Fyrir svefninn.
7.7.2008 | 19:58
Til sveita þar sem fáförult er, hættir mörgum til að verða
næsta spurulir við ókunnuga.
Eitt sinn var ungur maður á ferð og kom á afskektan bæ.
Bóndi tók gestinum vel og spurði margs, hvað hann héti,
hvert hann ætlaði, hvaðan hann kæmi og svo framvegis.
Gestur leysti hið besta úr þeim spurningum, en svo sá bóndi,
að hann var með einbaug á fingri og spurði þá:
,, Ertu giftur?"
,, nei ekki er það nú", svaraði ungi maðurinn.
,, Ertu trúlofaður þá?" spurði hinn.
Já, það sagðist hann vera.
,, Og ertu þá ekki byrjaður á henni?" spurði bóndi.
Ég var að velta á milli handanna í dag gömlum sneplum
og bókum, þar á meðal Passíusálmunum mínum sem ég
fékk eftir frænda, geymi ég þá niðri í þessari skúffu minni,
þeir eru orðnir svo gamlir, yfir 100 ára, dettur þá ekki út
blaðsnepill frekar lúin af elli, hafði hann að geyma ljóð sem
ég taldi mig vera búna að glata.
Ekki veit ég hvað það heitir, eða eftir hvern það er.
Mig minnir að gömul kona hafi gefið mér það.
hér kemur ljóðið.
Hún amma mín er mamma hennar mömmu
mamma er það besta sem ég á
gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vörum hennar sjá
í rökkrinu hún amma segir mér sögur
svæfir mig er dimma tekur nótt
syngur við mig sálma, kvæði fögur
sofna ég þá bæði sætt og rótt.
Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skora á Ingibjörgu Sólrúnu að snúa Paul heim.
7.7.2008 | 13:57
Óvissuástand hjá Paul Ramses.
Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Paul Ramses Odour,
sem var vísað úr landi af Útlendingastofnun sl. fimmtudag,
segir að enn ríki mikil óvissa varðandi framtíðina og örlög
fjölskyldunnar. Rosemary ræddi síðast við eiginmann sinn í
gær og segir að hann eigi fund með ítölsku lögreglunni í dag.
Það er búið að segja margt og mikið um þetta mál, bæði
neikvætt, jákvætt, sætt og súrt.
Ég skil vel að allir vilji segja sitt álit á þessu máli, en mér finnst
það ekki skipta neinu máli, hvernig, hvar,af hverju
og eða þetta eða hitt.
Fjandinn hafi það leysið þetta mál áður en það er orðið of seint
fyrir æru okkar Íslendinga, en mörgum er nú víst sama um hana
því þeir halda að hún setjist eigi á þá, " Sko þá!"
Jú þar skjátlast þeim stórum, því hún sest beint á þá,
og mun aldrei fara af þeim aftur,
svo eru þeir búnir að koma ár sinni fyrir róða.
Heim með manninn Paul Ramses.
![]() |
Óvissuástand hjá Paul Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dæmdur fyrir guðlast og klám.
7.7.2008 | 06:50
Ég skemmti mér vel í gær er ég las viðtalið við
Úlfar Þormóðsson, sem Kolbeinn Óttarsson Proppé
tók við hann.
maður er fljótur að setja í geymslu fréttir er nýjar bera að garði.
Nokkrir menn vildu skemmta þegnum Íslands, héldu að þeir væru
orðnir það þroskaðir að móttakarinn væri kominn í gott lag.
Svo reyndist ekki vera.
Félag áhugamanna um alvarleg málefni gaf spegilinn út, starfsmenn
félagsins voru Úlfar Þormóðsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson,
en kona hans situr nú í dag í sæti Utanríkisráðherra.
Þegar annað tölublaðið kom út upphófust lætin, var blaðið allstaðar
tekið í burtu úr sölu, lögreglan fór inn á heimili Úlfvars, en þar voru
samankomnir nokkrir menn til að undirbúa útgáfu blaðs no. 3.
og fóru fram á öll eintök af Speglinum sem þar væri að finna,
Aðspurðir hver sökin væri sögðu þeir að í blaðinu væri að finna
klám og ærumeiðingar, seinna tókst þeim svo að bæta við
guðlastinu.
