðabrúðu og átti ég helst að vera með henni.
Eigi þótti mér það nú leiðinlegt að hvíla mig smá.
Síðan hringdi Milla mín og bauð í mat og var það pitzzu veisla.
Læt eitt fljóta með eftir Magnús Ásgeirsson.
Spurnir
Hví er leiðin svo örðug og löng til hins sanna,
Þótt liggi það rétt við veginn?
Hví er um anda og athafnir manna
álagahringur dreginn?
Hví er fegursta gullið í fólgnum sjóði
og forboðna eplið sætast?
Hví er hugsunin vængstýfð í orði og óði
og óskin, við það að rætast?
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Já, en fyrir hvað?
15.12.2008 | 07:26
Fæðisgjald jú væri í lagi ef maður notaði sér matinn á
sjúkrahúsinu.
Þeir sem til dæmis þurfa innlögn vegna aðgerða sem
má fara svo heim seinnipart, fá er þeir mega borða
morgunmat, hádegismat, kaffi, eftir því á hvaða tíma
fólk má fá að borða. Yfirleitt er þetta bara ein máltíð.
Síðast er ég þurfti að liggja inni vegna aðgerðar endaði
ég með að liggja í að mig minnir 5 daga. enga máltíð gat
ég borðað og skal ég ekkert tala um ástæðuna fyrir því.
Morgunmatinn borðaði ég, en annan mat var komið með
til mín utan úr bæ, en það eru nú ekki allir sem geta það
og neyðast því til að eta það sem á borðum er.
Ég tek fram svo um engan misskilning sé að ræða,
Starfsfólið er með eindæmum yndislegt hvar sem maður kemur.
Ég bý út á landi og þarf að nýta mér þjónustu á Húsavík
og Akureyri og eru þau sjúkrahús bara yndisleg í alla staði.
En fæðisgjald NEI!!!
Eigið góðan dag í dag
Milla.
![]() |
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Fyrir svefninn.
14.12.2008 | 21:05
Ég var víst eitthvað að monta mig á föstudaginn, litla ljósið
mitt var á litlu jólunum á leikskólanum og ég sagði að hún
hefði verið í fínasta kjólnum, ég meinti náttúrlega, sínum.
En hér kemur mynd af henni og er hún ekki fín, það koma
svo fleiri myndir seinna.
Við fórum á fimleikasýningu í dag klukkan 12.00 englarnir
komu með það var bara yndislegt og svo gaman að sjá hvað
þær taka miklum framförum á milli ára.
Eftir sýningu fórum við heim Milla og Ingimar komu með brauð
og osta, ég átti Ítalskar áleggspylsur sem reyndar þau gáfu mér
frá Danmörku um daginn, allt sem til var í ísskápnum var sett á
borðið inni í stofu og sátum við í Brunch í eina 3 tíma.
Ég elska svona samverustundir, það er borðað, talað saman
föndrað með litla ljósinu sem var eitthvað leið á frænkunum sínum.
Þær voru að föndra sko fullorðins, með Ljósálfinum.
Þau fóru svo seinnipartinn og ætluðu til ömmu Ódu og Óskars afa
synd að segja að dagurinn hafi ekki farið í samverustundir.
Ein um haust í húmi bar
hal að klettasprungu,
úti kalt þá orðið var,
engir fuglar sungu.
Sá hann lóur sitja þar
sjö í klettasprungu,
lauf í nefi lítið var
og lá þeim undir tungu.
Gísli Brynjólfsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Detta nú ekki af mér allar dauðar!
14.12.2008 | 17:01
Jón Gerald Sullenberger sagði frá því í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag að hann undirbyggi nú stofnun lágvöruverðsverslana á Íslandi, til höfuðs Bónuskeðjunnar. Hann sagðist vonast til þess að íslenska þjóðin styddi hann við þessar framkvæmdir.
Ja hérna hann sem sagt tekur enga ábyrgð á eigin gjörðum
lifir fyrir hefn sína á Bónusfeðga.
Ekki fær hann mína vorkunn.
Sjálfsagt er hann á leið í bláa liðið.
Jón hefur verið búsettur á Flórída um árabil en hyggst flytja heim til að standa að opnun verslananna, ef marka má orð hans í Silfrinu.
Heldur hann virkilega að hann geti opnað hér með góðum
árangri lágvöruverslanir?
Hann á aldeilis pening.