Þeir gáfust ekki upp þessir menn gáfu út annað blað sem þeir
gáfu nafnið Samviska Þjóðarinnar, settu á það nýja kápu, og í
miðopnu voru frásagnir og myndir úr blöðum sem óáreitt fengu
að vera í hillum búða, eins og Tígulgosinn og Bósi bangsi,
en þar voru að finna berorðar lýsingar á kynlífi fólks.
Eflaust hafa allir lesið þetta viðtal, en ég mátti nú til að
ympra á þessu máli.
Úlfar var dæmdur fyrir guðlast, og varð honum þetta það dýrt
að hann ákvað að selja húsið sitt og borga sínar skuldir.
En þegar hann var dæmdur var hann annar maðurinn sem
dæmdur var fyrir guðlast á öldinni, hinn maðurinn var
Brynjólfur Bjarnason, var hann dæmdur 1925, en settist síðar á
þing. þar áður var Gissur Brandsson dæmdur, 1692 til
húðláts fyrir guðlast.
Margt skemmtilegt kemur fram í þessu viðtali og hvet ég fólk til að
lesa það. Sunnudagsblaðið 6/7.
Ekki vissi ég að svona margir strákar hefðu verið prakkarar,
það meira að segja prakkarar aldarinnar.
Takk fyrir mig alltaf gott að rifja upp það sem gerst hefur,
einnig að komast að því, sem maður hefur reyndar ætíð vitað.
Það breytist ekki neitt, það hefur ætíð verið og mun ætíð verða,
Kúgun í þessu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir svefninn.
6.7.2008 | 20:10
Kaupstaðarstúlka var í sumardvöl á sveitabæ.
Einu sinni var hún á söðli með bónda, og spyr hann stúlkuna
að því, hvort hún kunni að mjólka, hvort hún kunni að mjólka.
Hún lætur drýgindislega yfir því og sest undir eina kúnna
og fer að fikta við spenana.
>> Nú ætlar þú ekki að byrja?<< spurði bóndi.
>> Jeg er að íða eftir því, að þeir harðni,<<
svaraði stúlkan.
Eftir hana Ósk.
Hvaða líkamsrækt stuðlar að lengstu
lífi?
Það er hollt að ganga stað úr stað
en staðreynd er og því má aldrei gleyma,
að það sem stuðlar lengstu lífi að
er leikfimin sem stundar maður heima.
Spurt á hagyrðingarkvöldi. hvers
vegna ertu hér?
Þar sem menning mikil er
mæta gjarnan rímsnillingar.
Og fyrir það að fáir hér
finnast betri hagyrðingar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Yndislegur dagur að Sólheimun.
6.7.2008 | 15:39
Vigdísarhús opnar í dag.
Sólheimar héldu upp á 78 ára afmæli sitt í gær og var af því tilefni opnað
nýtt þjónustuhús sem nefnt er í höfuðið á frú Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta lýðveldisins, og nefnist Vigdísarhús.
Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði húsið formlega og
Sigurbjörn Einarsson biskup blessaði það.
Í Vigdísarhúsi verður mötuneyti, bakarí, matvinnsla og skrifstofur.
Það er 840 fermetrar að stærð og er önnur af höfuðbyggingum Sólheima.
Frú Vigdís hefur alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima og gaf meðal
annars eftirstöðvar kosningasjóðs síns á sínum tíma til eflingar starfsemi
Sólheima og verður þess sérstaklega minnst við þessa athöfn.
-------------------------------------------------
Sjáið þennan stað, sælureitur i Grímsnesinu, sem allir ættu
heim að sækja.
Er ég var að vaxa úr grasi kom ég stundum að Sólheimum,
þar var lítil vinkona okkar sem vinir foreldra minna áttu.
Fórum ætíð í sund ef veður leifði.
Þá hýstu ekki Sólheimar þær byggingar, gróður og starf
sem það nú hefur, en aldrei hefur vantað kærleikann á
þeim bæ.
Ég ætla mér að fara að Sólheimum næsta sumar, hef ekki
komið þangað í mörg ár.
Til hamingju með þennan áfanga,
Kæru ábúendur Sólheima.
Kveðja Milla.
![]() |
Vigdísarhús var opnað í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fornmenjar sem verður að varðveita.
6.7.2008 | 12:06

Merkar menjar um mannavist
Á Suðurlandi er víða að finna forna, manngerða hella á jörðum
og frásagnir eru til af búsetu í þeim allt frá landnámsöld.
Hér er því um að ræða stórmerkar heimildir um búsetu í
árdaga Íslandssögunnar.
Hellum þessum hefur á hinn bóginn lítið verið sinnt síðustu ár
og ástand þeirra hefur versnað töluvert.
Mér þykir þetta afar merkilegt, ekki að maður hafi ekki vitað
og heyrt af þessu hellum, en eigi er maður alla daga að
huga að því sem til er í landi voru, það er líka svo margt.
En er ekki komin tími til að farið verði að lagfæra þá lítillega
og jafnvel sýna þá ferðamönnum undir handleiðslu kunnugra.
Ekki þýðir að hleypa fólki frjálsu um svona staði,
sem hefur samt trúlega verið gert,
það fæst nú yfirleitt ekkert við ráðið í þeim efnum.
Eins og sjá má víða um landið.
![]() |
Merkar menjar um mannavist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært framlag hjá þessu flotta fólki.
6.7.2008 | 07:20
Blaðamaður hringdi, og Logi svaraði.
Nei nei, þú varst ekkert að vekja mig. Ég svaf út í morgun,
sagði Logi Bergmann Eiðsson rámri röddu,
skömmu eftir hádegi í gær,
en hann fór 18 holur á 18 mismunandi völlum á 71 höggi
á innan við sólarhring, til styrktar MND-félaginu .
Frábært framlag hjá öllum þeim sem að þessu stóðu,
ekki veitir af að styrkja MND félagið, og er það að mínu mati
algjör nauðsyn, við mannfólkið verðum að koma inn og hjálpa.
Ég er kannski að tala um eitthvað sem ég veit ekki nægilega mikið um,
en ekki held ég að það sé of mikill stuðningur, og eða skilningur
við þetta félag frekar en önnur sem starfandi eru fyrir okkar
yndislega fólk sem þarf á okkur að halda.
Farið varlega á vegum landsins í dag
sem og alla daga.
Kveðjur. Milla.
![]() |
Náði takmarkinu en tapaði hárinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
5.7.2008 | 20:45
Palli litli var við hjónavígslu í kirkju.
,, Af hverju tókust brúðhjónin í hendur fyrir altarinu?"
spurði hann pabba sinn.
,, þetta eru bara formsatriði, drengur minn",
svaraði faðir hans. ,, Rétt eins og þegar hnefaleikamenn
takast í hendur, áður en þeir byrja að slást".
Bjarni á Mýri þótti góður heim að sækja. Ekki var búið stórt,
en Bjarni var höfðingi í lund, og alltaf átti hann brennivín
handa gestum, sem bar að garði.
Einu sinni kom Stefán frá Hvítadal að heimsækja hann.
Bjarni bjó þá með tveimur kerlingum og einhverri
vinnukonuherfu.
þegar Stefán hafði hresst sig á brennivíni Bjarna,
fór hann að tala um kvenfólk og spurði Bjarna hvort hann
hefði ekki kvenmann handa sér.
,, Varla get ég talið það", sagði Bjarni.
,, Ég fer ekki að lána öðrum það sem ég get ekki brúkað sjálfur".
Eftir hana Ósk.
Hreiðar karlsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri
og stjórnarmaður í Kveðanda sendi oft út yrkisefni til
að glíma við á vísnakvöldum.
Eitt sinn sendi hann mér þessa spurningu.
Hvaða dýr jarðarinnar er þér verst við?
Það sem að verst er við veröldu hér
og verður svo meðan ég tóri,
er maður sem endalaust íþyngir mér
og eitt sinn var kaupfélagsstjóri.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvernig getur nokkur maður gert svona lagað?