Ég er búinn að búa erlendis í 22 ár og mér finnst hræðilegt að horfa á landið okkar," sagði Jón við Egil Helgason. Ég er að hugsa um það að pakka niður, flytja til Íslands, og sjá hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því, ef ég fæ almenning með mér. Vegna þess að ég tel að á meðan Íslendingar halda áfram að versla við þessa menn, þá heldur ballið áfram. Á meðan Íslendingar setja, ég myndi reikna með um 2-3 milljarða, í vasa Baugsmanna, Jóns Ásgeirs og Jóhannesar, þá halda þeir áfram
Já honum finnst allt í einu hræðilegt að horfa á landið okkar
ætlar hann að bjarga málunum með lágvöruverslunum,
Kannski gefa fátækum mat eða eitthvað svoleiðis.
Maðurinn veit ekki mikið í sögu okkar Íslendinga,
allar götur höfum við borgað í vasa þeirra sem
meira eiga en við og eru nú Bónusfeðgar eigi verstir
af þeim sem í vasann hafa fengið borgun fyrir frábæra
þjónustu.
Takk fyrir mig Bónus menn.
Mundi ekki treysta þessum nýja draumóramanni yfir
minn litla þröskuld.
![]() |
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hótun undir rós.
14.12.2008 | 08:29

Árni Sigfússon
Góðan daginn gott fólk.Ég mátti til að blogga aðeins um þetta mál, Af hverju?
Jú þetta eru svo flottir strákar þeir Árni og Kristján og
er ég ekki að grínast með það.
Hafa ekki tíma fyrir truflun.
Við erum bara mjög einörð í því að vinna okkar vinnu, skoða kosti og galla íslands í alþjóðasamstarfi. Við látum ekkert trufla okkur í þeirri vinnu, enda höfum við eiginlega ekki tíma til þess að láta trufla okkur," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni þingmanni leiðir Evrópuumræðu Sjálfstæðisflokksins fram að landsfundi í janúar.
Góður, auðvitað hafa þeir ekki tíma, Landsfundur í janúar
og ef það á að vera hægt að trufla þá er hann er búin
þá verða þeir að vinna vinnuna sína núna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í útvarpsviðtali á Rás 1 í morgun að stjórnarsamstarfinu yrði slitið eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, ef stjórnarflokkarnir hefðu þá enn tvær mismunandi stefnur í peningamálum og horfðu með gersamlega ólíkum hætti á verkefnin. Þá held ég að það hljóti að liggja þannig," sagði Ingibjörg.
Aðspurður segir Árni Ingibjörgu velkomið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn ef hún vill hafa áhrif á umræðuna innan hans. Annars er öllum velkomið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ingibjörg Sólrún er þar ekki undanskilin," segir Árni.
Gott svar hjá Árna, en hann er vonandi ekki að meina það
að hann bjóði hana velkomna í flokkinn.
Ég ligg eigi á því að þessa konu hef ég aldrei þolað í
stjórnmálunum, en það er nú bara mín skoðun.
Einn flokkur segi öðrum ekki fyrir verkum

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson fékk þá spurningu hvort sú vitneskja, að það slitni upp úr stjórnarsamstarfinu ef niðurstaðan verður ekki á einn veg, hafi ekki áhrif á niðurstöðu flokksmanna. Ég held að þetta eigi ekkert að rugla Sjálfstæðismenn í þeirri vinnu sem er fyrir hendi," segir Kristján Þór. Sem stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar bendi ég bara á það, að í gildi er samstarfssáttmáli á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Honum hefur ekki verið breytt. Ef það á að ræða breytingar á honum þá verður að gefa hvorum flokki um sig rými til þess og tækifæri til þess að endurmeta afstöðu sína til ákveðinna þátta, ef þær kröfur eru uppi hjá öðrum hvorum stjórnarflokknum."
Þetta er alveg rétt hjá Kristjáni, en afar auðvelt er að slíta stjórn.
Segir hver hverjum fyrir verkum er það einhver spurning
Ingibjörg Sólrún segir fyrir verkum, og það stórt.
Hef nú bara gaman að þessu því ég hefði sagt það sama
ef aðrir flokkar hefðu viðhaft svona hótanir undir rós.
Í dag er mér ekki lífsins ómögulegt að vita hverja ég mundi kjósa.
Mundi vilja kjósa þá menn/konur sem ég mundi treysta til að
snúa ósómanum við af heiðarleika og virðingu við okkur
kjósendur.
![]() |
Hafa ekki tíma fyrir truflun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn
13.12.2008 | 19:54
Jæja ég fór nú í kaffið í dag og sé ekki eftir því.