5.7.2008 | 11:00
Ég á barnabarn sem er 11 ára svo mér verður nú bar illt.
Að hugsa sér að maðurinn sem hún var seld til gæti framið
þennan glæp, hann keypti hana jú, en Það gat nú verið að
hann hefði ætlað að bjarga henni, nei ég var nú of bjartsýn
að halda það.
Mikið skelfing eigum við langt í land með að kenna þessu fólki
að svona geri maður bara alls ekki.
Auðvitað verða ætíð til menn sem vilja bara níðast á börnum,
en vonandi komum við alþjóðasamfélaginu í skilning um hvað
er rétt og rangt í þessum málum.
Gangi okkur vel í því.
![]() |
Barnaði 11 ára stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Tvö hús inn á torgið, já er það?
5.7.2008 | 06:55
Ég hef nú ekki séð neina skilmerkilega teikningu um þessar
hótelbyggingar, en það er nú sama.
Með þeirri aðgerð að færa tvö hús inn á torgið hlýtur ásýndin
að eyðileggjast, aðgengi að lakast, og það er ekki verið að vernda
gömlu ásýndina, eins og sagt var að ætti að gera.
Fyllið bara torgið af gömlu yndislegu húsunum okkar, já og
gleymum ekki að nota hljómskálagarðinn,
var ekki á sínum tíma verið að tala um að nota hann sem
antik garð með kaffihúsum og slíku.
Þvílíkt rugl.
það á að byggja upp gamla bæinn eins og mögulega er hægt
Rífa niður Morgunblaðshöllina, sem var algjört sjokk fyrir
augað er maður á hana leit.
Hættum að hafa þá stefnu að þjóna peningavaldinu.
Hvað höfum við að gera með hótel á þessum stað?
Hvað þarf að grafa djúpt fyrir bílakjallara, og hvað kemur
í ljós við þann uppgröft?
Gamlar minjar já eða bara sjór.
Yrði fróðlegt að fylgjast með því, sem ég vona að komi ekki til.
Góðar stundir.
![]() |
Kaupmenn ævareiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
4.7.2008 | 20:56
Þessari visku nappaði ég frá henni nöfnu minni Ásdísi Emilíu
og fannst upplagt að birta þetta núna.
Indijáninn
Kvöld eitt, sagði gamall Cherokee indíáni barnabarni sínu,
ungum dreng, frá baráttu sem á sér stað innra með fólki.
Hann sagði: "Sonur minn, baráttan er á milli tveggja
"úlfa" innra með okkur öllum.
ANNAR ER ILLUR. Það er reiði, öfund, afbrýðissemi, böl,
eftirsjá, græðgi, hroki, sjálfsmeðaumkvun, sekt, gremja, minnimáttarkennd, lygar,
falskt stolt og að vera fullur af yfirlæti og egói.
HINN ER GÓÐUR. Það er gleði, friður, ást, von, rósemi,
auðmýkt, góðvild, góðfýsi, hluttekning, örlæti, sannleikur,
samúð og trú."
Drengurinn hugsaði um þetta nokkra stund
og spurði síðan afa sinn: Hvor úlfurinn vinnur?"
Gamli maðurinn svaraði, einfaldlega:
"SÁ SEM ÞÚ NÆRIR."
Bæn.
Drottinn sem ræður öllum þjóðum yfir,
uppspretta lífsins, kjarni þess sem lifir,
leiddu oss gegnum lífsins böl og þrautir,
leiðbeindu oss að ganga réttar brautir.
Láttu þinn kærleikskraft oss alla styðja,
kenn oss að lifa, stríða,vaka biðja.
Aldrei þín hjálparhöndin frá oss víki,
,, helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki".
Mér fannst þetta allt passa svo vel inn í daginn í dag.
Kæru vinir.
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Gott framtak hjá góðu fólki.
4.7.2008 | 14:57
Ég bloggaði smá um þetta mál í gær, en vill bara minna á
nauðsyn þess að við séum öll vakandi yfir mannréttindum.
Við höfum verið að taka þátt og fylgjast með réttindum fólks
út um allan heim, þess vegna verðum við að standa vörð
um það sem er að gerast rétt við bæjardyrnar okkar.
Það verður að gerast að Paul Ramses komi heim til
Íslands aftur og sameinist sinni konu og barni,
hvernig er hægt að fara svona með fólk?
Það er ekki eins og hann sé einhver glæpamaður, ef hann
væri það þá mundi ég skilja þessa meðferð.
Ég var með hugann með fólkinu sem var að andmæla fyrir
utan Dómsmálaráðuneytið í dag, þar fór allt vel fram.
Stöndum saman og verndum öll mannréttindabrot.
Þá meina ég öll.
Guð gefi okkur góðan endir í þessu máli.
![]() |
Ráðherra viðurkenni mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Byrjar að batna eftir ár eða svo.
4.7.2008 | 06:41
Árið sem er að líða hefur verið glóðin, sem gaus úr annað slagið
og er núna orðið að þeim eldi sem ekki verður ráðið við,
að mínu mati fyrr en eftir svona ár,
þá byrjar glóðin að dala smá saman.
en Þá verður hún búin að valda fólki usla,
sem það mun seint ná sér upp úr.það er nefnilega þannig með
allt ef að mínusinn fer að verða ráðandi í langan tíma, mun það taka
helmingi lengri tíma að ná sér upp aftur.
Allt þarf að reka eins og fyrirtæki.
![]() |
Slæmar horfur í efnahagslífinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
3.7.2008 | 20:05
sérstaklega frúin, orðin drukkin mjög.
Maður hennar snýr sér þá að tveimur kunningjum sínum og segir:
,, Farið þið heim fyrir mig með konuna mína og háttið þið hana.---
En, blessaðir", bætti hann við,
,, Þið verðið að berhátta hana annars hleypur hún út".
------------------------
Bölsýni. helsti galli Húsvíkinga.
Helstan löst tel Húsvíkinga
að heyra allar bjöllur klingja
til varnaðar ef vonlaus kálfur
vogar sér að starta sjálfur.
Víghreifur á völtum fótum
Vonast til að skjóta rótum.
Fáirðu hugmynd fríska og góða
fallöxina strax þeir bjóða
hálfvita með hugsun ranga
sem heldur að þetta muni ganga.
Hann er nú eitthvað undarlegur
allt á hælum sér hann dregur
oftast nær verið eins og sauður
álíka röskur eins og vær´ann dauður.
Ef hann skildi nú óvænt græða
er ekki um nema tvennt að ræða.
Hann eflaust svíkur úr annars hatti
eða hann stelur framhjá skatti.
Eftir hana Ósk. Góða nótt.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mannfyrirlitning og ekkert annað.
3.7.2008 | 16:45
Heim með manninn Paul Ramses! Hvað er eiginlega að
vissu fólki í þessu þjóðfélagi?
Margir/flestir vilja ekki útlendinga til landsins, af hverju ekki?
Eru menn hræddir við það sem þeir ekki þekkja, eða er þetta
minnimáttarkennd, mannfyrirlitning eða bara hroki?
Það er alveg komin tími til að fólk kynnist öðrum en sjálfum sér,
sumir hafa ekkert víðsýni, hvernig er lífið án víðsýnis, ég bara spyr?
Við erum orðin alþjóðasamfélag, gerum okkur grein fyrir því,
og vinnum að því að gera þetta að skemmtilegu og uppbyggilegu
samfélagi fyrir okkur öll.
Svo er annað okkur finnst allt í lagi að flytja erlendis, bæði
til vinnu og náms, og finnst það afar skrítið ef eigi er vel á móti
okkur tekið, en hvernig erum við að bregðast við útlendingum
hér á voru Fróni.
![]() |
Mótmæla meðferð á flóttamanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fer nú að verða svolítið þreytandi.
3.7.2008 | 06:52
Þreytandi, já er einhver hissa? maður fer út eins og í gærmorgunn,
hið ágætasta veður, jæja nú er sumarið að koma, ein bjartsýn,
Um miðjan daginn komið hávaða rok, þoka og rigningarfjandi,
þetta er nú búið að vara núna, að ég held endalaust
Ef ég væri í Reykjavíkinni þá væri þetta ekki vandamál, mundi
bara fara í búðir, það er hægt að fara í Kringluna, Smáralindina,
Laugarveginn svo eitthvað sé nefnt.