Fullt af börnum sem eru að læra á hljóðfæri spiluðu og svo söng
kórinn sem Viktoría mín er í og var hún ein af þeim sem söng einsöng
hún spilaði einnig á þverflautu og auðvitað er maður ofsa montin
maður er nú einu sinni amman.
Þarna var fullt af fólki og allir skemmtu sér hið besta.
Myndin hér að ofan er af jólasveinunum sem komu í heimsókn við
misjafnar undirtektir þeirra litlu.
Litla ljósið mitt sat í fanginu á pabba sínum lokaði augunum og
hreyfði sig ekki, það var eiginlega bara best að gleyma þessum körlum
einn settist við hliðina á mér og reyndi að tala við hana en allt kom fyrir ekki.
Vonandi getur hún einhvern tíman sagt frá þessu sem í minningunni yrði
þá kannski eigi svo rosalegt.
Er ég var stelpuskott fór ég ávalt á jólatrésskemmtun sem haldin var í
Sigtúni hinu gamla við Tjarnagötu og að mig minnir á vegum sjálfstæðis-
flokksins, en það skiptir ekki máli, man bara að þangað komu margir
jólasveinar í svona rauðum fötum, gáfu okkur nammí í poka og epli.
Ávallt var á þessari skemmtun boðið upp á heitt súkkulaði og rjómatertu
svona gamaldags það voru svampbotnar með sultu, ávöxtum og rjóma
síðan voru að mig minnir upprúllaðar pönnukökur.
En það var nú þá.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Að gefa matinn frekar en að henda honum.
13.12.2008 | 12:32
Auður Proppe ásamt okkur nokkrum hafa verið að ræða
um þann mat sem hent er í ruslið í Verslunum, sjoppum og
veitingastöðum. Auður sýndi mynd af matarhrúgu sem dóttir
hennar fékk á síðasta söludegi og er bara allt í lagi með þennan
mat, hægt að frysta hann og borða eftir hendinni, en þetta var
reyndar í Skotlandi.
Jónína kom einu sinni seint inn á veitingastað og var þá verið að
gefa þeim sem minna mega sín mat sem átti hvort eð er að fara
í ruslið, bara yndisleg hugsun á bak við þetta.
Ég hef líka oft talað um bestu sjoppu landsins, Hamraborg á
Ísafirði, þeir sem eiga þá sjoppu eru bræður tveir, algjörir gullmolar,
smyrja allt sitt brauð sjálfir svo er þeir týna út það sem á að fara í
ruslið, gefa þeir þeim sem þurfa á því að halda brauðið og frítt kaffi
með.
Það mættu nú kannski fleiri hugsa svona og örugglega eru það einhverjir
maður veit bara ekki um það.
En það sem Auður var að tala um er að þessi matur væri betur komin
í hjálparstofnanir heldur en í ruslinu.
Það er ekkert að þessum mat, við erum að kaupa mat úti í búð og setjum
hann svo í kistuna og þaðan er hann tekinn löngu seinna.
Svo verð ég nú að leiðrétta mig síðan í fyrri færslu, sagðist vera að fara á
fimleikasýningu kl 13.00, en nei hún er á morgun kl 12.00,en í dag er
ljósálfurinn minn að syngja með kórnum og spila á flautuna sína í
stéttarfélagskaffinu kl 15.00 svo ég verð það í dag.
Endilega ætla ég að biðja ykkur að segja ekki hvað ég er orðin kölkuð,
en ég meina sko, maður getur ekki haldið reiður á þessu öllu.
Knús í krús
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mikið að gera? Já en skemmtilegt.
13.12.2008 | 09:58
fínasta jólakjólnum og var bara alsæl með þá athygli sem
hún fékk. Svo fóru þau Milla og Ingimar með þær, ljósin,
til að sjá Emil í Kattholti sem leikfélagið er að sýna hér og
þykir það með eindæmum gott.
Við gamla settið fengum okkur bara lauksúpu í gærkveldi
sko pakkasúpu, látið ekki líða yfir ykkur, við keyptum eina
slíka. Þær eru að mínu mati bölvaður óþveri og get ég yfirleitt
ekki sötrað nema hálfan bolla eða svo með miklu af brauði.
En svoleiðis er nú nefnilega mál með vexti að það er bara
ekki pláss í frystiskápnum fyrir súpur svona fyrir jólin,
þá meina ég mínar súpur, ég elda nefnilega alltaf stóran pott
í einu af súpu og svo frysti ég, var ég nokkuð búin að segja
þetta áður?