Nóg er til í búðunum þó engin kaupi neitt,
eru ekki útsölurnar löngu byrjaðar?
Annars skiptir það engu máli.
Ég á nefnilega fullt af peningum, alveg satt.
Þar sem ég bý nú á Húsavík, þá fer ég bara í búðirnar hér heima,
það er svo skemmtilegt,
alla þekkir maður og getur verið að spjalla í hverri búð
og ekki er nú þjónustan af lakari endanum.
Og ef mér leiðist þá er nú ekki vandi að skutlast inn á Akureyri.
Þar eru alveg fullt að búðum, góðum búðum, og þjónustan eftir því.
Svo eru líka tvær af bloggvinkonum mínum að opna búðir á Akureyri.
Ja hérna! Hún Huld er að opna Zic Zac búð með pompi og prakt á
laugardaginn, og ,,Guuuð ertu ennþá í Danmörku?"
kemur og heldur uppi fjörinu, sko hún Elsa lund, ,, þetta er ég elskan!"
Allir þang
Til hamingju Huld mín.
Síðast í júlí mun svo hún Gréta opna snyrti Gallerí á Glerártorgi,
Til hamingju Gréta mín
það var sko búð sem vantaði, það má nefnilega ekki vanta svona Gallerí
þegar fyrir eru Bara sko allar búðirnar! þú veist.
Nú vantar bara gott kaffihús og matsölustað því það sem er fyrir er
bara óætt.
Maður getur svo sem klárað Glerártorg farið svo í miðbæinn og farið
á kaffihúsið þar, eða upp í bókasafn, allir möguleikar í stöðinni.
Enn nú fer að koma sumar, svo mér mun ekki leiðast.
Eigið góðan dag í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
2.7.2008 | 19:47
Tvær konur ræddust við. Það var skömmu eftir síðustu aldamót.
Önnur spyr:
,, Af hverju ætli hann Sigurður sé kallaður ráðunautur?"
Hin svarar:
,, Ætli það sé ekki að því að hann útvegar þarfanautið í hreppinn?"
Glæpamaður strauk úr fangelsi en sá
sig um hönd og bankaði upp á í
fangelsinu og vildi komast inn.
Á því tel ég engan vafa
eins og núna sést.
Að glæpamenn í huga hafa
heima er alltaf best.
Til að fræða stráka um hvað
brjóstahaldari er.
Kostagripur kann að bera
kvennadjásnin máttugu.
En aðallega á að gera
úlfalda úr mýflugu.
Eftir hana Ósk. Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Litli maðurinn. Hver er lítill og hver er stór?
2.7.2008 | 08:29
Tilvitnunin litli maðurinn fer eitthvað í mig, núorðið,
örugglega notað það einhvern tíman.
Yfirleitt er talað um litla manninn er talað er um þá sem minna
mega sín í þjóðfélaginu, það er að segja, láglaunafólkið,
öryrkjana, ellilífeyrisþeganna og aðra sem þá sem ekki ná
vissum standart í þjóðfélaginu.
En hver er lítill, stór eða meðal. Það held ég að fólkið í landinu
skammti fólki eftir sinni hentisemi það hentar nefnilega ekki öllum
að umgangast alla, og er það allt í lagi, svo framarlega sem hinum
sem það vill ekki umgangast, er sýnd virðing.
Þar stendur hnífurinn í kúnni, sumir eru ekki nógu fínir fyrir suma.
Og bitnar það á börnunum einnig.
Hver vill vera litli maðurinn? Enginn.
Biðjum við um að verða gömul? Nei.
biðjum við um að missa heilsuna? Nei.
Þegar þetta gerist verðum við að sumra mati litli maðurinn,
ómagar þjóðfélagsins og þurfum ekki mannsæmandi laun.
Enginn vill sjá okkur í leikhúsinu, óperunni eða öðrum
uppákomum sem verða í okkar fallega landi.