Við erum bæði með kistu og skáp, en dæturnar eru búnar
að koma með mat og svo allur jólamaturinn og eftir helgi
kemur hangikjötið og rjúpurnar.
Svo á Dóra mín eftir að baka lagkökurnar, en ég er búin
að baka brauðin.
Englarnir mínir koma í kvöld og þær munu á mánudaginn
baka smákökurnar. Þær fara nefnilega í bíó inn á Eyri í kvöld
til að sjá Twilight.
Ég hlakka mikið til að fá þær þessar elskur.
Í dag er fimleikasýning hér í bæ og fer ég auðvitað þangað
því ljósálfurinn minn er í fimleikum, svo er kökubasar á eftir.
Stéttarfélögin eru með sína árlegu kaffiveitingar og eru allir
velkomnir þangað.
Þið sjáið að það er yfirdrifið nóg að gera, en allt sem er að
gera er svo skemmtilegt og gefur ljós í tilveruna.
Eigið öll góðan dag
Milla.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
12.12.2008 | 19:41
reyna að rifja upp hvað ég hefði fengið í jólagjöf er ég
var stelpuskott, en man nú frekar lítið, jú fékk einu sinni
dúkkuvagn.
Eitt sinn, hef verið svona 9 ára þá var Ingvar bróðir mömmu
að koma frá Ameríku hann var á Tröllafoss og lá hann á legu
út frá Laugarnesinu, Kvöld eitt stóð eitthvað til þeir pabbi og
Ingvar frændi voru að fara eitthvað, þeir bjuggu sig mjög vel.
Ég spurði hvert eruð þið að fara? við erum að fara út í skip og
ná í vörur síðan fóru þeir með árabát út í skip komu mjög seint
aftur tilbaka, ég löngu sofnuð, en er ég vaknaði morguninn
eftir var það fyrsta sem ég mundi að þeir karlar hefðu farið út í
skip.
Ég dreif mig í föt og fór að athuga hvað þeir hefðu komið með
jú auðvitað var búið að fela jólagjafirnar sem hann hafði keypt
en ilmurinn af eplum og appelsínum var yndislegur um allt hús
þessu man ég eftir, en ekki hvað ég fékk í jólagjöf þetta árið.
Aftur á móti man ég vel hvað ég fékk svona 11-12 ára.
Pabbi var þá núkomin að utan og vissi ég vel að undir
hjónarúmi var ferðataska með gjöfunum okkar krakkana og
var ég auðvitað búin að kíkja í töskuna í henni voru
listdansskautar og dúkka í æðislegum ballerínukjól. Nokkru
seinna spurði mamma mig hvort ég vildi fá í jólagjöf skauta eða
dúkku? ég vildi fá dúkku vissi hvort eð er að ég fengi einnig
skautana. Ég var nefnilega mikið á skautum, þá var maður á
skautum á tjörninni í Reykjavík.
Dúkkuna átti ég í mörg ár, var búin að eiga öll mín börn er
hún eyðilagðist, man ekki hvernig.
Svona er nú það.
Góða nótt



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Hugleiðingar dagsins.
12.12.2008 | 07:31
Svona dómar hneyksla mig stórum.
Einn fékk 18 mánaða dóm fyrir að misnota fatlaða stúlku
kynferðislega, en hann var bílstjóri hjá ferðaþjónustu
fatlaðra. Viðurstyggilegt.
Annar fékk 2 ára dóm fyrir að misnota aðstöðu sína er heim kom
um nótt, ölvaður, og í staðin fyrir að greiða barnapíunni strax svo
hún gæti farið heim þá lét hann hana setjast í sófa og afklæddi hana
stúlkan fraus síðan reyndi hann að hafa við hana kynmök.
Hann braut að sjálfsögðu á sjálfsákvörðunarrétti og athafnafrelsi
stúlkunnar og friðhelgi líkama hennar.
Svo var tekið tillit til að hann hefði jafnvel ekki vitað að hún var
ekki orðin 15 ára er hann braut gegn henni. og hann fær bara tveggja
ára dóm og greiðir stúlkunni 750 þúsund krónur í miskabætur,
fæ nú upp í kok er ég heyri um þessar miskabætur eins og
peningar geti læknað þann skaða sem orðin er.
Nú ökukennari var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn drengjum um
daginn.
Það er að sjálfsögðu gott að þessir menn náist og fái dóm, en við
þurfum bara endilega að vita hverjir þetta eru.