Þess vegna erum við sett niður, já og það alveg niður í skítinn.
Og flest okkar lifa undir fátækramörkum.
Skammist ykkar ráðamenn þessa lands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ameríka já, en hvenær hjá okkur?
2.7.2008 | 07:24
fólk detti niður, er lamið, rænt eða drepið, því engin vill skipta sé af.
En inn á biðstofum eða á sjúkrahúsum, er það nú hápunkturinn þó
að hægt sé að kæra fyrir alla skapaða hluti.
Hvað er langt í svona afskiptaleysi hjá okkur, ekki svo mjög,
það er þegar byrjað.
Smá dæmi. Fyrir margt löngu var ég á ferð um eitt úthverfi
Reykjavíkur, það var frekar hvasst, sé konu styðja sig við grindverk,
stoppa bílinn og geng til hennar og spyr, get ég hjálpað þér eitthvað
vinan mín, Já takk það er svo mikil hálka og hvasst að ég kemst
ekki lengra. Á ég að keyra þig heim? nei nei ég er að fara niður í
félagsmiðstöð aldraðra.
Á leiðinni þangað spyr ég hana hvort enginn hafi getað ekið henni?
Nei elskan mín það eru allir að vinna og ég missi ekki af þessum stundum
sem við fáum þarna, það er svo gaman en ég hugði ekki að veðrinu áður
en ég fór út.
En hún sagði mér að hún hefði verið búin að bíða í óra tíma,
og engin stoppaði til að bjóða henni aðstoð.
Svo þarna sjáið þið, þetta er byrjað.
![]() |
Látin kona lá afskiptalaus í klukkutíma á biðstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
1.7.2008 | 20:21
Kæru bloggvinir þið verðið nú að fyrirgefa mér kommentaleysið,
en ég hef bara ekki haft meiri tíma, búið að vera mikið að gera
í skemmtileg-heitum með fjölskyldunni.
Í morgun byrjaði ég í þjálfun aftur eftir frí sem þjálfarinn minn fór í
og ekki veitti henni af, eftir að vera búin að hnoða okkur sundur og
saman í allan vetur.
Síðan var brunað til Akureyrar, fyrst fram í Lauga, að ná í Dóru, en
það var hún sem var að fara í sneiðmyndatöku.
Snúllurnar mínar þurftu ný gleraugu, og það tók svolítinn tíma að velja
þau, eins og lög gera ráð fyrir hjá dömum.
Ekki má gleyma því að þær þurftu að kaupa garn, heklunálar og prjóna,
það var gert í Hagkaup og notuðum við tækifærið í leiðinni og keyptum
okkur salat-bar á línuna. Nú það þurfti að kíkja aðeins í bókabúð.
Eitt gerðist skondið, Guðrún Emilía hafði ekki list á nema smá af sínum
salat bar svo hún gekk frá sínu niður í plastpoka og í hólfið bak við
framsætið, síðan var haldið aftur inn á Glerártorg.
þegar við komum út aftur var Neró frekar niðurlútur, sá ég ástæðuna
er ég kom inn í bíl, hann var búin að tæta upp boxið með salat-barnum
og borða allt upp í skít sem í því var, og núna býður maður eftir því að
hann veikist, hann er nefnilega ofnæmihundur.
Þegar allir voru búnir að versla það sem þurfti og klára sín mál, þá var
haldið heim á leið, keyrðum snúllunum mínum þrem heim að Laugum.
Það var komið rok og rigning.
Fórum í kvöldmat til Millu, fengum Tacko, æði að vanda.
Núna ætla ég að fara snemma að sofa, ég var vöknuð 5 í morgun.
---------------------------------------------
Eru hagyrðingar gáfaðri en aðrir?
Allir verða að una við sitt
enginn það getur valið.
það vita nú allir að vitið mitt
er vel yfir meðaltalið.
Myndir þú vilja vera varaskeifa á Bessastöðum?
Þeir sem heiður hæstan bera
í hagyrðinga glæstum fans.
Munu aldrei vilja vera
varaskeifa nokkurs manns.
Eftir hana Ósk. Góða Nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)