því svo sleppa þeir út þessir aumingjar og halda sinni fyrri iðju áfram
þessir menn hætta aldrei.
*********************************
Skondið er að það á ekki að hækka áfengið strax, NEI það á
að leifa mönnum að hamstra vel fyrir jólin, enda heppilegur
tími til þess, hamstursvínið verður svo allt uppurið fyrir jól og
þá þarf að kaupa meira, auðvitað, það er gert til þess að ríkið
fái meir í kassann.
Það verður þá nóg að gera í kvennaathvarfinu og hjá löggu
strákunum okkar.
***********************************
Fréttin um nýsköpunarsetur í Topphúsinu í Elliðaárdal eru flottar
það mun sóma sér vel þar, í þessu gamla og fallega umhverfi.
Eitt er það sem ég mundi óska, og það er að dalurinn með öllu
sem í honum er fengi að halda sér. þetta eru fornminjar að mínu
mati lék mér þarna iðulega er ég var barn og unglingur.
*************************************
Toppfréttin er að engin slasaðist í óveðrinu í gærkveldi og ætla ég
svo sannarlega að vona að veðrið haldi sér til friðs á þessum
umbrotatímum, það er alveg nóg að öðru sem íþyngir fólki þó
veðrið og slysin fari nú ekki að láta á sér kræla.
Farið varlega
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn.
11.12.2008 | 21:03
Mamma mín fæddist 31 desember 1923 og verður því
áttatíu og fimm ára í ár, en hún er orðin svo lasburða að
ekki verður haldið upp á afmælið hennar nema með kaffi
í Skógarbæ þar sem hún dvelur.
En er ég var stelpuskott man ég vel eftir veislunum sem
haldnar voru á þessum degi.
heima á laugarteignum var það þannig að langur og breiður
gangur var inn af stigaganginum á honum voru tröppur sem
hægt var að draga niður af háaloftin, yfirleitt voru þær niðri á
gamlárskvöld því ýmislegt var geymt þarna uppi sem þurfa
þurfti að grípa til.
Ætíð var matur og fljótandi vín með klukkan 6 á þessu kvöldi og
voru konurnar í síðkjólum og herrarnir í kjól og hvítt.
Það sem mér fanst mest spennandi var að liggja í tröppunum
og þá sá ég inn eftir ganginum og inn í stofu, síðan var dansað
frammi á stóra ganginum.
nú yfirleitt var það nú þannig að ég var löngu sofnuð áður en
fólkið fór heim.
Nokkrum árum seinna fór mér nú að finnast þetta svolítið
bagalegt því það tíðkaðist nú ekki að huga mikið að okkur á þessu
kvöldi, við máttum að sjálfsögðu vera með og tala við fólkið eins og
við vildum, en það var bara ekkert gaman lengur.
Ég er ekki að setja út á foreldra mína þó það hafi ekki verið gaman
þetta var bara svona, öllum fannst voða gaman.
kannski var ég bara öðruvísi.
Það sem mér þótti skemmtilegt var er fólk tók að syngja og dansinn
dunaði oft eftir laginu,
Það var kátt hérna eitt laugardagskvöldið á Gili
og það dunaði öll sveitin af dansi og spili
það var hopp það var hæ, það var hí.
Svona var þetta er ég var að alast upp.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jólaljós og gott viðmót.
11.12.2008 | 06:59
aðallega til að ræða sneiðmynd sem ég fór í um daginn og þeir
vildu nú helst taka mig í einhverja mílógrafíu
sem er leiðindamyndataka og ég sagði strax að ég mundi vilja
tala við minn lækni áður en ég segði já við því að fara í þetta bara
þarna daginn eftir,
ég spurði minn lækni hvað yrði hægt að gera ef eitthvað kæmi í ljós
dýpra en við vitum úr sneiðmyndinni sem eru festingar við
mænurótarenda, ég vissi nefnilega svarið.
það er að afar sjaldan og eigi fyrr en allt er komið í þrot að farið er í
inngrip vegna svona festu, því þeir vita ekki hvort nokkur bati muni
fást við aðgerðina og jafnvel gæti ég orðið verri.
Held að ég sé að útskýra þetta rétt.
Sko það borgar sig ætíð að spyrja ekki bara að segja já og amen við
öllu sem þeir leggja til, ekki að ég sé að setja út á þá verð nú bara að
segja að starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri er yndislegt.
Nú mun minn lækni leggja myndir og sögu fyrir bæklunarlækni á Akureyri
og fæ ég nú ekkert að vita um þetta fyrr en eftir áramót.
Síðan viktaði hann mig og hafði ég þyngst um 400 gr. en hann var nú ekki
að skamma mig fyrir það þessi elska, því ég væri á svo góðri leið og eitt
sem væri gott við mitt áform að ég væri ekki að missa móðinn þótt á móti
blási.
hann spurði mig hvort það væri eitthvað að íþyngja mér?
Þá sagði ég honum bara sannleikann um Írisi mína og þessar milljónir og
svínaríið á sonum Gísla sem hafa fallið á hann einnig dónaskapinn
frá þeirra hendi gagnvart pabba sínum.
Jæja svo ég fékk smá sálfræðihjálp í leiðinni.
þessi læknir minn er sá flottasti sem ég hef vitað, hann vílar ekkert fyrir
sér og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Við erum afar heppin að hafa hann.
En svo ég komi nú aftur að jólaljósunum þá er ég kom út að gá hvort
Gísli væri fyrir utan, (en ég hafði nefnilega farið út til að segja honum
að það yrði nokkur seinkun því það hefði komið eitthvað upp á hjá
læknum hvort hann vildi ekki bara fara á pósthúsið og svo heim ég
mundi hringja er ég væri búin)
þá sá ég jólaljósin út um allt og hann bíðandi í bílnum og Neró
dillandi sér er hann sá mig og er við ókum niður í bæ blöstu við mér
jólaskreytingar um allt og ég fylltist bara gleði við þetta,
Gísli spurði eigum við að fara beint heim? Nei sagði ég: ,,Við skulum
koma í Kaskó og kaupa okkur eitthvað gott að borða", og gerðum við
það svo er heim kom blöstu við mér jólaljósin hér heima í öllum gluggum,
síða tendraði ég á kertum á meðan Gísli hellti á góðan kaffisopa, á
meðan ég var að drekka kaffið fór ég að hugsa hvað ég ætti gott
því ég á svo góða fjölskyldu.
Jólaljósin og gott viðmót bjargaði deginum mínum.
Hugsið um ljósið kæru vinir.
Milla.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fyrir svefninn.
10.12.2008 | 20:19
Þegar ég var stelpuskott átti ég heima á Laugateig 15 í
Reykjavík, ég hef verið er þetta gerðist um 8 ára og var ég
ætíð að hjálpa mömmu minni eitthvað, var svo mikil búkona
eins og ríkt hefur verið í minni fjölskyldu allar götur.
Það voru að koma jól allt á fullu búið var að baka alla dalla
fulla af smákökum og var það afar vinsælt hjá mér og bróðir
hennar mömmu sem bjó hjá okkur að fara fram í eldhús og
reyna að nappa í nokkrar kökur, en oftast heyrðist í mömmu:
" hvað eruð þið að gera" hún þekkti nú sitt heimafólk.
það hagaði þannig til í þá daga að loka mátti stofum, eigi var
allt opið eins og í dag.
Á aðfangadag fórum við mamma inn í stofu og vorum að gera
eitthvað, það mátti engin koma inn og sjá jólatréð fyrr en kl 6.
Við læddumst út aftur og ég var á eftir mömmu og lokaði
hurðinni, einhver fyrirstaða var, svo ég opnaði aftur og skellti
svo að öllu afli aftur hurðinni, guð þá heyrðist þetta hryllilega
öskur, við mamma inn í stofu, hafði þá ekki Nonni bróðir 4 ára
laumað sér inn og ætlaði nú vel að skoða er við lokuðum hurðinni
aftur, en eigi fór eins og hann hafði ætlað hann stóð bak við hurðina
og hafði sett litlu puttana sína í falsinn á hurðinni, þarf nú varla að
taka það fram hvað hann klemmdist rosalega og ég finn ennþá til er
ég hugsa um þennan atburð.
Ekki fékk hann neinar skammir litli prinsinn, því hann meiddi sig svo
mikið, Gilsi bróðir var næstur mér og svo Nonni, Ingó og Guðni komu síðar.
Maturinn þetta kvöld eins og öll önnur aðfangadagskvöld voru rjúpur
súpa á undan og fromage á eftir.
Svo maturinn hefur ekkert breyst í áranna rás.
Það sem hefur breyst er að núna njótum við allra jólaljósanna á
aðventunni og gerum allt mögulegt skemmtilegt saman.
fjölbreyttari matur og gjafirnar eftir því.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)